blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24
24 I NEYTENDUR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöið Einnota grein lesist og hendist Eg hef gaman af fallegum hlut- um, rétt eins og hver annar. Ég er alin upp á þeim tíma sem ýmislegt smádót fór að verða almenningseign, og börn áttu al- mennt of mikið af dóti. Það breytti því þó ekki að þegar kaupa átti dýr- ari hluti til heimilisins, eins og raf- tæki eða eldhústæki, var vand- að til verksins og frekar keypt aðeins dýrara því þá entist það betur. Hugsunarhátturinn að passa upp á hlutina sína, fara vel með bækur, stoppa í sokka því þá entust þeir lengur, og fleira í þeim dúr, var í há- vegum hafður, því það voru hreinlega ekki til peningar til að spandera aftur og aft- ur í sömu hlutina. Þessi hugsunarháttur er því miður á hverfanda hveli því að í dag er allt til í ofgnótt. Neytandi dags- ins í dag kaupir sér ekki dýrari hluti vegna þess að hann endist þá leng- ur. Nei, hann kaupir sér dýrari hluti, þrátt fyrir að hann viti að hluturinn bili eftir 5 ár, í allramesta lagi 8 ef hann er heppinn. Hlut- ir sem framleiddir eru í dag eru einfaldlega ekki gerðir til að endast. Tækin í ruslið Hinn almenni neytandi í dag er búinn að átta sig á þessu, og í stað þess að búast við að hluturinn endist og svekkja sig svo þegar hann bilar, -allt of snemma, er það alveg tilbúið til að kaupa nýtt á fimm ára fresti. Neyslu- Vfenjur fólks eru jafnframt farnar að ganga út á það að fólk breyti sífellt um innbú, hvort sem um blómavasa, stofulampa eða hljómtæki er að ræða. Fólk sem byrjar að búa kaupir gjarnan búslóðina í búð- um eins og Góða hirð- inum, sem selja notaða hluti, en þeir eru þá fram- leiddir á sjöunda, áttunda eða í mesta lagi níunda áratugnum. Það var í þá gömlu góðu daga þegar sjónvarpstækið eða stof- ugræjurnar kostuðu tvenn mánaðarlaun og safnað var fyrir þeim áður en keypt var. Svo gengu þessi stofustáss og stöðutákn í erfðir til erfingjanna þegar þeir fluttu að heim- an, og þá var enn allt í lagi með allt. 1 dag er hægt að fá brauðrist, myndbandstæki, DVD, sjónvarp, ryksugu, þvottavél og flest ann- að sem hugurinn girn- ist svo ódýrt, að það hreinlega borgar sig ekki að gera við gamla dótið þegar það bilar. y Ruslahaugar nútímans eru óðum að fyllast af hlutum sem gætu með mjög litlum tilkostnaði þjónað nýjum eigendum, en það nennir eng- inn að gera við neitt því það kaupa allir nýtt. Og fyrst við erum að tala um ruslahauga eru þeir víst líka að fyllast af EINNOTA bleyjum sem all- ir nota í dag. Hvað er einnota í dag? Hugtakið einnota er fremur nýtil- komið því áður fyrr datt engum í hug að búa eitthvað til sem entist bara í eitt skipti, hvílík sóun. Það þótti ótrúleg tækninýjung þegar sokkabuxur hættu að vera úr silki og fóru að vera úr hinu nýja efni næl- oni, og þóttu nælonsokkar eftirsótt vara. Líftími nælonsokkabuxna er brotabrot af líftíma silkisokkanna, svo neytandinn tapaði heldur betur á þessari nýjung. I dag kaupir fólk iðulega einnota rafhlöður í stað hleðslubattería, og meira að segja er hægt að kaupa einnota rafhlöð- ur í gsm-símann sinn. Síminn sjálf- ur er líka svo gott sem einnota, því farsímar eru gerðir til að endast í mesta lagi í i ár. Rakvélar og -blöð, sérstaklega þau sem ætluð eru fyrir konur til að fjarlægja líkamshár, eru líka einnota. Til eru einnota andlits- þvottaklútar, afþurrkunarklútar, tannburstar, augnlinsur, og ýmsar einnota snyrtivörur. Mörg af þeim leikföngum sem í boði eru fyrir börn í dag eru nánast einnota, því plast- dótið má ekki við miklu hnjaski áð- ur en undan lætur og tárin streyma, og þá er um að gera að vera fljótur út í búð að kaupa nýtt. Þegar kemur að matvöru er vinsælasta dæm- ið um einnota vöru poppkornspokar fyrir örbylgju. Það dettur eng- um í hug að poppa upp á gamla mátann. Nei, betra er að setja tilbúinn poka inn í örbylgjuofn og þurfa ekkert að hafa fyr- ir neinu. Meira að segja lítil kók í gleri er nú orðin einnota, og þá er fokið í flest skjól. Skyndi- og einnotaæði Ný og spennandi tækniundur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur í hverjum mánuði og virðist einnota- æði hafa gripið um sig hjá fólki. Tækniframfarir, og minnkandi þörf fólks á að hafa fyrir hlutunum hraðar á þessari þróun frekar en hitt, og í dag eru skyndi- og einnota töfraorðin sem eiga að tryggja fólki tíma til að sinna öðrum málum en grunnþörfunum. Enginn efast um að mikið er að gera hjá nútímamann- inum, en ef til vill þurfum við líka að hlúa að okkur sjálfum með því að hætta að vera neytendur á hlaupum. Við græðum ef til vill svolítinn tíma með því að notast við skyndilausnir í stað varanlegra rótgróinna aðferða, sem dugðu ömmum okkar og öfum vel, en við eyðum þeim tíma hvort eð er fyrir framan sjónvarpið okkar. Hættum nú öllu neyslusukkinu og vöndum okkur við að vera til. heida@vbl.is www.toyota.is RAV4 aukahlutapakki aö andvirði 185.000 kr. fylgir meö Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði 185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn! Verö frá 2.690.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.* Heilsársdekk Krómgrind á afturljós Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli 50% afsláttur af lántökugjaldi. * m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 í samstarfi við Glitnir TODAY TOMORROW TOYOTA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.