blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 38
381FÓLK MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaðiö SMAboraarinn HÖFÐINU STUNGIÐ í SANDINN Smáborgaranum finnst ákaflega gaman að fylgjast með stjórnvöld- um rembast eins og rjúpan við staurinn að sporna við vímuefna- vanda landans. Það nýjasta er að banna smásölu á verkjalyfjunum parkódíni og íbúkódi sem inni- halda bæði kódein. Kódein er vímu- gjafi sem hefur ávanabindandi eiginleika - kódein er unnið úr ópíum. Smáborgarinn sér í hendi sér að það að banna fólki að kaupa þetta verkjalyf í apótekum skapi jafnvel fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem eru háðir þessu lyfi munu hreinlega leita sér að öðru til að upp- lifa vímuna og fara þá jafnvel að leita í sterkari efni sem hafa enn skaðlegri áhrif. Læknar munu líka hafa í nógu að snúast á næstunni við að skrifa upp á þúsundir lyf- seðla fyrir kódeinverkjalyfjum. Mun það þá ekki bara bitna á þeim sem þurfa í alvörunni á læknisað- stoð að halda? Fíklar finna sér allt- af farveg, það er ekki nokkur vafi á því. Smáborgarinn talaði einmitt um það í síðustu viku hversu fá- ránlegt það er að reyna að stjórna drykkju fólks með því að láta sölu áfengis algerlega i hendur ríkisins og koma þannig í veg fyrir það að fólk geti í skyndi ákveðið að fá sér rauðvín með sunnudagssteikinni. Það verður þá að ákveða það fyrir klukkan 20:00 á föstudagskvöldi. Skyndiákvarðanir eiga ekki vel við þessa undarlegu stefnu sem minn- ir Smáborgarann hálfpartinn á fasisma. Ekki drekka íslendingar þó minna fyrir vikið, það er eng- um blöðum um það að fletta. Eins mun það verða með parkódínið og íbúkódið - þeir sem á annað borð sækjast eftir vímunni sem kódeinið gefur munu halda áfram að sækjast eftir henni, sama á hvaða hátt. Þegar Smáborgarinn var unglingur var allt í kringum hann fullt af regl- um og lögum sem hann í fremsta megni reyndi að brjóta og beygja - bara vegna þess að það var bann- að. Ef það hefði ekki verið hamrað svona rosalega á því að það væri bannað drekka, það væri bannað að reykja, það væri bannað að koma of seint heim og svo framvegis þá hefði framangreint alls ekki verið neitt spennandi. Þó skal ekki halda það að Smá- borgarinn sé hlynntur ríki þar sem alger anarkismi ríkir. Auðvitað verða að vera lög þannig að hægt sé að sækja fólk til saka sem gerist brot- legt á einn eða annan hátt. Hins veg- ar þegar vimuefnavandinn er rædd- ur er nauðsynlegt að komast að kjarna vandamálsins. Hvers vegna er hann til staðar? Hvað erum við að gera rangt? Hvernig er hægt að sporna við vandanum án þess að að það bitni á heildinni? Það að banna sölu þessara lyfja er eins og að stinga hausnum í sandinn. I guðs bænum reynum að finna aðrar leiðir en að búa til endalaus boð og bönn - sagan sýn- ir okkur að oftar en ekki hafa þær aðferðir þveröfug áhrif við tilætlað- an árangur. SU DOKU talnaþraut 63. gáta 7 4 6 9 4 3 2 1 9 8 7 3 5 9 3 5 5 9 7 8 6 1 5 7 5 2 4 2 4 9 Lausn á 63. gátu verður að finna i blaðinu á morgun Lausn á 62. gátu lausn á 62. gátu 4 9 2 7 8 1 6 3 5 1 6 8 3 9 5 4 7 2 7 5 3 6 2 4 1 9 8 5 2 4 1 3 6 9 8 7 6 3 1 9 7 8 2 5 4 9 8 7 4 5 2 3 6 1 2 7 9 8 1 3 5 4 6 8 1 6 5 4 9 7 2 3 3 4 5 2 6 7 8 1 9 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölu- num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. 1.SÆTI METSÖLULISTA Michael Jackson flýr til Evrópu Michael Jackson hugar þessa dag- ana að því að breyta um umhverfi og halda tónlistarferli sínum áfram í London. Haft er eftir Jackson að hann geti ekki beðið eftir að fara til London, en hann fær alltaf mik- inn stuðning frá aðdáendum sínum þar, enda er hann kominn með nóg af Bandaríkjunum í bili. Hann vinn- ur þessa dagana að því að taka upp lag fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar en Jackson hefur forðast sviðsljósið eftir réttarhöldin þar sem meint kynferðisleg misnotkun hans var tekin fyrir. Hann er búinn að safna fleiri félögum í lið með sér og má þar nefna James Brown, Jay-Z, Missy Elliott og Mary J. Blige sam- kvæmt slúðurblaðinu Sun. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? 