blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 28
28 I MATUR FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaðið Betrí búllur bœjaríns Það má með sanni segja að sjöundi og áttundi áratugur síðustu aldar hafi markað breytingar í mataræði íslendinga. Á grillstaðnum Isborg í Austurstræti, á móts við Landsbankann, voru afgreiddir hamborgarar og franskar þegar ár- ið 1963 með amerískum hætti við upphækkað borð. En það var með tilkomu Asks á Suður- landsbraut nokkrum árum síðar, eða um miðj- an sjöunda áratuginn, sem sprengingin varð í hamborgaraáti borgarbúa enda naut Askur frá upphafi mikilla vinsælda. I kjölfarið opn- uðu nokkrir staðir hér og þar um borgina. Sælkerinn opnaði 1967 og taldist strax til betri staða líkt og Askur og með tilkomu Brauðbæj- ar við Óðinstorg árið 1971 var þeim tveimur fyrrgreindu veitt hörð samkeppni. Þessir þrír hamborgarastaðir báru höfuð og herðar yfir aðrar búllur bæjarins en á þessum árum jókst borgaraát borgarbúa gríðarlega. Það gat ekki endað nema með einum hætti. Hamborgarinn varð að þjóðarrétti íslendinga líkt og annarra þjóða. Árið 1979 opnaði annar vinsæll stað- ur, Borgarinn á Lækjartorgi, og Winnys naut einnig vinsælda nokkrum mánuðum síðar en hann opnaði í lok árs 1980. Hálfu ári seinna opnaði svo hamborgarakonungur íslands, Tommi Tomm sinn fyrsta hamborgarastað, Tommaborgara. Borgari er ekki bara borgari Eftir það hafa verið fluttar inn erlendar ham- borgarakeðjur af miklum móð og þó þær njóti vissulega vinsælda hafa þeirra útgáfur enn ekki skákað hinni íslensku af hamborgurum sem seljast grimmt um allt land. Erlendir ferðamenn sem hingað koma furða sig jafnan á því hversu fyrirferðamikill hamborgarinn er i því matarúrvali sem þeim stendur til boða. En hamborgari er ekki bara hamborgari. Við matargerð hamborgara, eins og í allri matar- gerð, þarf að vanda til verka. Eftirfarandi eru nokkrir af betri borgurum bæjarins. emak@vbl.is Bílalúgubúllan Skyndibitabúllan Skalli við Shell stöðina á Austurlandsvegi er athvarf fjölda hungraðra verkamanna og einn af vinsælu kostum Ár- túnshöfðahverfisins sem er sívaxandi atvinnu- hverfi. Fjölmargir velja að kaupa bitann í lúgu og borða í bílnum eða á vinnustaðnum en aðrir kjósa upphækkuð barborð og stóla í búll- unni sjálfri. Akureyringar eru löngu kunnir fyrir sér- viskulega samsetningu á skyndibitafæði. Þessi hamborgari sem inniheldur allt það helsta en einnig frönskur á milli laga, er tilraun til að setja skyndibitafæði í annað veldi. Með þessu auka skrefi, frönskum á milli, er ætlunin að hægt sé að borða skyndibitann enn „skyndi- legar“ en reyndin er þó önnur. Akureyringur er stór og mikill borgari enda frönskurnar fyr- irferðamiklar á milli brauðlokunnar og erfitt að borða borgarann án þess að frönskurnar og grænmetið velli út um allt. Borgarinn er þó bragðgóður og stendur fyrir hina séríslensku, hefðbundnu samsetningu. Akureyringur er með káli, osti, gúrku, og tómötum ásamt hamborgarasósu og frönsk- um.Hann er seldur með kóki. 690 kr. Gleymmérei á Vitabar Vitabar, skyndibitastaðurinn við hornið á Vita- stíg og Bergþórugötu, hefur verið með þekkt- ari búllum bæjarins í ríflega áratug. Þetta er alvöru búlla þar sem sveittir verkamenn úr vegavinnu borgarinnar sitja sem fastast í hádeg- inu og safna orku fyrir eftirmiðdaginn. Það er hörkupúl að grafa skurði og moka í þá aftur og endurleggja hellur með nokkurra mánaða millibili svo orkuinntakan er eftir því. Enda er Vitabar einna helst þekktur fyrir sérstakan þrusuborgara sem er allsendis ólíkur öllum öðrum borgurum bæjarins. Gleymmérei er ekki fyrir neinar pempíur enda mettar gráð- osturinn, í bland við kryddsósuna, ákaflega vel hvern einasta bragðlauk. Gráðosta-hvít- lauksblandan gefur algerlega ráðandi bragð sem fyllir vitin og skilur eftir sig langvarandi keim. Þessi borgari ber nafn sitt með rentu og er sannarlega borgari sem seint gleymist. Gleymmérei borgari er með tómötum, lauk, káli, hvítlauk, kryddsósu og gráðosti og bor- inn fram með frönskum og sósu. 850 kr. ið svo afgerandi að lag af sósum og jukki nær ekki að bjarga hörmunginni en á Búllunni er þykkt og bragðgott kjötlagið svo áberandi gott að erfitt er að toppa það. Tomma tekst þó með alkunnri lagni að blanda tómatsósu, sinnepi og majonesi með sérlega vel lukkuðum hætti og annað meðlæti er kál, tómatar og ostur og brauðið sker sig úr en það er lungamjúkt og án sesamfræja. Búlluborgarinn er ákaflega gott dæmi um gott jafnvægi í samsetningu, gæða- hráefni og góðu bragði. Tilboð aldarinnar: Stór hamborgari með tómötum, káli, osti, sinnepi, tómatsósu og majonesi, borinn fram með frönskum og kóki 830 kr. Kaffibrennslan Á einu vinsælasta kaffihúsi borgarinnar við Austurvöll hefur frá upphafi verið boðið upp á hamborgara á matseðli. Þessi búlla hefur löngum verið vinsæl af ungu fólki og erlend- um ferðamönnum enda er miðlæg staðsetning hennar freistandi fyrir ferðalanga miðborgar- innar sem eru fótgangandi. Á þessum stað er boðið upp á einn allra besta borgara borg- arinnar, hinn þétta Dijonborgara. Ásamt vel smurðu dijon sinnepi er hann hlaðinn steikt- um lauk og sveppum sem gefa undursamlega nraWKMIMK w-recj0 góða bragðblöndu. Súra bragðið úr edikinu í sinnepinu frískar upp á steikinguna og sinn- epssósan með frönskunum er kærkomin til- breyting frá hinni íslensku kokteilsósu. Þessi er virkilega góður. Dijonborgari: Á honum er steiktur laukur, steiktir sveppir, ostur, dijon sinnep, papr- ika, tómatar og salat og hann er borinn fram með frönskum og sinnepssósu. 990 kr. Búllan Búllan við Tryggvagötu er líklega vinsælasti hamborgarastaður borgarinnar í dag. Búllu- gestir eru úr öllum lögum samfélagsins og þar sitja þétt saman stjórnmálaleiðtogar og tog- arasjómenn í bland við fegurðadrottningar og menningarrottur. Frá því að staðurinn opnaði hefur verið fullt út úr dyrum þrátt fyrir að inn- réttingar staðarins bjóði ekki upp á þægilega setu yfir kaffi og blaði á eftir. Enda eru gest- irnir aðeins komnir fyrir eitt - Búlluborgara - sem eigandinn sjálfur, Tommi Tomm borðar bæði og steikir daglega. Það er langt í frá að kjötlagið í hamborgur- um borgarinnar sé þannig úr garði gert að það megi borða eitt og sér. Stundum er súra bragð-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.