blaðið - 29.07.2005, Page 22

blaðið - 29.07.2005, Page 22
22 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöið Gísli Marteinn Baldursson um borgarmálin, R-listann, fjölmiðlastarfið ogeinkalífið Bros i borgina Gísli Marteinn Baldursson er að undirbúa sig undir próf- kjör hjá Sjálfstæðisflokkn- um vegna borgarstjórnarkosninga á næsta ári en hann hefur verið vara- borgarfulltrúi flokksins á þessu kjör- tímabili. „Það er langt síðan ég tók þá ákvörðun að skipa mér í forystu- sveit borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins en það á eftir að koma í ljós á hvaða sæti ég stefni. Ég mun tilkynna það í sumarlok eða með haustinu,“ segir Gísli Marteinn össur Skarphéðinsson hefur sak- að þig um hik og vandrœðagang í sambandi viðþettaframboð. „Ég hef gaman af össuri. Hann er alltaf að spinna einhverjar kenning- ar og henda út í umræðuna. Gallinn er bara hversu erfitt er að taka mark á þeim, því hann spinnur eitt í dag og annað á morgun.Hann hefur verið að stríða sjálfstæðismönnum en mest hefur hann þó strítt R-list- anum. Össur veit upp á hár að það borgar sig ekki að tilkynna framboð alltof snemma. Þegar kemur að kosn- ingabaráttu treysti ég dómgreind minni betur en hans, enda gæti Öss- uri svosem alveg hafa gengið betur í sínum kosningaslögum í gegnum tíðina, með fullri virðingu," segir Gísli Marteinn og brosir. Þegar Gísli er beðinn um að meta störf R-listans segir hann: „Árið 1994 kom R-listinn fram með ákveð- inn kraft sem allir Reykvíkingar urðu varir við. Sá kraftur er löngu þorrinn. Og hafi R-listinn haft eitt- hvert hlutverk í byrjun þá er því nú lokið enda hefur hann ekki lengur upp á neitt að bjóða. í samningavið- ræðum sem hafa farið fram á milli flokkanna undanfarið hefur ekki einn einasti dagur farið í málefna- vinnu enda eru menn einungis að velta því fyrir sér hvernig þeir geta haldið völdum. Um þetta eru flestir að verða sammála, meira að segja margir af helstu stuðningsmönnum R-listans frá upphafi. Það hefur verið undarlega hljótt um borgarstjórann, Steinunni Vald- ísi. Enginn hefur fjallað sérstaklega um það að Stefán Jón Hafstein hafi boðið sig fram gegn henni. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem farið er fram gegn sitjandi borgarstjóra sem er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á Steinunni Valdísi. Reyndar verð- ur ekki annað séð en að Steinunn Valdís hafi engin völd, allar ákvarð- anir þarf að bera undir hinn þríhöfða þurs sem R-listinn er. Ef maður vildi reisa verslunarmiðstöð í Reykjavík og leitaði svara við þeirri ósk sinni hver gæti þá gefið honum það svar? Ekki borgarstjórinn. Hugsanlega Al- freð Þorsteinsson en þó er það ekki víst. Það er óljóst hvar völdin liggja því enginn leiðir R-listann.” Borgarkerfið orðið að uppeldismiðstöð Hverju vildirþú breyta í borginni? „Reykjavíkurborg á að vera þjón- ustufyrirtæki fyrir Reykvíkinga. Það hefur hún ekki verið undir R- listanum. Völdin í borginni hafa verið aðalatriðið en ekki þjónustan. Reykjavíkurborg hefur verið álitin eitthvert púsl í stærra pólitísku sam- hengi, og nálgist menn verkefni höf- uðborgarinnar þannig er ekki nema von að þarfir fólksins verði út und- an. Fulltrúar R-listans líta á borgar- kerfið sem uppeldismiðstöð fyrir okkur hin. Þau vilja segja okkur hvernig við eigum að lifa lífi okkar. Það er grundvallarmisskilningur á hlutverki borgarstjórnar. Borgarfull- trúarnir eiga að gera Reykvíkingum eins auðvelt fyrir að lifa lífi sínu og mögulegt er. Bæta lífsgæði Reykvík- inga. Reykvíkingar hafa til dæmis greinilega valið að eiga bíla, og vilja geta keyrt þá greiðlega á milli borgar- hluta til að aka börnum í tómstunda- nám, eða hvaðeina. En borgarkerfið lítur bílaeign hornauga. Götur eru þrengdar og ekki gerð mislæg gatna- mót þar sem þeirra er mest þörf. Það er verið að þvinga okkur til að fara út úr bílunum. Svipuð staða er í menntakerfinu. Fólki er ekki veitt frelsi til að velja sjálft í hvernig skóla það