blaðið

Ulloq

blaðið - 17.08.2005, Qupperneq 10

blaðið - 17.08.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 biaöíö Grátandi gyðingastúlkur í óeirðum landnema og öryggissveita í bænum Neve Dekalim á Gaza í gær. Hörð átök öryggissveita og landnema a Gaza Skærur brutust út milli landnema á Gaza-svæðinu og ísraelskra her- manna þegar þeir síðarnefndu bjuggu sig undir að flytja landnema á brott þaðan með valdi. Kveiktir voru eldar og mikið tjón varð á eig- um í óeirðunum og voru fjölmargir handteknir. Öryggissveitir þurftu að brjóta sér leið gegnum hlið í suð- urhluta Gaza þar sem landnemar höfðu stillt sér upp til þess að hindra inngöngu hermanna. Annað hljóð er í Palestínumönnum þessa dagana sem hafa fagnað brottförinni ákaft. Fréttaskýrandi BBC greindi frá því að mikil reiði og upplausn ríkti á svæðinu og konur og börn, i bland við fullvaxta karlmenn, ættu í hörð- um bardögum við hermenn. Mót- mælendur hafa hrópað fúkyrði að óvopnuðum hermönnum og hafa m.a. kallað trúbræður sína nasista. Hafa landnemar ítrekað reynt að sannfæra hermenn um að ganga í lið með sér og óhlýðnast fyrirskipun- um stjórnvalda. Með góðu eða illu Margir þeirra 8.500 gyðinga sem bjuggu á Gaza-svæðinu hafa nú þegar flust brott en þúsundir gyð- inga hafa þó virt brottfararskipun- ina, sem þeim var borin, að vettugi. Landnemar höfðu frest til kl. 21 í gær- kvöldi til þess að fara með góðu en ísraelsk stjórnvöld höfðu sagt að þá yrði gripið til aðgerða. Varnarmála- ráðherra ísraels, Shaul Mofaz, hefur gert það ljóst að hermenn muni sjá til þess með góðu eða illu að gyðing- ar yfirgefi Gaza-svæðið. Sagði hann að brottfararferlið myndi að öllum líkindum taka um mánaðartíma. Óttast er að harðari og alvarlegri átök muni eiga sér stað þegar ísra- elskar öryggissveitir fara að beita valdi við að flytja landnemana á brott.Háttsettir menn innan hersins hafa lýst því yfir að öryggissveitir muni ganga fram af harðfylgi þeg- ar lokafresturinn er runninn upp. Þeir muni byrja á því að flytja brott þær þúsundir gyðinga frá ísrael og Vesturbakkanum sem staddir eru á Gaza og hafa tekið höndum saman í mótmælum með landnemum þar. Brottförin besta leiðin Israelar tóku sér land á Gaza-svæð- inu árið 1967. Ariel Sharon, forsæt- isráðherra landsins, sagði í sjón- varpsyfirlýsingu á mánudag að Israelar gætu ekki haldið svæðinu að eilífu og brottförin nú væri besta leiðin til að tryggja öryggi. Forseti palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, segir brottförina vera sögulega en hefur einnig rætt um að Israelar þurfi einnig að gefa Palestínumönnum eftir Vesturbakk- ann.í bænum Khan Yunis í Palest- ínu hélt uppreisnarhópurinn Ham- as fjöldafund þar sem brottförinni, sem Hamas-liðar líta á sem mikinn sigur, var fagnað. Hamas hafa heitið því að leggja niður vopn og ráðast ekki gegn landnemum og ísraelsk- um hermönnum þegar þeir yfirgefa Gaza. ■ bjombragi@vbl. is 160 látast Enginn komst lífs af þegar kólumb- ísk farþegaflugvél fórst í Venesúela í gær en 152 farþegar voru um borð og átta manna áhöfn. Vélin var af gerð- inni MD-82 og var á leið frá Panama til frönsku eyjunnar Martinique í Karíbahafi. Talið er að allir farþeg- arnir hafi verið frá Martinique en áhöfnin var kólumbísk. Flugmaður vélarinnar hafði til- kynnt um bilun í hreyfli og beðið um leyfi fyrir nauðlendingu. Bað hann um að fá að fljúga inn í flug- helgi Venesúela og hugðist lenda á Maracaibo-flugvellinum þar í landi. Flugmaðurinn tilkynnti skömmu síðar um að hinn hreyfill vélarinnar hefði bilað og flugvélin hefði hrapað um nokkur þúsund fet á afar skömm- um tíma. Flugumferðarstjórn missti samband við vélina stuttu siðar. Vél- in skall í fjalllendi nærri borginni Machique og kváðust ibúar þar hafa í flugslysi MD-82 flugvél, samskonar þeirri sem fórst f Venesúela í gær. heyrt háa sprengingu. Mikil rigning á svæðinu gerði neyðarliðum afar erfitt að nálgast vélina og reyna að bjarga fólkinu. Flugvélin var frá West Caribbean Airways sem er lággjaldaflugfélag sem flýgur til fjölmargra áfanga- staða í Suður- og Mið-Ameríku. Er þetta annað flugslysið á árinu þar sem vél frá félaginu á í hlut en í mars brotlenti vél með þeim afleiðingum að átta manns létu lífið. ■ Oflugur jarð- skjálfti í Japan Snarpur jarðskjálfti sem mældist 7,2 á Richter skók norðausturströnd Japans aðfaranótt þriðjudags. Tugir særðust í skjálftanum en ekki er tal- ið að mannfall hafi orðið. