blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 biaftið 8 I ERLENDAR Onnur sprengju- árás í Lundúnum Lundúnabúar minntir óþægilega á hryðjuverkin fyrir tveimur vikum þegar sprengjur sprungu ígœr Feðgar látast í sprengingu Fjölskylduharmleikur í Óðinsvéum Minniháttar sprengingar urðu í þremur lestum og í strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, með örskömmu millibili. Aðeins einn særðist en eng- inn lést í árásinni. Réttar tvær vikur voru liðnar frá hryðjuverkunum þar i borg, sem urðu minnst 56 að bana, og var lífið í borginni við það að komast í samt horf þegar sprengj- urnar sprungu í gær. Mikill viðbúnaður í borginni Sprengjurnar urðu í lestum við Warren Street, Oval og Shepher's Bush og í strætisvagni númer 26. Mikill viðbúnaður var í borginni eft- ir sprengingarnar og var allt tiltækt lögreglulið kallað út. Stór svæði um- hverfis staðina fjóra voru girt af, lest- arstöðvum var lokað og samgöngur lágu víða niðri. Tveir menn voru handteknir í Whitehall og bíða yfir- heyrslu en ekki er víst að þeir tengist atburðunum. Lögreglan leitaði í gær hörunds- dökks manns, sem talinn er vera af asískum uppruna, en hann sást hlaupa frá árásarstaðnum við Warr- en Street og er talinn hafa farið inn í University College-sjúkrahúsið. Vopnaðir sérsveitarmenn lögregl- unnar umkringdu sjúkrahúsið í tví- gang vegna þess og leituðu manns- ins. Lögregla sagði við fjölmiðla að maður hefði hótað að sprengja sjálfan sig í loft upp og hlaupist svo á brott. Sjónvarvottar kváðust hafa heyrt háa hvelli og séð yfirgefna bak- poka. Líklegt þykir að maðurinn sem hljópst á brott hafi verið sá sem hélt á bakpokanum. Pálskirkjan í Lundúnum var einn- ig girt af i gær og rannsökuð af lög- reglu og slökkviliði eftir að grunsam- legur pakki fannst þar. Þar reyndist þó ekki vera hætta á ferðum. Borg- arstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hrósaði neyðarliði borgarinnar í hás- tert fyrir viðbrögð sín eftir árásirn- ar í gær og sagði að íbúar Lundúna myndu „komast í gegnum þetta.“ Ósprungnar sprengjur fundust í vögnunum Rannsóknir sýndu fljótt að ekki var um efna-, líffræðileg- eða geislavopn að ræða. Fljótlega kom svo í ljós að um litlar kraftlausar sprengjur var að ræða, líklega hvellhettur. Grunur leikur á að þær hafi átt að kveikja í stærri sprengjum sem hafi verið í lestunum og strætisvagninum. Sérfræðingar í rannsóknum hryðju- verka segja árásirnar í gær hafa ver- ið langt frá því jafn fagmannlega framkvæmdar og þær sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum. Því er talið líklegt að um menn úr öðrum hópi hafi verið að ræða. Rannsóknarlögreglumenn safna nú sönnunargögnum en tilræðin í gær eru talin geta veitt lögreglu enn frekari upplýsingar um atburð- ina fyrir tveimur vikum. Nokkrar ósprungnar sprengjur eru sagðar hafa fundist í vögnunum og þykir það renna stoðum undir þann grun að fyrirhuguð hafi verið alvöru hryðjuverkaárás. Ætluðu sér aðdrepa Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna- lögreglunnar, sagði að mennirnir sem staðið hefðu á bak við spreng- ingarnar hefðu ætlað sér að valda dauðsföllum. Talið er að sprengjurn- ar sem sprungu hafi einfaldlega ver- ið hvellhettur sem áttu að kveikja í öðrum stærri sprengjum. „Aðgerðir hryðjuverkamannanna mistókust“, lét Blair hafa eftir sér. Hann sagði að atburðirnir í gær væru samhljóma sprengjuárásunum fyrir tveimur vikum, en áréttaði að enn væri of snemmt að draga nokkrar ályktanir um hvort þær tengdust. Blair sagði að góð sönnunargögn hefðu þó fund- ist á vettvangi sem kæmu til með að auðvelda lögreglu mjög rannsókn málsins. Lífið haldi áfram sinn vanagang Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hélt blaðamannafund á Downing-stræti 10 þar sem hann sagði að ekki mætti gera lítið