blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaöi6
30 I ÍÞRÓTTIR
Sigrar Alonzo í Hockenheim
FerGiggstil Real?
Florentino Perez forseti spæn-
ska knattspyrnuliðsins Real
Madrid er sagður hafa mikinn
áhuga á að fá Ryan Giggs, leik-
mann Manchester United, í
sínar raðir. Real Madrid vantar
mjög vinstrifótar leikmann
á vinstri kantinn og Giggs er
sagður henta vel í stöðuna
næstu tvö árin hjá Real. Giggs,
sem er 32ja ára gamall, sagði
fyrir ári síðan þegar hann var
orðaður við Real Madrid að
það yrði draumi likast ef hann
færi til Spánar. Perez hefur
þegar rætt þetta við Vanderley
Luxemburgo þjálfara hðsins og
Arrigo Sacchi aðalframkvæmda-
stjóra Real Madrid. Mjög er i
umræðunni á Spáni að Michael
Owen sé á förum frá félaginu
og þá jafnvel til Manchester Un-
ited. Það gætu því hugsanlega
orðið einhver skipti en ljóst er
þó að Manchester United yrði
að borga einhvern mismun.
loftkœling
Verð frá 49.900 án vsk.
^3» ÍS-hÓSÍÖ 566 6000
í Formúlu 1 jafnast fátt á við áhorf-
endastúkurnar á Hockenheim
þegar kemur að hávaðamælingu.
Þýskir áhorfendur lifa sig vel inn
í Formúlu 1 og lúðraþyturinn á
svæðinu er ærandi. Ekki síst þegar
Michael Schumacher ekur lokabeygj-
una á beina kaflanum. Þá kætast
heimamenn og heyrnarskjól koma
að góðum notum. 1 bland við há-
vaða frá keppnisvélunum verður
hávaðinn ærandi og engu líkur.
Hockenheim er smáþorp í Suður-
Þýskalandi, aðeins 90 km frá al-
þjóðlega flugvellinum í Frankfurt.
Skammt frá þorpinu er brautin
sem var upphaflega hönnuð sem
æfingabraut fyrir Mercedes Benz
en árið 1970 var hún tekin í notkun
fyrir Formúlu 1. Jochen Rindt vann
fyrsta mótið á brautinni á Lotus.
Það reynir mikið á vélarnar á Hocken-
heim og Toyota, McLaren og Ferrari
liðin hafa öflugust vélarnar og gætu
því skilað góðum árangri á brautinni.
Michael Schumacher vann í fyrra
en lið Ferrari hefur ekki verið eins
sigurvisst á þessu ári og því síðasta.
Hockenheim brautinni var breytt
verulega árið 2001 og hún stytt.
3 Pottbrennarar m/rafkveikju • Grillsvæði: 65x49cm ■ Abreiða • Sandbakki
Ryðfrítt stál ■ Fjögur hjól • íslenskar leiðbeiningar ■ Frí heimkeyrsla
Langir beinir kaflar í skóglendi voru
fjarlægðir til að auka öryggi öku-
manna. Áður fyrr óku keppendur 45
hringi um brautina en nú eru eknir
67 hringir um stytta útgáfu hennar.
Trjám hefur verið plantað þar sem
brautin lá áður. Sæti eru fyrir 40.000
manns en samtals rúma áhorf-
endasvæðin 120.000 áhorfendur.
Juan Pablo Montoya vann á Sil-
verstone og verður trúlega í flug-
gír á Hockenheim í ár. Hann var
fljótastur í tímatökum 2001 og
2003 og vann keppnina seinna ár-
ið. Hjá Kimi Raikkönen hefur vél
bilað í tvígang en hann vonast
eftir betra gengi á Hockenheim.
Benz er með stórar stúkur á móts-
svæðinu og vonast eftir heimasigri.
í fyrra þeyttist bíll Raikkönen út af
í kappakstrinum á Hockenheim á
mikilli ferð. Hann á því harma að
hefna. Renault menn segjast ætla
að verja stöðu sína í stigakeppni öku-
manna og bílasmiða og ljóst er að
McLaren verður í sóknarhug. Stefna
McLaren er að sigra í
öllum mótum sem
eftir eru.
(ÞRÓTTIR
Valtýr Björn
Ballackferekki
til Man.Utd.
