blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTM MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöiö Allan og Laufey best Allan Borgvardt og Laufey Ólafsdóttir voru valin bestu leikmennirnir á lokahófi KSÍ Glæsilegt lokahóf Knattspyrnu- sambands íslands var haldið á Broadway, Hótel íslandi á laugardaginn. Þar voru verðlaun- aðir þeir leikmenn, þjálfarar og dómarar sem þóttu skara fram úr á nýliðu sumri í Landsbankadeild karla og kvenna. Leikmenn efstu deildar karla hafa kosið besta og efnilegasta leikmann hvers árs síðan 1984 þegar markvörð- urinn Bjarni Sigurðsson var kosinn bestur og Guðni Bergsson efnileg- astur. í efstu deild kvenna fór kosn- ingin fyrst fram árið 1986. Kristín Arnþórsdóttir úr Val var þá kosin besti leikmaðurinn og Halldóra Gylfadóttir úr ÍA var kosin efnileg- ust. í ár voru Allan Borgvardt, sókn- armaður FH, og Laufey Ólafsdóttir, miðjumaður Vals, valin bestu leik- mennirnir en Allan gekk reyndar til liðs við norska liðið Viking áður en mótinu lauk. Allan skoraði þrettán mörk í þeim fimmtán leikjum sem hann spilaði með íslandsmeisturum FH í Landsbankadeildinni. Þetta er í annað sinn sem hann er valinn bestur en hann fékk einnig þessa nafnbót árið 2003. Laufey skoraði alls tólf mörk í þrettán leikjum með Val í Landsbankadeild kvenna en Valsstúlkur lentu í öðru sæti deildar- innar. Laufey var einnig valinn besti leikmaðurinn í fyrra. Hörður og Gréta efnilegust Hörður Sveinsson, framherji Kefl- víkinga, og Gréta Mjöll Samúelsdótt- ir, framherji Breiðabliks, voru valin efnilegust í Landsbankadeildunum í ár. Hörður skoraði níu mörk í sautj- án leikjum fyrir Keflvíkinga en hann er einnig fastamaður í U-21 árs lands- liði okkar Islendinga. Gréta skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum með Breiðabliki í sumar en hún gat ekki tekið við verðlaunum sínum þar sem hún er í Bosníu/Herzegóvínu þar sem U-19 ára landslið Islendinga er að leika í undankeppni EM. Gréta fór á kostum ytra en hún skoraði sjö mörk í þremur leikjum og átti stór- an þátt í því að ísland komst áfram úr riðlakeppninni. Lið ársins Fimm FH-ingar, fjórir Valsmenn og tveir Fylkismenn skipa lið ársins í Landsbankadeild karla í ár auk þess sem þjálfari ársins var valinn Ólaf- ur Jóhannesson, þjálfari FH, þriðja árið í röð. Lið ársins er skipað þeim Daða Lárussyni (FH), Guðmundi Sævarssyni (FH), Auðuni Helgasyni (FH), Grétari Sigfinni Sigurðssyni (Val), Bjarna Ólafi Eiríkssyni (Val), Matthíasi Guðmundssyni (Val), Baldri Aðalsteinssyni (Val), Viktori Bjarka Arnarsyni (Fylki), Helga Val Daníelssyni (Fylki), Tryggva Guð- mundssyni (FH) og Allan Borg- vardt (FH). Sex Blikastúlkur eru í liði ársins í kvennaboltanum og auk þess þrjár frá Val, ein frá KR og ein frá IBV. Þjálfari ársins er Úlfar Hinriksson þjálfari Breiða- bliks sem varð Islands-og bikar- meistari. Lið ársins er skipað þeim Þóru B. Helgadóttur (Breiðabliki), Ástu Árnadóttur (Val), Bryndísi Bjarnadóttur (Breiðabliki), Guð- rúnu Sóeyju Gunnarsdóttur (KR), Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur (Breiðabliki), Eddu Garðarsdóttur (Breiðabliki), Ernu B. Sigurðardótt- ur (Breiðabíiki), Hólmfríði Magnús- dóttur (ÍBV), Laufeyju Ólafsdóttur (Val), Margréti Láru Viðarsdóttur (Val) og Grétu Mjöll Samúelsdóttur (Breiðabliki). Mafían best Stuðningsmenn FH voru valdir stuðningsmenn ársins 2005 í Lands- bankadeild karla. Mafían, eins og stuðningsmennirnir eru yfirleitt kallaðir, hlaut verðlaunin annað ár- ið í röð en verðlaunin hafa aðeins verið veitt i tvö ár. Þeir hlutu einn- ig verðlaun fyrir að vera stuðnings- menn 7.-12. umferðar og 13.-18. í sum- ar en stuðningsmenn Keflavíkur voru stuðningsmenn 1.-6. umferðar. Auk frábærs stuðnings í allt sumar fengu þeir mikla athygli fyrir að vera fyrstir hér á landi til að útbúa svokallaða mósaíkmynd með pappa- spjöldum fyrir leik liðsins gegn Val þar sem FH tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn. Kristinn besti dómarinn Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn í Landsbankadeildinni á lokahófi KSÍ á Broadway. Kristinn, sem er einn reyndasti dómari okkar íslendinga, fékk einnig þessi verð- laun árið 2003. Kristinn var valinn besti dómari 1.-6. umferðar og 7.