blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar Sirkusinn og ég Það er ekki nýtt umkvörtunarefni að fjölmiðlar fjalli of mikið um fjöl- miðla og fjölmiðlafólk. Ekki skal ég mótmæla því að blaðamenn séu sjálf- hverf stétt en það má víst leggjast í slíka sjálfhverfu í fjölmiðlapistli og í dag ætla ég að stíga skrefið til fulls í sjálfhverfunni og fjalla um sjálfan mig. Um daginn skrifaði ég frétt um það hvernig Helgi nokkur Hermanns- son stæði í feluleik gagnvart sýslu- manninum í Reykjavík. Helgi þessi vinnur sem dagskrárstjóri á Sirkus en það má hann ekki samkvæmt lög- bannsúrskurði sýslumanns þar sem hann vann áður hjá Skjá 1 í sams konar stöðu og hafði þar undirritað samning um að hann mætti ekki fara beint í vinnu hjá keppinauti. Það var kannski merkilegt við þessa frétt að ábendingin um hana kom frá Helga sjálfum. Blaðinu barst nefnilega sjónvarpsdagskrá Sirkus til birtingar á þessari opnu, en við lestur hennar kom í ljós að dagskrá- in var upprunnin hjá Helga sem þó á opinberlega aðeins að sinna verkefn- um 365 utanlands. Þetta var nú meginatriði fréttar- innar en síðan var einn aukapunkt- ur í henni: sumsé að hugmyndin að gamaninnskotunum Bananaz í Kvöldþætti gramskálksins Guð- mundar Steingrímssonar ætti rætur að rekja til hugmynda, sem tvær ung- ar konur hefðu kynnt Helga meðan hann var í vist á Skjá 1. Að því að mér skilst eru þær að kanna hvort þær geti leitað réttar síns á einhvern hátt, en hér skal ekki frekar en ég gerði í fréttinni, lagður dómur á það hvað þær hafa fyrir sér í málinu. En mér fannst gaman að því að lesa um það í dálkinum Fólk í Frétta- blaðinu degi síðar að þessi frétt væri ágætt dæmi um „kranablaða- mennsku“. Raunar var eftirtektar- vert að þar var ekki minnst einu orði á aðalefni fréttarinnar, sumsé það að 365 miðlar og Helgi Hermanns- son væru að gera sér það að leik að sniðganga lögbannsúrskurðinn. Á hinn bóginn voru athugasemdir gerðar við frásögnina af meintum hugmyndastuldi á Sirkus. Þar var sérstaklega nefnt að ég hefði fálega tekið tilraunum til þess að koma andstæðum sjónarmiðum á fram- færi og þar af leiðandi aðhylltist ég kranablaðamennsku. Jájá, það mætti sjálfsagt segja. Ef það hefði legið þannig í því. Við vinnslu fréttarinnar var nefnilega reynt að ná sambandi við forráða- menn stöðvarinnar án árangurs. En hitt get ég staðfest, að ég tók tilraun- um til þess að koma andstæðum sjón- armiðum á framfæri fremur fálega, aðallega af því að þeim bar engan veginn saman. í Fréttablaðinu var því haldið fram (líkt og mér hafði verið sagt af einum blaðamanni þar á bæ) að umsjónarmenn Bananaz hefðu snúið sér beint til Guðmund- ar Steingrímssonar með hugmyndir sínar og hann hafi fallist á þær. Ann- ar umsjónarmannanna hafði sagt mér degi áður að þær hefðu snúið sér beint til Árna Þórs Vigfússonar sjónvarpsstjóra Sirkuss sem hefði fallist á hugmyndir þeirra. Enn áð- ur hafði mér hins vegar borist svar Gunnars Smára Egilssonar, fram- kvæmdastjóra 365, við fyrirspurn um tilurð Bananaz. Hann segir að Bananaz-stúlkurnar hafi komið að máli við sig með prufur á diski en hann hafi komið þeim áleiðis til Árna Þórs. Af þessu tilefni sneri ég mér í hring. Lái mér hver sem vill þó ég hafi tekið þriðju skýringunni frá Sir- kus fálega. Andrés Magnússon 21:00-23:00 23:00-00:00 21.50 Móðurást (Some Mother's Son) Bresk btómynd frá 1996 um hungurverkfall Bobbys Sands og fleiri (ra (bresku fangelsi árið 1981. ( myndinni er sjónum beint að mæðrum tveggja fanganna og tilraunum þeirra til að bjarga Iffi sona sinna. Leikstjóri erTerry George og meðal leikenda eru Helen Mirren, Fionnula Flanagan, David O’Hara, John Lynch.Tim Woodward og Ciarán Hinds. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. 21,30Two and a Half Men (13:24) (Tveir og hálfur maður) Gamanmyndaflokkur um þrjá stráka, tvo full- orðna og einn á barnsaldri. Charlie Harper er piparsveinn sem skyndilega verður að hugsa um fleira en hið Ijúfa líf. Alan bróðir hans stendur I skllnaði og flytur til Charlles ásamt Jake syni sln- um. Hér sannast enn og aftur að karlmenn deyja ekki ráðalausir. I aðalhlutverkum eru Charlie Sheen, Jon Cryer og AngusT. Jones. 21.55 Osbournes 3(a) (2:10) (Osbourne-fjölskyldan) 22.20 Grind (Hjólabrettastrákarnir) 21.00 Wildboyz-NÝTTI 21.30 MTVCribs l'MTV Cribs" þáttunum bjóða stjörnurnar fólki að skoða heimili sin hátt og lágt og upplýsa áhorf- endur um hvað þær dunda sér við heimavið. 