blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 22
22 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 blaöiö ÍA - Derby í kvöld Knattspyrnuunnendur á íslandi ættu að mæta á Akranesvöll í kvöld þegar ÍA mætir enska t.deildar- liðinu Derby County. Liðsmenn Derby eru á fullu í undirbúningi fyrir næstu leiktíð sem hefst í byrjun næsta mánaðar og íslands- heimsókn þeirra er liður í þessum undirbúningi. Þeir leika gegn fA í kvöld á Akranesi klukkan 19 og Ólafur Þórðarson ætlar að stilla upp sínu sterkasta liði. Derby Co- unty er fornfrægt enskt lið og í vor munaði minnstu að liðinu tækist að komast upp í ensku úrvalsdeild- ina en voru slegnir út í umspilinu. Shaun Wright- PhillipstilChelsea Þá er loksins búið að ganga frá sölu enska landsliðsmannsins Shaun Wright-Phillips frá Manchester City til Chelsea. Kaupverð Chelsea er 2 milljarðar og 415 milljónir ís- lenskra króna fyrir þennan 23ja ára gamla kantmann sem Jose Mour- inho telur einn þann besta í sinni stöðu í dag. Shaun Wright-Phillips skrifaði undir 5 ára samning við Chelsea en enn hefur ekki fengist gefið upp hver laun hans verða en hann flaug í dag með liði Chelsea til Bandaríkjanna í æfingar og leiki til undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil sem hefst með leik Arsenal og Chelsea þann yágúst. NicklasJensen tilFulham Danski landsliðsmaðurinn Nicklas Jensen er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Fulham sem Heiðar Helguson leikur með. Jens- en hefur verið með þýska liðinu Borussia Dortmund en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri þar á bæ. Morten Olsen þjálfari danska lands- liðins hefur haft áhyggjur af þessu og sagt að ef Nicklas Jensen ætli sér að vera í landsliðinu þá verði hann að leika fleiri leiki með félags- liði sinu. Chris Coleman leyfir hon- um vonandi að spila meira hjá Ful- ham en hann gerði hjá Dortmund og nú verða þeir tveir hjá Fulham sem bera effimafnið Jensen. Claus Jensen sem kom frá Charlton síðast- liðinn vetur og nú Nicklas Jensen. Eins gott að ruglast ekki á þessu. klakavélar Verð 28.000 kr. (0\ ;ið 566 6000 Óvæntur útisiqur Þróttara Fylkir og Þróttur mættust í n.umferð Landsbankadeildarinnar og var leikið á Fylkisvelli í Árbæ. Á þeim velli hefur heimamönnum ekki gengið vel en fyrir leik liðanna hafði Fylkir aðeins unnið einn heimaleik á leiktíðinni en fjóra af fimm útileikjum. Jafnræði var á með lið- unum framan af leik og þau skiptust á að sækja. Hvorugt lið náði þó að skora í fyrri hálfleik og eina mark leiksins kom ekki fyrr en eftir 70 mínútna leik þegar Ólafur Tryggvason skoraði fyrir Þrótt. Þar með unnu Þróttarar sinn fyrsta úti- sigur í sumar og Fylkismenn töpuðu sín- um fjórða heimaleik. Þrátt fyrir það er Fylkir enn í efri hlutanum með 17 stig en Þróttarar eru komnir úr fallsæti með 9 stig. Þróttur hefur ekki enn fengið á sig mark eftir að Atli Eðvaldsson tók við þeim og fjögur stig eru í húsi. Fylkismenn tapa enn á heimavelli og það er mikið áhyggjuefni fyrir Þorlák Árnason þjálfara liðsins. Þetta er senni- lega mál sem sálfræðingar gætu hjálpað þeim í og spurning hvort þeir eigi ekki að íhuga tillögu Ólafs Þórðarsonar þjálf- ara Iá sem hann varpaði fram í útvarps- þættinum Mín Skoðun á XFM 91,9 í gær þar sem Ólafur lagði til að Fylkismenn skírðu völlinn „ÚtivölT'. Góð hugmynd finnst ykkur ekki? Gylfi Þór Orrason sem flautaði leikinn á í Árbænum varð að hætta keppni eftir nokkurra mínútna leik vegna tognun- ar aftan á læri. Erlendur Eiríksson var fjórði dómari og tók hann því við af Gylfa. Það geta fleiri meiðst í leikjum heldur en leikmenn. Næsti leikur Fylk- is í deildinni er útileikur gegn Val eftir viku en næsti leikur Þróttar í deildinni er gegn Fram næsta mánudag. ■ 2005 