blaðið - 14.09.2005, Síða 32
32 I MENNING
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaðið
Bessiog
■i
fI
V'-Vi'
Bessi Bjarnason, einn ástsælasti leik-
ari landsins, er látinn 75 ára gamall.
í síðasta viðtali sem tekið var við
hann og birtist í nýjasta tölublaði
Mannlífs ræddi hann um ferilinn
og vék einnig að erfiðum veikind-
um, en hann var þjáður af parkin-
sonveiki, og sagðist láta hverjum
degi nægja sína þjáningu.
Bankaði uppá hjá Lárusi
1 viðtalinu kemur fram að Bessi
hafi sem barn verið fjörugur og
lifandi og lítið þurft að gera til að
kæta umhverfið. „Ég var sendill á
Laufásvegi í versluninni Þórsmörk.
Afgreiðslufólkið lét mig meðal ann-
ars þvo glugga og ég man að ég gat
,impróviserað“ ýmislegt í gegnum
gluggann, fengið fólk til að hlæja og
náð upp stemmningu sem enginn
reiknaði með,“ segir Bessi. Hann
gekk þá ekki með leikaradrauma en
áhugi hans á leiklist fór vaxandi þeg-
ar hann hóf nám í Verslunarskólan-
um. „Ég tók þátt í nemendamótum
og flestu sem bauðst, meðal annars
leikriti sem hét Lási trúlofast. Mest-
ur tími fór í félagslífið þannig að ég
var ekki mikill námshaus þegar ég
útskrifaðist. Eftir námið ákvað ég
að að reyna að komast í Leiklistar-
skóla Lárusar Pálssonar. Ég fór heim
til hans á Freyjugötu, mjög ragur og
feiminn, og vissi ekki hvað ég átti að
segja. Ég hringdi bjöllunni en þegar
hann kom til dyranna var ég horfinn.
Ég beið smástund í felum og hringdi
svo aftur. Þegar hann opnaði sagði
ég honum að ég hefði verið svo feim-
inn i fyrsta skiptið að ég hefði stokk-
ið burt. Ég bar honum kveðju frá
móður minni sem bjó í Sogamýri
og þekkti Lárus. Það dugði til að ég
komst í skólann til hans.“
Litlir hausar sigu
Bessi stundaði síðan nám við Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins og var
fástráðinn leikari við Þjóðleikhúsið
frá 1952 til 1990 og lék þar um 200
hlutverk. Hans verður minnst sem
frábærs gamanleikara en hann hafði
ekki síður vald á dramatískum hlut-
verkum. Ekki er hægt að nefna nafn
Bessa án þess að nefna leik hans í
Dýrunum í Hálsaskógi en túlkun
hans á Mikka ref var hreint snilldar-
leg og ólíklegt að nokkurt barn sem
varð vitni að þeim leik muni nokkru
sinni gleyma honum. Bessi víkur að
því hlutverki í Mannlífsviðtalinu:
„Það er bæði gaman og krefjandi
að leika fyrir börn, enda ekkert smá-
mál að halda athygli 700 krakka úti
í sal sem fara bara að tala saman ef
þeim leiðist. Ég lék refinn í Dýrun-
um í Hálsaskógi tvisvar. Hann þótti
svo hættulegur að þegar hann birt-
ist í fyrsta skipti á sviðinu sigu allir
litlu hausarnir á bak við stólbök og
aðeins mæðurnar sátu eftir. Síðan
kom einn og einn haus upp og þeim
fjölgaði eftir því sem leið á sýning-
una.“
I viðtalinu segir Bessi að hann hafi
haft sérstaklega mikla ánægju af að
leika í gamanleikritum. í lok viðtals-
ins segir hann leikhúsið blómstra
þessa daga. „Leikhúsið breytist í
takt við tíðarandann og endurspegl-
ar það sem er að gerast í heiminum,"
voru lokaorð þessa ástsæla leikara í
viðtalinu. ■
Bessi Bjarnason. Þessi hæfileíkaríki
leikari er látinn, 75 ára gamall.