Mikið hefur verið í umræðunni að
undanförnu í Þýskalandi og Eng-
landi að þýski landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Michael Ballack, sem
leikur með Bayern Munchen væri á
förum til enska liðsins Manchester
United. Ballack sem er 28 ára sagði
við fréttamenn í gær að hann yrði
hjá Bayern á næsta keppnistíma-
bili en samningur hans rennur út
í júní á næsta ári. Karl-Heinz Rum-
menigge, stjórnarformaður Bayern
Munchen, sagði að þeir myndu ekki
láta Ballack fara frá félaginu áður
en samningur hans rennur út og í
sama steng tók Franz Beckenbauer.
Það er því ljóst að draumur margra
Manchester United-aðdáenda um
að Michael Ballack yrði með United
í vetur er orðinn að engu. Þó á aldrei
að segja aldrei, eins og dæmin sýna
þegar peningar eru annarsvegar, og
því verður að teljast líklegt að ef Un-
ited býður Ballack mun betri samn-
ing en hann hefur í dag þá kemur
hann til þeirra. Franz Beckenbauer
benti á að næsti samningur Ballack
væri sá síðasti stóri samningur sem
hann gerði og því væri eðlilegt að
hann leitaði eftir besta tilboðinu. ■
ísland í undanúrslit
íslenska landsliðið í körfuknattleik,
skipað leikmönnum 18 ára og yngri,
er komið í undanúrslit í B-deild
Evrópumótsins. Island vann í gær
óvæntan en um leið góðan sigur á
liði Úkraínu með 1 stigs mun, 71-70.
ísland leiddi með 6 stigum, 66-60,
þegar 2.39 mínútur voru eftir af
leiknum og hafði þá snúið leikn-
um sér í vil eftir að hafa verið einu
stigi undir. íslenska liðið leikur á
morgun í undanúrslitum við lands-
lið Finnlands. Úkraína sigraði í
riðlinum sem ísland var í og mætir
líklega Ungverjalandi eða Hollandi
í undanúrslitum. Sigurvegarar leikj-
anna í undanúrslitum flytjast síðan
upp í A-deild og það yrði vissulega
stórkostlegur árangur ef okkar pilt-
um tækist það. Þó svo að það gengi
ekki eftir þá er árangur íslenska liðs-
ins til þessa á mótinu frábær. ■
Strandhand-
bolti á íslandi
Margur hefði ekki látið sig dreyma
fyrir um áratug að á íslandi, og það
í Reykjavík, yrði haldið mót í strand-
handbolta. Það er þó reyndin og á
morgun verður flautað til leiks í
Nauthólsvík þar sem margir þekkt-
ir handboltakappar og líka minna
þekktir ætla að vera með í þessari
skemmtilegu íþrótt sem hefur ver-
ið iðkuð á sumrin víða í Evrópu til
dæmis í Þýskalandi, á Ítalíu og í
Frakklandi. Mót á borð við þetta var
reyndar haldið hér á landi í fyrra
og þá voru skráð til leiks 12 lið. Öllu
meiri þátttaka er í ár en 20 lið voru
búin að skrá sig til leiks í gær og enn
er tími til að vera með og skrá sig
á www.handbolti.is eða í síma 899-
4032. Klukkan 09.00 í fyrramálið
hefst fyrsti leikurinn og gert er ráð
fyrir að sá síðasti verði um klukk-
ZONA INTERNIATIOMAL
Magnað grillveður út sumarið! Tilboð: 39.900 kr
an 18.30. Leikið verður í karla- og
kvennaflokki. Margur veltir því fyr-
ir sér hvernig reglurnar eru í strand-
handbolta og þær koma hér.
II hverju liði eru 4-5 inná í
einu með markverði (fer eftir
reglum á hverjum stað), hér
spila fimm í hverju liði.
2Er spilaður á sandvelli
sem er 30 m á lengd og um 15
m á
breidd.
3Notaður er sérstakur
bolti sem er með betra gripi
en venjulegir og sem þolir
bæði vatn og sand.
4Reglurnar eru annars
svipaðar og í venjulegum
handbolta nema að lið hefur
möguleika á að ná sér í tvö mörk
með því að skora hið svokallaða sir-
kus-mark þ.e gefa boltan inní teig
þar sem annar tekur hann á lofti og
skorar.
Mótshaldarar, Davíð Sigurðarson
og Haraldur Þorvarðarson, ætla að
hafa stemmninguna í lagi og sérstak-
ur plötusnúður verður á staðnum og
leikur sambatónlist í Nauthólsvík-
inni allan morgundaginn og það er
spáð sól og flottu veðri. ■