blaðið - 29.07.2005, Side 15

blaðið - 29.07.2005, Side 15
blaðið FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 ÁLIT I 15 Skattakrumlan seilist of langt HHætta er á að mörg- um bregði í brún þegar þeir opna skattseðil sinn á næstu dögum, því fólk mun sitja uppi Jóhanna með verulegar sigurðardóttir skattahækkanir og ............... skerðingu á bótum vegna hækkunar á fasteignamati. Fasteignaeigendur blóðmjólk- aðir af ríki og sveitarfélögum Veruleg skerðing verður á vaxtabót- um bæði vegna þeirra skerðinga sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir með lög- um á tveimur síðustu þingum og síðan vegna gífurlegrar hækkunar á fasteignamati. Þannig voru vaxta- bætur skertar með lagabreytingum um 6oo milljónir á s.l. ári og munu í ár skerðast um 300 milljónir kr. eða alls um 900 milljónir. Bara þessar skerðingar einar og sér hafa skert og munu skerða vaxtabætur nú hjá fjölda einstaklinga um tugþús- undir króna. Því til viðbótar hafa vaxtabætur verið að skerðast vegna gífurlegra hækkana á fasteignamati, en fasteignamat á íbúðarhúsnæði hækkað um 18% á s.l. ári og hefur í heild hækkað um tæplega 67% á fjór- um árum frá árinu 2000-2004. Auk þess munu skattgreiðendur sjá veru- lega hækkun á eignaskatti á skatt- seðli sínum vegna hækkunar á fast- eignamatinu, auk þess sem hækkun fasteignamatsins mun enn auka á tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi vegna íbúðarkaupa. Því til viðbótar hirða svo sveitarfélögin til sín veru- lega hækkun á fasteignagjöldum vegna þessa. Komið aftan að fólki Það er auðvitað fullkomlega óeðli- legt að ríkissjóður eða sveitarfélög skuli hagnast um fúlgur fjár af hækkun fasteignamats. Hefði auð- vitað verið eðlilegt að fríeignamörk- in í eignaskatti hefði hækkað vegna hækkunar á fasteignamati, skerðing- armörkum vaxtabóta hefði átt að breyta og fasteignagjöld lækkuð til að áhrifin af hækkun fasteignamats komi ekki fram í skattahækkunum og skerðingum á vaxtabótum. Sam- kvæmt fjárlögum ársins í ár og nið- urstöðu álagningar á eignaskatti einstaklinga tekur ríkissjóður til sín um 550 milljónum meira í eigna- skatt en fjárlög gerðu ráð fyrir ekki síst vegna hækkunar á fasteignamat- inu. Gróðinn í ríkissjóði af hækkun fasteignamats er m.a. fenginn með verulegri skerðingu á vaxtabótum þeirra sem ekki hafa staðið í nein- um fasteignaviðskiptum að und- anförnu, en sitja uppi með verri vaxtakjör en þeir sem átt hafa í við- skiptum eftir að skriðan fór af stað á fasteignamarkaðnum fyrir um ári síðan. Allt þetta heitir að koma aft- an að fólki þegar það situr uppi með verulegar skattahækkanir og skerð- ingu á bótum vegna hækkunar á fast- eignamati. Ríki og sveitarfélög ættu að sjá sóma sinn í að leiðrétta þetta og skila aftur þessum fjármunum, því þarna hefur skattkrumla hins opinbera seilst of langt og haft fé með afar óeðlilegum hætti af skatt- greiðendum. Jóhanna Sigurðardóttir www.althingi.is Mangó pizza og grill í Grafarvogi býöur Grafarvogsbúum og nærsveitungum uppá ekta ameriskan brunsh á sunnudögum á milli kl 11:00 - 15:00 Hrærð egg, beikon, pyisur, og baunir, frábær ieið tii að hefja sunnudaginn. Þetta er skemmtileg nýbreytni í veitingahúsaflóruna hér í borg, þó þessi staður sé ekki í miðbænum, þá er hann gríðalega vinsæll, enda frábært að koma á þennan stað, því þjónustan er í senn góð og stemningin mögnuð, það gjörsamlega Ijómar af starfsfólkinu. Fjölbreytileikinn á Mangó er mikill, því að þar er einnig boðið uppá td. Ekta eld- bakaðar pizzur, hádegishlaðborð, grillhlaðborð, fiskirétti ofl. Því má segja með sanni að Mangó er sannkallað gersemi sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara. Verð leikjatölvu með 1 Q Q einu spili aðeins I ✓ /V" £sso Þjðlfaðu hetjuna þína og kepptu við aðra Hverri leikjatölvu fylgir rafrœnt spilakort með einni af hetjunum úr heimi Tims. Þú þarft að þjólfa upp hetjuna með því að gefa henni að borða, œfa hana og hvíla, en það er gert með því að spila stutta leiki. Þegar því er lokið, geturðu farið að keppa við aðra. Leikurinn snýst um að gera hetjuna að meistara - að byggja upp heilsustig hennar þannig að hún verði hreystin uppmóluð. Á bak við heilsustigin eru þrír þœttir; hraði, kraftar og töfrar. Þessa þœtti þarf alla að byggja upp með því að skora ó aðra í keppni, skipta við þó ó einhverjum eiginleikanna þriggja eða eiga við þó viðskipti um þó. Afbragðs afþreying fyrir krakkana á ferðalögum ORMSSON SÍOUMULA 9 - SMÁRAUND ll«. Þfða'a£L snlðugl og ödyrt

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.