blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöiö Steingrímur Hermannsson um Framsóknarflokkinn, viðskiptablokkir og Davíð Oddsson Sakna hugsjónanna „Ég get ekki neitað því að ég hef áhyggjur af stöðu Framsóknar- flokksinssegir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra. „Þegar ég ólst upp í Framsóknarflokknum heyrði ég mikið talað um félagshyggju, samhjálp og velferðarkerfi sem byggði á félagshyggju. Þessi orð heyrast varla nefnd í dag. Ég spyr mig stundum: Hver er hug- sjónin? Hugsjónina vantar ekki bara hjá Framsóknarflokknum heldur einnig hinum flokkunum. Ég finn enga aðra hugsjón hjá Sjálfstæðisflokknum en frjáls- hyggjuna og hjá Samfylkingunni veit ég ekki hver hún er. í raun og veru finnst mér Vinstri-grænir vera eini flokkurinn sem hefur ákveðnar hugsjónir. Þeir byggja á félagshyggju og samhjálp og ég ber virðingu fyrir því. Gallinn á þeim er, að þeir hafa ekki breyst með tímanum. Þeir hafa staðnað.“ Hvar hefur Framsóknarflokknum mistekist? ,Það hafa orðið mistök sem ég á erf- itt með að sætta mig við, eins og í íraksmálinu. Ein grundvallarstefna Framsóknarflokksins hefur verið að þjóðin ætti að halda sig utan ófriðar. Þeirri stefnu flokksins hefur verið gjörbreytt. í byrjun hafði HalldórÁs- grímsson þá skynsamlegu stefnu að ekki ætti að ráðast inn í írak nema til kæmi ný ályktun Sameinuðu þjóð- anna. Á einum morgni hvarf hann frá þeirri stefnu. Davíð Oddsson fór ekki leynt með þá skoðun sína að Is- lendingar ættu að fylgja Bandaríkja- mönnum í ákvörðun þeirra. Mér finnst ég síður geta áfellst Davíð en Halldór að því leyti að Davíð var staðfastur í skoðun sinni. Mér finnst Framsóknarflokk- urinn hafa verið um of verkfæri Sjálfstæðisflokksins. Það var Al- þýðuflokkurinn á sínum tíma líka. Þegar ég var forsætisráðherra var ég því mjög feginn að vera forsætis- ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Þannig náðist visst jafnvægi milli flokkanna tveggja. Það var allerfitt en ég held að okkur framsóknarmönnum hafi tekist á þeim tfma að sporna gegn tilhneig- ingu sjálfstæðismanna til að inn- leiða frjálshyggjuna, sem var mjög vafasöm á þeim verðbólgutímum. Sumir halda að vinstri stjórnin 1988-1991 hljóti að hafa verið mjög erfið stjórn þvi hún var samsett úr nokkrum flokkum, en það var lang- besta ríkisstjórn sem ég hef setið í. Þetta var mikil vinna, ég var á stöð- ugum fundum en málin leystust alltaf. Ég fann að í rauninni var það oft til bóta að samræma ólík sjónar- mið því venjulega kom eitthvað gott út úr því að lokum. Þetta var mjög skemmtileg ríkisstjórn og mönnum lynti vel. Ríkisstjórnin með Sjálf- stæðisflokknum var af allt öðrum toga. Þar unnu andstæðingar sam- an af illri nauðsyn. Flest af því var prýðilegt fólk en andrúmsloftið var allt annað en í vinstri stjórninni." Halldór ekki maður fjöidans Heldurðu að Framsóknarflokk- urinn ætti að fara í stjórnarand- stöðu eftir nœstu kosningar? „Ég held að það geti verið honum hollt að fara í stjórnarandstöðu í ein- hvern tíma. Hann þarf að skoða sín mál vel og finna hugsjón til að styðj- ast við og standa við. Ég neita því ekki að ég hef alltaf verið hlynntur miðju-vinstri stjórn og tel hana hent- uga fyrir okkar litla þjóðfélag, sem þarf að sigla ansi vel á milli skers og báru í því stóra alþjóðlega samfélagi sem við erum í. Ég veit ekki hvort ég myndi segja nei við góðri vinstri stjórn.“ Þá hugsanlega undirstjórn Ingibjarg- ar Sólrúnar? „Ég hef mikið álit á Ingibjörgu Sól- rúnu en fannst hún gera mistök þeg- ar hún hvarf úr borgarstjórastólnum svo skyndilega og bauð sig fram sem forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar. Mér fannst hún skemma fyr- ir sér með því og ég held að hún sé enn að gjalda þess að vissu leyti. En hún stóð sig vel sem borgarstjóri og ég held að hún myndi gera það líka sem forsætisráðherra." Halldór Ásgrímsson virðist ekki vera sterkur forscetisráðherra. Hvað hefur farið úrskeiðis hjá honum? „Þetta er erfið spurning. Ég get full- vissað þig um það að Halldór er mjög traustur maður sem stendur við orð sín. Ég veit ekki um annan mann sem hefur leyst verkefni sín jafn vel af hendi og Halldór gerði fyr- ir þingflokkinn í minni tíð. Halldór hefur hins vegar aldrei verið maður fjöldans. Hann hefur aldrei átt auð- velt með að þola andstöðu og aðrar skoðanir en sf nar eigin. Ég er hrædd- ur um að hann safni í kringum sig of mörgum já-mönnum. Það vantar efasemdarmennina, gagnrýnend- urna. Þetta held ég að sé hans stærsti veikleiki. Halldór skortir að geta talað við þá sem eru honum að einhverju leyti andsnúnir, hlustað á sjónarmið þeirra og lært af því. Ég hef á tilfinn- ingunni að æði mörg mál hafi verið afgreidd eins og Iraksmálið án þess að Halldór hefði samráð við sína samstarfsmenn. Það er mjög slæmt. Mjög slæmt.“ Neitaði aldrei mistökum Skiptir máli fyrir stjórnmála- mann að hafa útgeislun? „Ég held að útgeislun skipti mjög „Ég er enginn andstæðingur Baugs en mér finnst Baugsveldið orðið hættulega stórt." VERÐLISTINN ÚTSÖLUMARKAÐUR Opið 12-18 2.HÆÐ EXO DALIA FAXAFEN 12 UTSOLUMARKAÐUR Verðlistans er í Fákafeni 9, efri hæð Sólarlandafarar, gerið góð kaup á sumarfatnaði —VEPÍdistiniL v/Laugalæk • sími 553 3755 Opið kl. 12-18 j mán.-föstud.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.