blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö r' ' > — mm 4* » ^ j w £ jf S| # i SUMARRAÐGATUR BORGAR SIG EKKI AÐ U PPLYSA! O S KA RS V F R Ð 1. AIJ N A H A F I N N JENNIFER CONNELLY DARK WATE R FRUMSYND A MORGUN! Lundúnaárásirnar óhjákvæmileg afleiðing Íraksstríðsins Ný lög um hryðjuverk í bígerð ogstrangara eftirlit með innflytjendum vœntanlegt Náið samband Breta við Bandaríkja- menn hefur gert það að verkum að mun meiri hætta er á hryðjuverkum í land- inu en ella, samkvæmt tveimur sérfræð- ingum á sviði alþjóðamála í Bretlandi. Þrálátar deilur um ávinning af hernað- arlegri skuldbindingu Bretlandshers í Irak blossa nú upp í kjölfar hryðjuverk- anna í höfuðborginni Lundúnum þann 7. júlí síðastliðnum. Hin konunglega stofnun alþjóðamála í Bretlandi (RIIA) segir að ástandið í Irak hafi verið „eldur á olíu áróðursstarfsemi, liðssöfnunar og fjáröflunnar al-Qaida samtakanná' og hafi skapað fullkominn grundvöll í Bret- landi fyrir hryðjuverkamenn tengda samtökunum. Varnarmálaráðherra Bretlands, John Reid, neitar þessu og hefur haldið því fram að á hryðjuverkum verði að vinna bug. „Sú hugmynd að með því að hlaupa undan fantinum á skólalóðinni losnir þú við hann er fullyrðing sem hvert ein- asta barn á leikvellinum getur fært sönn- ur fyrir því að er rugl. Þá getur hvert einasta atriði mannkynssögunnar einn- ig hrakið þessa hugmynd," sagði Reid í útvarpsviðtali við BBC. Ný hryðjuverkalög í bígerð Sprengjuárásirnar hafa orðið til þess að stjórnvöld freista þess nú að innleiða ný lög sem fela m.a. í sér bann við öllum undirróðri hryðjuverka og þar á meðal yrði almenningi meinað að mæra aðild- armenn hryðjuverka. Þá hefur einnig verið rætt um að leiða í lög að hleranir verði leyfileg sönnunargögn við réttar- höld. Charles Falconer, dómsmálaráðherra, hefur neitað því að stjórnvöld hafi til þessa sýnt vanrækslu í að sía út pólit- íska flóttamenn frá múslimaríkjum og hafi þannig gert Bretland að frjóum grundvelli fyrir liðssöfnun íslamskra hryðjuverkasamtaka. Ríkisstjórnin er nú í viðræðum við stjórnarandstöðuflokkana um nýju lög- in en þeir munu í meginatriðum hlynnt- ir því að samþykkja þau. Michael Ho- ward, leiðtogi Ihaldsflokksins, sagðist vonast til að ná sátt við ríkisstjórnina um lögin. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa þó viljað fá nánari útskýringar á því hvað felist nákvæmlega í undirróðri hryðjuverka. „Erum við að tala um ræð- ur eða blaðagreinar? Hvernig eru þau orð sem einhver gæti sagt og gætu ver- ið túlkuð sem undirróður fyrir hryðju- verk?“ sagði Howard. Lögregla hafði áður afskipti af einum árásarmannanna Nú hefur verið staðfest að 55 létu lífið í árásunum, þar á meðal fjórir meintu árásarmennirnir, og þá særðust yfir 700 aðrir. I Sunday Times kom fram að einn árásarmannanna, hinn 30 ára gamli Mo- hammad Sidique Khan, var yfirheyrð- ur af MI5, bresku Alríkislögreglunni, á síðasta ári vegna gruns um aðild að yfirvofandi hryðjuverkum. Af honum þótti þó ekki standa ógn við öryggi þjóð- arinnar og því var frekara eftirlit ekki haft með honum. Lundúnalögreglan og Tony Blair hafa neitað að tjá sig um þetta mál. Á laugardag birtust opinberlega myndir sem náðust á öryggismyndavél- ar og sýndu árásarmennina fjóra ganga inná lestarstöðina í Luton um morgun- inn sem árásirnar voru framdar. Rann- George Bush og Tony Blair. Vafasöm vinátta segja sumir sóknarmenn segja að fjórmenningarnir hafi tekið lest frá Luton til King’s Cross í Lundúnum þar sem þeir síðan skiptu liði og frömdu ódæðisverkin. Lögreglumenn rannsaka nú heimili egypsks lífefnafræðings í Leeds eftir að leifar af sprengiefni fundust í baðkari á heimili mannsins. Lífefnafræðingurinn, Magdy el-Nashar, hefur