blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 22.07.2005, Blaðsíða 35
blaðið FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2005 KVIKMYNDIR I 35 Hilary Duff Heaiher locklear Chris Nolh Fjölskyldan som vildi allt það besta frA joel zwick leikstjóra my bio fat greek weddinq tttsta mi DARKWATER MADAGASCAR nskt tol ELVIS HAS LEFT THE BUILDING BATMAN BEGINS VOKSNE MENNESKER THE PERFECT MAN KL 2.30-4.30-6.30-8.30-10.30 MADAGASCAR KL. 2.30-4.30-6.30 ELVIS HAS LEFT THE BUILDING KL 4.30-8.30-10.30 WHO'SYOUR DADDY KL 6.30-8.30-10.30 SVAMPUR SVEINSSON ísl. tol KL. 2.30 DARK WATER MADAGASKCAR cnskf tal MADAGASKCAR I. fol WAROF THE WORLDS DARK WATER K DARK WATER VIP THE PERFECT MAN MADAGASCAR enskt tal MADAGASCAR ísl. tnl WAR OF THE WORLDS BATMAN BEGINS BATMAN BEGINS VIP SVAMPUR SVEINSSON ísl. tol DARK WATER THE PERFECT MAN MADAGASKCAR ísl. tnl MADAGASKCAR kttnl www, icjgiKNfii pimettSMitK Fra FRAHLEIBINBVH JAariíSlítiSKU OG EHSJULl^LI MED ENSKU TALI FRA8AR SKEMMTUtl >A\/BÍÓiN RINGLAH ( 588 0800 ( ' \ AKURtYRI [ 461 4666__________KEFLAVIK { 4211170 Hj ólabr ett abíó í Tjarnarbíói Hjólabrettaiðkendur og -áhuga- menn ættu ekki að láta sig vanta í Tjarnarbíó á laugardagskvöldið en þá verða sýndar þrjár íslenskar hjóla- brettamyndir, tvær nýjar og ein frá því í fyrra. „Þetta eru myndir sem teknar voru upp á síðastliðnum árum, bæði hér heima og erlendis", segir Sigurður Júlíusson sem ásamt Herði Halldórssyni stendur að skipu- lagningu sýningarinnar en báðir hafa þeir rennt sér á hjólabrettum í fjölmörg ár. Myndirnar sem sýnd- ar verða heita Algleymi, Hitt og þetta og Allt og ekkert og fjölmarg- ir myndatökumenn koma að gerð þeirra. Að sögn Sigurðar er áhugi á hjólabrettaiðkun mikill hér á landi og fer stöðugt vaxandi, bæði hjá stelpum og strákum, en bætir þvi þó við að minna sjáist til stelpnanna þar sem þær virðast eitthvað vera í felum. Þeir félagar þakka Smash sér- staklega fyrir að styrkja sýninguna en eru um leið að leita að frekari styrktaraðilum sem vilja kaupa ódýrar auglýsingar. Fjörið byrjar á myndasýningu ljósmyndarans Antons klukkan 20:30 og miðaverð er 500 krónur. Einungis verður hægt að greiða með peningum. Myndirnar verða síðan til sölu frá og með næstu viku. ■ Pacino í nýni spennumynd Stórleikarinn A1 Pacino mun fara með aðalhlutverkið í væntanlegri mynd leikstjórans Jon Avnet, 88 Minutes. Þar leikur hann réttargeð- lækni sem starfar fyrir FBI þegar hann fær morðhótun og kemst að því, sér til mikillar skelfingar, að hann á aðeins tæpa tvo tíma eftir ólifaða. í stað þess að hrynja niður eins og taugahrúga gerir hann allt til þess að bjarga lífi sínu og eltir uppi óvini sína á sama tíma og hann þarf að leysa vandamál með fyrrver- andi kærustuna sína. Myndin hljóm- ar svolítið eins og fléttan í 24 þáttun- um sem hafa sankað að sér fjölda verðlauna og það verður áhugavert að sjá hvort Pacino nái að halda uppi sömu spennu á meðan klukk- an tifar. Handritshöfundur myndar- innar er Gary Scott Thompson sem skrifaði meðal annars The Fast and The Furious. