blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 38
38 IFÓLK
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaóiö
SMÁboraarinn
HVERBORGAR
VIRÐISAUKASKATTINN?
Smáborgarinn er auðvitað eins
og aðrir smáborgarar - ákaflega
hneykslaður á skattsvindli ann-
arra. Þess vegna rekur hann í ro-
gastans þegar auglýst er í útvarpi,
sjónvarpi og blöðum að einstakar
verslanir slái virðisaukaskattinn
af varningi sínum um tiltekinn
tíma. Hvenær varð það í verka-
hring verslanaeigenda að stýra
skattlagningu þjóðarinnar?
Á þessum árstíma eru útsölur
í hverri verslun og hver versluna-
rekandinn á fætur öðrum reynir
allt hvað af tekur að koma varn-
ingi sínum í verð. 1 því gríðarlega
vöruframboði sem íslendingar
hafa úr að velja um þessar mund-
ir er augljóst að ekki verður öllu
umbreytt í seðla yfir búðarborði.
Heilu fjöllin af tískuvarningi sitja
enn á borðum smásalanna þegar
liðið er á fjórðu og fimmtu viku
útsölunnar og það er fullljóst að
hluti þessarar vöru sem þykir
smart í dag en púkó í næstu viku
kemst aldrei í „brúk“. Þessi vara
endar á rekstrarreikningi undir
liðnum afföll og telst þá frádrátt-
arbær frá skatti fyrir verslunareig-
andann. Auglýsingar um afnám
virðisaukaskatts er ein aðferð við
að laða til sín viðskiptavini sem af
fúsum og frjálsum vilja breyta út-
söluvörunum í peninga.
Smáborgarinn veltir því fyrir
sér hvort verslanir sem auglýsa
afnám virðisaukaskatts á varn-
ingi sínum stundi einhverskonar
smyglarakaup eða hvort þetta sé
til marks um bókhaldsleikfimi
einhverskonar. Hvernig getur
verslun lækkað verð á útsöluvarn-
ingi, lækkað verð á vöru sem þeg-
ar hefur verið lækkuð í verði, um
það sem nemur 24.5%?
Má lesa úr þessu að álagning á
vöruna hafi verið svo óheyrileg í
upphafi að í raun hafi upphafleg
verðlagning verið rán í björtu
dagsljósi? Eða þýðir það að versl-
un afnemi virðisaukaskatt af út-
söluvarningi í reynd að verið sé
að selja vöru sem þegar hafi verið
afskrifuð - sem þýðir þá væntan-
lega að hún hefur þegar verið færð
sem afdráttarliður frá skattfærsl-
um rekstursins?
Að minnsta kosti er þetta allt
frekar dularfullt og ljóst að hefð-
bundnar leikreglur þar sem al-
menningur kýs yfir sig stjórnvöld
sem svo aftur ákvarða hversu
miklar skattbyrðar skuli leggja
á almenning eru eitthvað farnar
að riðlast. Er þetta enn eitt merki
þess að opnun kerfisins hafi leitt
til þess að stjórnmálamenn lýð-
veldisins hafi sífellt minnkandi
völd? Smáborgarinn kunni þó all-
tént betur við það að hann hefði
eitthvað um það að segja hverjir
ákveða skattafrádráttinn - en að
menn skipuðu sig til slíkra starfa
sjálfir finnst honum til marks um
sprungu í lýðræðinu.
SUtalhá
raut
Su Doki u -1 [4. gáta
4 7 1 8 2 9
6 9 2 7 1
9 6 1 3
3 4
4 7 9 8
4 8 7 5 3
5 8 4 3 9 7
Lausn á 14.
gátu verður að
íinna i
blaðinu á
manudag.
Su Doki t- 1; tusn við 13. gátu
9 4 5 2 7 8 i 6 3
7 8 1 6 3 5 2 4 9
2 6 3 4 9 1 7 8 5
1 3 j 6 8 i 5 9 4 7 2
4 2 7 1 1 6 3 5 9 8
8 5 9 z 2 4 6 3 | 1
6 1 2 9 8 7 3 T1 4
5 7 8 Jj 4 2 9 1 6
3 9 4 5 1 6 8 2 7
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða
tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og
í þar til gerð box sem innihalda 9
reiti. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
Lausn á 13. gátu
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
i upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
Michael
Jackson
að fíytja
til Evrópu?
