blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaöiö Hafnarfjörður Styrkir vegna hávaða frá umferð Hafnarfjarðarbærhefur, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar, auglýst eft- ir umsóknum um styrki vegna að- gerða á gluggum húsa við umferðar- götur. Styrkirnir verða veittir vegna úrbóta á hljóðeinangrun glugga í íbúðarhúsnæði þar sem hljóðstig reiknast 65 desíbel eða hærra. ■ Helga Braga og Edda Björgvins sjá um skaupið í ár Áramótaskaupið í ár verður kvenna- skaup sem Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir munu sjá um. Blaðið hafði samband við þær stöllur og sagði Helga: „Það var haft samband við mig og Eddu núna í vor og beðið um kvennaskaup. Við erum með skaupið og Kristín Páls- dóttir er framleiðandi. Við fengum bara vinkonur okkar með í þetta og erum langt komnar í undirbún- ingnum. Við stefnum á tökur í nóv- ember.“ Edda segir að þær séu nú bara búnar að hafa samband við kon- ur enn sem komið er en ef strákarn- ir verði góðir við þær þá megi þeir líka vera með. Helga Braga og Edda fjalla um áramótaskaupið, íslenskar konur og hlátur á blaðsíðu 20. Ríkisútvarpið Reynsla af rekstri fjölmiðla mun vega þyngst 22 höfðu sótt um embætti útvarps- stjóra Mdsútvarpsins þegar umsóknarfrestur rann út í gær, en ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í póstL Talið er að þrir umsækjendur komi öðrum fremur til greina, en það eru þau Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ríkissjónvarpsins, Elín Hirst, fréttastjóri Rfldssjónvarpsins, og Páll Magnússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra skipar í stöðuna til 5 ára frá og með í.september. Nokkuð var um það rætt i fyrradag, þegar út spurðist að Páll Magnússon hefði sagt upp á Stöð 2 og sótt um út- varpsstjórastólinn, að honum hefði þeg- ar verið lofuð staðan. Háttsettur emb- ættismaður í menntamálaráðuneytinu sagði hins vegar í samtah við Blaðið að af og frá væri að einhver gæti gengið að stöðunni vísri. „Hitt er annað mál að Páll mun örugglega vera meðal þeirra sem helst koma til greina.“ Heimildir Blaðsins í ráðuneytinu herma að helst verði litið til reynslu af rekstri fjölmiðla þegar ráðið verður í stöðuna. „Það á ekki að koma neinum á óvart eins og staðan er á stofnuninni. Styrkur RÚV hefur falist i frábæru fag- fólki í fjölmiðlun en rekstarhliðin hef- ur ekki verið tekin jafnfóstum tökum. Þaðþarfaðlaga.“ Talið er að Páll Magnússon muni njóta reynslu sinnar en hann hefur bæði gegnt stöðu fréttastjóra og þekkir rekstrarhliðina vel, en aikoma Stöðvar 2 hefur verið með ágætum i hans tíð. Rætt er um að menntamálaráðherra sé ekki fráhverfur þeirri hugmynd að ráða konu í stöðuna en á hinn bóginn er bent á að þá verði skarð fyrir skildi á fréttastofu Sjónvarps sem hefur sótt mjög í sig veðrið undir stjórn Elínar á kostnað frétta Stöðvar 2. Bjarni Guð- mundsson er einnig talinn hafa staðið sig vel í starfi innan RÚV og mun vel liðinn innan stofnunarinnar. Sumir gerðu athugasemdir við það þegar staða útvarpsstjóra var auglýst að þar væru ekki gerðar nákvæmar kröfur, þannig að mat á umsækjendum gæti orðið handahófskennt. 1 mennta- málaráðuneytinu gefa menn lítið fyrir þær röksemdir: „Það er ekki hægt að mennta sig til útvarpsstjóra. Það veiS- Rtkisendurskoðun skoðar íbúðalánasjóð Framtíð íbúðalánasjóðs óljós eftir fund félagsmálanefndar Niðurstaða fundar félagsmálanefnd- ar Alþingis um málefni Ibúðalána- sjóðs í gær var að ríkisendurskoðun mun gera stjórnsýsluúttekt á sjóðn- um á næstunni. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem fór fram á að félagsmálanefnd hittist og ræddi stöðu sjóðsins meðal annars vegna lánasamninga milli banka og íbúða- lánasjóðs að undanförnu. Lánasamningar jafnvel ólöglegir Forsaga málsins er sú að í kjölfar þess að fjölmargir einstaklingar greiddu upp lán sín hjá Ibúðalánasjóði situr sjóðurinn uppi með mikla fjármuni sem hann þarf að ávaxta. Sjóðurinn samdi því við banka hér á landi um að lána þeim fjármuni sem bankarn- ir lána síðan áfram til einstaklinga í formi íbúðalána. Jóhanna segir að með þessu séu bankarnir í raun að leppa lán Ibúðalánasjóðs og að í sum- um tilfellum geti vaknað spurningar um lagagrundvöll þessara lánasamn- inga. „Bankarnir eru með reglur um hámarkslán sem eru víðari en laga- heimildir Ibúðalánasjóðs. Sjóður- inn er því í einhverjum tilfellum að fjármagna lán sem eru hærri en hann hefur sjálfur heimild til að lána”, segir Jóhanna. Avion Group Flýgur í fjárhættuspil Islenski samgöngurisinn Avion Group hefur keypt 19% hlut i bandaríska flugfélaginu Casino Express sem gerir út frá fjárhættu- fylkinu Nevada í Bandaríkjunum. Að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Avion Group, hefði félag- ið kosið að ná meirihluta í Casino Express en reglur í Bandaríkjun- um hafi komið í veg fyrir að það væri hægt. Casino Express hefur þrjár Boeing flugvélar í sinni eigu en Hafþór segir að þær verði seldar á næstunni. „Með þessu náum við að nýta þær vélar sem þegar eru í okkar eigu. Þær eru illa nýttar á veturna í Evrópu og þar sjáum við Bandaríkjamarkað opna möguleika en þar er mun meira að gera á veturna.“ Spilavíti í Elko Rekstur Casino Express geng- ur út á að koma farþegum til og frá spilavítum með leiguflugi. Félagið fer að meðaltali með 60 þúsund farþega til fjárhættubæj- arins Elko í Nevada mánaðarlega í um 40 ferðum. Hafþór segir að Avion sjái sér sóknarfæri í því að færa út kvíarnar hjá Casino með því að opna fyrir flug til Karabía- hafsins. ■ l Hass a Akrahesi Opið lengur KAUPMANNAHÖFN - EKKI BARA STRIKIÐ Guölaugur Arason er frábær sagnameistari og leiösögumaöur. f Gömlu góöu Kaupmannahöfn segir hann óborganlegar sögur af fólki og atburöum og leiöir lesandann um allar helstu götur okkar fornu höfuöborgar. Glæný, persónuleg og bráöskemmtileg bók, ómissandi feröafélagi sem segir sögur á hverju götuhorni. www.6alkaforlag.is V Lyf&heilsa \ Austurver Opið alla daga ársins til kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau. 10-18, sun. 13-17 fbúðalánasjóður nauðsynlegur Guðlaugur Þór Þórðarson, varafor- maður félagsmálanefndar, segir að ekki sé annað að sjá en að sjóðurinn sé að fara eftir þeim lögum sem hon- um beri að fara eftir, en með því að sinna skyldu sinni sé hann að ganga þvert á efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar og að aðgerðir hans ýti undir þenslu. „Það þarf að skilgreina betur hlut- verk sjóðsins í gjörbrey ttu umhverfi. Þegar sjóðurinn varð til voru bank- arnir ekki á íbúðalánamarkaðinum. Félagsmálanefnd hefur farið fram á að Rlkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á Ibúðalánasjóði á næstunni Mitt mat er því að ekki sé þörf fyrir starfsemi Ibúðalánasjóðs í dag, en lýst vel á umræðu félagsmálaráð- herra um svokallaðan heildsölu- banka eins og þekkist víða erlendis.“ Jóhanna bendir hinsvegar á að stutt sé síðan bankanir komu inn á íbúðalánamarkaðinn. „Ég óttast að ef sjóðurinn fari út af markaði yrði það til þess að vaxta- kjör versnuðu", segir Jóhanna. Lögreglan á Akranesi lagði hald á 63 grömm af hassi og handtók þrjá vegna þess á dögunum. Við rann- sókn hafði grunur vaknað um að mennirnir væru viðriðnir fíkniefna- misferli og við húsleit hjá tveimur þeirra fundust grömmin 63. Tveir mannanna voru fljótlega látnir laus- ir vegna þess að yfirheyrslur leiddu í ljós að einungis einn þeirra átti efn- in. Sagði hann hassið vera til einka- neyslu en verðmæti þess er rúmar 100 þúsund krónur. O Heiðskirt OLéttskýJaS ^ Skýjað 0 AlsKýjaö Rignlng, lítilsháltar /// Rlgnlng ’ ’ Súld *Snjókoma /// 9 4* Amsterdam Barcelona Berlfn Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Oubtin Glasgow 18 28 17 23 21 17 19 20 22 34 30 19 26 27 21 24 20 11 22 26 18 18 $13° f* JB 14° <3 11° i® 13e Veðurtiorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Slydda Snjóél 9° .15° Skúr ^15 13" 9 11° Á morgun 16 'O 0 13° 14°®

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.