blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 16
16 I ÝMISLEGT MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MaAÍÖ Kanadíski leikstjórinn Velcrow Ripper á kvikmyndahátíðinni Heimspeki vonarinnar Kanadíski leikstjórinn Velcrow Ripper var viðstaddur sýningu á heimildarmynd sinni Scared/Sa- cred í Háskólabíói sl. föstudag á vegum Alþjóðiegu kvikmyndahá- tíðarinnar í Reykjavík. Myndin, sem fjallar um leitina að voninni á stríðshrjáðum landsvæðum, er sú fimmta sem hann leikstýrir. Áður hefur hann gert myndirn- ar The Road Stops Here: The Walbran Valley (1991), Leave me Alone Don’t Ever (1993), Bones of the Forest (1993) og In the Company of Fear (1998). Ripper hefur einnig séð um hljóðvinnslu í öðrum myndum og er eflaust heimildarmyndin The Corporati- on frá árinu 2003 sú þekktasta af þeim. Hann gaf sér tíma eftir sýninguna að spjalla stuttlega við blaðamann Blaðsins um mynd sína Scared/Sacred, ferilinn og hugsjónir sínar. Meginhugmyndin ábakvið myndina Scared/Sacred er hvernig maðurinn tekst á við ótta og hörmungar sem ýfir hann dynja. Hvernig hægt er að umsnúa hinu illa yfir í skapandi afl sátta og fyrirgefningar. Hinn rauði þráður myndarinnar er byggður á hugleiðsluaðferð tíbeskra munka, að anda að sér hinu illa og anda frá sér hinu heilaga og hafa þannig græðandi áhrif á umhverfi sitt. I myndinni heimsækir Ripper svæði sem hafa orðið svið átaka, svæði á borð við Afganistan, Sarajevó, ísra- el, Kambódíu og New York eftir árásirnar 11. september 2001. Hann segir sögu fólks sem hefur upplifað hörmungar og hvernig það hefur tek- ist á við þær. Það er sögð saga ísra- elskrar móður sem missti son sinn fyrir hendi palestínskra vígamanna og hvernig hún í kjölfarið hefur náð sáttum við þennan missi. 1 stað þess að leita hefnda og láta undan reið- inni hefur hún gengið í samtök fólks frá Israel og Palestínu sem vilja stöðva átökin og leita sátta. I mynd- inni einnig sögð saga listamanna í Sarajevó sem flúðu á náðir listarinn- ar til að sleppa undan þrúgandi til- veru stríðs og hörmunga. Ur dauða varð sköpun. Rannsóknarvinna Ripper segir að það versta sem fólk gerir sem upplifir hörmungar sé að þegja. Það á, að hans mati, þvert á móti að leitast við að segja sögu sína til að við hin getum lært af henni. „Allt fólkið sem kemur fram í mynd- inni eru manneskjur sem hafa lifað af hörmungar. Það vildi segja mér sögu sína því fyrir því var það leið til að græða sárin. Mér var því ávallt tekið vel í öllum þeim samfélögum sem ég heimsótti við gerð myndar- innar. Oftast var það nóg fyrir mig að ná sambandi við einn einstakling í hverju samfélagi fyrir sig því í kjöl- farið opnuðust dyrnar að því. Stund- um, eins og t.d. í flóttamannabúð- um í Afganistan, heyrði ég ákveðna sögu og elti hana án þess að vita ná- kvæmlega hvort ég kæmist einhvern tímann að rótum hennar. Ferðin, eða leitin sjálf, opnaði svo dyrnar að enn fleiri sögum. Þannig virkar stundum heimildarmyndagerð. Þú ert eins og rannsóknarmaður sem eltist við hverja vísbendingu sem rekur á fjörur þínar. Við gerð þessar- Velcrow Ripper við tökur á Scared/Sacred ar myndar fór ég á einhverja þrjátíu staði víðs vegar um heiminn á yfir fimm árum og á öllum þessum stöð- um fann ég sögur um baráttu og von sem þessi mynd fjallar í meginatrið- um um.“ Þríleikurinn Scared/Sacred er fyrsta myndin í áætluðum þríleik Ripper sem á að takast á við heiminn sem við búum í, í stóru samhengi. Að sögn Rippers hófst undirbúningur fyrir þennan þríleik árið 1995 og hann gerir ráð fyrir að síðasta myndin muni koma út í kringum árið 2012. „Allar mynd- irnar eiga að einblína á eitt ákveðið þema. I Scared/Sacred vinn ég út frá voninni, í næstu mynd Fierce Light mun ég reyna að tvinna sam- an hinu andlega og því að taka pól- itíska afstöðu. Sjálfur hef ég alltaf skilið á milli þess andlega og pólitík- ur í sjálfum mér og ég er því mjög spenntur fyrir því að sjá hver niður- staðan verður þegar þessum tveim- ur hlutum er skeytt saman. Þriðja myndin mun svo kallast Evolve or disolve og mun fjalla um það hvern- ig ábyrgðarleysi mannsins gagnvart umhverfi sinu gæti snúist upp í and- hverfu sína og leitt að lokum til ein- hvers góðs. Ég trúi því t.d. að hinn vestræni maður gæti þurft í kjölfar hvers konar hörmunga að endur- skoða og endurmeta lífsviðhorf sín. Það gæti svo leitt til þess að við mun- um taka eitt skref áfram í þróuninni til hins betra. Margir mundu eflaust halda að eftir að hafa heimsótt alla þessa hörmungastaði mundi ég ein- faldlega sökkva í þunglyndi. En hið gagnstæða hefur átt sér stað og trú min á mannkynið hefur vaxið,“ seg- ir Ripper og bætir við að þó að hann sé að vissu leyti að sýna mátt fyrir- gefningar sé hann ekki að segja að