Michael Jackson er sagður vera að
flytja til Evrópu og ætlar jafnvel að
endurreisa búgarðinn sinn, Never-
land, í Þýskalandi eða Sviss. Fjöl-
miðlar í Þýskalandi sögðu frá því að
Jackson fjölskyldan væri að leita sér
að landi nálægt Berlín. Faðir Micha-
els sagði að sonur sinn væri mikill
aðdáandi Þýskalands og þætti borg-
in frábær. Þýskir aðdáendur Micha-
els komu meðal annars til að styðja
hann í réttarhöldunum. Sagt er frá
því að Michael líði ekki vel í Banda-
ríkjunum, hann vilji búa í Evrópu en
hafi enn ekki ákveðið hvort að hann
vilji fara til Sviss eða Berlínar. Flytji
söngvarinn til Þýskalands er talið að
hann vilji byggja ævintýraland sitt ná-
lægt Brandenborgarhliðinu í Berlín.
öeGO
ódýrt bensín + ávinningur!
Sadie finnur
til með Siennu
Saide Frost, fyrrverandi eiginkona
Jude Law, segist finna til með núver-
andi konu hans, Siennu Miller, og
segir að hún hafi allskyns ráð handa
henni. Sadie talaði opinberlega í
fyrsta sinn nýlega síðan að Jude
viðurkenndi að hafa haldið
framhjá unnustu sinni Si-
ennu. Segir Sadie að þetta
hafi verið mikið áfall fyr-
ir sjálfan sig og að hún hafi ekki bú-
ist við þessu af honum. Einnig sagði
hún um Siennu: „Ég vil bara segja
það opinberlega að ég kenni í brjósti
um hana. Hún er ung og á góðan fer-
il framundan - en ég finn
il með henni. Eg hef
allskyns ráð handa
henni en ég vil ekkert
tala um það opinber-
lega. Ef að hún hring-
ir í mig þá munum
við tala lengi saman.
Ég get bara gefið
henni ráð ef
að hún biður
um það. Ann-
ars, ætla ég
ekki að skipta
mér af þessu.
Þetta er eitt-
hvað sem að
þau verða að
leysa í samein-
ingu.” I
Reynt að lá
nálgunarbann
í Farrel máli
Reynt er að fá tímabundið nálgunar-
bann gegn Nicole Narain sem reynir
að dreifa kynlífsmyndbandi af sér
og Colin Farrel. Dómari í málinu hef-
ur bannað konunni að selja, dreifa
eða að spila myndbandið. Næst verð-
ur málið tekið fyrir ío.ágúst. Farrel
kærði Nicole fyrir að reyna að dreifa
myndbandinu í gegnum netið. Sag-
an segir að konan, sem er sögð vera
eigandi klámfyrirtækis á internet-
inu, hafi haft samband við fjölmiðla
og boðið þeim spóluna. Farrel grein-
ir frá því að umrædd spóla hafi aldr-
ei átt að fara í umferð og að þau hafi
gert munnlegan samning um að
myndbandið yrði aldrei gert opin-
bert. Talið er að málið geti skaðað
feril leikarans. ■
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Þú þarft að endurskoða aðferðir þínar. Þú
þarft ekki að breyta algiörlega um aðferðafræði
neldur ættirðu kannski ao fá ráð frá þeim sem eru
nánir þér.
V Það verður gaman að fara út á lífið með
vinunum í kvöld. En passaðu þig á að tæma ekki
bankareiknineinn. Það er hægt aö skemmta sér án
þess að fara á nausinn.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Láttu heyra í þér þegar góða hugmyndin
kemur. Þú munt vita af því pegar hún kemur og
aðrir munu einnig sjá gilai hennar.