Sigurður Sigurjónsson
Ókrýndur
meistari
Það var gjarnan litið á Bessa sem
gaman- og barnaleikara, sem hann
vissulega var. Styrkur hans fólst þó
fyrst og fremst í því að hann var al-
hliða leikari og jafnvígur á hvaða
tegund leiklistar sem var og sýndi
það oft. Sem tíu ára polli sá ég hann
leika Mikka ref og eignaðist mitt
fyrsta átrúnaðargoð í leikhúsi - og
Bessi hélt þeim titli alla tíð. Hann
var ókrýndur meistari minn. Ein-
hver merkilegasti listamaður sem
þjóðin hefur alið.
Við lékum mikið saman í þrjá-
tíu ár og vorum miklir mátar utan
sviðs og innan. Hann var hæglátur
og jarðbundinn og talaði manna-
mál. Það sem heillaði mig hvað mest
fyrst þegar ég kynntist honum var
einmitt það að hann talaði manna-
mál og var afar góður og merkilegur
leiðbeinandi í mínu leiklistarlífi. ■
Bessi lék Mikka ref af þvílíkri tiifinningu að það gleymist engum sem var svo lánsamur að sjá hann á sviði.
Erlingur Gíslason
í úrvals-
flokki
Bessi var prýðilegur maður, hrekk-
laus og blátt áfram. Velviljaður.
Hann var afbragðs leikari, í slíkum
úrvalsflokki að það er ekki hægt
að hugsa sér neinn nema kannski
Chaplin til samanburðar.
Ég var mikill aðdáandi hans alla
tíð. Ég veit ekki hvort hann var jafn
rnikill aðdáandi minn en hann var
heldur ekki alltaf með kjaftinn op-
inn eins og ég er. B
Karl Guðmundsson
Fjöl-
hæfur
leikari
Árni Tryggvason
hm 's ^
sinni túlkun
Bessi var alltaf sannur í sinni túlk-
un. Allt kom eðlilega frá honum.
Kom frá hjartanu.
Hann var alla tíð grallari og ef
honum fannst setning sem honum
datt í hug fara betur í munni en orð
höfundar, til dæmis í gamanleikriti,
þá fór hann með sinn texta, samt
innan rammans. Höfundar, sem
voru á lífi, voru ekki alltaf kátir með
þetta. Þess vegna sagði Bessi stund-
um: „Mikið er ég feginn að höfund-
urinn er ekki á lífi.“
Hann var öðlingur. Þægilegur
maður að vinna með og alltaf í góðu
skapi. Ég hafði annað skapferli og
var þyngri og mér fannst hann allt-
af koma mér á rétta sporið ef ég var
að lenda í vandræðum við einhvern
innan stéttarinnar. Þar var hann
góður sáttasemjari.
1 gamla daga var sagt að í leik-
húsinu væru menn að berjast um
hlutverk. Það gerðist aldrei hjá okk-
Bessi í hlutverki sínu í Kabarett
ur, þótt báðir væru gamanleikarar.
Hann var allt öðru vísi leikari en ég
og ég allt öðru visi leikari en hann.
Hann gat það sem ég gat ekki og ég
gat það sem hann gat ekki. Við vor-
um vinir á sitt hvorum endanum á
kómikinni. ■
Við Bessi lékum saman fyrir ein-
hverjum árum í Spanskflugunni.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég lék
á móti honum og mér fannst það
afskaplega skemmtilegt. Hann var
svo „spontant", ekki mjög nákvæm-
ur þegar kom að texta, en notaði
mótleikarann þannig að höfðum
augnsamband. Ég hafði aldrei feng-
ið sömu tilfinningu á sviði eins og
þarna, þegar ég lék á móti honum.
Hann var svo skemmtilega lifandi.
Bessi var stimplaður sem gaman-
leikari en hann var fjölhæfur leikari
og lék afskaplega fallega í dramatísk-
um leikritum.
Edda Björgvinsdóttir
Listamaður á
heimsmælikvarða
Bessi sem manneskja var hjartahlýr
engill. Sagði aldrei styggðaryrði um
neinn. Bessi sem listamaður var á
heimsmælikvarða. Ekkert minna.
Fullkomlega einstakur í sinni röð.
Besti gamanleikari sem ég hef á ævi
minni séð og besti listamaður sem
er til, fyrir mér.
Hann hlaut aldrei heiðurslista-
mannalaun, Grímur eða Eddur eða
neitt slíkt. Menningarelítan hunsaði
hann af því hann var gamanleikari.
Þetta er dæmigert fyrir okkar þjóðfé-
lag og það hryggir mig.