blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöiö Farþegi kveik- ir í strætó Farþegi þéttsetins strætisvagns í brasUísku borginni Rio de Ja- neiro missti stjórn á skapi sínu á dögunum og kveikti í bílnum eftir að hann bilaði og bílstjór- inn skipaði öllum að fara út. Bílstjórinn sagði farþegum að vagninn kæmist ekki lengra og skipaði þeim að fara út eftir að hann bilaði í fátækra- hverfinu Campo Grande. Einn farþeganna kom aftur með áfengisflösku, hellti úr henni í vagninum og kveikti síðan í. Maður sem vinnur við að innheimta fargjald var ennþá i strætisvagninum og rétt náði að stökkva út úr honum áður en eldurinn læsti sig um hann. Auk vagnsins skemmdust ná- lægar síma- og rafmagnslínur. Brennuvargurinn flúði af vett- vangi og er hans nú leitað. íbú- ar fátækrahverfa Rio leggja oft eld að strætisvögnum til að mót- mæla morðum lögreglu á sak- lausu fólki þegar hún ræðst til atlögu gegn eiturlyijagengjum. Annað var uppi á teningnum í þessu máli að mati lögreglu. „Þetta var bara öskureiður og taugaveiklaður farþegi,“ sagði lögregluforingi í borginni. Slökkviliðs- menn í SS- búningum Tveir þýskir slökkviliðsmenn eru í vandræðum eftir að hafa gengið um í einkennisbúningi SS-sveita nasista. Slökkviliðs- mennirnir fundu búningana þegar þeir voru að sinna örygg- iseftirliti í gömlum bóndabæ í Bæjaralandi. Þeir klæddust flík- unum og gengu siðan fram og aftur í þeim fyrir framan hóp af skátum sem voru í tjaldúti- legu í nágrenninu. Mennirnir viðurkenndu fyrir saksóknara að hafa klæðst búningunum en báru því við að þeir hefðu aðeins gert það af forvitni og til gamans. Ólöglegt er að bera eða eiga nasistatákn í Þýskalandi. Utanríkisráðherrar ESB funda vegna Tyrklandsmálsins Reynt að höggva á hnútinn Þjóöernissinnar í Tyrklandi mótmæltu fyrirhuguðum viðræðum um aðild landsins að Evrópusambandinu í höfuðborginni Ankara í gær. Utanríkisráðherrar aðildar- veita Tyrkjum ekki fulla aðild að ríkja Evrópusambandsins sambandinu heldur einhvers konar hittust á neyðarfundi í gær- aukaaðild. kvöldi til að reyna að höggva á þann Jack Straw, utanríkisráðherra hnút sem myndast hefur vegna Breta sem hafa lengi verið fylgjandi aðildarviðræðna sambandsins við inngöngu Tyrkja í Evrópusamband- Tyrki sem hefjast eiga í dag. Meg- ið, sagðist í gær hafa áhyggjur afþví ináherslan á fundinum var lögð á að hin trúarlega og pólitíska gjá sem kröfur Austurríkismanna um að hafi myndast milli kristinna ríkja og múslímskra gæti breikkað enn frekar í kjölfar málsins. Recep Erdog- an, forsætisráðherra Tyrklands, tók í sama streng og varaði Evrópusam- bandið við þvi að verða að „klúbbi kristinna“ með því að neita að hefja viðræður. „Annað hvort ákveður Evrópusambandið að vera virkur játttakandi í heimsmálunum eða jað lætur sér nægja að vera klúbbur cristinna," sagði Erdogan. Skiptar skoðanir um aðild Tyrkja Skiptar skoðanir eru um hugsan- lega aðild Tyrkja að Evrópusam- bandinu innan landa sambandsins. Meðal annars hafði málið áhrif á að drögum að stjórnarskrá Evrópu- sambandsins var hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu í Frakklandi og í Hollandi fyrr á árinu en margir kjósenda sögðust hafa hafnað drög- unum vegna mögulegrar aðildar Tyrkja. Einnig eru skiptar skoðanir um ágæti Evrópusambandsaðildar meðal Tyrkja sjálfra og í gær stóðu andstæðingar hennar að mótmæl- um á götum Ankara, höfuðborgar Tyrklands. ■ Skriður áfriðarferlið: Sharon og Abbas funda Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, og Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínu, samþykktu í gær að hittast bráðlega og reyna að bæta samstarf á milli Israelsmanna og Palestínu- manna. Vonir eru bundnar við að aftur komist skriður á friðarferlið eftir öldu ofbeldis síðan ísraels- menn fóru af Gasasvæðinu í síðasta mánuði. ísraelskir og palestínskir embættismenn segja að engar tíma- setningar hafi verið ákveðnar fyrir fund. Ráðgert hafði verið að hafa fund í gær en hætt var við hann vegna ónógs undirbúnings og vegna ástandsins sem ríkti á Gasasvæðinu í liðinni viku.