blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 23
blaðið FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 VIÐTAL I 23 99.................................. Árin með Jökli voru mikilvægur tími í mínu lífi. ÞóttJökull væri erfiðurþá var margt fallegt i þeirri sambúð þótt annað væri miður gott ekki veita þeim þá örvun sem allir blaðamenn þurfa,“ segir hún. „Það er líka vandamál hversu málfari og stíl fer hrakandi hjá blaðamönnum. Það eru ekki margir blaðamenn sem mér þykir sérstaklega til koma núna. Blaðamennska getur verið hættuleg af því að menn geta brunnið upp til agna. Ég held reyndar að það sé ekki mikil hætta á því hjá blaðamönnum nú um stundir því þeir gefa sjaldn- ast mikið af sér. Kannski kunna þeir það ekki. Ég alhæfi núna og veit að þetta nær ekki yfir alla.“ Hvaðfinnst þér um gulu pressuna, Séð og heyrt og DV? „Séð og heyrt er skondið og fyndið blað sem sérhæfir sig í myndum af fólki sem hefur ekki unnið nein af- rek önnur að birtast reglulega í blað- inu. DV hefur fitjað upp á ýmsum málum sem það hefur hlotið gagn- rýni fyrir en oft hefur það gerst að önnur blöð hafa tekið upp mál sem DV hefur fjallað um og greint frá þeim á virðulegri hátt. DV hefur að sumu leyti gert góða hluti en stund- um farið yfir strikið. Ég er ekki alls kostar sátt við DV en það er í lagi að gefa því tækifæri.“ Númera ekki ástina Jóhanna á íjögur börn sem öll hafa fengist við blaðamennsku eða ritstörf. Elísabet er rithöfundur, Illugi og Hrafn hafa starfað sem blaðamenn og Kolbrá er bókmenntafræðingur. „Ætli þetta sé ekki „genatiskt““, segir Jóhanna. „Þau ólust upp við það að ég var blaðamaður og faðir þeirra rithöf- undur og blaðamaður. I ætt Jökuls var margt skrifandi fólk og í minni ætt var mikið af skrifandi fólki þótt það væri ekki þekkt. Ég hélt að börn mín myndu fá andstyggð á blaða- mennsku því þau voru mikið ein meðan ég var að vinna. En þau fóru út í þetta að meira og minna leyti. Ég er ánægð með það og finnst þau hafa staðið sig vel. Ég tel mig bera tölu- vert mikla umhyggju fyrir börnum mínum og hef áhuga á þeim og sömu- leiðis barnabörnunum sem eru að spretta úr grasi. Ég mundi ekki lýsa sambandi okkar þannig að við vær- um inn á gafli hjá hvert öðru nótt og nýtan dag. En ég er meira og minna dús við það sem þau gera og við erum vinir. Það er gott.“ Á sínum tíma skrifaði Jóhanna end- urminningabókina Árin mín með Jökli þar sem hún lýsti sambandi þeirra Jökuls Jakobssonar rithöfund- ar og leikskálds. Þegar hún er spurð hvort hann hafi verið stóra ástin í lífi hennar segir hún: „Hann var stór ást, það hafa verið fleiri ástir en ég ætla ekki að númera þær. Árin með Jökli voru mikilvægur tími í mínu lífi. Þótt Jökull væri erfiður þá var margt fallegt í þeirri sambúð þótt annað væri miður gott.“ Þegar þú lítur til bakafinnst þérþá að þú hafirfórnað miklu fyrir Jökul? „Eg held að ég hafi ekki fórnað neinu. Ég hef sjálfsagt sveigt mig að honum en ég er ekkert viss um að ég hafi litið á það sem fórn á þeim tíma. Það getur verið að einhverjir sem lesa bókina eða þekktu til sambandsins líti svo á að ég hafi fórnað mér. Ég tel ekki svo vera. Ég held ég hafi yfirleitt gert það sem mér fannst réttast. Nei, ég fórnaði engu.“ Var erfitt að jafna sig á dauða hans? „Hluti af því að vera manneskja er að missa. Manneskjan jafnar sig á öllu en ber kannski ör einhvers stað- ar. Svoleiðis er það bara.“ Nýt frelsisins Á betur við þigað vera ein en í sam- búð? „Það hlýtur eiginlega að vera, ann- ars hefði ég væntanlega reynt að gera eitthvað í því. Ég er búin að vera ein í mjög mörg ár og held að ég sé komin fram yfir það að geta verið í sambúð. Það er ánægjulegt ef fólk getur búið saman en ég hef ekki þörf fyrir sambúð með ann- arri manneskju." Flestir binda sig yfir eignum og fjölskyldu. Þú nýtur frelsis og hefur séð heiminn. Margir hljóta að öf- unda þigafþví. Erfrelsiðþér mikils virði? „Mér finnst skipta miklu máli að við viðurkennum rétt hvers og eins til að njóta frelsis. Ég á við frelsi til að vera eins og maður er og lifa því lífi sem maður kýs. Eitt það ánægju- legasta sem ég hef gert á seinni ár- um var að hætta sem blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir tiu árum - þó svo að Moggaárin mörgu hafi verið dýrmætur tími- og fara til Arabíu- landa til að læra arabísku. Ég var ekki bara að takast á við arabískuna heldur við sjálfa mig. Þetta kostaði töluverða áreynslu og býsna mikla þrjósku en þetta tókst. Nú koma konur til mín og segjast dást að mér fyrir að hafa gert þetta og óska þess að þær hefðu sama kjarkinn. En þetta er ekki spurning um kjark heldur það að vera ekki hræddur. Ég hef ekki unnið afrek en ég hef náð tökum á þessari tegund af lífi og mér finnst það gott. Auk þess er það ákveðin hugsjón i mínu lífi að kynna íslendinga fyrir Arabaheim- inum.“ kolbrun@vbls.is SUMAR RAÐGATU R A Ð UPPLYSA! DARK WATE R KOMIN I BIO! REYKJAVÍK - KEFLAVÍK - AKUREYRI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.