blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 26
26 I SNYRTIVÖRUR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöió ií fid lítu*11 Ómótstæðilegir litir og einstök gæði. OPI fékk Allure "Best Of Beauty" verðlaun fyrir naglalökkin: "l'm Not Realiy A Waitress" og "Samoan Sand" Útsölustaðir: Debenhams, Hagkaup, Lyf og heilsa, Lyfja, nagla- og snyrtistofur. 2005 OPI Products Inc. Drífa Björk Landmark, framkvæmdastjóri Lush á íslandi. Blaöið/SteinarHugi Náttúrulegar og lífrœnar vörur í Lush Gera hárið jafn gott og það var upprunalega Það var mikil eftirspurn eftir náttúrulegum snyrtivörum þegar Lush opnaði í mars 2002. Síðan þá hafa viðtökurnar verið sérstak- lega góðar og búðirnar eru orðnar tvær. Drífa Björk Landmark, framkvæmdastjóri Lush á íslandi, segir að íslendingar geri sér grein fyrir því að það er ekki nóg að borða lífrænan og náttúrulegan mat því húðin tekur inn öll kem- ísk efni sem borið er á hana. Drífa segir að það sem er borið á húð- ina berist auðveldlega inn í hana og þetta sjáist greinilega á hormóna og níkótínplástrum. „Ég nota alltaf Lush vörur, klárlega. Ég hef notað þær alveg frá því ég kynntist þeim fyrst. Ég finn mjög mikinn mun á húðinni, hún er hreinni og ferskari. Svo hef ég fundið sérstaklega mik- inn mun á hárinu. Sjampóin í Lush línunni eru þannig að þau gera hár- ið þitt jafn gott og það var uppruna- lega. Við erum öll upprunalega með gott hár.“ Vara merkt þeim sem bjó hana til Drífa segir að hún hafi opnað Lush á íslandi því hana fannst vanta búð sem væri með alveg náttúrulegar og lífræn^r vörur. „Það sem skiptir máli í Lush vörunum er ferskleik- inn. Allar okkar vörur eru handgerð- ar, merktar framleiðsludegi og þess sem bjó vöruna til þannig að það er alltaf hægt að rekja hana. Svo erum við ekki með neina litalínu í snyrti- vörunum okkar og það er vegna þess að Lush prófar ekki á dýrum. Til að framleiða litalínu er mjög erfitt að komast hjá dýraprófunum. Lush vör- urnar eru því prófaðar á fólki sem býður sig fram af fúsum og frjálsum vilja.“ Litlar pakkningar, lítill úrgangur Aðspurð af hverju margar vörur hjá Lush séu í föstu formi, eins og sjampó, nuddolíur og fleira segir Drifa: „Ein ástæðan eru pakkning- arnar. Við erum neysluþjóðfélag og það er mikið rusl sem leiðir af því. Þetta erþví náttúruvernd. Lush geng- lír út á að hafa eins litlar pakkningar og mögulegt er, þiverður minna af úrgángi. Vörurnar éru þvi oft í pok- um í stað þess að vera í dollum. Utan um kremin eru ekki stórar krukkur með þykkum glerbotni og miklum skreytingum því þá er neytandinn að borga 500-1000 krónur einungis fyrir krukkuna. Við erum bara með einfalt og þunnt efni í pakkningum en eyðum öllum framleiðslukostnað- inum í hráefnin svo þau verði sem best“ svanhvit@vbl.is Fótanuddkrem Preytan líður á brott I Coloniali, chinese leg and foot massage, er nudd- og fótakrem fyrir þreytta fætur sem inniheldur náttúrleg efni sem hafa verið notuð í árarað- ir til þess að bæta liðan sálar og líkama. Kremið er unnið úr rótum Sophor trésins sem vex í Kína og á að draga úr bólgum og eyða þreytutilfinningu. Það er mjög góð tilfinning að nota þetta krem, bæði fyrir nuddar M ann og þann sem nýtur nuddsins. Slökunartilfinn- ing líður yfir viðtakanda nuddsins auk þess sem þreytan líður á brott. Krem sem er hiklaust þess virði að mæla með. Kremið fæst í Lyfju og Hagkaups verslun- unum. svanhvit@vbl.is Náttúrulegt fótakrem frá Lush Mjúkir og endur- nœrðir fœtur í