réttlætið eigi ekki að hafa sinn gang. Hann vill meina að sú reiði sem fórn- arlömb upplifa sé orka sem hægt sé að nota á uppbyggilegan hátt með því að umbreyta henni. Sé reiði not- uð til hefndar er hætt við að mann- eskjan loki sjálfa sig inni og ákveðin afneitun myndast. Tjáning og fyrir- gefning sé aftur á móti betri þar sem hún knýr manneskjuna til að takast á við afleiðingarnar en ekki fram- lengja þjáninguna. Hamingjusnauð tilvera Ripper verður tíðrætt um ákveðna firringu í hinum vestræna heimi. Hann segir að hinn vestræni maður lifi hálf gildislausu lífi og sé orðinn dofinn fyrir umhverfi sínu. „Samfé- lag okkar einkennist af hamingju- snauðri efnis-, einstaklings- og neysluhyggju. Tölfræði sýnir að í hinum vestræna heimi hefur óham- ingjusömum einstaklingum fjölgað. Fólk sem lifir í sárri fátækt á Ind- landi leggur t.d. mun meiri áherslu á fjölskylduna, samfélagið og andleg gildi. Þó fátæktin vegi sterkt þá er þettafólk samt sem áður er í meginat- riðum hamingjusamara en við sem höfum nánast allt til alls.“ Ripper segir að boðskapur myndarinnar sé ekki miðaður við ákveðin þjóðfélög eða svæði og þannig gætu lslending- ar hæglega tekið hann til sín og lært af honum. „Við tilheyrum öll sam- félagi mannanna. Við verðum að skilja þjáningar annarra til að öðlast frekari skilning á okkur sjálfum og uppgötva okkar eigin veikleika. Það er hættulegt að loka á þá vitneskju og við þurfum að vita að það er fólk sem þjáist hvern einasta dag.Við eig- um ekki að vera hrædd við þá vitn- eskju. Sumt fólk getur ekki höndlað þessa staðreynd og lokar sig inni í litlum vernduðum heimi. En ef við opnum augu okkar fyrir vandanum, hvar sem við erum stödd í heimin- um, þá eru meiri líkur á þvl að við getum lagt hönd á plóginn. Hjálpað til við að umsnúa hatri yfir í fyrir- gefningu og uppbyggingu." hoskuldur@vbl. is Myndin Scared/Sacred tekst m.a. á við manninn andspænis eyðandi öflum Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Einsleit kvikmyndamenning á Islandi Nú er gósentíð fyrir kvikmynda- unnendur því önnur Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett á fimmtudagskvöld- ið. Á hátíðinni er mikið úrval erlendra mynda og ætti því að vera auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, spjaliaði við Blaðið um hátíðina og íslenska kvikmyndamenningu. Hrönn segir að hátíðin í ár sé mun stærri en í fyrra enda var hún und- irbúningshátíð. „1 fyrra héldum við litla hátíð í nóvember sem við köll- uðum undirbúningshátíð og hún var um afmarkað efni. Við sýndum myndir eftir Islendinga sem eru búsettir í útlöndum. Hátíðin í ár er miklu viðameiri og stærri enda erum við að sýna yfir fimmtíu kvik- myndir." Hrönn finnst sem kvik- myndamenningin hafi verið einsleit á Islandi undanfarin ár. „Það sem vakir fyrir okkur er að bjóða fólki að sjá myndir sem koma frá öðrum löndum en vanalega. Okkur finnst úrvalið hafa verið ansi einsleitt hér, bæði í kvikmyndahúsum og kvik- myndahátíðum. Það er verið að gera frábærar kvikmyndir í öðrum lönd- um líka. Við erum Evrópubúar og ættum að fá tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð." Styrkir íslenskan kvikmyndaiðnað Samkvæmt Hrönn þá gerir svona hátíð heilmargt fyrir menningu Reykjavíkur og jafnvel kvikmynda- iðnaðinn. „Svona kvikmyndahátíð bætir kvikmyndamenninguna og styrkir íslenskan kvikmyndaiðnað vegna þess að við erum að flytja hingað myndir sem eru framúr- stefnulegur. Þetta er því fræðandi fyrir kvikmyndagerðarmenn og al- menning. Síðan erum við búin að skipuleggja námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur í kringum hátíðina og þá getur íslenskt kvikmyndagerðarfólk, áhugamenn, sérfræðingar og allir sem áhuga hafa sótt þessi námskeið. Hér verður því einhvers konar þekk- ingarsmiðja sem hægt er að byggja á og bæta íslenska kvikmyndagerð og menningu.1' Dagskrárstjóri með áralanga reynsiu Aðspurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að velja myndir segir Hrönn það af og frá. „Það var ekki erfitt að velja þessar myndir því það er til alveg ógrynni af margverðlaun- Hrönn Marfnósdóttir uðum kvikmyndum sem koma ekki hingað því markaðurinn hefur ver- ið svo einhæfur. Við höfum verið að undirbúa þetta í eitt ár og höfum fylgst vel með því sem er að gerast á erlendum kvikmyndahátíðum. Við réðum Hka til okkar sérlegan dagskrárstjóra sem hefur margra áratuga reynslu af því að velja kvik- myndir á hátíðir og heitir Dimitri Eipides. Hann stýrir flokknum Vitr- anir á hátíðinni og það má segja að þetta séu hans uppáhaldsmyndir. Hann hefur sérhæft sig í því að hafa upp á hæfileikaríkum leikstjórum sem hann hefur trú á að eigi eftir að ná mjög langt." svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.