blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaðiö Blaöiö kemur út á laugardögum Berst til lesenda fyrir klukkan sjö á laugar- dagsmorgnum. Styrkir Blaðið enn frekar í samkeppninni. Blaðið stækkar enn og þann 15. okt- óber næstkomandi verður ráðist í laugardagsútgáfu. Samningar hafa verið undirritaðir við Morgunblaðið sem mun sjá um dreifingu. Þannig verður dreifingakerfi Morgunblaðs- ins stækkað þannig að Blaðið mun berast í öll hús á höfðuborgarsvæð- inu, svo og í helstu verslanir og sölu- turna í nágrannasveitarfélögum, fyr- ir klukkan sjö á morgnana. Að sögn Karls Garðarssonar, ritstjóra, mun þetta styrkja Blaðið enn frekar í þeirri framrás sem staðið hefur yfir frá stofnun þess. Mikill áhugi hefur verið á laugardagsblaði úti á mark- aðinum - jafnt hjá lesendum og aug- lýsendum og því hafi verið ráðist í þessa viðbót. Þá sé það fagnaðarefni að Morgunblaðið hafi tekið ákvörð- un um að styrkja dreifingakerfi sitt þannig að dreifing Blaðsins í öll hús í um 80 þúsund eintökum sé mögu- leg. ■ ***★**★★★★★ ★ ★ Hr^ÉyÉnÉ-***** ★★★★★★★★★★★» %gPpr?rjÓÐFÆRAVERSLUN a Kr Stórhöfða 27 • ★★★★★★★★★★★★★★★★★*★★★★★*★★★★ ★ ★ Opiö: * Mán-Fös: 10-18 J Lau: 11-16 * ★ ★ ★ Rafmagnsgítar i 10 W Maonaí Pokl. Ol, Snúra, Qltamögl * StHlitæki, ÖVD KennsTumyndband J ■' . 22.900,- | ★ ★ ★ * * ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ * * ★ ★ ★ * ★ ★ » * Sími: 552-2125 • www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is * 12.900,- MAPEX Trommusett Frá kr. 43.900,- TILBOÐ «eoR s ÞVOTTAVÉL 1300 SNÚNINGA Verð kr. 49.900 Áður kr. 78.000 RÖNNING Borgartúni 24 j Reykjavík | Sími: 562 4011 i Óseyri 2 i Akureyri i Sími: 460 0800 Fleiri uppsagnir blasa við í sjávarútvegi Á föstudaginn styrktist krónan um 2,86%. Stjórnendur í sjávarút- vegi segja vaxtahækkunaraðgerðir Seðlabankans rothögg fyrir út- flutningsatvinnuvegina. „Ég er hræddur um að þeir sem misst hafa vinnuna að undanförnu séu bara þeir fyrstu af mörgum,” segir Gestur Geirsson hjá Samherja. „Það er alveg ljóst að þegar geng- ið er komið í sögulegt hámark, og stefna stjórnvalda virðist vera að halda því þar, að þessi stjórn efna- hagsmála er orðin mjög undarleg. Eina ráðið til að slá á þensluna virð- ist vera að lækka verð á innfluttum vörum en á sama tíma ganga stjórn- völd fram með skattalækkunum og gera ekkert í því að hemja þensluna. Það á bara að láta útflutningsat- vinnuvegina blæða, og þeir eru ekki í Reykjavík, heldur á landsbyggðinni. Skattalækkanir, hátæknisjúkrahús og tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík, allt eru þetta dæmi um aðgerðir sem ríkið fer í um leið og talað er um alltof mikil umsvif í þjóðfélaginu. Eina tækið sem notað er til að rétta þetta við er að lækka verð á gjaldeyri sem þýðir bara það að útflutningsvegirnir eiga að borga brúsann.“ Gestur segir marga í svip- aðri stöðu og Samherji sem sagði upp fólki ( síðustu viku. Hann seg- ir verkefni stjórnenda vera það að herða sultarólina og það þýði ein- faldlega fleiri uppsagnir. Útflutningsvegunum blæðir Björgólfur Jóhannson, forstjóri Síld- arvinnslunnar og formaður LÍÚ, hef- ur svipaða sögu að segja og Gestur. „Það er bara þannig að það hriktir gríðarlega í þessari atvinnugrein með þessari styrkingu krónunnar. Ég efast um að þetta ferli Seðlabank- ans sé að skila þeim árangri sem þeir telja. Ef að þetta tæki á að verða til þess að einhverjir aðilar geti komið inn í kerfið hér á landi og hirt vaxta- mun á meðan útflutningsvegunum blæðir, þá sé ég það ekki ganga upp. Samfélagið lifir ekki endalaust á er- lendum lánum, en það er einmitt það sem