0 Steingeit (22. desember-19. janúar) r að það liður eliki á löngu þar til þú nærð þeim. Fyrir tilviljun áttu eftir að uppgötva eitthvað nýtt t Vinna þln tekur aðeins lengri tima og orku mnig að þú hefur minni tima fyrir persónulegu lUtina en vanalega. Þér gæti liðið eins fólkið í kringum þig sé ekki á sömu bylgjulengd og þú. ©Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú sækist eftir að vera fyrst/ur með hlutina og þú finnur upp eitthvað nýtt sem er einmitt það sem viðskiptavinur þinn þarf á að halda. V Enginn getur staðist góðvild þína frekar en vanalega. Reyndu að fmna tækifæn til að kynnast nýju og spennandi fólki. ©Fískar (19. febrúar-20. mars) 4 Þú sérð framfarir alls staðar en reyndu samt að ofmetnast ekki. Veldu eitt eða tvö svið til að ein- blína á og reyndu að ná árangri þar. V Út með það gamla og inn með það nýja og reyndu að sjá ekki of mikið á eftir gömlu hlutun- um. Þú ættir að líta á nýja og spennandi hluti. Hrútur (21. mars-19. apríl) 4 Gríptu tækifærið til að byrja á einhverju nýju, það gæti verið næstum hvað sem er. Þú ert hug- mynaarík/ur í dag og mun það auka líkurnar á ao þu náir miklum framförum. V Ef þú stefnir á að byrja á einhverju í alvöru þá er rétti tíminn núna. Hvort sem þao er verkefni í vinnu eða eitthvað nýtt í ástarlífinu þá eru stjörn- urnar þér í hag í dag. Vdlið á Bond Valið á nýjum Bond í nýiu mynd- ina Casino Royale, sem er byggð á fyrstu skáldsögu Ian Flemings, sten- dur nú yfir, en hún á að koma út á næsta ári. Samkvæmt ritinu Vari- ety verður reynt að finna Bond í yngri kantinum eða alla vega sem er unglegri en núverandi Bondinn, Pierce Brosnan. Keppnin er komin vel á veg og stendur aðallega á milli leikaranna Daniel Craig, hins 22ja ára Henry Cavil, stjörnunnar Goran Visnjic í Bráðavaktinni og Ástr- alans Sam Worthington. ■ Kate Winslet og Cameron Diaz saman i Q Naut (20. apríl-20. maí) 4 Þúnýturþessaðvinnameðfélögumþínumog þeir eiga eftir að kunna að meta framkomu þína. Hafðu ekki áhyggjur,það verður séð um að allt fari vel. V Leyfðu þér að vera löt/latur í dag. Þetta er góð- ur dagur til að þiggja aðstoð ffá öðrum hvort sem það er frá vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. Ekki j>að að aðrir eigi að gera alla vinnuna fyrir þig en þu átt það skilið að fá smá dekur. ©Tvíburar .....(21. maí-21. júní).............. $ Það virðast allir vera að skipta sér af hvor öðr- um og það fer í taugarnar á þér. Revndu að horfa ffamhjaþví og vinna þína vinnu og það mun leiða gott af sér. V Þúsýnirmikiðinnsæienþúertfúll/uraforku svo reyndu að hlúa að þeim sem þér þykir værit ©Krabbi (22. júní-22. júlí) 4 ÞaðerumiklarandstæðuríkringumþigídaB og það kemur þér aðeins úr jafnvægi en reyndu ao ná áttum og sætta mismunandi afetæður í kring- umþig. V Það er smá ágreiningur heima hjá þér en þú nærð að sætta málin. Þú ert góð manneslqa og hef- ur rétta persónuleikann til ao leysa vand © Ljón (23. jútf- 22. ágúst) $ Þú færö einstakt tækifæri á vinnustaðnum sem gæti falið i sér auka pening. Ef þú ert að biða eftir tölvu eða einhverjum samskiptagræjum þá þarftu ekki að biða of lengi. V Þú ert tilbúin/n fyrir ástarævintýri og þú nýt- ' ess i botn. Njóttu allrar athyglinnar sem þú færð og ekki hika við að segja hvað þér finnst. 0 Meyja (23. ágúst-22. september) 4 Þú færð fullt af tækifærum sem þér finnast öll jafn spennandi en þú þarft að gera upp hug þinn er betra að taka ákvörðun sem fyrst. Þetta minnsta og það er betra að taká ákvörðún sem fyrsl er góður dagur til að hraða málunum, ao m kosti í huganum. V Það verður ekki auðvelt að taka ákvörðun en innan skamms finnurðu út hvað er best fyrir þig. Það væri ekki slæmt ef rétt er að Kate Winslet og Cameron Diaz leiki saman í nýrri mynd sem ber heitið Holiday. Mynd- in verður tekin upp á næsta ári í Bandaríkj- unum og Evrópu og er leikstýrð af Nan- cy Meyers sem leikstýrði myndinni Something’s Gotta Give. Myndin fjall- ar um ameríska konu (leikin af Diaz) sem á í karlavandamálum og hittir aðra konu (leikin af Winslet) sem á í svipuðum vandamálum. ■ ferðalag ©Vog (23. september-23. október) S Þetta er næstum því fúilkominn dágur og þú ert í góðu jafnvægi bæði persónulega og í vinn- unni og þú nýtur þess að vera í kringum fólk í dag. V Margir í kringumþig spyrja sig hvar þú færð alla þessa orku. Dapunnn f dag er einn af pessum dögum þar sem þu hefur enaalausa orku, njóttu dagsins og leyfðu pér að daðra. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Hafðu ekki áhyggjur þó þér fmnist aílt ganga hægt hjá þér í vinnunni þessa stundina, reyndu að- eins betur og allt fer vel að lokum. Reyndu ffekar að byrja á emhverju nýju og viðhalda jákvæðum hugsunum. V Þúþarft að taka einfalda ákvörðun en ein- hverra muta vegna gengur það hægt. Reyndu að fresta því að taka ákvöroun ef þú getur. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) 4» Margir eiga eftir að spyrja þig alls konar ráða í dag. Reyndu að nota tækifænð til að láta fólk fá eott álit á þér og þú munt eignast góða og nýja kunningja. V Jákvæðni þín gerir erfitt fyrir þig að taka ákvörðun sérstaklega á dögum eins oe þessum. Mundu að stundum vinnur iólk og stunaum tapar það og það er ekkert slæmt við það. Maður getur ekki aBtaf unnið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.