blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöið Formaður VR um verkalýðshreyfinguna Verður að færa sig tU nútímans Samningur fyrir blaðburðarbörn Næsti fundur ekki fyrr en í september Hvorki gengur né rekur í vinnu við gerð kjarasamnings fyrir blaðburðar- börn hjá Fréttablaðinu og DV. Að sögn Elíasar Magnússonar, forstöðumanns kjarasviðs VR hafa nokkrir fundir ver- ið haldnir að undanförnu, en þeir hafa ekki skilað árangri. VR lagði fram til- boð í deilunni í vor og hefur það verið rætt á nokkrum fundum síðan. „Það ber talsvert á milli aðila“ segir El- ías. „Menn eru komnir í sumarfrí núna þannig að ég geri ekki ráð fyrir að næsti fundur vegna málsins verði fyrr en í september". Enginn samningur er til fyrir blað- burðarbörn hjá Fréttablaðinu og DV. Því er margt sem þarf að semja um, en tilboðið sem liggur nú frammi gengur út á að búin verði til ákveðin svæði sem hver blaðberi þarf að bera út á. Tekist er um stærð svæðanna sem og hvernig fara á með aukaefni sem fylgja blöðun- um tveimur, svo sem auglýsingabæk- linga og annað. Félagsmönnum í verkalýðsfélögum á norð- urlöndum hefur fækkað verulega á undan- förnum árum. Formaður VR telur að verka- lýðshreyfingin hér verði að búa sig undir svipaða þróun hér á landi. Hrey fingin verði að gera sjálfa sig samkeppnisfærari, að öðr- um kosti muni sífellt fleiri kjósa að standa utan stéttarfélaga. Hætta á samkeppni við„lág- vöru" stéttarfélög I leiðara nýjasta tölublaðs íréttabréfs VR ger- ir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR stöðu verkalýðshreyfingarinnar að umræðuefni sínu. Hann bendir á að „lágvöru" stéttarfé- lög hafi nú skotið upp kolhnum víða um heim á undanförnum árum, en þau bjóði upp á takmarkaða þjónustu gegn vægara fé- lagsgjaldi en hefðbundin félög. Hann segir anga af slíku þegar til staðar hér á landi. „Samband Islenskra Bankamanna aug- lýsir sig iðulega sem ódýrasta stéttarfélag landsins og reynir þannig að freista nýrra félagsmanna" segir Gunnar. Hann bendir á að hluti af rekstri hreyf- ingarinnar f dag sé ákaflega óhagstæður. I því sambandi nefnir hann sérstaklega íbúð- arekstur. Formaður VR hefur áhyggjur af því að sífellt fleiri munu kjósa að standa utan verkalýðsfélaga. „Verkalýðsfélög eiga hundruð íbúða í Reykjavík en hvert stéttarfélag er að reka nokkrar íbúðir. Ef reksturinn yrði samein- aður að einhverju leyti myndi vafalaust nást fram talsverð hagræðing'. Fimmtíu ára gamalt fyrirkomulag Hann bendir á að fýrirkomulag verkalýðs- hreyfmgarinnar hér á landi sé um 50 ára gamalt og því sé þörf á að skoða það og laga að breyttum aðstæðum. „Mér sýnist stærsta ógnin við stöðu verka- lýðshreyfingarinnar sú að fleiri og fleiri einstaklingar muni kjósi að standa utan stéttarfélags. Þessu þarf að bregðast við og gera einingamar hagkvæmari í rekstri, en um leið öflugri. Það þarf að fækka félög- um, gera þau hagkvæmari, ódýrari og skii- virkari. I dag er hreyfmgin sett saman úr þremur lögum. Grunnurinn liggur í stéttar- félögunum sjáfum, þar fyrir ofan eru lands- samböndin og efst er Alþýðusamband íslands. Mér finnst full ástæða til að skoða hvort hægt sé að fækka þessum lögum um eitt, til dæmis með því að fjölga landsfélög- um“ segir Gunnar. ■ 40 manns missa vinnu Rúmlega 40 manns missa vinnuna þegar fiskvinnslufyrirtækið Suðurnes í Keflavík hættir starfssemi. Suðurnes tilkynnti Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur í gær að vinna hæfist ekki aftur að loknum sumarleyfum sem nú eru í gangi. Suðurnes var stofnsett árið 1990. ■ Landakotsskóli Skólastjóri ráðinn Fríða Regína Höskuldsdóttir hefur ver- ið ráðin sem skólastjóri Landakotsskóla og tekur hún við af séra Hjalta Þorkels- syni. Hennar bíður nú það verk að koma friði á þær fylkingar sem berjast innan skólans og hafa verið áberandi í fjölmiðl- um undanfarið. Fríða Regína starfaði áður sem skóla- stjóri Mýrarhúsaskóla frá 1995 til 2004 en þar áður sem kennari við Kenn- araháskóla íslands 1984-1994 og skóla- stjóri við skóla geðdeildar Barnaspítala Hringsins frá 1979 til 1984. g FRJÁLST Stóru lífeyrissjóðirnir almennt með betri afkomu en litlir Raunávöxtun lífeyrissjóða landsins í fyrra nam um 10,4% og var heldur lægri en ávöxtun þeirra árið áður þegar hún var 11,3%. Þetta kemur fram í samantekt sem Fjármálaeftirlitið hefur gert. I samantekt- inni kemur ennfremur fram að enginn ÚTSALA Nú 50% afsláttur aföllumvörum RALPH LAUREN SMÁRALIND blaói6= lífeyrissjóður landsins skilaði neikvæðri ávöxtun í fyrra, en tveir sjóðir náðu þó aðeins um 1% ávöxtun. I fljótu bragði virðist sem svo að stærstu sjóðirnir séu almennt að skila