verið yfirheyrð- ur af egypskum yfirvöldum en harðneit- að aðild að hryðjuverkunum. Yfirvöld I Kaíró munu ekki reiðubúin að afhenda el-Nashar til Bretlands en ekkert sam- komulag um framsal á fólki ríkir milli landanna. ■ bjornbragi@vbl.is Sögulegur dómur yfir afgönskum stríðsherra m í ú; K Faraydi Zardad Afganski stríðs- herrann, Faraydi Zardad var í gær sakfelldur, fyrir breskum dómstól- um, um svívirði- legar pyntingar og mannrán í heima- landi sínu. Brot sín mun hann hafa framið á árunum 1991-1996. Hinn 42 ára gamli Zardad, sem hefur verið búsett- ur í Lundúnum frá árinu 1998, neitaði sakargiftum. Dómurinn er sögulegur fyrir þær sakir að hér er líklega á ferð- inni fyrsti dómurinn í Bretlandi yfir er- lendum manni sem framdi glæpi sína á erlendri grundu. Einkar hrottafengnir glæpir Zardad hafði yfirumsjón með vegi sem lá milli höfuðborgar Afganistan, Ka- búl og borgarinnar Jalalabad. Þar mun hann hafa framið glæpi sína sem þykja einkar hrottafengnir en einnig er hann grunaður um að hafa skipulagt aftök- ur. Mun alvarleiki glæpa hans vera ein af ástæðunum fyrir því að ekki þótti skipta máli í hvaða landi réttað væri yfir honum. Fjölmörg fórnarlömb Zard- ads vitnuðu í málinu. Sagðist eitt þeirra hafa verið í haldi hans og manna hans í yfir fjóra mánuði og laminn svo illilega að fjölskylda hans hafi ekki þekkt hann þegar hann sneri heim. Zardad hafði verið eftirlýstur um nokkurn tíma þegar rannsóknarfrétta- maður BBC, John Simpson, rakti slóð hans og fann hann á heimili sínu f suð- urhluta Lundúna. I kjölfarið var Zardad handtekinn. Réttað var yfir Zardad á síð- asta ári en kviðdómurinn náði þá ekki sátt um niðurstöðu. Vildu þá einhverjir kviðdómendanna meina að þó Zardad hafi borið ábyrgð á pyntingunum hafi hann ekki endilega framkvæmt þær sjálfur. Réttað var þvf að nýju og komst kviðdómurinn nú að áðurnefndri niður- stöðu. Búist er við því að dómari kveði upp refsingu Zardads í dag. ■ 12 ára stúlka reyndi að hengja 5 ára dreng Tólf ára stúlka í Bretlandi hefur játað á sig alvarlega líkamsárás á fimm ára dreng sem átti sér stað 31. maí síðastlið- inn. Drengurinn fannst ráfandi um í skógi nálægt heimili sínu eftir að atburð- urinn átti sér stað. Meinafræðingur sem rannsakaði drenginn sagði að för á hálsi hans bentu til þess að reynt hefði verið að kyrkja hann með þykku bandi. Full- yrti hann fyrir rétti að „ef drengurinn loftkœling /-sB* ÍS-hÚSÍð 566 6000 hefði hangið í bandinu nokkrum sek- úndum lengur eru miklar líkur á því að hann hefði dáið.“ Þá var drengurinn mjög marinn og meiddur þegar hann fannst. Þegar stúlkan var yfirheyrð í fyrstu vegna málsins kenndi hún öðrum um og gaf lögreglu nöfn fjögurra barna sem síðar voru tekin fanga og yfirheyrð. Kom á daginn að þau höfðu örugga fjarvistarsönnun. Stúlkan játaði á end- anum að hafa verið ein með drengnum í skóginum og að hún væri ábyrg fyrir árásinni. Ruglingslegar frásagnir drengsins Þegar drengurinn var yfirheyrður af sérstökum fulltrúum gaf hann afar ruglingslegar frásagnir af reynslu sinni. Sagðist hann m.a. hafa verið hengdur upp og laminn með prikum og brenni- netlum. Snæri hafði verið bundið um háls hans, maga og kynfæri. I öðru við- tali við fulltrúana sagðist drengurinn telja að hann hafi verið i frumskógi, um- kringdur öpum sem hafi notað skæri til að klippa hann niður. Gert hefur verið hlé á réttarhöldun- um til 5. september næstkomandi svo unnt sé að ljúka rannsókn málsins að fullu. Stúlkan var látin laus gegn lausn- argjaldi þangað til. Rannsóknaraðilar freista þess nú að úrskurða hvort súlk- an teljist sem „hættulegt ungmenni“ og hvort ákæra eigi hana fyrir morðtil- raun. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.