blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 21
blaöiö FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 KONUR I 21 í öðruvísi frí.“ Edda segir að konurn- ar öðlist einmitt ákveðið sjálfstæði og kjark „ekki vegna þess að við erum að segja þeim að drífa sig og gera allt sem þær hafa ekki þorað að gera áður heldur vegna þess að við erum að ræða þetta frá a til ö.“ Með glettni í röddinni segist Helga Braga einmitt sjá um kynlífsdeildina. „í Berlín fórum við í kynlífsbúðir. Ég er dóninn, ekki Edda.“ Edda tek- ur undir það og segist vera ægileg pempía. Helga heldur áfram og seg- ir að: „Nokkrar höfðu aldrei farið í kynlífsbúð og þetta var eins og stór- markaður þarna í Berlín. Eins höfðu sumar aldrei farið í neðanjarðarlest og ýmislegt annað.“ Heillandi borgarferð framundan Edda og Helga hlakka augsýnilega mikið til ferðarinnar í ágúst og Edda talar um að borgin sem farið verður til sé mjög heillandi. „Við féllum svo gjörsamlega fyrir henni að það liggur við að við viljum alltaf fara þangað í kvennaferðir. Við förum nefnilega alltaf á undan og kynnum okkur borgina. Konurnar eiga eftir að fara yfir um af gleði.“ Helga tekur undir þessi orð og segir að borgin sé æði. „Við og Iceland Air undirbúum þetta ofsalega vel. Og svo er þetta svo ódýrt og kostar aðeins um 47 þúsund krónur. Það er ennþá laust en núna bókast mjög hratt.“ Inni- falið í verðinu er flug, hótel og rúta fram og til baka af flugvelli. Helga og Edda segja að það séu ákveðnar konur sem koma alltaf aftur og aft- ur og vilja ekki missa af neinni ferð. Kvennaferðir hafa líka staðið fyrir ferðum innanlands og segjast þær stöllur einmitt vera að spjalla við nokkra aðila um gististaði. Ferðirn- ar innanlands snúast enn meira um sjálfstyrkingu og slökun. Konur eru konum verstar? Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað svona sjálfsöruggum og sterk- um konum finnst um þann gamla kveðskap að konur séu konum verstar. Helga verður fyrir svörum og segir: „Eg hef nú ekki upplifað það. Við konur erum svo kröfuharð- ar á sjálfar okkar og um leið aðrar konur.“ Edda hefur líka sitthvað að segja um þessi mál og fær því orðið. „Þetta er misskilningur segi ég. Hjá íslenskum konum er mikill inngró- inn ótti og óöryggi en það er allt ann- að yfirbragð yfir frönskum og ensk- um konum. Þetta er eitthvað sem ég tengi við skólakerfið. Við erum með glatað skólakerfi að þessu leyti. Ég er búin að vera með námskeið í tíu ár inni í fyrirtækjum ogþað er alveg sama hve hátt sett kona er, henni finnst hún alltaf þurfa að standa sig sérstaklega vel ef hún þarf að standa upp fyrir framan hóp af fólki. Þetta er svona ofboðslega djúpstæð- ur ótti sem gerir það að verkum að á ögurstundu þurfum við að bera okkur saman hver við aðra og þá koma gagnrýnisraddir. En þegar við förum að tala saman af alvöru og einlægni þá eru konur öðrum konum svo langsamlega bestar. Ef við bara kæmumst yfir þennan ótta sem við myndum gera ef skólakerfið byði upp á öðruvísi uppeldi. Okkur vantar sjálfsstyrkingu og tilfinninga- vinnu inn í skólakerfið. Ég er alltaf að fá svona hópa þar sem það er einn af tuttugu sem ekki þarf áfallahjálp við að segja nafnið sitt.