22.00 Tremors 22.45 Sjáumst með Sllvfu Nótt (e) 21.00 Travis - Live in Hamburg (Tónleikar meðTravis) Tónleikar skosku hljómsveltarinnarTravis sem haldnir voru I þýsku borginni Hamburg. 22.35 Kvöldþáttur (brot af þvl besta) Brot af þvl besta úr Kvöldþáttum vikunnar. 23.20 David Letterman Það er bara einn David Letterman. Góðir gestir koma I heimsókn og Paul Shaffer erásínumstað. 21.30 Islandsmótið í golfi 2005 Samantekt frá öðrum keppnisdegi en Sýn verður með belna útsendingu frá (slandsmótinu I högg- leik á laugardag og sunnudag. 22.30 World PokerTour 2 (HM i póker) 22.00 Borderline (Órar) Ðramatfskur glæpatryllir. Sálfræðingurinn Lila Colleti er nýskilin við eiginmann sinn. Þau eiga tvær dætur og hann fékk forræðið. Hún starfar mikið með glæpamönnum og þvf þótti dómaran- um öruggara að dæturnar væru hjá pabbanum. Lila er skiljanlega miður sln og ekkl batnar ástandiö þegar einn skjólstæðinga hennar fær þá hugmynd að ryðja eiginmanninum úr vegi. I staðinn heldur óþokkinn að hann fái ástir sál- fræðingsins. Stranglega bönnuð börnum. 23.40 Þrfr kóngar (Three Kings) Bandarlsk strfðsmynd frá 1999. Fjórir bandarískir hermenn í Persaflóastrfðinu reyna að stela gullstöngum frá Kúveit sem Saddam Hussein hefur tekið og falið. Það er við ramman relp að draga og f aðgerðinni hitta þeir fyrir strlðsfanga sem þeir ákveða að reyna að bjarga. Leikstjóri er David O. Russel og aðalhlutverk leika George Clooney, Mark Wahlberg, lce Cube, Spike Jonze. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngraen 16ára.e. 23.15 TheSwan(e) 00:00-6:00 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00.00 French Kiss (Franskur koss) Aðalhlutverk: Kevin Kline, Timothy Hutton, Meg Ryan. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. 1995. Leyfö öllum aldurshópum. 01.45 Sex, Lles and Videotape (Kynlíf, lygar og myndbönd) Stranglega bönnuð börnum. 03.25 Fréttir og Island i dag Fréttir og Island f dag endursýnt frá þvf fyrr f kvöld. 04.45 Tónlistarmyndbönd frá Popp TiVi ‘ 00:00 Dead Like Me (e) Við rifjum upp kynnin af George og félögum hennar sálnasöfnurunum sem hafa það að að- alstarfi að aðstoða fólk við vistasklptln úr heimi hinna lifenda 1 heim hinna dauðu. 00.45 Tvöfaldur Jay Leno (e) 02.15 Óstöðvandi tónllst 00.05 David Letterman 00.50 Friends (20:24) (Vinir) Ein vinsælasta sjónvarpsserfa sem gerð hefur verið og ekki að ástæðulausu. 01.15 Kvöldþáttur (brot af þvf besta) 02.00 Seinfeld 3 (TheTruth) Þriðja fáttaröðin með grlnistanum og Islandsvinln- um Seinfeld og vinum hans. 00.00 Heimsbikarinn f torfæru 0035 K-1Hér mætast sannkölluð hörkutól f sparkboxi, karate og fjölmörgum öðrum grein- um sem allar falla undir bardagalþróttir. Sýnt er frá K-1 Max World í Japan frá 18. nóvember 2003. 00.00 Clear And Present Danger (Bein ógnun) Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Fargo Stranglega bönnuö börnum. 04.00 Borderline (Órar) Stranglega bönnuð börnum. ■ Molar... Jordan slær heimsmet Jordan ætlar aldeilis að taka það með trompi í brúðkaupi sínu og Peter Andre í september. Stúlkan sú er einmitt þekkt fýrir allt annað en að fara fínt í hlutina og vill að brúðarkjóllinn verði um 900 metra langur, en það er heimsmet. Jordan hefur með leynd pantað kjólinn og hyggst þar með slá þriggja ára gam- alt heimsmet. Vinur Jordan segir: „Jordan lítur frábærlega út í kjólnum. Það mun enginn trúa hve stór hann er fyrr en þeir sjá hann. Hún vildi að allir myndu muna eftir þessum sérstaka degi hennar og það munu þeir svo sannarlega gera.“ Eva fær hálsríg Eva Longoria hefur sést með karl- mann upp á arminn og það ansi hávaxinn karlmann. Stjarnan úr Aðþrengdum eiginkonum hefur staðfest að hún eigi í sambandi við körfuboltamanninn Tony Parker. Það er töluverður stærðarmunur á milli þeirra þar sem Eva er frekar lágvaxin. ■ Á hvaða tíma horfirðu helst á sjónvarpið? Hörður Valdimarsson „Um klukkan sjö og þá á frétt- irnar.“ Þórunn Gunnarsdóttir „Ég horfi á sjónvarp frekar seint á kvöldin.“ Ómar Grétarsson „Ég horfi á sjónvarp eftir klukkan tíu á kvöldin. Ég er að vinna það lengi.“ Emma Lovísa Diego „Það er mest á kvöldin, svona eftir tíu.“ Elsa Serrenho „Ég horfi á sjónvarpið á kvöld- in, fer eftir því hvað er í því.“ Adam Snær Atlason „Ég horfi mest á sjónvarp eftir sjö á kvöldin.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.