Markahæstu leikmenn karlar NAFN Félag Mörk Víti Leikir 1 Tryggvi Guðmundsson FH 9 1 9 2 Allan Borgvardt FH 8 0 10 3 Matthtas Guðmundsson Valur 7 0 10 4 Björgólfur HideakiTakefusa Fylkir 5 2 10 5 Guðmundur Steinarsson Keflavík 5 1 10 6 Hrafnkell Helgi Helgason Fylkir 4 1 7 7 Hörður Sveinsson Keflavík 4 0 9 8 Sinisa Kekic Grindavík 3 0 7 9 Stefán Örn Arnarson Keflavík 3 0 5 10 Andri Fannar Ottósson Fram 3 0 8 &LANDSBANKADEILDIN&I karlar Félag L U J T Mörk Net Stig 1 FH 10 10 0 0 28:5 23 30 © 2 Valur 10 8 0 2 21 :5 16 24 © 3 Fylkir 10 5 2 3 20:15 5 17 © 4 Keflavík 10 4 3 3 16:21 -5 15 © 5 (A 10 4 2 4 9:11 -2 14 © 6 KR 10 3 1 6 9:16 -7 10 © 7 Þróttur R. 11 2 3 6 12:17 -5 9 © 8 Grindavík 10 2 3 5 10:17 -7 9 © 9 ÍBV 10 3 0 7 8:21 -13 9 © 10 Fram 11 2 2 7 10:18 -8 9 © Metþátttaka í Laugavegshlaupinu Míunda Laugavegshlaupið fór fram um síðustu helgi. Metþátt- taka var að þessu sinni en 130 keppendur skráðu sig til leiks og hlaup- í Þórsmörk var rigning af og til en að- stæður þó alveg ágætar. Þrír keppendur hættu keppni á leiðinni þannig að 127 keppendur luku keppni sem verður að teljast lítil afföll. Þátttakendur að þessu sinni komu frá 12 þjóðlöndum að með- töldum íslendingum, frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Austurríki, Ástralíu, Hol- landi, Japan, Kanada, Mexíkó, Noregi, Sviss og Þýskalandi. 13 sveitir voru skráðar til leiks í sveita- keppninni og þar sigraði FÍFUR sem var skipuð Guðmanni, Elíssyni, Gauta Hösk- uldssyni og Sigurði Þórarinssyni. Sigur- vegari í karlaflokki varð Andrew Shaw frá Bretlandi en hann sigraði á tíman- um 4 klukkustundum, 44,36 mínútum. Þetta er annað árið í röð sem Andrew Staw sigrar í Laugavegsmaraþoninu. í öðru sæti varð Steinar Jens Friðgeirsson á 4 klukkustundum, 55,27 mínútum og í þriðja sæti varð Alex Kahl frá Banda- ríkjunum á 5 klukkustundum, og 23 sek- úndum. í kvennaflokki sigraði Jackie Bale frá Bretlandi á 6 klukkustundum, og 44 sekúndum. í öðru sæti varð Katrín Þór- arinsdóttir á 6 klukkustundum, 5,49 mínútum og í þriðja sæti varð Rakel Ingólfsdóttir á 6 klukkustudnum 12,32 mínútum. ■ Andrew Shaw frá Bretlandi ið var að vanda frá Landmannalaugum og í Þórsmörk en vegalengdin er 55 kíló- metrar. Til samanburðar þá er venjulegt maraþonhlaup 42.5 kílómetrar. Þegar keppendur lögðu af stað var sól og hiti í Landmannalaugum en á leiðinni yfir Coleframlengir viðArsenal Ashley Cole, vinstri bakvörður enska úrvalsdeildarliðins Arsenal, hefur fram- lengt samningi sínum við félagið um eitt ár. Núgildandi samningur er því til sumarsins 2008. Ashley Cole hefur átt i samningaviðræðum við forráðamenn Arsenal í vetur og ekkert hefur gengið. Flestir hafa til þessa reiknað með því að hann færi frá félaginu en skyndilega um helgina náðust samningar og hann skrifaði undir framlengingu. í gamla samningnum var Cole með 3.5 milljónr íslenskra króna í vikulaun en i nýja samningnum en samkvæmt þeim nýja fær harin verulega launa- hækkun eða upp í 8 milljónir og 50 þúsund íslenskra króna. Aldeilis góð hækkun það. Búist var við að Ashley Cole færi til Chelsea eftir að hann og umboðsmaður hans hittu forráðamenn Chelsea á laun í janúarmánuði og aðilar voru síðan sekt- aðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir vikið og Cole fékk 11.5 milljónir íslenskra króna í sekt. Hann fer sem sagt eklci til Chelsea heldur mætir þeim 7.ág- úst i leiknum um Samfélagsskjöldinn. ■ siattuueiamarhaðurinn Ný uersiun í Feilsmúla Sláttutraktorar í miklu úrvali Rakar öllu upp i safnarann. enginn blástur Hægt aó nota í öllum veórum Góö verö og góö þjónusta siáttuuéiamarKaðurmn Feiismúta s: 517 2010 Vél: BoS 20 Hö Sláttubreidd: 127 300 I safnari Verð: 799.000,-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.