Þetta var fyrsta símtal leiðtoganna í fimm vikur en Abbas hringdi í Sharon til að óska honum gleðilegs nýs árs sem hefst sam- kvæmt tímatali gyðinga í dag. Shar- on bar Abbas einnig bestu kveðjur í tilefni Ramadan, föstumánaðar múslima, sem hefst í vikunni. ■ Innanhússkýrsla um Sellafield Víða pottur brotinn í öryggismálum Gefið er í skyn að víða sé pottur brotinn í öryggismálum kjarnorku- vinnslustöðvarinnar í Sellafield sam- kvæmt innanhússkýrslu sem sunnu- dagsútgáfa breska dagblaðsins The Independent hefur komist yfir. Samkvæmt skýrslunni er kjarnorku- vinnslan, sem fram að þessu hefur verið talin ein hin best rekna í land- inu, sögð vera „hugsanlega hættuleg" og „að erfitt sé að starfrækja hana á viðunandi hátt.“ Stjórnendur kjarn- orkuvinnslustöðvarinnar segja aft- ur á móti að öryggi sé forgangsmál hjá þeim. Samkvæmt skýrslunni neyddu stjórnvöld vinnslustöðina til að fá franska fyrirtækið Cogema til að aðstoða það við að taka á vand- anum. Slæmur andi er sagður ríkja á vinnustaðnum og starfsmenn hafa jafnvel unnið skemmdarverk á bún- aði stöðvarinnar. Meðal annars hafa vírar í vélum verið skornir i sundur, trommlur fylltar af geislavirkum vökva og ekki tilkynnt á viðunandi hátt um bilanir í öryggísbúnaði. Tveimur landgöngu- liðum rænt A1 Kaída hryðjuverkasamtökin gáfú í gær bandarískum heryfir- völdum í írak sólarhringsfrest til að sleppa tveimur kvenföng- um eftir að þau rændu tveimur bandarískum landgönguliðum í vesturhluta íraks. Verði Banda- ríkjamenn ekki við kröfunum „þurfa þau ekki að hafa fyrir því að leita að börnunum sínum,“ segir í yfirlýsingu á vefsíðu sem samtökin nota gjarnan til að koma skilaboðum á framfæri. Steve Boylan, ofursti og talsmaður herafla Banda- ríkjamanna í Irak, sagðist ekki hafa heyrt af neinum mann- ránum og taldi að þarna væri um óstaðfestar sögusagnir að ræða. Yfirlýsingin var undir- rituð með nafni sem yfirleitt fylgir opinberum yfirlýsingum samtakanna en eklci hefúr verið hægt að staðfesta áreið- anleika hennar. Samtökin hafa oft rænt og drepið embættis- menn og hermenn í landinu. Uppreisnar- menn í Alsír hafna sáttmála Baráttusamtök Salafista, stærsta hreyfing uppreisnarmanna í Alsír, hafa hafnað friðarsáttmál- anum sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu á föstu- dag og lýst því yfir að þau muni halda heilögu stríði áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem birt var á internetinu. „Atkvæðagreiðslan er tímasóun. Alsír þarf ekki á sáttmála um frið og þjóðarein- ingu að halda, heldur sáttmála um íslam,“ segir í tilkynning- unni sem leiðtogi samtakanna undirritar. Þetta er í fyrsta sinn sem samtökin lýsa skoðun sinni á hinu mjög umdeilda máli en ekki hefur verið gengið úr skugga um hvort tilkynn- ingin sé ósvikin. Starfsemi samtakanna er bönnuð í land- inu en þau tengjast A1 Kaída samtökum Osama Bin Laden. I atkvæðagreiðslunni sam- þykktu Alsírbúar tilboð stjórn- valda um að bjóða uppreisnar- mönnum sem mundu berjast fyrir íslömsk ríki upp á sakar- uppgjöf að hluta. Vildu stjórn- völd með þessu binda enda á borgarastríð sem geisað hefur í landinu í meira en áratug og kostað meira en 150.000 manns lífið, aðallega óbreytta borgara. Útboð > Útboð Utboð Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Varnarliðinu verður dagana 29.-3. október. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Bílasölunnar Hrauns við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Hægt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is Geymstusvæðið ehf Nánari upplýsingar á heimaslðll okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.