sendir börnin sín í þvi borgin neitar að borga sama fé til nemenda í einkaskólum og í almennum skól- um. Með þessu er Reykjavíkurborg að segja okkur hvernig við eigum að haga lífi okkar í stað þess að vera þjónustufyrirtæki sem aðstoð- ar borgarana við að lifa því lífi sem þeir kjósa sér. Lykilatriði fyrir vöxt og viðgang borgarinnar er bygging nýrra hverfa vestan Elliðaáa, um leið og við hlú- um betur að þeim góðu hverfum sem við höfum þegar byggt austan þeirra. R-listinn talar sífellt um þétt- ingu byggðar en á sama tíma er stefnt að því að byggja risastórt hverfi í Úlf- arsfelli. Þar á að rísa 20.000 manna byggð, álíka stór og Kópavogur. Það er staðreynd að til ársins 2045 mun Reykvíkingum aðeins fjölga um 20.000 eða þar um bil. Ef byggja á 20.000 manna hverfi í Úlfarsfelli á þeim tíma þá er augljóst að byggð verður ekki þétt fyrir vestan Elliða- ár því hver einasti nýr Reykvíkingur fer upp í Úlfarsfell. Skynsamlegast væri að endurskoða algerlega þessar hugmyndir. Það ætti að færa flug- völlinn úr Vatnsmýrinni og nýta það svæði undir byggð og byggja í Órfirisey og á Geldinganesi. Með byggingu á þessum svæðum er hægt að uppfylla þörf Reykjavíkur fyrir nýjar lóðir næstu áratugina." Eins og í fátækrahverfum Nú hefur össur Skarphéðinsson bent á að hugmyndir um eyjabyggð séu vonlausar afþvíþœr taki 70 -100 ár. Erþað ekki rétt hjá honum? „Á framkvæmdahraða R- listans. Já! Þá tæki þetta að minnsta kosti 100 ár. En össur má ekki miða allt við þann framkvæmdafælna lista. Á sínum tíma, á borgarstjórnarár- um Davíðs Oddssonar, skipulögðu menn og hófu byggð í Grafarvogin- um á örfáum árum og Grafarvog- urinn er eitt best heppnaða hverfi borgarinnar, sem sýnir sig í ánægju íbúanna. Á þeim tíma réði stórhug- ur hér í borginni en ekki endalaust valdapot og málamiðlanir milli hins þríhöfða þurs. Flestar af hugmynd- um okkar sjálfstæðismanna um byggð við sundin er hægt að fram- kvæma á fáum árum. Borgin hefur setið eftir í þeirri nútímavæðingu sem hefur orðið í þjóðfélaginu á siðustu árum. Ég fór um borgina um daginn og skoðaði opin svæði og tók myndir af þeim. Margar þessara mynda eru eins og frá fátækrahverfum í Bandaríkjun- um eða frá Austur-Evrópu eftir fall múrsins. Allt er ryðgað, tæki liggja á hvolfi, körfur hafa verið brotnar á körfuboltavöllunum og leiktækin eru ónýt og stórhættuleg börnum. Þegar maður ber saman opin svæði í Reykjavík og borga á hinum Norð- urlöndunum þá kemur i ljós að þar er allt önnur aðstaða. I þessum mál- um þarf að gera byltingu. Við verð- um að bjóða Reykvíkingum upp á opin svæði sem eru örugg, hrein, fjölbreytileg og yndisleg og ekki til háborinnar skammar eins og nú er. Sum opin svæði borgarinnar gætu líka gengið í endurnýjun líf- daga. Af hverju er Ingólfstorgið ekki skautasvell á veturna? Af hverju er ekki komið upp veitingaaðstöðu í Hljómskálagarðinum? Bolli Krist- insson fékkþá hugmynd að reisa fjöl- skyldugarð við ylströndina, skapa lítinn sælureit með tækjum og veit- ingastöðum þar sem hægt væri að halda tónleika á kvöldin. Sú ágæta hugmynd er reyndar óliklegri núna, því þarna á Háskólinn í Reykjavík að rísa Reykjavíkurborg verður að taka hlutverk sitt sem þjónustufyrirtæki alvarlega og keppa að því að veita þjónustu sem er að minnsta kosti ekki lakari en það sem við þekkjum annars staðar frá. Eins og málum er háttað nú þá fáum við miklu verri þjónustu en við gætum fengið.