blaðið - 29.07.2005, Síða 24
24 I TÍSKA
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöiö
Versace
Vandevorst
Stella McCartney
Balenciaga
Ralph Lauren
Svartur ábertmdi þegar hawsta tekur
- svarti liturinn heldur velli og verður enn vinsœlli
Tíska hvers tíma er margslungin
og nýjar stefnur líta dagsins ljós í
hvívetna. Fjölbreytileikinn hefur
verið í fyrirrúmi undanfarið og
fá eru tískuslysin þar sem allt er í
raun leyfilegt. Fjölbreytni verður
vonandi áfram að einhverju leyti
Ann Demeulemeester
en ef fram fer sem horfir verður
svarti liturinn hvað vinsælastur
þegar hausta tekur.
Mörgum kann að þykja undar-
legt að talað sé um svart sem kom-
andi aðallit, þar sem hann hefur
alltaf haldið velli, en nú vilja
Celine
margir hönnuðir meina að glitr-
andi og skærir litir láti í minni
pokann fyrir svörtum lit. Of mik-
ið skraut má hvað úr hverju fara
fyrir bý og grípandi kynþokki
verður í hávegum hafður. Svartar
sveiflandi yfirhafnir, litlir kjólar
Mendel
og galakjólar verða áberandi, þó
svo að mörgum þyki nú við hæfi
að lífga aðeins upp á klæðnaðinn
með smávegis lit. Það er því um
að gera að hrista rykið af svörtu
kjólunum, kápunum og peysun-
um sem lítið hafa verið notaðar
Valentino
undanfarna mánuði og setja sam-
an glæsilegt, svart og þokkafullt
,dress“.
halldora@vbl.is
Gucci
Rokk og rósir á Laugavegi
- ný ogglœsileg „second hand“ verslun
Sara Oddsdóttir, verslunarstjóri i Rokk og rósir ásamt Asu Ottesen, en þær kappkosta aó
veita landanum sem besta þjónustu. Blaöiö/Gúndi
Wýverið opnaði verslun sem ber
hið skemmtilega nafn „Rokk
og rósir“ að Laugavegi 32 í
Reykjavík. Verslunin, sem vakið hefur
mikla athygli, býður upp á úrval not-
aðra flíka auk þess að selja ýmiskonar
aukahluti í öllum stærðum og gerðum
sem setja punktinn yfir i-ið.
Búðin var opnuð síðastliðinn mið-
vikudag en þá var haldið opnunarteiti
við góðar undirtektir gesta og gang-
andi. „Þetta var rosa gaman, það var
alveg fullt út úr dyrum og fólk verslaði
alveg þvílíkt," segir Sara Oddsdóttir,
verslunarstjóri. Hún segir viðbrögð
fólks við nýju versluninni vera framar
öllum vonum og greinilegt sé að íslend-
ingar hafi mikinn áhuga á notuðum
klæðnaði.
„Þetta er „second hand“ búð, en við
reynum samt sem áður að vera með
fáguð föt. Þau eru vönduð og kannski
frekar kvenleg - fyrir stelpur og konur
sem vita hvað þær vilja og hafa sinn stfl.
Hérna færðu þér kjól og skó og getur
gengið út frá því að enginn annar eigi
slíkt hið sama,“ segir hún og bætir því
við að ásamt því að vera með mikið af
fínum klæðnaði sé einnig hægt að fá
hversdagslegan klæðnað.
Rokk og rósir bjóða upp á allt það
sem fylgjendum tískunnar vantar. í
búðinni er skemmtilegt samansafn af
pelsum, kápum, skarti, skóm, beltum,
töskum og fleiri aukahlutum. Lagt er
upp með að hafa fallegar og fágaðar vör-
ur án þess að viðkomandi þurfi að vera
of stífur eða uppstrílaður. „Svo náttúru-
lega erum við með alveg frábæra þjón-
ustu,“ segir Sara að lokum og hlær.
halldora@vbl.is
Aukahlutir
einniff í svörtu
Aukahlutir hvers konar verða einnig áberandi í svarta litn-
um en töskur, hálsmen, eyrnalokkar, armböndsem ogskór
bera þess merki að svarti liturinn cetli að ryðja sér ennfrek-
ar til rúms á nœstunni. Þess ber þó að gæta að svartur get-
ur orðið þungur efenginn annar litur er hafður með ogþví
óskandi að konurjafnt sem karlar leyfi hugmyndafluginu
að njóta sín og brjóta upp klœðaburðinn með litum.