blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 20
20 IKONUR FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 blaAÍÖ Styrking ogskemmtun t kvennaferðum Konur hlæja með okkur Edda Björgvinsdóttir ogHelga Braga Jónsdóttirfylla hjörtu íslenskra kvenna afgleði ogstyrk með sínum þekktu kvenna- ferðum sem hera heitið Hlcejum saman. Þegar hafa veriðfarnar nokkrar ferðir ogframundan er óvissuferð 19. ágúst til einhverrar erlendrar borgar. Blaðiðfékk þœr stöllur til að tylla sér í sólinni ogspjalla um íslenskar konur, áramótaskaup, hlátur og kvennaferðir. ........... > —rMÍú 'O. // -f, — i/JÉ ). mhÉMú., \ I 1 1 I Blaliö/Oúndi Helga og Edda sjá um áramótaskaupið í ár sem verður sannkallað kvennaskaup. Blaðamaður hittir Eddu í fal- legum garði þar sem hún situr og sólar sig, útitekin og sælleg. „Við Helga Braga ákváðum að stofna www.kvennaferdir.is til að hafa allt inn á því og vinna með þeim sem vilja vinna með okkur. Við erum í samvinnu við Iceland Air og erum óskaplega ánægðar með samstarfið. Við fórum í óvissuferð í júní þar sem enginn vissi hvert hann var að bóka sig en þrátt fyrir það vorum við um þrjátíu manna hópur. Við lýstum því hvað konurnar þyrftu að hafa með sér og göntuðumst svolítið með það. Það er önnur svona ferð framundan, 19. ágúst -22. ágúst, og við erum langt komnar með að bóka í hana. Enginn veit hvert við förum, þetta er rosalega skemmtilegt." Edda seg- ir að í kvennaferðum sé alltaf mjög mikil dagskrá. Það er farið í viðkom- andi sendiráð þar sem er móttaka. ,Svo förum við í bátsferð, útsýnisferð og út að borða. Við erum búin að finna alla æðislegustu staðina. Svo má ekki gleyma námskeiðinu sjálfu en það er svona sjálfsstyrkingarnám- skeið, magadans og að koma fram af öryggi. Einnig er eitt skemmtikvöld í ferð þar sem við erum með uppi- stand og skemmtiatriði." íslenskar konur eru svo frábærar I þessum töluðu orðum mætir Helga Braga galvösk og glæsileg að vanda og tekur þátt í samræðunum. „Edda er búin að vera með kvennaferðir í mörg ár en við byrjuðum nýlega að vera í þessu saman. Þessi óvissuferð til Berlín gekk ógeðslega vel og það var hrikalega gaman. Það verða ekk- ert allar ferðir óvissuferðir en sumar verða þannig. Islenskar konur eru svo frábærar. Þegar þær hafa ákveð- ið að skemmta sér þá er það ekkert vesen. Rútubílstjórinn sem tók á móti okkur í Berlín sagði bara: „Was, bara konur myndu gera svona." Þær komu bara með passann og fengu miðann á vellinum. Eva Dögg Sig- urgeirsdóttir, dóttir Eddu, var með okkur og þær eru náttúrlega mæðg- ur og við erum allar vinkonur. Við fengum mikið af mæðgum, systrum og vinkonum. Þetta voru svona litlir hópar og nokkrar hugrakkar konur komu einar. Þær voru náttúrlega aldrei einar.“ 99................. Á íslandi er svo margt til að hafa áhyggjur af. Það er bara stuð Edda segir að í kvennaferðum séu konur frá 19 ára til níræðs. „Reynd- ar var elsta konan sem ég hef haft 76 ára en þessar ferðir eru fyrir kon- ur frá 19-90 ára. Dagskráin okkar er fyrir allan aldur.“ Helga Braga grípur orðið og segir að aldur skipti engu máli. „Konurnar hlæja sam- an. Það er aldrei neitt stress. Það er bara stuð og mikið flæði. Við förum í alvöru skvísubúðir og svo förum við á markaði þar sem við finnum hönnuði og listmuni. Svo eru allt- af vinsælu skemmtikvöldin. Þegar við vorum í Berlín síðast þá kom Heiða í Unun og spilaði fyrir okkur á skemmtikvöldinu.“ Edda segir að þær séu einmitt líka með óvæntan íslenskan listamann sem heimsækir þær í næstu borg. Nándin er í hlátrinum Edda og Helga Braga segja að þrátt fyrir að ferðirnir séu alltaf skemmt- un út í eitt þá sé heilmikil sjálfstyrk- ing í gangi en þó er þetta allt á léttu nótunum - eða eins og Helga Braga orðar best sjálf: „Það sem er svo skemmtilegt er að fara svona út úr sínu hversdagslega umhverfi. Þú ert að fara þarna til að hlæja á heilbrigð- an hátt, einhvern dásamlegan hátt. Það er þessi nánd sem við náum og vinnum að. Nándin er líka svolítið 1 hlátrinum. Þá afvopnast maður og opnar sig alveg. Svo á maður líka að segja frá sjálfum sér, hvað maður hefur gengið í gegnum, hvað maður hefur lært og langar að læra í lífinu. Þessar konur hafa gert það í þessum ferðum. Eitt af því sem við leggjum upp með er að um leið og fólk getur hlegið af sjálfum sér þá á það miklu betri möguleika í vandamálin. Það er margt sem við förum inn á. Auk sjálfstyrkingar er það líka framsögn, röddin, hvernig þú berð þig og talar og hvaða áhrif þú ert að hafa á um- hverfi þitt og um leið sjálfan þig.“ Heimsókn í kynlífsbúðir Þegar blaðamaður spyr hvort konur í þessum kvennaferðum kynnist ekki vel jánka þær báðar. „Við erum allt- af með þeim. Það er enginn svona fararstjórabragur á þessu. Við erum saman allar í konuferð. Ég til dæmis villist reglulega með mína hópa og það er bara regla", segir Edda og þær hlæja hjartanlega. Enda segir Helga að þær séu ekkert að reyna að leika fullkomna fararstjóra. Stöllurnar segja að konurnar séu alltaf himin- lifandi eftir ferðirnar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Málið er að þær gera þetta sjálfar en þær eru svo þakklát- ar að hafa verið með í partýinu. Mað- ur breytir sér sjálfur, það er enginn annar sem getur breytt manni. Við erum líka þakklátar þeim þannig að þetta er þakklæti á báða bóga. Við erum að laða til okkar alveg æðis- legar konur. Konur sem eru að taka sér pásu frá öllu og öllum og langar ÚTSALA VEphlisruui v/Lau9a|æk * sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.