blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 19.07.2005, Blaðsíða 30
30 IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2005 I blaðið SMÁboraarinn SMÁBORGARINN FER Á TÓNLEIKA Síðastliðið sunnudagskvöld hélt ég í Egilshöllina, nánar tiltekið á tónleika með rapparanum víðfræga, Snoop Dogg. Kappinn hefur komið fyrir augu og eyru heimsins á öldum ljós- vakans svo árum skiptir og þykir stór á sínu sviði. Það var því ekki úr vegi að skella sér, þó ekki væri nema til þess að sjá hann með eigin augum. Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með viðburðinn, sérstaklega í ljósi þess að Snoop hefur aldrei trónað efst á mín- um óskalista. Hann var afar góður á sviðinu, náði góðri stemningu hjá mannskapnum og greinilegt að fólk þekkti flest lögin hans. Þá var mik- ið „show“ sett upp með dönsurum, myndböndum og fleiru sem gerði tónleikana viðameiri og flottari í alla staði. Afspyrnu skemmtileg kvöld- stund í mínum augum þó svo að allir hafi nú ekki verið á eitt sammála um ágæti uppákomunnar... Tónleikarnir fóru að því er virt- ist fyrir brjóstið á femínistum, sem finnst hann í hæsta máta orðljótur og konum til minnkunar þar sem hann gerir lítið úr kvenfólki í einhverjum textum sínum. Það kann vel að vera að Snoop gangi stundum of langt í textasmíð sinni en því má hins vegar ekki gleyma að hann setur á svið einskon- ar leikrit og hefur verið þekktur fyrir að búa til eigin persónu sem hann not- ar í textum sínum og fjölmiðlum. Ég hvái yfir þeim athugasemdum sem femínistar gera í þessu máli - þær tala um að unglingar og börn geti borið skaða af manni eins og honum þar sem mögulegt sé að taka of mikið mark á því sem hann segir. Þetta er hins vegar ekkert nema forsjárhyggja og með öllu ónauðsynleg í ljósi að- stæðna. Það er á ábyrgð foreldra að ákveða hvað börn þeirra sjá og hvað ekki, rétt eins og með bíómyndir, leikrit, tölvuleiki og óhefðbundna þætti sem rutt hafa sér til rúms í ís- lensku sjónvarpi. Hver man t.d. ekki eftir Jonny National sem fór ótroðnar slóðir og lét sér fátt um finnast þegar siðferði var annars vegar. Svo mætti lengi telja, þegar talað er um málefni sem skiptar skoðanir eru um. Femínistar þurfa ekki ætíð að setja upp varnarhring og leitast við að finna neikvæða póla á því sem gerist og gengur í samfélaginu. Auðvitað á félagsskapur sem slíkur rétt á sér og oft hafa þær eitthvað til síns máls, en stundum má anda léttar og sleppa því að vera með nefið ofan í öllum skúma- skotum. Ég legg til að þær fari að ein- beita sér að einhverju þarfara og snið- gangi leiðindi sökum skemmtunar landans, enda er það með ólíkindum að einhverjir tónleikar séu það sem þær hafi áhyggjur af þegar margt ann- að og þarfara mætti taka fyrir. SU DOKU talnaþraut 5 >u Doki Ll- ] 11. gáta 2 7 9 5 2 8 4 8 2 7 7 3 6 8 1 7 3 4 2 1 6 8 2 4 6 1 5 6 4 Lausn á 11. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Su Dokt - lausn við 10. gátu 1 6 5 9 4 8 3 7 2 2 8 3 1 6 7 9 4 5 9 7 3 2 5 6 8 i 8 1 6 7 5 3 2 9 4 5 Ti 9 4 1 2 7 6 | 8 7 2 ! 4 6 8 9 1 5 1 3 6 7 2 8 , 3 4 5 | 1 9 3 9 8 5 ! 