V Þú geislar í dag. Aðrir munu taka eftir ör-
yggi þínu og heillandi persónuleika.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
$ Þú hefur svo margar góðar hugmyndir að
þær munu trufla þig í vinnunni. Skrifaða þær nið-
ur og geymdu þær þar til seinna.
V Gefðu þér frí í dag, þú hefur gert nóg. Þú
þarft ekki ao hætta alveg að hjálpa öðrum en
reyndu að vera raunsæ/r með hvað pú hefur tíma
og orku fyrir.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
$ Veldu samstarfsfélaga þína vel eða veldu að
minnsta kosti þá sem þú getur treyst. Félagslegir
hæfileikar þínar eru miklir núna svo þú getur
treyst þeim.
V Ástvinurþinnverðurfrábærídag.hreinskiln-
islega sagt. Hann styður þig að fullu í dag. Njóttu
þess en gleymdu ekki að segja hve þakklát/ur þú ert.
©Naut
(20. apríl-20. maí)
$ Viðskiptavinur mun reyna á þolinmæðina
þína ef þú gefur honum færi á því. Reyndu að láta
pað fara inn um annað eyrað en út um hitt.
V Eitthvað sem ástvinur þinn segir
mun snerta taug. Þú getur æst þig eoa
hunsað það. Það mun koma þér á óvart hve
mikið auðveldari seinni valkosturinn er.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
$ Nýr vinnufélagi mun aldeilis hrista upp í
vinnustaðnum og heídur þér á tánum. Bilið á milli
ykkar mun þó minnka fljótt.
^ Þú ert bara að einbeita þér að vinnunni um
þessar mundir og sambandio er í öðru sæti. Það
er allt í lagi að gera það stundum en best er þó að
hafa jafnvægið í lagi.
©Krabbi
(22. júní-22. júlí)
$ Tilfinningar þínar virðast ekki hæfa á vinnu-
staðnum í dag enaa eru vinnufélaearnir miklu
kaldari en venjulega. Ekki láta það á pig fá.
V Ekki gera of mikið úr hlutunum. Komdu í
veg fyrir of viðkvæma stund með því að nota gáf-
urnar.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
$ Nú er tími til að gleyma þessu verkefni sem
hefur svona truflandi ahnf á þig. Það verður ekki
auðvelt en þú veist þú þarft á pvi að halda.
V Farðu varlega í sambönd um þessar mundir,
hvort sem er rómantísk eða vináttu. Þú ert vön/
vanur því að stjórna en stundum er betra að láta
annan um stjórnina.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
$ Breyttu stíl og viðhorfi örlítið og athu^aðu
hvort einhver tekur eftir breytingunum. Ef þu get-
ur fengið jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinunum
þá er það frábært.
V Það er sem eðlilegir hlutir í hversdagsleik-
anum séu allt öðruvísi en venjulega. Ekki berjast
gegn því. Það er gaman að breyta til stundum.
®Vog
(23. september-23. október)
$ Samskiptahæfileikar þinir eru í hámarki og
bað jafnast ekkert á við sannfæringarkraft þinn.
Notaðu þetta til að safna nýjum viðskiptavinum.
V Ein af bestu leiðunum til að skilja aðra er
að skilja sjálfan sig út og inn. l>ú verður að finna út
hvað þú vilt i raun og veru áður en þú getur ætlast
til að aðrir viti hvað peir vilja.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Yfirmaður boðar miklar breytingar sem
munu hafa áhrif á þig og þína nánustu vinnufélaga.
Það verður óróleiki í vinnunni, vertu viðbúin/n
því.
V Breyttar tilfinningar geta boðað breytingar
í framtíðinni. Hvað svo sem gerist.þá eru breyting-
ar alltaf af hinu góða.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
5 Hugsaðu fram og aftur um verkefnin sem
liggia fyrir. Skoðaðu vtnkla sem þú hefur ekki
skoðað áður, hver veit nema þú rekist á eitthvað
gagnlegt.
V Þú kemst að þvf að þú hefur sérstakan hæfi-
leika til að tengjast fólki. Það er í góðu lagi að nota
þann hæfileika i vinnunni.