blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 37
blaðið MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Morgunverður/Brunch Mán-fös frá 08:00 til U:30 Lau-sun frá 09:00 til 15:00 O L 1 V G R www.cofeoliver.is Forsetinn á Alþingi Mér skilst að nær öll fyrirmenni eigi sína ræðusmiði. Ekki veit ég hvort sú er raunin með forseta Islands. Mér er nær að ætla að hann semji sínar ræður sjálfur enda virðist hann ekki vera maður sem lætur aðra tala fyrir sig. Allavega veit ég að hann fer létt með það að flytja ræður. Ekki er svo ýkja langt síðan ég hlustaði á hann halda blaðalausa ræðu á Bessastöð- um í boði fyrir erlenda rithöfunda, sem urðu stórhrifnir. En semsagt, ég hlustaði á ræðu forsetans við setn- ingu Alþingis. Það var góð ræða. Af því að ég er svo dramatísk beið ég eftir því að forsetinn legði út af Baugsmálinu og reyndi að lægja öld- ur. Ekki varð ég vör við að hann viki að því máli og sennilega hefur það verið skynsamlegt hjá honum. Þegar ég hlustaði á ræðu forsetans hugsaði ég með mér hversu undar- legt það virðist nú að menn umturn- uðust á sínum tíma við tilhugsunina að Ólafur Ragnar yrði forseti. Ein- staka sinnum hitti ég fólk sem enn er að ergja sig yfir þessu en því fer þó mjög fækkandi með árunum og geðofsaköstin eru ekki eins stórbrot- in og áður var. Þeir sem froðufelldu sem mest virðast búnir að jafna sig að mestu leyti og er það vel. Forsetinn bar mikið lof á Davíð Oddsson. Mér finnst alltaf nokkuð stórmannlegt þegar menn hrósa and- stæðingum sínum eða keppinautum. Það sýnir allavega að menn eru ekki smásálir. Fátt er jafn aumlegt og smásálarskapur. Þegar forsetinn hafði svo lokið ræðu sinni skimaði ég yfir þingsal- inn í leit að alþingismönnum sem gætu hugsanlega haldið jafn góðar ræður og forsetinn. Ég fann tvo. kolbrun@vbl.is 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 21.15 Lögreglustjórinn (The District III) 22.00 Tíufréttir 22.20 Karníval (1:12) (Carnivale II) Bandariskur myndaflokkur. Ben Hawkins á enn í baráttu við bróður Justin og heldur för sinni áfram með farandsirkusflokknum þar sem undarlegt fólk er saman komið. Meðal leikenda eru Michael J. Anderson, Adrienne Barbeau, Clancy Brown. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.15 Spaugstofan Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og örn sprella og spauga og sýna áhorfendum samtimaviðburði frá nýjum og óvenjulegum sjónarhornum. Björn Emilsson stjórnar upptökum. e. 23.40 Ensku mörkin Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum slðustu umferð- ar 1 enska fótboltanum. e. 00.35 Kastljósið 01.00 Dagskrárlok 21:15 Jamie Oliver (Oiiver'sTwist) (25:26) (Kokkur án klæða) 21:40 Grey's Anatomy (4:9) (Læknalff) Dramatísk þáttaröð um nokkra læknakandidata á sjúkrahúsi í Seattle. Bóklegi hlutinn er að baki en alvaran er rétt að byrja. Þeir hafa ákveðiö að leggja fyrir sig skurðlækningar og fyrsta árið mun reynast þeim mjög erfitt. Meredith Grey tilheyrir þessum hópi og hún finnur fljótt að það er erfitt að vera aðstoðarlæknir og eiga eðlilegt Iff. 22:25 MostHaunted (4:20) (Relmlelkar) 23:10 SilentWitness (3:8) (Þögult vltni) Spennandi sakamálaþættir þar sem meinafræö- In gegnir lykilhlutverki. Nikki Alexander er nýr liðsmaður stofnunarlnnar en Leo og Harry þurfa nú að axla aukna ábyrgð eftir brotthvarf Sam Ryan. Þessa vikuna kemur erfitt mál til úrlausnar og þrfeykið þarf að taka á honum stóra slnum. Aöalhlutverk leika Emilia Fox, William Gaminara og Tom Ward. Bönnuð börnum. 