blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Árog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson. Karl Garðarsson. TÆKNILEGA SAKLAUS Ikjölfar þess að Judith Miller, blaðakona New York Times, var dæmd til sex mánaða fangelsisvistar fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn, að grein sem aldrei var birt, hafa banda- rískir fjölmiðlar saumað að Karli Rove, aðstoðarskrifstofustjóra Hvíta hússins og ráðgjafa George Bush Bandaríkjaforseta. Hann liggur undir ásökunum um að hafa rofið trúnað við einn af leyni- þjónustumönnum CIA, Valerie Plame, en svo óheppilega vill til að leyniþjónustumaðurinn er eiginkona eins af fyrrverandi sendiherr- um Bandaríkjanna, Joseph C. Wilson. Sá tók sig til, eftir að hafa kannað ásakanir um að Saddam Hussein, fyrrverandi Iraksforseti væri á höttunum eftir úrani í Afriku, og gagnrýndi Bush fyrir inn- rásina í írak, enda hefði ekki verið flugufótur fyrir þeim sögnum að Hussein væri að koma sér upp gereyðingavopnum. í kjölfarið var Val- erie Plame nafngreind í baðagrein og ljóstrað upp um starf hennar. Nafnbirtingin gerði að litlu feril hennar sem leyniþjónustumanns. Wilson hefur í framhaldinu haldið því fram að embættismenn hafi rofið trúnað við eiginkonu sína til að koma fram hefndum við sig vegna gagnrýni sinnar. Matthew Cooper, blaðamaður tímaritsins Time sem átti einnig yfir höfði sér fangelsisdóm vegna þess að hann neitaði að gefa upp heimiidarmann sinn fyrir greinum um máiið, fékk á elleftu stundu sent skeyti frá heimildamanninum sem aflétti nafnleynd af sjálfum sér. Heimildamaðurinn reyndist vera enginn annar en fyrrgreindur Karl Rove en blaðamaðurinn Cooper hefur greint frá því að það hafi verið Rove sem gaf honum upplýs- ingar um starf og hjónabandsstöðu Plame. Rove hefur á móti sagt að hann hafi ekki haft nafn Plame úr opinberum skjölum heldur frá blaðamanni og þvi sé hann tæknilega saklaus af trúnaðarbresti. Þetta mál hefur hrist og skakið bandarískt þjóðlíf undanfarna daga og á enn eftir að vera fyrirferðamikið. I grunninn snýst það um ástæður innrásarinnar í Irak. Innrásar sem var réttlætt með tilvís- inum í gereyðingarvopn sem aldrei voru til. Á stríðstímum þjappast valdið á færri hendur því óttinn er kröftugt stjórntæki. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kþpavogur. Aðalsími: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@rvbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dre’rfing: Islandspóstur. Bílavarahlutir THUU Ferðabox 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö Ég nefni barnið Pepsi Jónsson Á fjögurra ára fresti skipar dómsmála- ráðherra þrjá aðila í Mannanafnanefnd. Dómsmálaráðherra skipar nefndina eftir ráðleggingum heimspekideildar Háskóla íslands, lagadeildar og Islenskrar málnefndar. Nefndinni er ætlað að samþykkja eða hafna hugsanlegum nöfnum sem foreldrar óska eftir að skíra börnin sín. Fátt er að mínu viti eins persónulegt og jafnmikið einkamál og það að ákveða nafn á börnin sín, á bakvið viljann til að skipta sér af þessari persónulegu ákvörðun foreldra liggja aðrar kenndir en hagsmunir almennings. Árið 1994 spurði Gallup almenning hvort eðlilegt væri að ríkið hefði afskipti af nafngiftum 99....................... Það kemur því engu við hvort barnið heitir Jón eða Pepsi, ábyrgð eineltis liggur hjá gerendum en ekki fórnarlambinu. fólks, innan við 20% fólks var þá sammála lögunum. Ég leyfi mér að fullyrða að nú 11 árum síðar ríki ekki meiri sátt um lögin. Mannanafnanefnd hefur mikið verið í umræðunni undanfarið, og oftar en ekki hneykslast fólk á því hvaða nöfn sleppa í gegn og hvað nöfn fara ekki í gegn. Ég ætla ekki að fara í það að gagnrýna störf nefndarinnar sértaklega, það gefur upp ranga mynd og gefur í skyn að eitthvað við störf nefndarinnar sé eðlilegt. Ég er einfaldlega á móti tilvist nefndarinnar í heild sinni. Riddarar frelsisins tala mikið um friðhelgi einkalífsins, og margir nota það sem afsökun fyrir aðgerðarleysi gegn heimilisofbeldi til dæmis. Hvernig stendur þá á að menn telja afskipti af nafngift einstaklinga að einhverju leyti eðlileg? Ákvörðun foreldra á nafni barnsins á sér í flestum tilvikum stað innan veggja heimilis. Ég tel það ekki góð rök fyrir tilvist nefndarinnar að hugsa þurfi um hagsmuni barnsins og verja það t.d. fyrir einelti. Það er löngu kominn tími til að við hættum að færa ábyrgð eineltis á fórnarlambið. Sá sem verður fyrir einelti ber ekki á því nokkra ábyrgð. Það kemur því engu við hvort barnið heitir Jón eða Pepsi, ábyrgð eineltis liggur hjá gerendum en ekki fórnarlambinu. Ef raunveruleg ástæða væri hagsmunagæsla barnsins, þá höfum við Barnaverndarnefnd sem gæti gripið inn í, en einstaka öfgadæmi réttlæta ekki svo grófa misnotkun á valdi sem mannanafnanefnd er. Vilji stjórnvalda til afskipta af hlutum sem þeim kemur ekkert við hættir aldrei að koma mér á óvart. 