Lush má finna þetta guðdómlega fótakrem sem hentar óhamingju- sömum fótum sérstaklega vel. Fair trade foot lotion innheldur meðal annars möndluolíu, myntuolíu og kakósmjör og kremið á að halda fót- unum mjúkum og endurnærðum. Kunnugir segja að bera skuli krem- ið á að kvöldi og fara svo i sokka yfir nóttina. Morguninn eftir munu fæt- urnir vera líkt og fætur ungbarna, mjúkir, fallegir og úthvíldir. Handsnyrt- ing sem gerir kraftaverk Soft Touch: Góð handsnyrting sem gerir kraftaverk á naglabönd- in. Mýkir og nærir hendur og nagla- bönd. Inniheldur kókosolíu og avac- ado og fæst í Lush. Kolin gera gæfumuninn You snap the vhip: Djúphreins- andi húðmýkir fyrir sturtuna sem inniheldur kol. Djúpnærir og mýk- ir og kolin gera gæfumuninn. Sér- staklega frískandi mýkir sem fæst í Lush. Glansandi og mjúk húð King of skin: Mjög góð húðnæring sem gerir húðina mjúka, glansandi og ilmandi. Inniheldur avacado, ferska banana og möndluolíu. Nær- ing sem virkar samstundis og fæst í Lush Fótanudd er himnesk scela Lúnir fœtur í góðum höndum Fætur þurfa að vera þurrir áður en fótanuddið hefst Eftir langan og erfiðan vinnudag er fátt þægilegra en fótanudd með góðri olíu og nuddi. Eftir nuddið er þreytan á brott auk þess sem einhver himnesk sæla er yfir manni. Fótanudd getur sem sagt verið ótrúlega slakandi ef rétt er gert. Ef þessum leiðbeiningum er fylgt er hægt að gefa hið full- komna fótanudd, hvort sem það er fyrir sjálfan sig eða annan. Sá sem skal nudda á að setjast í þægilega stöðu og setja fæturnar á sófa eða púða. Fæturnir þurfa að vera hreinir og þurrir, líka á milli tánna. Ekki sakar að setja góðan slökunardisk á græjurnar og kveikja á kertum enda væri þá búið að skapa hina fullkomnu stemmningu. Notið nuddolíu eða krem. Eftir að búið er að setja olíu eða krem á hendurnar skal nudda þær hratt saman til að hita þær upp. Framkvæmið öll sex stig nuddsins á sama fæti áður en byrjað er að nudda hinn fótinn. • Haldið fætinum í höndunum og byrjið að nudda efst hjá tánum. Notið þumlana til að strjúka fætin- um í löngum, þéttum og hægum hreyfingum. Færið ykkur niður fótinn, að ökklanum. Að því loknu skal nudda frá ökklanum að tánum en með mýkri strokum. Gerið þetta báðum megin og endurtakið þrisvar til fimm sinnum. • Setjið aðra hendina bak við ökkl- ann og hina hendina undir ilina. Snúið ökklanum varlega réttsælis og svo rangsælis. Endurtakið þrisv- ar til fimm sinnum. • Setjið aðra höndina undir ilina. Notið þumal og vísifingur hinnar handarinnar til að toga tána varlega og hægt, rennið fingrum upp og nið- ur tána. Endurtakið þetta en þrýstið varlega og rúllið tánni á milli fingra ykkar. Byrjið á stóru tánni og nudd- ið hinar í kjölfarið. Að því loknu skal setja vísifingur hinnar handarinnar á milli tána. Færið fingurinn upp og niður þrisvar sinnum. • Haldið fætinum varlega í hendi ykkar og notið hina til að nudda il- ina með þumlinum. Byrjið á svæð- inu beint fyrir neðan stóru tána og færið ykkur rólega niður að hinum tánum. Þrýstið á svæðið og nuddið þumlinum fram og aftur. Losið um þrýstinginn og haldið áfram. • Leggið hendi undir öklann og notið neðri helming hinnar handar- innar til að ýta fast á fótinn á meðan hún rennur að hælnum og aftur til baka. Ekki þrýsta of fast. Endurtak- ið fimm sinnum. • Endurtakið fyrsta hlutann, nudd- ið með þumli í löngum og hægum hreyfingum. Það er góður vani að byrja og enda fótanudd á sama hátt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.