00:00 Eyes (12:12) (A gráu svæði) Dramatískur myndaflokkur. Judd Risk Manage- ment er ekkert venjulegt fyrlrtæki. Harlan Judd og félagar leysa málln fyrir fólk sem af einhverj- um ástæðum vill ekki leita á náðir lögreglunnar. 00:40The Pledge (Loforðið) Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Patricia Clarkson, Beau Daniels, Benicio DelToro. Leikstjóri: Sean Penn. 2001. Stranglega bönnuð bömum. 02:40 Kóngur um stund (8:16) 03:10 Fréttir og fsland í dag 04:30 Island f bitið 06:30 Tónlistarmyndbönd frá PoppTÍVí 21:00 Survivor Guatemala 22:00 C.S.I. Bandarfskir þættir um störf rannsóknardeildar Las Vegas borgar. Warrick rannsakar morð þar sem lýt- ur út fyrir að morðinginn hafi verið f hjólastól. Það er rólegt að gera hjá næturvaktinni og þau ákveða 23:35 C.S.I: New York (e) Háttsettur rannsóknarlögreglumaður er myrtur, Mac og Stella reyna að finna morðingjann.Danny og Aiden rannsaka morð á leigubllsstjóra. 00:25 Cheers - 7. þáttaröð (e) 00:50 Þak yfir höfuðlð (e) 01:00 Óstöðvandi tónlist 22:50 jay Leno 22:00 Liverpool - Cheisea frá 02.10 Leikur sem fram fór I gær. 23:00 Þrumuskot (e) Farið er yfir leiki liðinnar helgar og öll mörkin sýnd. Viðtöl við knattspyrnustjóra og leikmenn. 00:00 Sunderland - West Ham frá 01.10 Leikur sem fram fór síöastliðinn laugardag. 02:00 Dagskrárlok 21.00 Veggfóður 22.00 TheCut (6:13) (Grab People And Tell Them To Take Of All Their..) 22.45 Kvöldþátturinn 23.15 David Letterman 00.00 Frlends3 (19:25) 00.25 Kvöldþátturlnn 21:00 Ensku mörkin 21:30 Spænsku mörkin 22:00 Olíssport 22:30 ftalski boltinn 22:00 Justice (Réttlæti) 00:00 Edges of the Lord (Skjóllð) 02:00Justice (Réttlæti) 04:00 Ambushed (Fordómar) Jerry Robinson er hörundsdökkur lögreglumaður sem er falið að upplýsa morð á Ku Klux Klan með- limi í smábæ í Suðurríkjunum. Aðalhlutverk: William Forsythe, Courtney B. Vance. Leikstjóri: Ernest R. Dickerson. 1998. Stranglega bönnuð börnum. Charlotte Church vill íullt aí börnum Söngkonan Charlotte Church vill helst hætta ferli sínum sem söng- kona og snúa sér að móðurhlutverk- inu. Hún er í sambandi við ruðn- ingsstjörnuna Gavin Henson og er sannfærð um að hún verði frábær móðir. Hún hefur meira segja geng- ið svo langt að segja að hún vilji að barn sitt erfi röddina sína og ruðn- ingshæfileika föður síns. Hún á þó fuílt í fangi þessa dagana með sam- kvæmislífið og margir ættu erfitt með að sjá hana snúa við blaðinu. Hún segir Gavin vera rómantískan en ekki of en að ástin blómstri í sam- bandinu. * Ér Liz Hurley loks á leiðinni að gifta sig? Blaðið Daily Mirror heldur því fram að Liz Hurley sé loks á leiðinni að gifta sig en kærastinn hennar, Ar- un Nayar, er loks að ná fram skiln- aði við fyrrverandi eiginkonu sína eftir að hafa barist fyrir því í tíu ár. Það ætti að ganga í gegn í október og gætum við því búist við því að sjá brúðkaup stuttu eftir það ef allt gengur eftir. Liz Hurley, sem varð fertug í júní, er sögð vera orðin ansi leið á öllu veseninu með skilnaðinn en það er búið að tala um brúðkaup- ið í langan tíma enda ætti þetta að verða sannkallað stjörnubrúðkaup þar sem Victoria Beckham verður brúðarmey. ■ Brynhildur Helgadóttir „Svona um það bil klukku- tíma.“ Vala Dís Birgisdóttir „Ekki nema svona hálftíma.“ Jóhannes Kristinsson „Ég gæti trúað að það væru svona einn og hálfur til tveir tímar.“ Sonja Eggertsdóttir „Svona fjórum tímum.‘ ■ Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í sjónvarpsáhorf? Halldóra F. Sigurgeirsdótt- ir „Tveimur tímum.“ Ragnheiður Á. Sigbjörns- dóttir ,Það er voða misjafnt, frekar litlum. Gæti verið svona tveir, þrír tímar.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.