7 1 4 2 6 4 5 1 2 9 6 8 3 7 Lausn á 10. gátu Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og þvi neðsta Uka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Jude biðst aisökunar á framhjáhaldi Samband leikarans Jude Law og unn- ustu hans Siennu Miller hangir víst á bláþræði eftir að upp komst um fram- hjáhald leikarans með barnfóstru barna þeirra, en Jude viðurkenndi að hann hefði haldið framhjá konu sinni með barnfóstrunni Daisy Wright fyrr á þessu ári þegar hann vann að mynd- inni All the King's Men, og lýsti hann yfir mikilli iðrun. Segist hann hafa byrjað í framhjáhaldinuþeg- ar Daisy passaði eitt af börnum Jude, sem hann á með fyrrver- andi konu sinni Sadie Frost. Da- isy hefur sagt í fjölmiðlum að þetta hafi allt byrjað í mars en hafi endað þegar að Sadie rak hana úr starfi. Jude ákvað að lýsa þessu yfir opin- berlega og sagðist sjá mikið eftir þessu, og finnist þetta mjög leitt. „Eftir fréttir í blöðum nýlega vil ég bara segja að ég skammast mín mjög mikið og er í uppnámi. Ég er búinn að særa Siennu og fólk sem stendur okkur nærri. Ég vil opinberlega biðja Siennu og fjölskyldu okkar afsökunar á sárs- aukanum sem ég hef valdið. Það er ekki hægt að afsaka gjörðir mínar og ég við biðja ykkur um að gefa okkur næði á þessum erfiðu tímum.” Strndra Bullock gifti sig Sandra Bullock gifti sig um helgina unn- usta sínum Jesse James. Sandra gabbaði gesti sína sem héldu að þeir væru að koma í 41 árs afmæli leikkonunnar. Þeg- ar gestirnir mættu síðan í afmælisveisl- una uppgötvuðu þeir að ekki var um að ræða afmæli, heldur brúðkaup. Mikið af þekktu fólki kom í veisluna, þar á meðal Jamie Lee Curtis, William Shatn- er og Regina King. Því var neitað fyrr í vikunni að parið hefði gift sig, en þetta er í fyrsta sinn sem Sandra gengur upp að altarinu þrátt fyrir að hafa verið eitt sinn trúlofuð leikaranum Tate Dono- van. Jesse hefur hinsvegar verið giftur tvisvar sinnum áður og á þrjú börn með fyrrverandi konum sínum. Sandra og Jesse hafa verið saman síðan árið 2003. Pamela hjálpar Courtney að komast í form Pamela Anderson hefur verið að hjálpa söngkonunni Courtney Love að komast í form, og léttast. „Ég er að æfa alveg á fullu. Pamela Anderson hleypur með mér upp tröppurnar að Pepperdine há- skólanum. Hún er eins og einkaþjálfar- inn minn.“ Segir Courtney. Hún hefur verið án áfengis og fíkniefna í ár, eða síð- an að dómstóll í Los Angeles sendi hana á meðferðarstofnun eftir að upp komst um fíkniefnanotkun hennar í júlí á síð- asta ári. Courtney á eina dóttur, Francis Bean, með rokksöngvaranum heitnum Kurt Corbain, og höfðu yfirvöld tekið dótturina af henni. Hún hefur hins veg- ar fengið barnið aftur til sín. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú ert í tengslum við orkuna í dag og áætlan- ir þínar smella betur saman en þú hafoir oúist við. Byggðu upp þennan góða árangur og haltu áfram. V Þig langar að taka áhættu í ástarmálunum og þú skalt endilega gera það. Stjörnurnar standa meo þér og þetta verour sKemmtilegur dagur. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þér finnst sem það sé verið að draga þig nið- ur af vinnufélögunum. Það er lítið annað að gera en bíða þar til þetta lægir V Þú og maki þinn eruð ekki alveg á sama máli þessa dagana. Það skiptir litlu máíi, þið get- ið ekki alltaf verið samstíga. Hittu vini þína og skemmtu þér.. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Þú færð hiálp frá ýmsum í fyrirtadcinu, einmitt þegar þú parft mest á því að halda. Ef þú ert metnaðargjörn/gjarn þá muntu ná athygli ein- hvers með mudar áætlamr. V Þegar þú háttaðir varstu félagslynd/ur og í sambandi en í morgun ertu rólegri. Hafðu engar áhyggjur, þetta er bara undirmeðvitundin sem er að raoa saman hlutunum. Leggðu þig eða farðu í göngutúr. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Þú ert meira drífandi en venjulega og munt leita tækifæra til frama á vægðarlausannátt. Haltu áfram að vinna þig áfram og ekki velta þér upp úr fortíðinni. V Metnaðargirni þín er aðdáunarverð og ekk- ert út á hana að setja. Ekki þó gleyma að makinn verður líka að eiga sæti í lífi pínu. Naut (20. apríl-20. maí) $ Þú ert með fæturnar á jörðinni og ert í góðu sambandi við vinnuaðstöðuna. Nú er nrábær tími til að endurskoða aðstöðu þína og íhuga breyting- ar í framtíðinni. V Þú 02 maki þinn munuð ná samkomulagi um eitthvað mikilvægt í sambandi vkkar í da^. Það mun brevta málunum verulega. Vertu viðbu- in/n skemmtiiegum vikum sem ffamundan eru. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Þó það sé óvanalegt fyrir big þá munu sam- skipti á vinnustaðnum vera ernð og heft. Ef þú getur haldið þér út af fyrir þig í dag þá yrði það ágætt Það er allt frekar erfitt í dag.því miður, þrátt fyrir jákvæðni þína og þrjósku. Þao eetur venð að þú slaliir ekki allt sem gerist undir ynrborðinu svo pú skalt grandskoða það. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) $ Það er mikilvæ^t að þú talir þegar rétti tím- inn er. Það mun vera ljóst hvenær sa tuni er. V Það er góður dagur fyrir ævintýri þannig að þú skalt taka áhættu. Pú verður verolaunuð/aður fyrir framtak þitt, leyfðu bara áhuganum að leiða Þ‘g- Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Ahugi þinn gæti komið aftan að þér og virk- að illa á aðra.Vertu viss um að blanda smá húmor í þetta svo enginn misskilji þig. V Spenna er réttur dagsins og hugur þinn geys- ist áfram í leit að nyjum hugmyndum og möguíeik- um. Reyndu að na sambandi við einhvern spenn- andi því það er aldrei að vita hvað gerist. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Það er svo gaman í vinnunni að þú tekur varla eftir hvað tímanum lfður. Það er allt í lagi að hafa gaman af þvf að vinna V Ef þú ert eitthvað taugaóstyrk/ur farðu þá út og hreyfðu þig. Þér mun líoa betur. ©Vog (23, september-23. október) $ Þú sérð of mikið eftir tækifæri sem þú misst- ir af að þú fattar ekki að annað tækifæri er handan við hornið. Gríptu það fyrr en síðar. V Þér finnst eins og það sé haldið aftur af þér með gömlum hugmyndum en nú er rétti tfmimi til að brjótast úr gömlum hefðum. Einbeittu þér að möguleikum nutíðinnar. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) ■ $ Viljastyrkur þinn er sterkur og þú finnur að þegar þú nefur ákveðið hvað þú vilt gera mun ekk- ert geta stöðvað þig. Nú er góður tími til að gera eitthvað í málunum. V Ef innsæi þitt segir þér að hæ-gja á þér og hugsa þinn gangþá skaltu gera það. Gildi þín eru góðir upplýsmgagiafar og þu skalt skoða þau þegar þú tekur þessa mikilvægu ákvörðun. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Hugmyndir þínar eru djarfar og hressandi. Vertu viss um að aeila þeim með réttum aðilum. Það verður ekki erfitt fyrir þig að stefna beint á toppinn. V Vinir þínir kæta þig alltaf. Sendu þeim tölvupóst, hrtngdu I þá og ekki gleyma að fara út aðborðameðþeim.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.