99.................. Fátt er að mínu viti eins persónulegt og jafnmikið einkamál og það að ákveða nafn á börnin sín, á bakvið viljann til að skipta sér afþessari persónulegu ákvörðun foreldra liggja aðrar kenndir en hagsmunir almennings. Ég leyfi mér líka að trúa að þrátt fyrir einstaka sérvitring getum við verið nokkuð örugg um að barnið Pepsi sé ekki á leiðinni. En ef svo er, þá verð ég einfaldlega að sætta mig við það, vegna þess að mér kemur það ekki við, og ekki heldur mannanafnanefnd. Ég skora því á þingmenn og -konur allra flokka að fella úr öll ákvæði um Mannanafnanefnd í lögum um mannanöfn nr. 45/1996. www.politik.is Atli Þór Fatwdal, ritstjórnarfulltrúi politik.is Atli Þór Fannberg Ekki frétt - um vændi! Samkvæmt frétt á StöÖ2 á einhver kona mök við einhverja karla öðru hverju og þeir borga fyrir. Hún segist gera þetta til að sofa hjá sjálf og peningarnir geri henni kleift að fara oftar til útlanda og að fara út að borða. Kannski kaupir hún sér líka betri föt. Hver veit. Sjálf sé hún háskólamenntuð og með ágætar tekjur. Hún segist bara vera elsku sátt við þetta fyrirkomulag. Bíddu ... hver er fréttin? Kona sefur hjá karli og kaupir sér síðan sjálf utan- landsferðina? Eða ákveður sjálf hvenær hún fer út að borða, og með hverjum? Af hverju verður þetta frétt? Er það til að geta komið því á framfæri að vændi sé nú bara sniðugt fyrir konur og óþarfi að vera að vesenast út af því? Hvað þá fyrir kaupendur vændis að vera að hafa ein- hvern móral. Þeim fannst þetta a.m.k. mikilvægt á Stöð2 og úr þessu varð mik- ið drama með breyttri rödd og alles. Svanfríður Jónasdóttir 99.................... Það er alvöru vænd- isfrétt þegar einhver notfærir sér veika stöðu annars, oftast kvenna og/eða barna, og neyðir til kynlífsathafna Vændi og vændi Hver borgar hverjum fyrir hvað? Svona vændisfréttir eru sannkallaðar ekki fréttir. Fyrst og fremst spurning um hvað hlutirnir eru kallaðir. Hvað halda menn að það sé algengt að karl og kona fari saman í ferðalag og þau séu elskendur í ferðinni; kannski líka á und- an og eftir, og karlinn borgar? Hvað ger- ist það oft að karl bíður konu út að borða og þau sofa síðan saman síðar um kvöld- ið? Hve margar konur hafa verið fastar í hjónabandi langt út yfir ást og vináttu 99...................... Hvað gerist það oft að karl bíður konu út að borða og þau sofa síðan saman síðar um kvöldið? Hve margar konur hafa verið fastar í hjónabandi langt út yfir ást og vináttu bara af því þær þurfa á fjár- hagsaðstoð að halda; bara af því þær þurfa á fjárhagsaðstoð að halda; treysta sér einhverra hluta vegna ekki til að standa á eigin fótum? Er þetta þá ekki allt eitthvert form vænd- is? Eða snýst þetta ekki um eðli atferlis heldur einungis um merkimiða? Að vera neyddur til kynlífsathafna Það er að mínu mati alvöru vændisfrétt þegar fjallað er um þá einstaklinga, oft- ast konur og börn sem eru ánauðug í kynlífsbransanum; kvenna sem jafnvel eru fluttar á milli landa til að kitla nær andvana kynhvöt velmegandi karla á súlustöðum og eru niðurlægðar, svikn- ar og svívirtar. Það er alvöru vændis- frétt þegar einhver notfærir sér veika stöðu annars, oftast kvenna og /eða barna, og neyðir til kynlífsathafna, mér er sama hvaða nafni þær nefnast, hvort um er að ræða sýningar, kjöltudans eða lim í leggöng. Ef athöfnin er þvinguð af þriðja aðila er það vændisfrétt. Slíkt vændi snýst ekki um fleiri utanlands- ferðir eða betri veitingahús að eigin vali. Slíkt vændi snýst um niðurlægingu einstaklinga; þeirra sem neyddir eru til kynlífsathafna, þeirra sem kaupa að- gang og þeirra sem standa á bak við söl- una og hagnast á neyð annarra og eymd. Það eru aðstæðurnar sem kalla slíka hegðun fram sem við ættum að einbeita okkur að því að uppræta. En einhvern veginn gengur það rólega og tilfinning mín og margra annarra að viljinn til þess sé heldur ekki mikill. Og síðan kemur frétt um vændi. Eins og það snúist bara um frjáls fjárhagssam- skipti tveggja einstaklinga, og það að geta gert aðeins betur við sig. www.jafnadarmenn.is Svanfriður Jónasdóttir, alþingismaður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.