blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22
22 I MATUR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöiö Óhollur matur bannaður í breskum skólum: Breytt matarœði verðwr að byrja heima Efasemdir hafa vaknað innan skóla í Bretlandi eftir að stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að banna skyndi- bitamat og óhollan mat í skólum frá september á næsta ári. „Breytt mata- ræði verður að byrja heima,“ segir Susan Molloy sem er yfirkokkur í grunnskóla í Manchester. Hún segir málið miklu flóknara en svo að hægt sé að láta mat fyrir framan börnin og láta þau borða eitthvað sem þau hafa aldrei smakkað. „Það væri nær að hefja fræðsl- una hjá foreldrunum því margir velta ekki fyrir sér hollustu matarins," segir Sus- an. Hún segir að for- eldrar hafi jafnvel hætt að láta börn sín borða í skólun- um eftir að farið var að nota hug- myndafræði Jamie Oliver. í kjölfarið fóru kennarar að skoða í mat- arbox nemendanna sem þau komu með sér að heiman og hún nefnir dæmi um að í einu af nestisboxinu hafi eingöngu verið stór kökusneið og að það hafi átt að duga barninu í heilan dag. Jamie Oliver hefur áhrif Það hefur verið mikið áhyggjuefni hjá stjórnvöldum í Bretlandi hversu algengt er að börnum sé gefinn óholl- ur matur í skólum. Stjórnvöld hafa nú tekið málin í sínar hendur og mat- ur með mikið magn af sykri, salti og fitu verður nú bannaður í skólum. Herferð fór af stað þegar ungi kokk- urinn Jamie Oliver sýndi málefninu áhuga og var hann fenginn til hefja þátt þar sem hann gefur ráð um hvernig hægt sé að elda hollan mat í skólum. Oliver er já- kvæð fyrirmynd fyrir krakka og hann var fenginn til að fara af stað með þætti með það að markmiði að fá börn til að borða hollari mat. í framhaldi af þáttunum hófu stjórnvöld að veita auka styrk í skólana til að bæta mál- in og nú hefur skrefið verið stigið til fulls og ákveðið hefur verið að setja reglur fyrir skólana. Ekki virðist þó sem nægt samráð hafi verið haft við skólana og Susan Molloy segir í þessu samhengi að ekki hafi verið talað við þá sem vinna í mötuneyt- um skólanna. Efasemdir hafi vakn- að um að þeir sem vinni i mötuneyt- unum kunni að elda að hætti Oliver og að almennur pirringur hafi kom- ið upp í skólunum af þessum ástæð- um. Sjálfsalar bannaðir Það hefur verið áhyggju- efni margra hvernig fyrirtæki hafa herjað á skólana með gróðasjón- armið í huga og að þau hugsi ekki um heilsu barnanna. Til að sporna við þessu hafa sjálfsalar sem selja kartöfluflögur, sæl- gæti og gosdrykki verið bannaðir í skólum en þeir hafa verið útbreiddir í breskum skólum. Það þykir líklegt að framleiðendur eigi eftir að mótmæla ákvörðuninni enda hafa mörg fyrirtæki þegar sak- að herferð Jamie Oliver um að eyði- leggja fyrir þeim og segja mikið hafa dregið úr sölu. Það hefur leitt til þess að margir framleiðendur hafa séð sig knúna til að breyta áherslum og hefja framleiðslu á nýjum og breytt- um vörum. SÖLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. 2/ Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum I vexti með skemmtilegu \ fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is Nýr vefur Gestgjafans - viðbót við eitt vinsœlasta tímarit landsins Síðastliðinn fimmtudag opnaði hr. Ólafur Ragnar Grímsson nýjan vef Gestgjafans, www.gestgjafinn.is. Vefurinn er viðbót við eitt vinsæl- asta tímarit landsins, Gestgjafann. Vefurinn ætti að gleðja áhugafólk um mat og þar er hægt að skiptast á hugmyndum og uppskriftum. Nanna Rögnvaldsdóttir ritstýrir vefnum og sér um matarspjall, svar- ar fyrirspurnum og gefur góð ráð. Nanna segir að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á mat. Hún var frek- ar ung þegar hún byrjaði að prófa sig áfram í matargerð og safna mat- reiðslubókum. Hún gefur lesendum forsmekkinn með uppskrift sem birtist á vefnum: Grœnmetis- satay-súpa • 250 g kartöflur • 2gulrætur • 11 vatn • 1 tsk grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur • pipar, nýmalaður • salt • 200 g grænmeti, blandað, ferskt eða frosið, t.d ung versk stir-fry-blanda • 3-4tómatar • 1 dós sataysósa, t.d frá Thai choice (290 ml) Leiðbeiningar Flysjið kartöflurnar og skafið gul- rótina. Skerið hvort tveggja í ten- inga, setjið í pott ásamt vatni og grænmetis- eða kjúklingakrafti, kryddið með pipar og salti og sjóðið í 10-12 mínútur. Bætið þá grænmetisblöndunni í pottinn og sjóðið í 3-4 mínútur í viðbót. Sker- ið tómatana í bita og setjið þá út í. Hrærið satay-sósunni saman við og látið malla í 2-3 mínútur eftir að suðan kemur upp. Smakkið og bragðbætið eftir þörfum með pipar og salti. Berið súpuna fram með góðu brauði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.