blaðið

Ulloq

blaðið - 29.07.2005, Qupperneq 16

blaðið - 29.07.2005, Qupperneq 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöiö Straumarnir: 200 laxar komnir á land Ingimundur Bergson á urriðasvæðinu í Laxá Þingeyjarssýslu en góð veiði hefur verið á svæðinu. „Það eru komnir 200 laxar í Straum- unum og það hefur verið allt í lagi þar, veiðimenn hafa fengið góða veiði,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferju- koti, er við spurðum um stöðuna á svæðinu. „Á eyrunum fyrir ofan hjá mér veiddi veiðimaður fyrir nokkrum dögum 12 sjóbirtinga en veiðin er öll að komast af stað þarna. Fiskurinn er líka farinn að gefa sig í síkjunum. Það eru alltaf að koma veiðimenn hingað og skoða veiðisafnið hjá mér hérna í Ferjukoti við Hvítá. I fyrra- kvöld komu hingað þrír Skotar til að skoða og fannst aðstæður góðar, og gömlu veiðistangirnar sérstaklega flottar. Þeir voru að veiða í Grímsá í Borgarfirðisagði Þorkell ennfrem- ur. Margir veiðimenn hafa lagt leið sina að Ferjukoti til að skoða gamla tímann við ána, þegar netaveiði var stunduð að kappi. Gamlir munir um gamla tímann eru til, og það er merkilegt að skoða þá þegar veiðimenn eiga leið þarna um svæðið. BÁTALE'ca Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaidgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 Eitt kort /EIÐIKORTIÐ 2Q vatnasvæði w^m < 2 0 0 5 Eldislaxinn Kominn til að vera SportvörugerSln hf.. Skipfiolt 3. s. 562 H3«3. Laxinn sem veiddist í Breið- dalsá fyrir skömmu er ekki sá eini sem hefur veiðst í veiðiánum fyrir austan. Veiðimenn sem veiddu fiskinn fóru með hann upp á Veiðimálastofnun og þar kom sannleikurinn í ljós. Eldislax hefur áður veiðst í veiðiánum en það hefur ekki verið talað hátt um hann, þegar laxarnir af norskum stofni sluppu, í Norðfirði. Þá veiddust laxar í Breið- dalsá, Selá og Hofsá. Áhyggjur veiðimanna eru miklar, eldislax er enginn fögnuður fyrir veiðimenn í veiðiárnar. Margar ætla að veiða Það ætla margir að renna fyrir fisk um helgina, en hægt er að komast í veiði fyrir lítið og veiðivonin er tölu- verð. Hægt er að renna fyrir fisk í Meðalfellsvatni, en veiðileyfi eru seld í Kaffi Kjós og hafa veiðimenn verið að fá laxa í vatninu. Út á Mýrum er hægt að renna fyrir fisk í vötn eins og Langavatn, Hítarvatn og Hlíðarvatn, en veiði- menn sem voru í Hlíðarvatni fyrir skömmu veiddu vel af urriða og bleikjum. Vatnasvæði Lýsu stendur alltaf fyrir sínu en veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu, veiddu vel af laxi. Töluvert hefur víst veiðst af laxi á svæðinu. Það er Laxá sem selur veiði- leyfi á Vatnasvæði Lýsu. Sérfræðlngar i flucjuveiði Nælum stangir, splæsum ifnur og setjum upp. IUI t 1 Vöðluviðgerðir ■ vöðluleiga Sérhœfð. viðurkennd GoreTex® þjónusta VEIÐI GunnarBender I Vatnsdalsá í Vatnsfirði er gam- an að renna fyrir fisk en laxveiði hef- ur nú verið leyfð í ánni aftur eftir nokkurra ára hlé. Hægt er að veiða silunga í vatninu. Já það er víða hægt að renna fyr- ir fisk, veiðileyfin eru ódýr og veiði- vonin er mikil, 2000-3000 króna veiðileyfi er vel sloppið. Hægt er að kaupa Veiðikortið fyrir 5000 kr. og renna fyrir fisk í yfir 20 veiðivötn- um. Margir hafa tryggt sér Veiði- kortið fyrir helgina. Stuttar fréttir. Það er ekki möguleiki að fá veiði- leyfi i Elliðaárnar, hvað þá Korpu, fyrr en í ágúst. Veiðin hefur verið góð i ánum og í Elliðavatni er laxinn byrjaður að veiðast í vatninu. Ungur veiðimaður veiddi fyrsta laxinn í vatninu við brúna við bæinn Elliða- vatn. Það er hörkuholl veiðimanna að veiða í Eyjafjarðará en það eru Egg- ert Skúlason og Bjarni Hafþór Helga- son og bræðurnir Stefán og Gylfi Kristjánssynir. Ekki hefur frést af aflabrögðum hjá þeim félögum en veiðin hefur glæðst verulega í ánni síðustu daga. Mjög líklegt er að flug- urnar hans Gylfa verði reyndar eins og Mýsla og Krókur. Tailwater og Shakespeare vöðlur og vöðluskór Snowbee Max-4 Camo vöðlur - Camo fatnaður frö Deben Scott flugustangir - Marryat fluguhjól Scientific Anglers flugulínur - Maðkar - Flugur Lítið inn, úrvalið er meira en þig grunar! 1 J. Vilhjólmsson ehf. 5 Dunhaga 18.107 Reykjavík ; Sfml: 561-1950 | J.vllhjalmsson@byssa.ls 2 www.byssa.ls

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.