úr at- burðunum því þegar hefðu átt sér stað fjórar alvarlegar árásir. „Ég held að það eina sem ég vilji segja er að við vitum af hverju svona hlut- ir eru gerðir, til þess að hræða fólk og vekja ótta og kvíða“, sagði hann. BÍair boðaði neyðarfund með ráða- mönnum og lögregluyfirvöldum vegna atburðanna. Þegar sprenging- arnar urðu sat forætsiráðherrann á fundi með ástralska kollega sínum, John Howard, og var Howard með honum á blaðamannafundinum. Blair talaði einnig um, rétt eins og eftir árásirnar fyrir tveimur vikum, að mikilvægt væri að lífið í borginni héldi áfram sinn vanagang. ■ bjornbragi@vbl. is Mikill viðbúnaður var í Lundúnaborg f gær vegna sprenginganna. Lögregla girti af stór svæði f kringum árásarstaðina og umfangsmikil rannsókn er hafin. W Æ j Æfak T , rli SKYPE 5IMTÆKIÐ HRINGDU FRÍTT í HVERN SEM ER HVAR SEM ER» VERTU FRJÁLS NOTAÐU SKYPE ! The whoie worki can taik for free* Heimili mannsins eftir sprenginguna sem banaði honum og syni hans. Þá liggur kona hans alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Lögreglan telur að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Danskur karlmaður og sonur hans létust í sprengingu á heimili sínu í suðurhluta Óðinsvéa í gær. Þá eru fjórir aðrir særðir, þar á meðal kona mannsins sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan í Oðinsvéum greindi frá því að minnst eitt kíló af sprengiefni frá hernum og hand- sprengja hafi sprungið. Sagði hún að ekki léki grunur á að um hryðjuverk hafi verið að ræða en líklegra þykir að maðurinn hafi framið sjálfsmorð með þessum hætti. Sprengingin var svo kröftug að þakið lyftist af húsinu og múrsteinsbrot flugu í allar áttir. Sprengisérfræðingar hafa verið kall- aðir til og munu rannsaka málið. man Overgaard sagði i samtali við Ritzau-fréttastofuna að maðurinn hefði sent bréf til fjölskyldunnar áð- ur en hann sprengdi sig og af lestri bréfsins að dæma sé enginn vafi á að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. 1 bréfinu greindi maðurinn m.a. frá því að hann ætti í miklum andleg- um erfiðleikum. Frekari upplýsingar um atburðinn hafa ekki verið opin- beraðar en samkvæmt upplýsingum nágranna gekk maðurinn inn í hús- ið með plastsprengiefni spennt um sig miðjan og sprengdi sjálfan sig og son sinn. Maðurinn hafði starfað í hernum og var nýkominn frá Bosniu þar sem hann gegndi herþjónustu.B Sendi bréfáundan sér Rannsóknarlögreglumaðurinn Her- Húshjálp myrti vinnuveitendur sína 44 ára gamall maður, Russell Sedelm- aier, var í gær ákærður fyrir morð á presti og dóttur hans en hann hafði unnið á heimili feðginanna við hrein- gerningar í yfir fimm ár. Lík þeirra fundust þann 29. júní síðastliðinn eftir eldsvoða á heimili þeirra í út- hverfi Buffallo Grove í Illinois-fylki. Höfðu þau verið bundin, stungin og veittir alvarlegir líkamlegir áverkar en dánarorsök mun þó hafa verið reykeitrun. Lögreglustjóri Buffallo Grove-lög- reglunnar, Steve Husak, sagði atburð- inn afar sorglegan og langt frá því að vera einkennandi fyrir samfélag- ið. Hann sagði að Sedelmaier hefði verið handtekinn á mánudag og eft- ir tveggja daga yfirheyrslur hefði hann játað á sig verknaðinn. Husak sagði einnig að líkamleg sönnunar- gögn hefði verið að finna á heimil- inu sem sýndu fram á að Sedelmaier hefði framið morðið. Sedelmaier er ákærður fyrir tvö morð af fyrstu gráðu, innbrot og íkveikju. ■ Bistro garðhúsgagnasetL Borð og tveir stólar kr. 12.900,- Oxford garðhúsgagnasett Borð og fjórir stólor kr. 18.900,- Windsor garðhúsgagnasett. Borð og sex stólar kr. 59.900,- London garðhúsgagnasetL Borð og fjórir stólar ki 118.900,- afsláttur Innimálning Gljástig 3,7,20 y Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málníng á frábæru verði

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.