mun betri afkomu en minni sjóðirnir. I meðfylgjandi töflu eru þeir sjóðir sem skiluðu bestu og verstu af- komu síðasta árs. Fyrir utan lífeyrissjóð starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, sem skilaði hreint frábærri ávöxtun á síðasta ári, eru stórir lífeyrissjóðir ráðandi á efri hluta listans. Tveir af þremur minnstu sjóðum landins verma hins vegar hinn enda hans, Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Islands með 1% ávöxtun og Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkur- apóteks með 1,3% ávöxtun. Eignir upp a tæpa 1000 milljarða Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins voru iðngjöld til lífeyrissjóða í fyrra sam- tals um 73 milljarðar króna en gjaldfærð- ur lífeyrir nam hinsvegar um 31 milljarði. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóð- anna til greiðslu lífeyris alls tæpir 1000 milljarðar og jukust um 20% á síðasta ári. Sífellt stærri hluti lífeyrissparnaðar HEITISJÓÐS Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar HREIN RAUNÁVÖXTUN 215,0% Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbankans 19,0% (JfejinssjéðurÐmsklpafé'ags 16,5% Lífeyrissjóður sjómanna 16,3% Samvinnulffeyrissjóðurinn (Stigadeild) 15,6% Samvinnulífeyrissjóðurinn (Aldurstengd deild) 14,7% Lífeyrissjóður Rangæinga 4,8% Lífeyrissjóður starfsmanna sveifarféfaga (A deild) 4,4% Lífeyrissjóður starfsmanna sveifarféiaga (B deild) 4,3% Lífevrissjóður starfsmanna Reykjavikurborgar 3,5% Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurapóteks 1,3% Eftirlaunasjóður starfsmanna Utvegsbanka Islands 1,0% er í formi séreignar en um síðustu áramót nam séreignarsparnaður í heild um 11% af heildareignum lífeyriskerfisins. Til sam- anburðar var hlutfallið 10% í árslok 2003. Dreifingarsvæði Blaðsins stækkar íbúar á Akranesi og í Borgar- nesi fá Blaðið alla virka daga Dreifingarsvæði Blaðsins stækkar ört og í dag bætast Akranes og Borgarnes í hópinn. I gær hófst dreifing í Hvera- gerði, Selfossi og Reykjanesbæ og geta íbúar þessara staða nálgast Blaðið í helstu verslunum og bensínstöðvum. Það sama gildir um íbúa á Akranesi og í Borgarnesi. Þeir geta nálgast Blaðið á sömu stöðum. Þessu til viðbótar er verið að taka nýja heimasíðu Blaðsins í notkun og geta landsmenn nálgast Blaðið daglega þar. Slóðin er www.vbl. is. Starfsmenn Blaðsins bjóða íbúa Akra- ness og Borgarness velkomna í hópinn. Stærri fyrirtækjum á þessum stöðum er bent á að hafa samband við skrifstofu Blaðsins ef þau vilja fá það sent til sín daglega. Færri þiggja húsaleigubæt- ur en áður Sveitarfélögin í landinu greiddu rúmar 380 milljónir króna í húsaleigubætur á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, sem er rúmlega 5% lækkun miðað við næstu þrjá mánuði á undan. Ef sömu tímabil eru skoðuð kemur ennfremur í ljós að bótaþegum hefur fækkað um tæp 3%. Á fjórða ársfjórðungi 2004 voru þeir 10.237 á móti 9.973 fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þeir aðilar sem þekkja málið, og Blað- ið ræddi við í gær, eru sammála um að mikil þensla á íbúðamarkaði skýri fækk- un þeirra sem þiggja húsaleigubætur. Mikil munur á áætlunum og raunveruleika Sveitarfélög landsins gerðu ráð fyrir að greiða rúmar 426 milljónir króna í húsa- leigubætur fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslurnar voru eins og áður sagði um 380 milljónir, og nemur munurinn 10,5%. Að sögn Elínar Gunnarsdóttur, sérfræðings hjá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga má gera ráð fyrir að þensla í íbúðar- kaupum minnki eitthvað á næstunni og því er ekki ólíklegt að bótaþegum fjölgi eitthvað það sem eftir er af árinu. Áttatíu íslensk fyrirtæki á Vestnorden Þegar enn eru tæpir tveir mánuðir 1 Vestnorden ferðakaupstefnuna sem verður haldin í Kaupmannahöfn hafa um 80 íslensk fyrirtæki skráð þátttöku sína. Islendingar verða sem fyrr fjölmennastir á svæðinu. Á kaupstefnunni hitta ferðaþjónustuaðilar frá Islandi, Grænlandi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum, ferðaheildsala frá ýmsum löndum. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ferðaheildsalarnir koma víða að, m.a. frá Ástralíu, Kanada, Bandaríkjuhum og Rússlandi. ■ TILBOÐ 1 Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBOD 690 Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 TILB0Ð 2 Alla daga vikunnar 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITABORÐINU gildir frá 17.30 -2100 fB mEKONG t h a i I e n s h m a t s t o f o Tilboðin gllda ekki með heimsendíngu Sóltún 3 Bæjarllnd 14-16 S 562 9060 S 564 6111

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.