við erum að gera í dag. Það vita þessir hagfræðisnillingar og ég held að þeir ættu að fara að hugsa að- eins. Þeir geta lesið þessar skruddur sínar en það telur ekki í raunveru- leikanum. Þetta tæki Seðlabankans er handónýtt og það á eftir að setja okkur á þvílíkt flot að við endum einhvers staðar ofan í fjöru og meg- um þakka fyrir ef við drukknum ekki. Þetta er bara stjórnlaust." Bhlil/StemrHugi Björgólfur kennir loforðum félags- málaráðherra um 90% lán og lækk- un húsnæðisvaxta meðal annars um hve slæmt ástandið er. „Þessir pólítíkusar vissu alveg að ríkisvald- ið þyrfti að taka til í sínum ranni til þess að dreifa álaginu á hagkerfið sem framkvæmdir síðustu ára hafa haft í för með sér. En hvað gera þeir? Þeir gera bara þveröfugt og eru ekki hættir. Þetta er bara eyðslufyllerí og á meðan blæðir okkur. Það er alveg ljóst að svona breyting hefur gríðar- leg áhrif á hin almennu fyrirtæki í sjávarútvegi. Við verðum að taka til í rekstrinum og það þýðir bara uppsagnir. Á meðan Seðlabankinn hefur þennan háttinn á er hann ein- faldlega að segja okkur að láta verk- in tala og það getum við bara gert á þennan hátt.“ ° " Varar við hræðsluáróðri Fréttir hafa borist afþví að 150 milljónir manna gœtufarist efheims- faraldur inflúensu brytist út í kjölfarfuglaflensutilfella íAsíu. Guð- rún Sigmundsdóttir hjá sóttvarnarsviði Landlœknisembœttisins segir að ekkert nýtt hafi komiðfram í málinu að undanförnu. „Okkar afstaða er sú að það þarf að fræða fólk um þá staðreynd að heims- faraldur inflúensu á eftir að ríða yfir heimsbyggðina, en það er ekki sama hvernig maður gerir það,” segir Guð- rún. „Eg get alveg tekið undir það að stundum finnst manni fréttaflutn- ingurinn lítinn annan tilgang hafa en að hræða fólk. Hins vegar er það einnig ljóst að þetta er ekkert sem við eigum að vera að fela.“ Fólk hefur verið að spyrja embætt- ið út í þessar fréttir af fuglaflensu í Asíu. „Það má segja að heimsfaraldr- ar inflúensu hafi alltaf byrjað sem fuglaflensa. Þetta eru veirustofnar sem eru í fuglunum sem berast í menn, síðan er næsta stigið það að veiran fer að smita manna á milli og þá köllum við hana inflúensu sem stundum fer um heiminn." Fugla- flensan smitar því fugla á milli en ekki manna á milli. Faraldur brýst út fyrr en síðar „Það er enginn sem getur sagt fyrir um hvenær sjúkdómurinn fer yfir á næsta stig og berst í menn,“ segir Guðrún. „Það sem hefur verið að ger- ast i Asíu upp á síðkastið er ákveðið millistig, þar sem flensan hefur bor- ist úr fuglum og yfir í menn. Þess vegna erum við á varðbergi nú en þetta hefur gerst nokkrum sinnum í gegnum árin að fólk sem hefur verið i nánum tengslum við fuglana hefur verið að smitast. Þá fer svolítið um fólk, því fyrst hún er farin að smit- ast í menn þá þarf maður að vera á varðbergi yfir því að sjúkdómurinn fari að smitast manna á milli. Hins vegar veit maður það að heimsfarald- ur kemur með 30 - 40 ára millibili og þess vegna er líklegt að faraldur brjótist út fyrr en seinna. En hvaða veira það verður eða hvenær og hversu slæm hún verður veít maður ekki.“ Guðrún segir dæmi um fréttir sem slegið hefur verið er upp og eru varhugaverðar. Til dæmis er hlutfall þeirra sem hafa verið að smitast í As- íu og dáið í kjölfarið mjög hátt. „En þá er þetta fuglaflensuveiran sem fólk er að smitast af. 1 fyrri inflú- ensufaröldrum hefur hlutfall þeirra sem látast ekki verið í líkingu við svona hátt hlutfall og að slá því upp að dánarhlutfall verði svona hátt í næsta heimsfaraldri inflúensu er bara hræðsluáróður." ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.