“ Tvíeggjað sverð Síðustu árin stýrði Gísli Marteinn gríðarvinsœlum sjónvarpsþáttum, Laugardagskvöld með Gísla Mar- teini. Hann hefur því fremur haft á sér ímynd skemmtikrafts en þunga- viktarstjórnmálamanns. Telur hann að þetta geti skaðað hann íprófkjöri og kosningabáráttu? „Ég held að það skaði mig ekki en vinsældir þáttarins eru tvíeggj- að sverð. Sjónvarpsferill minn var nokkuð sem ég átti ekki von á því ég hef alltaf haft meiri áhuga á stjórnmálum. Sjálfsagt þekkja flestir borgarbúar mig i gegnum sjónvarpið og einhverjum kann að þykja ég léttvægur af þeim sökum en ég held reyndar að venjulegt fólk í borginni skilji að þetta var atvinna mín og að ég hef fleiri víddir upp á að bjóða en sáust á skjánum. Hvern- ig er annars þungaviktarstjórnmála- maður? Verður hann að vera fúll og ósamvinnuþýður? Ég held að fólk geti alveg hugsað sér nýja kynslóð stjórnmálafólks, sem er ekki ná- kvæmlega eins og sú gamla. Þegar kosningabaráttan hefst þá kemur í minn hlut að sýna fólki að ég kunni skil á málefnum, viti hvað ég er að segja og gera og geti gert fleira en að spyrja spurninga." Áður en Gísli tók að sér umsjón Laugardagskvölds var hann einn af umsjónarmönnum Kastljóssins. „í tengslum við þessi störf mín hef ég talað við nokkur þúsund Islendinga," segir hann. „Eitt af því fróðlegasta í Kastljóssþáttunum var að fylgjast með stjórnmálamönnum hnakkríf- ast í beinni útsendingu en sjá þá svo gjörbreytast þegar slökkt hafði ver- ið á vélunum og ákveða hvert þeir ætluðu að fara saman í kvöldmat. Eina skiptið sem menn voru raun- verulega eins og hundur og köttur og töluðust ekki við eftir þáttinn var þegar tveir næringarfræðingar rifust um það hversu óhollur sykur væri og í hversu miklu magni. Þegar ég hóf vinnu við Laugardags- þáttinn lagði ég aldrei upp með það að sýna fyrirfram ákveðna mynd af fólkinu. Ég vildi sýna sem flestar hliðar og gefa sem réttasta mynd af viðmælandanum. Spurningarmínar miðuðu alltaf að því að láta gestina njóta sín og láta þá njóta sannmælis, alveg óháð því hvernig mér líkaði sjálfum við þá. Það var fróðlegt að kynnast þvi hvernig menn virka undir álagi. Sumir voru svo stressaðir að ég hélt að það myndi líða yfir þá. Aðr- ir voru ekki stressaðir en virkuðu þannig, eins og Halldór Ásgrímsson. Hann sagði mér rétt áður en við fór- um í útsendingu að það hefði reynst sér verulega stór pólitískur galli að svitna á efri vörinni í sjónvarpsvið- tölum sem gerir að verkum að svo virðist sem honum líði illa. Honum líður hins vegar mjög vel í viðtölum og svarar skýrt og vel. En áhorfand- inn í stofunni sér að hann svitnar á vörinni og hugsar með sér að Hall- dór sé stressaður. Kári og Eminem I fyrsta laugardagsþætti Gísla voru viðmælendur Guðni Ágústsson, Birgitta Haukdal og Örn Árnason. „Á þeim tíma geisaði magakveisa og þegar við mættum í upptöku kom í ljós að við Guðni vorum báðir með þessa magakveisu. Örn Árnason var sömuleiðis veikur og Birgitta Hauk- dal var þegjandi hás. Þetta var ekki beinlínis óskastaða í fyrsta þættin- um en kom þó ekki að sök,“ segir Gísli. „Guðni er með skemmtileg- ustu viðmælendum sem maður fær af því að hann er hreinskilinn og fús að ræða um sjálfan sig og tilfinning- ar sínar. Svo er hann þægilegur mað- ur og gott að eiga við hann. Reyndar hafa nær allir viðmæl- endur verið þægilegir viðfangs. Sumir halda að Kári Stefánsson sé með erfiðustu mönnum en ég átti góð kynni af honum, reyndar nokkuð sérstæð. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir viðtalið hitti ég hann á vinnustað hans. Við sátum þar í smástund og þá sagði hann skyndilega: Heyrðu, við nenn- um ekki að vera hér inni. Komum út.“ Við fórum út og settumst upp í bil hans og um leið og Kári ræsti bilinn hljómaði á hæsta styrk rapp frá Eminem. Kári keyrði um allan bæ með Eminem glymjandi í bíln- um og sagði tónlist rapparans vera eins og íslensku rímurnar, Eminem væri góður að yrkja. Á þessum tíma var Kári að innrétta hús sitt á Hávalla- ! s \ Magann í fínu formi allt frjið 99.70/? ^ ómissandí í ferðalagið *; m hreinn safi \ - / ■■Ær *ÍL.. /u. SííLj** al?c#41 ðloc ver.i •. */ tksiæt im ciui uiaiuu. Hafðu magann i flnu formi allt friið Eitt hylki eða 2 matsk. safi á dag. r Fæst í apótekum 99................................................... Ég fór um borgina um daginn og skoðaði opin svæði og tók myndir afþeim. Margar þessara mynda eru eins og frá fátækrahverfum í Bandaríkjunum eða frá Austur-Evrópu eftir fali múrsins "

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.