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun á svæðinu en hún var afturkölluð skömmu síð- ar eftir að tvær minniháttar öldur lentu á strandlínunni. Flestir þeirra er slösuðust voru staddir í sund- laug í borginni Sendai þar sem þak hrundi yfir gesti. Fjölmiðlar greindu frá því að minnst 80 manns hefðu slasast og hlotið áverka. Aðeins einn var sagður alvarlega slasaður. Byggingar í höfuðborginni Tókýó, sem staðsett er 300 kílómetra frá skjálftastaðnum, skulfu hressilega eftir jarðskjálftann. Rafmagn fór af yfir 17.000 byggingum og lestarferð- ir á svæðinu lágu niðri i gær. Þremur kjarnorkuverum var lokað til þess að gera öryggisprófanir og þá var Haneda-flugvellinum i Tókýó lokað um stundarsakir af varúðarráðstöf- unum. Japanir eru ákaflega vel undirbún- ir fyrir jarðskjálfta og sams konar skjálfti annars staðar í heiminum hefði að öllum líkindum valdið dauðsföllum, samkvæmt sérfræð- ingum. I síðastliðnum mánuði skók jarðskjálfti, sem mældist 6,0 á Richter, höfuðborgina Tókýó og særðust þá 18. manns. Mannskæð- asti jarðskjálfti landsins á seinni árum er hins vegar frá árinu 1995 þegar 6.400 manns létust í hörðum jarðskjálfta í borginni Kobe. Mann- skæðasti jarðskjálfti Japans á 20. öld- inni átti sér hins vegar stað árið 1923 þegar jarðskjálfti varð yfir 100.000 manns að bana ■ www.icelandair.is/kaupmannahofn Flug og gisting í tvær nætur Verð á mann í tvíb/li á Hótel Selandia 15.-17. okt., 12.-14. nóv., 14.-16. jan., 28.-30. jan. og 4.-6. mars. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og | v« <>*<,«»*««. Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta P . , 2222*? sem 5.500 kr. greiöslu upp í fargjaldið. ---------- út í heim ICELANDAIR Irakar framlengja stjórnarskrárfrest Frestur Iraka til að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá hefur verið framlengdur um viku eftir að upp- runalegur frestur rann út á miðnætti á mánudagskvöld. Bandaríkjamenn hafa ítrekað þrýst á íraka að ganga frá stjórnarskránni fyrir tilsettan tíma en hrósuðu hins vegar írökum fyrir ákvörðunina og sögðu þar vera lýðræði að verki. Helstu ágreinings- efnin sem öftruðu því að gengið væri frá stjórnarskránni fyrir mánu- dagskvöld voru hvert hlutverk ís- lams ætti að vera í henni, sambands- stjórnarstefna landsins, réttindi kvenna og dreifing olíuauðs. Margir vilja meina að mikill sandbylur sem geisaði um landið fyrir örfáum dög- um hafi einnig átt stóran þátt í því að ekki var hægt að ljúka við stjórn- arskrána á réttum tíma. „Ég dáist að hetjulegri viðleitni írakskra samningamanna og kann vel að meta vinnu þeirra við að leysa eftirstandandi ágreiningsefni með áframhaldandi viðræðum", sagði George Bush Bandaríkjaforseti. .Viðleitni þeirra er virðing við lýð- ræði og sýnir okkur að erfið vanda- mál geta verið leyst á friðsamlegan hátt með umræðum, samningum og málamiðlunum.“ Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tók í sama streng og Bush og sagðist bjartsýn á að Irökum tækist að ganga vel frá málinu. 28 mánuðir eru síðan innrásarher undir stjórn Bandaríkjamanna hernam Irak. Yfirmaður íröksku stjórnarskrárnefndar- innar, Humam Hamoudi, ræðir við leið- toga sjíta-múslima, Sami al-Majoun. Stjórnarskráin gegnsýrð áhrifum frá Bush Irakskur blaðamaður og rithöfund- ur, Nazar al-Samarraei , sagði í samtali við Aljazeera-fréttastofuna að enn væri afar óljóst hvert inn- tak stjórnarskrárinnar ætti að vera. Vildi hann meina að Bandaríkja- menn væru raunverulegir höfund- ar stjórnarskrárinnar sem smíðuð væri eftir bandarískum hugsjónum. Sagði hann bjartsýni bandarískra og írakskra ráðamanna tilhæfulausa og uppgerða. „George Bush hefur troðið uppá íraka því hugarástandi sem er samrýmanlegt hans eigin stjórnmálaskoðunum og bandarísk- um gildum, án tillits til siðvenja Iraka og hefða“, sagði al-Samarraei ennfremur. Eftir langar og strangar viðræð- ur voru samningamenn orðnir ör- magna þegar ákveðið var að fram- lengja frestinn. Var ákveðið að hlé á viðræðum yrði í gær en þær munu hefjast að nýju í dag. „Við verðum að klára þetta núna. Ef við náum þvi ekki fyrir næsta lokadag þarf að leysa upp þjóðþingið, ríkisstjórnin fellur og halda þarf nýjar kosning- ar“, sagði fulltrúi Kúrda, Munther al-Fadhal. Látið hefur verið í veðri vaka að ekki verði hægt að ná sátt allra málsaðila áður en lokið verður við stjórnarskrána. Stjórnarskráin mun gangast undir þjóðaratkvæða- greiðslu um miðjan október næst- komandi og í kjölfarið verða haldnar kosningar í landinu. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.