blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöið Þorsteinn Páls- son ritar sögu þingræðis Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að rita sögu þingræð- is á íslandi í tilefni þess að öld er liðin frá upphafi þess hér á landi. Þorsteini Pálssyni, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið falið verkið. í ritnefnd eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við KHÍ og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við HR. Höfundi og ritnefnd hefur verið falið að skilgreina verklag og efnistök, setja fram kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið og leggja fyrir nefndina. Selfoss Lífsgæði verði meiri í bænum Nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi gerir ráð fyrir að fleiri bæjarbúar hafi yfirsýn yfir Ölftisá og fleiri hafi útsýni til Ingólfsfjalls úr tveimur fjölbýl- ishúsum sem eiga að rísa á svæðinu. Miðbæjarsvæðið á að færa Selfýssingum nýja tíma með fjölbreyttu mannlífi, veit- ingastöðum, samkomusvæði, iþróttavöllum, leiksvæðum, göngugötu, miðbæjartorgi og öðru því sem prýðir fyrirmynd- ar miðbæ. „Yfirbragðið verður í senn reisulegt og skapandi og mun án efa auka lífsgæði íbúa Árborgar til muna enda hefúr verið tekið tillit til mismunandi þarfa og aldurs íbúanna við hönnun svæðisins,“ segir i tilkynningu hönnuða svæðisins. Stóð ég út f tunglsljósi. Nýju turn- arnir tveir séðir handan Ölfusár. EGLA bréfabindi frá MÚLALUNDI fást í næstu bókaversiun Við kaup á EGLA bréfabindum er stutt við bakið á mörgum sem þurfa á því að halda. Veljum íslenskt! Múlalundur sími 562 8500 www.mulalundur.is Mikilvæg skilaboö til kvenna - www.nicorette.is Ríkið lækki bensínkostn- að lands- manna Peningarnir eru til Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, vill að ríkið greiði bensín- og olíuverð niður fyrir landsmenn um 5 krónur á lítrann í fimm mánuði frá og með næstu mánaðamótum. Hún segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar hafi safnast fjármunir til aðgerðarinnar þar sem ríkissjóður hafi um 800 milljónir í tekjur, umfram það sem áætlað var, af eldsneyti vegna hækkunar á heimsmark- aðsverði á árinu. Jóhanna segir að lækkunin hefði afar jákvæð áhrif á vísitöluna og myndu bensín- og olíuskattar lækka um nfu til tíu prósent. „Það myndi einnig vera mikilvægt innlegg í kjarasamningavið- ræður sem framundan eru en i stefnir að kjarasamningar verði lausir á næstunni vegna mikillar verðbólgu sem nú er langt yfir þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins settu sér til að kjarasamningar héldu gildi sínu.“ Dýrast á fslandi Jóhanna bendir á að af 31 Evr- ópulandi þurfi fslendingar að borga mest allra fyrir eldsneyt- ið á bílinn. Haldist bensín- verð jafnhátt og hefur verið undanfarið kosti það íslenska neytendur yfir 3,2 milljarða króna í aukin bensínútgjöld þetta árið. Frá þvf í júlí 2002 þar til nú hefur bensínlítrinn hækkað úr 97 krónum í 121,50, um fjórðung á hvern lítra. „Heildarskattar ríkisins af bflum og umferð fer yfir 40 milljarða króna á þessu ári en voru 31 milljarður króna á síðastliðnu ári. Her er um að ræða 30% aukningu á tekjum ríkissjóðs af bflum en um helmingur heildarskatta ríkisins af bílum er vegna notk- unar og um helmingur vegna bílakaupa. Bensínreikningur fjölskyldunnar á ári er áætl- aður 400 þúsund krónur og hefur hækkað verulega á þessu ári,“ segir Jóhanna ennfremur. Hún nefnir einnig að 60% af verði hvers bensínlítra fari í skatta, þ.e. almennt vörugjald, Vilja setja lög um óháðar rannsóknanefndir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, veitti í gær Nýsköpunarverðlaun grunnskólanna á hátíðlegri athöfn í Vetrargarðinum i Smára- lind. Fjölmargar skemmtilegar hugmyndir fengu verðlaun en hér tekur Ivan Titov úr 6. bekk Hjallaskóla við verðlaunum fyrir þriðja sæti. Hans uppfinning var rósaþyrnaskeri en hann ætti að bjarga mörgum frá sárum fingrum. Samfylkingin vill berjast gegn spill- ingu í landinu, fækka ráðuneytum um fjögur og setja lög um einkavæð- ingu á komandi þingi. Hún ætlar að berjast fyrir stöðugleika fyrir aldr- aða og nýjum tækifærum til náms. Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp til laga um óháðar rann- sóknanefndir sem munu geta rann- sakað og gefið skýrslu um mikilvæg mál eða stjórnvaldsathafnir sem varða almannahag á komandi þingi. Þetta er eitt af stefnumálum Sam- fylkingarinnar en í gær voru þau kynnt fjölmiðlum. Þar kom fram að Samfylkingin leggur áherslu á það markmið lýðræðisins að gera samfélagið réttlátara og vill vinna að aukinni stjórnfestu sem felst í því að stjórnvöld byggi ákvarðanir sínar á lögum og formlegum reglum, geri það á heiðarlegan og gegnsæjan hátt með tilheyrandi ábyrgð ef út af er brugðið. Ráðuneytin níu samkvæmt Samfylkingunni: Atvinnuvegaráðuneyti Félags-og tryggingamálar. Forsætisráðuneyti Fjármálaráðuneyti Heilbrigðisráðuneyti Innanríkisráðuneyti Mennta-og menningarmálar.' Umhverfisráðuneyti Utanríkisráðuneyti Margrét Frímannsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Agúst Ólafur Ágústsson kynna stefnumál Samfylkingarinnar. Fækkun ráðuneyta Samfylkingunni þykir þau lög sem í lýði eru um Stjórnarráð íslands frá 1969 engan veginn endurspegla samfélagsaðstæður á íslandi og því mun hún flytja frumvarp sem gerir ráð fyrir að ráðuneytum verði fækk- að úr 13 í 9. Með því verði hægt að leyfa öllum atvinnugreinum að njóta jafnræðis. Þá er í bígerð þings- ályktun Samfylkingarinnar um að endurskoða fyrirkomulag á skipun embættismanna i því skyni að skilja pólitísk störf frá faglega skipuðum embættum Stjórnarráðsins. Fái hún hljómgrunn innan þingsins er von- ast til þess að hún verði til þess að ráðningar í stjórnunarstöður hjá rík- inu sæti ekki jafnmikilli gagnrýni og verið hefur. Þannig verði gagnsæi meira og síður ráðið á faglegum en flokkspólitískum forsendum. Stöðugleiki fyrir aldraða Samfylkingin telur það forgangs- mál að leiðrétta þá kjaraskerðingu sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir í tíð núverandi ríkisstjórnar og telur nauðsynlegt að gera kjör lífeyris- þega sambærileg kjörum annarra hópa. Þá vill hún jafna aðgang fólks að menntun og mun flytja fjögur viðamikil þingmál sem miða m.a. að því að auka framboð á menntun fyrir fólk á vinnumarkaði. Kíktu á íslenska uppboðsvefirm www.uppbod.is Fulft af spennandi uppboðum sem þú vift ekki missa af! HUSGÖGN..LJOS..I<RISTALSMUNIR..GULLVÖRUR..SILFURMUNIR..I<LUI<l<UR..MÁLVERK..TEPPI..SI<ARTGRIPIR..ANTII<..MATAR- OG ICAFFISTELL O.M.FL... UPpbod.ÍS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.