“ Kvennaáramótaskaup Það er alltaf nóg um að vera hjá þess- um þekktu konum. Edda hefur verið á fullu að sýna Brillant skilnað. Sýn- ingum er þó lokið núna en það verða nokkrar sýningar næsta haust vegna mikillar aðsóknar. Það má heyra í Helgu og Steini Ármanni á Rás 2 í Út- varpi Bolur alla virka daga kl. 17.10 þar sem þau ryðja út úr sér gríninu. Auk kvennaferða og annarra verk- efna munu Helga og Edda sjá um ára- mótaskaupið í ár. „Það var haft sam- band við mig og Eddu núna í vor og beðið um kvennaskaup. Við erum með skaupið og Kristín Pálsdóttir er framleiðandi. Við fengum bara vin- konur okkar með í þetta. Við erum langt komnar í undirbúningnum og stefnum á tökur í nóvember." Edda segir að þær séu nú bara búnar að hafa samband við konur en ef strák- arnir verði góðir við þær þá megi þeir líka vera með. Hlátur er lífsafstaða Að lokum vill blaðamaður endilega fá að vita af hverju íslenskar konur ættu að skella sér í kvennaferð. Helga verður fyrir svörum og segir að kon- ur eigi endilega að koma til að hafa gaman af og opna fyrir skemmtilega hluti hjá sjálfum sér auk þess að fá gleði í líf sitt. Edda tekur undir það og segir að yfirskriftin á námskeið- unum, hlæjum saman, sé meira lífs- afstaða heldur en þær séu allar alltaf að reyta af sér brandara. „Á íslandi er svo margt til að hafa áhyggjur af, það reynist okkur oft svo erfitt“, segir Edda. Helga gripur orðið og segir einmitt að öll vandamál kosti eitthvað en ef þú hefur stanslausar áhyggjur þá borgarðu margfalt. AUGLÝSING UM FORVAL TIL ÚTBOÐS Með lögum nr. 68/2005 var landbúnaðarráðherra heimilað að selja allar eignir og semja um yfirtöku skulda Lánasjóðs landbúnaðarins. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur verið falið að hefja undirbúning að sölu á útlánasafni sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans. Salan er háð eftirfarandi skilyrðum: 1. Tilboðsgjafi skal yfirtaka allar skuldbindingar Lánasjóðsins sem eru í langflestum tilfellum með ríkisábyrgð. 2. Tilboðsgjafi skal hafa trausta fjárhagsstöðu og alþjóðlegt lánshæfismat. 3. Tilboðsgjafi skal vera fjármálafyrirtæki í skilningi 4. gr., 1 .-3. tl. laga nr. 161/2002. 4. Tilboðsgjafi skal fallast á það skilyrði að standa við lánsloforð sem stjórn Lána- sjóðsins hefur þegar veitt að uppfylltum skilyrðum. 5. Tilboðsgjafi skal lýsa því yfir með því að leggja inn tilboð um kaup á umræddum skuldabréfum, að hann muni ekki hækka vexti né breyta kjörum skuldabréfanna til hins verra fyrir skuldara, umfram það sem stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins hefur samþykkt við yfirtöku lána. 6. Tilboðsgjafi skal lýsa því yfir að ákvæði skuldabréfanna um uppgreiðsluheimild skuldara haldist. 7. Tilboðsgjafi skal lýsa því yfir að hann muni kappkosta að veita landbúnaðinum öllum fjármálaþjónustu á viðskiptalegum grundvelli. 8. Tilboðsgjafi skal lýsa því yfir að hann mun leggja sig fram um að starfsfólk Lána- sjóðsins haldi störfum sínum eða fái sambærileg störf hjá tilboðsgjafa. Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi ársins 2004 námu innlán (lántaka) Lána- sjóðs landbúnaðarins hinn 31. desember 2004 um 15,2 milljörðum króna en útlán í formi skuldabréfalána um 15,6 milljörðum króna. Þá námu sjóður og kröfur á lána- stofnanir um 2,9 milljörðum króna. Þeir aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í forvali til útboðs um kaup á útlánasafni og yfirtöku á skuldum sjóðsins skulu gefa sig fram við framkvæmdanefnd um einka- væðingu. Einungis þeir aðilar sem uppfylla skilyrði 1-8 að framan koma til greina við forval. Erindi frá áhugasömum aðilum skulu berast fyrir kl. 16.00 föstudaginn 5. ágúst 2005 rituð á: ' Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, Fjármálaráðuneytið, Arnarhváli, 150 Reykjavík b.t. Stefáns Jóns Friðrikssonar / Jörundar Valtýssonar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.