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fara með önnur hlutverk í myndinni en tökur eiga að hefjast í Vancouver í október. ■ Dagskrá helgarinnar: Föstudagurinn 22. júlí 17:00 Hljómsveitin SKE spilar í Gallerí Humar og frægð. Hljómsveitin hefur ekki spilað opinberlega hér á landi í nokkurn tíma og því um einstakt tækifæri að ræða. Djasstríóið Flís mun leika fyrir gesti og gangandi í garði 12 Tóna, Skólavörðustíg 15. Flís hefur ný- verið sent frá sér sína fyrstu plötu sem ber nafnið Vottur. Platan er tileinkuð minningu Hauks Mort- hens en á henni leika þeir félagar lögin sem Haukur er þekktur fyrir og gerði heimsfræg á íslandi. Létt- ar veitingar að hætti 12 Tóna verða í boði. 20:30 Hjólabrettabíó íTjarnarbíói þar sem sýndar verða þrjár íslenskar hjólabrettamyndir. Miðaverð er 500 krónur. 22:00 Hljómsveitin Vax spilar á Hressó. 23:00 Stórsveitin Smack spilar á Gaukn- um. Hljómsveitin Leaves heldurtón- leika á Nasa. Hljómsveitin mun bráðum senda frá sér sína aðra breiðskífu, The Angela Test. Miða- verð er 500 krónur. (svörtum fötum spilar á Players í Kópavogi. Plötusnúðar: DJ Jonnyá Hressó. Þórhallur á Kaffibarnum. Dj kvikindi á Prikinu. Atli skemmtanalögga og Áki Pain á Pravda. Dj Brynjar Már og Þröstur 3000 á Sólon. Gulli í Ósóma á Bar 11. Palli í Maus á22. Dj Daði á Vegamótum. Hersveitin á Dubliner. DJ Steinunn og Silja á Kaffi Kúltur Laugardagurinn 23. júlí 15:00 Hljómsveitirnar Úlpa og Lights on the Highway spila í Sirkus- garðinum (ef illa viðrar, þá í Gallerí humarogfrægð). Úlpa gaf fyrir skemmstu út smá- skífuna Attempted Flight sem gaf góð fyrirheit um væntanlega plötu sveitarinnar og Lights on the Highway voru að senda frá sér sjálftitlaða breiðskífu. 16:00 Á áttundu tónleikum sumartón- leikaraðarveitingahússinsJómfrú- arinnar kemur fram tríó píanóleik- arans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Auk Sunnu skipa tríóið bandaríski trommuleikarinn Scott McLemore og norski bassaleikarinn Eivind Opsvik. Leikin verður tónlist eftir meðlimi tríósins, í bland við eldra efni. Aðgangur er ókeypis. 22:00 Trúbadorarnir Danni og Raggi spila á Hressó. 23:00 Hljómsveitin Han Solo spilará Barii. Stuðmenn sem eru á ferð sinni um landið munu stíga á stokk á Nasa ásamt Hildi Völu. Miðaverð erisoo krónur. Geirmundur spilar á Players. Útgáfutónleikar með hljómsveit- inni ÉG á Gauk á stöng. Hljóm- sveitin var að gefa út aðra plötu sína og heitir hún Plata ársins. Plötusnúðar: DJ Jonny á Hressó. Dj Benni á Prikinu. Dj Brynjar Már og Þröstur 3000 á Sólon. Kári á Kaffibarnum. Atli skemmtanalögga og Áki Pain á Pravda. Krummi í Mínus á Bar 11. Dj Sóley á Vegamótum. Bjössi í Minus á 22. Hersveitin á Dubliner.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.