blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 32
32 i MENNING MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaðið Konurnar i lííi Mozarts Bók um konurnar í lífi Moz- arts er að fá gríðarlega góða dóma í Bretlandi. Bókin heit- ir Mozart’s Women: His Family, His Friends, His Music og er eftir Jane Glover. Bókin þykir varpa nýju ljósi á Mozart, snillinginn sem menn hafa oft átt erfitt með að átta sig á. Dómar í Sunday Times og Guardian hafa verið einstaklega lofsamlegir. Leikarinn og rithöfundurinn Sim- on Callow skrifar dóminn í Guardi- an og á vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Sterkar konur Höfundurinn, Jane Glover, er hámenntuð tón- listarkona. Hún segir Mozart vera mesta tónsnilling sem heimurinn hefur átt. Skoðun sem margir munu eflaust deila með henni. I bók hennar kemur fram að fjölskyldan var þungamiðjan í lífi Mozarts, í byrjun fjölskylda hans sjálfs og síðan fjölskylda eiginkonu hans, en ekki síður listamenn og fjölskyldur þeirra. Glover fjallar um óperur Mozarts með tilliti til kvenhlutverka þeirra en Moz- art samdi margar frægustu aríur sínar sérstaklega fyrir ákveðnar söngkonur, sem fá mikið rými í bókinni. Simon Callow segir í dómi sínum að höfundur hafi dásamlegt auga fyrir smáatriðum og búi yfir skemmtilegu samblandi af ímyndunarafli og innsæi þeg- ar kemur að því að lýsa lífi kvennanna í lífi Mozarts. Móðir Mozarts Mar- ía Anna, systir hans Nannerl og eiginkona hans Constanze eru í forgrunni bókar- innar. Ýmislegt miður fallegt hefur verið sagt um Constanze en í þessu verki birtist hún sem kvenhetja. Fæst- ir ævisagnahöfundar Mozarts hafa veitt móður snillingsins athygli en þarna er dregin upp áhugaverð mynd af konu sem átti óvenjulegt líf vegna tveggja barna sinna sem höfðu óvenjulega hæfileika. Systir í skugganum Systir Mozarts, Nannerl, var hæfileikamikil tónlistarkona en þegar afburðahæfileikar bróð- ur hennar komu í ljós féll hún í skuggann. Eftir lát móður sinnar kom í hennar hlut að sjá um nöld- ursaman föður þeirra systkina meðan Mozart var á sífelldum ferðalögum vegna starfa sinna. Hún giftist ekkjumanni sem átti ellefu börn sem höfðu andstyggð á henni og bjó í afskekktum bæ og fékk ekki að nýta hæfileika sína. Calow segir í dómi sínum að bók Jane Glover sé í stíl Mozarts - frá- bær, fyndin, furðuleg og falleg. Höf- undurinn hafi, rétt eins og Mozart, sterka tilfinningu fyrir því leikræna og dramatíska. ■ HERMANN JÓNSSON [ STANDKLUKKUR í MIKLU ÚRVALI Bjóðum upp á vaxtalaust VISA/EURO Myndskreyttur Da Vinci lykill Bókaforlagið Bjartur hef- ur gefið út spennusöguna Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown í sérstakri myndskreyttri útgáfu Auk texta sögunnar, í íslenskri þýðingu Ástu S. Guðbjartsdótt ur, eru í bókinni yfir 150 litljósmyndir af málverkum, högg- myndum, bygging- um og stöðum sem við sögu koma. Da Vinci lykillinn er bæði óvenju- lega spennandi og fræðandi lesning en um leið hefur verkið vakið upp mikla umræðu um trúarbragða- sögu, stöðu kvenna innan kirkjunn- ar og list Leonardos da Vinci, svo aðeins fáein atriði séu nefnd. Um þessar mundir er verið að gera kvikmynd eftir bókinni með Tom Hanks, Audrey Tautou og Jean Reno í aðalhlutverkum og verður myndin frumsýnd í maí. Da Vinci lykillinn hefur verið langsöluhæsta skáldsaga heimsins síðustu misseri. Hún hef- ur setið í efstu sætum metsölulista The New York Times undanfarnar 133 vikur, eða frá útgáfudegi í mars 2003. Um mitt sumar 2005 höfðu selst 34.809.363 milljón- ir eintaka af hefðbundn- um útgáfum af bókinni á heimsvísu og þar að auki hafa seist tæpar 2 milljónir eintaka af myndskreyttu útgáfunni sem nú er að koma út hér á landi. Hr. Ferdinand, dótt- urfélag Bjarts í Danmörku, gaf myndskreyttu útgáfuna af Da Vinci lyklinum út í júní og hafa selst um 15.000 eintök af henni þar á undanförnum mánuð- um. Bókin sat á tímabili í þriðja sæti danska metsölulistans, næst á eftir hefðbundnu útgáfunni af Da Vinci lyklinum og Englum og djöflum eftir Dan Brown, en þær hafa sam- tals selst í 450.000 eintökum í Dan- mörku. Bjartur gaf Da Vinci lykil- inn upphaflega út á íslensku haustið 2003 og Engla og djöfla út ári síðar. Samtals hafa selst af þessum bókum 35.000 eintök hér á landi. Myndskreytta útgáfan af Da Vinci lyklinum er kjörgripur, bæði fyrir þá sem enn eiga eftir að lesa bókina og eins hina sem vilja eiga hana í þessari eigulegu útgáfu. ■ Myndir frá Grœnlandi Friðrik Á. Brekkan mun sýna Ijósmyndir frá Austur-Grænlandi næstu tvær vikurnar á Hótel Geysi í Haukadal. Sýningin stendur til mánudagsins 10. október. Skáldsaga mn sakamál í næsta mánuði verða Booker verð- launin veitt í Bretlandi. Baráttan er talin standa milli Julian Barnes og bókar hans Arthur and George og Kazuo Ishiguro sem er höfund- ur skáldsögunnar Never Let Me Go. Barnes hefur hlotið mikla athygli og lof fyrir Arthur and George sem er tíunda skáldsaga hans og byggir á sönnum atburðum. Þar segir frá rannsókn Art- hur Conan Doyle á sakamáli en Doyle er eins og kunnugt er höfundur Sherlock Holmes sagnanna. Julian Barnes. Hreppir hann Bookerinn George Edalji var lögfræðingur af indverskum ættum. Hann fékk á sínum tíma sjö ára dóm fyrir misþyrmingu á dýrum en var látinn laus eftir þrjú ár vegna þrýstings frá almenn- ingi. Doyle las frásögn hans í dagblaði, fyllt- ist áhuga á málinu og hóf rannsókn á því. Doyle skrifaði um málið í blöð og gaf út varnarrit um málið. Dagblöð sögðu að engu væri líkara en að Sherlock Holmes hefði kom- ið Eliah til varnar Barnes, sem las Sherlock Holmes bækurnar í æsku, segist að hluta hafa skrifað verkið vegna þess að þetta gamla og merkilega sakamál hafi fallið í gleymsku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barnes skrifar saka- málasögu því hann skrifaði á sínum tíma nokkrar slíkar bækur undir dulnefninu Dan Kavanagh Barnes er 59 ára gamall. Síðustu sjö árin hefur hann ekki lesið gagn- rýni um verk sin. Hann segist hafa hætt þar sem hann varð engu nær eftir að hafa lesið umsagnir um bækur sínar. Hann ætti að íhuga að leggja þann sið af því dómarnir um þessa bók hafa verið hástemmdir. íár?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.