-12. umferðar í Landsbankadeildinni í sumar af fjölmiðlamönnum og því bjuggust nokkuð margir við því að hann hreppti verðlaunin sem varð og raunin. Verðlaunahafar: Bestur: Allan Borgvardt Best: Laufey Ólafsdóttir Efnilegastur: Hörður Sveinsson Efnilegust: Gréta Samúelsdóttir Dómari: Kristinn Jakobsson Stuðningsmenn: FH Chelsea burstaði Liverpool á Anfield Chelsea-menn sýndu mátt sinn og megin þegar þeir burstuðu Liverpool á Anfield Road í gær. Evr- ópumeistararnir fengu á sig fjögur mörk gegn Englandsmeisturunum sem hafa nú unnið alla átta leiki sína í deildinni, skorað i þeim átj- án mörk, fengið á sig tvö og hafa níu stiga forystu á Charlton sem er í öðru sæti. Djimi Traore var söku- dólgurinn í fyrsta markinu þegar hann missti boltann klaufalega og straujaði svo Didier Drogba inni »• í vítateignum og Frank Lampard skoraði úr augljósri vitaspyrnunni. Lampard fékk gult spjald fyrir fagn- aðarlæti sín sem hann beindi að stuðningsmönnum Liverpool eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ste- ven Gerrard gaf heimamönnum von þegar hann jafnaði metin eftir horn- spyrnu en vendipunkturinn í leikn- um var mark Damien Duff rétt fyrir hálfleikinn eftir að Didier Drogba hafði leikið á Sami Hyypia og hrein- lega skilið hann eftir eins og skóla- strák. Joe Cole skoraði svo þriðja markið eftir góða rispu frá Drogba sem skaut misheppnuðu skoti sem Cole setti auðveldlega yfir línuna. Vörn Liverpool gleymdi sér svo al- gjörlega á lokamínútunum þegar Drogba fékk langt innkast upp völl- inn, sendi fyrir þar sem Arjen Rob- ben framlengdi boltann á Geremi sem skoraði og innsiglaði glæstan sigur Chelsea. Eiður Smári Guðjohn- sen var ekki í leikmannahópi Chels- ea að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir handarbrot sem hann varð fyrir á æfingu í síðustu viku. Við eigum skilið meiri virðingu „Við eigum skilið meiri virðingu en við fáum, ekki frá Liverpool heldur fólki almennt," sagði Jose Mourinho stjóri Chelsea eftir leikinn. „Titil- baráttunni er ekki lokið. Við erum kannski með örlítið fleiri stig en önnur lið en þetta er samt ekki bú- ið. Liðið mitt sýndi mikinn persónu- leika og allt liðið spilaði frábærlega. Didier Drogba var stórkostlegur. Hvernig hann sýndi yfirburði sína var magnað. Við erum núna komnir með átta leiki, átta sigra og með sex- tán mörk í plús í markatölu. Sumt fólk segir að við séum leiðinlegir en það eru bara trúðar. Það er bara ekki rétt,“ sagði Mourinho að lokum. Loeb varði titilinn rrakkinn Sebastien Loeb varði um helgina heimsmeistaratit- il sinn í rallakstri þegar hann náði öðru sæti í keppninni í Japan á eftir Svíanum Marcus Grönholm. Loeb, sem ekur fyrir Citroen, komst á verðlaunapall í 13 af 16 keppnum á þessu tímabili og er þegar búinn að bæta met með því að vinna átta keppnir á tímabilinu. Síðast vann hann sex keppnir og bætti um betur í ár en hann hefur hlotið 107 stig úr keppnunum þrettán þegar enn eru þrjár keppnir eftir. Grönholm er í öðru sæti með 71 stig. Loeb þufti að ná verðlaunasæti til að tryggja sér titilinn en Norðmaðurinn Petter Solberg á Subaru leiddi keppnina í Japan þar til á 24. sérleið þegar hann keyrði á grjót og þurfti að hætta keppni. Ástralinn Chris Atkinson endaði svo í þriðja sæti. Loeb er annar Frakkinn til að verða heims- meistari í rallakstri en árið 1994 varð Didier Auriol meistari. Hann er svo fjórði maðurinn til að verja tit- ilinn á eftir Finnunum Juha Kankk- unen (1986/87) og Tommi Makinen (1996/99) og ítalanum Massimo Bi- asion (1988/89). „Ég varð að klára þetta" „Til að vera hreinskilinn þá var mér alveg sama hvort ég endaði í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í keppninni - ég vildi bara verða heimsmeistari,“ sagði Loeb eftir rallið. „Ég vildi ekki blandast í titilbaráttuna við Pett- er og Marcus því þá hefði ég orðið ansi pirraður út í sjálfan mig ef þeir hefðu verið á hælunum á mér og ég hefði gert einhver mistök.“ Solberg var mjög vonsvikinn að missa af fyrsta sigrinum sínum síðan í Mexí- kórallinu í mars en segir að hann hefði hreinlega neyðst til að hætta keppni eftir að hafa skemmt fjöðr- unarbúnaðinn i bíl sínum: „Við gát- um bara ekki forðast grjótið, það var alveg í akstursstefnunni,“ sagði sárs- vekktur Solberg. „Þetta gerðist svo hratt og þannig var það bara. Ég er gjörsamlega miður mín. Ég hef ekk- ert meira um málið að segja.“ 1 fi Á I 1 L1 _ .. A0 1 F| KSLOKUIVI Knattspyrnusérfræðingarnir Willum og Gummi Torfa fara yfir mestu tilþrifin í KVÖLD KL 21 00 ásamt mistökunum sem áttu sér stað í leikjum helgarinnar. 1 11 - ■ « * • * * ■ I m f TRYGGÐU PER ASKRIFT | m-mmm mm m mm ^ 'W í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS f’-lljfff Q V, EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. B O L T 1 N N

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.