blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 20
20 I HE!LSA MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöiö Lausnir sem draga úr höfuðverk A6 vera kona f Afrfku er sannarlega hryllilegt hlutskipti. Ein af hverjum átján kon um deyr í barnsnauð -ekki bara alnœmi herjar á Afríku Fjöldi fólks stríðir við slæman höf- uðverk á degi hverjum. Oft þarf ekki að breyta nema litlu til að losna við verkinn. Verkjalyf virka oftast við verknum en margir vilja ekki taka lyf þar sem þau eru sum hver ávanabinandi og geta þess vegna aukið verkinn til langs tíma litið. Höfuðverkur getur ver- ið alls konar og orsakirnar geta verið fjölþættar. Hér koma nokkur ráð fyrir höfuð- kvalið fólk og mígrenisjúklinga: Reynið að finna orsökina. Hún get- ur verið sérstök matartegund eða lykt. Haldið dagbók yfir það sem þið gerir og reynið að breyta einu atriði í í einu. Skráið svo niður hvað það var sem breyttist og hvort það hafði einhver áhrif á höfuðverkinn,. Unnar kjötvörur, mygluostar og hnetur eru allt fæðutegundir sem eru þekktir höfuðverkjavaldar. Það er staðreynd að nálastungur geta verið afar hjálplegar við höf- uðverk og nálastungulæknar geta jafnvel bent þér á það hvað þú gerir vitlaust. Ríbóflavín eða B2 vítamín geta hjálpað til varnar mígrenisköst- um. Rannsókn var gerð á mígrenis- sjúklingum sem tóku B2 vítamín. Eftir þrjá mánuði höfðu köstin minnkað um 50%. Þó að koffein sé talið geta orsakað höfuðverk þá get- ur einn rótsterkur kaffibolli dregið úr honum, allavega til skemmri tíma. Þeir sem drekka kaffi endrum og sinnum virðast líka þjást oftar af höfuðverk en þeir sem drekka reglu- lega kaffi. Náttúrulyf hafa komið sér vel í baráttunni gegn höfuðverk. Hrossa- fífill er notaður í Þýskalandi til að berjast við mígreni þar sem í rótinni er efni sem dregur úr tíðni kasta. Aukaverkun þess að drekka seyði úr hrossafífli gæti hins vegar verið lifr- arskemmdir. Því er verið að þróa lyf úr rótinni sem enga skaðlega verkun hefur. Síðan er um að gera að kíkja í næstu búð sem selur jurtate og jurta- lyf og fá ráðgjöf um það hvaða efni geta dregið úr verknum. Það sem fæstir munu líklega reyna er bótox en það er efni sem sprautað er í andlit til að minnka hrukkur. Lýtalæknir í Bandaríkjun- um fann það út að sjúklingar hans sem höfðu þjáðst af mígreni fengu margfalt færri köst eftir aðgerðina en fyrir hana. ■ Ein af hverjum 18 konum i Nígeríu deyr eftir barnsburð sem er gríðar- lega hátt hlutfall - í Evrópu er hlut- fallið ein á móti hverjum 2.300. Fistula eða fistill er nokkuð sem hefur verið óþekkt í vestrænum löndum í eina öld. Þegar gat mynd- ast milli endaþarmsops og legganga heitir það fistill og gerist þetta við barnsburð hjá konum. Meltingakerfi kvenna og móðurlíf rifnar og þessum konum blæðir oft út. Þær konur sem hafa fengið fistil bera þess oft merki það sem eftir er ævinnar. Þær hafa hvorki stjórn á þvagi né saur þannig að þær einangrast sé ekkert gert. Eig- inmenn margra kvenna yfirgefa þær þar sem þær verða líkamlega og and- lega óhæfar til líkamlegs samræðis. Sameinuðu þjóðirnar telja að á milli 400.000 og 800.000 konur í Nígeríu með fistil hafi ekki fengið viðeig- andi læknishjálp. Þær deyja því oft við eftirköstin ef þær hafa á annað borð lifað fæðinguna af. Einungis átta skurðstofur eru í Nígeríu til að þjóna konum sem eiga við fistil að stríða en Nígería er fjöl- mennasta Afríkuríkið, þar búa 137 milljónir. Fistill er algengari meðal yngri kvenna - allt niður í 12 ára. Fæðinga- vegurinn er enn svo óþroskaður að hann ræður einfaldlega ekki við að koma barni í heiminn, Konur eru því oft í barnsnauð í marga daga og þégar barnið loks þröngva'r sér út er það oftar en ekki látið - og móðir- in í mikilli lífshættu hafi hún lifað kvalirnar af. Fátækt og fáfræði er ein helsta ástæðan fyrir þessu skelfi- lega vandamáli. Konur eiga börnin oft heima og það eykur hættuna á að hvers kyns vandamál komi upp. Skortur á þekkingu og búnaði kem- ur i veg fyrir að fæðingin geti farið fram með eðlilegum hætti. Sam- göngur frá litlu þorpunum til lækna- miðstöðvarinnar eru hræðilegar og bæði konur og börnin þeirra deyja oftar en ekki á leið þangað. Fyrr á árinu var ákveðið að hafa tveggja vikna átak gegn fistli. Á þess- um tveimur vikum komu 600 konur til aðgerðar og miklu fleiri komu en spítalarnir, með sinn nauma mann- skap, hefðu mögulega getað sinnt. Ein ung kona sem sagt var frá - sem ekki er neitt einsdæmi - þurfti að sitja í marga klukkutíma í vagni sem var dreginn áfram af beljum. Á meðan þurfti hún að vera á hækjum sér - barnið sem hún hafði reynt að koma í heiminn í tvo sólarhringa var látið og það sat fast í fæðingaveg- inum, komið hálfleiðina út. Þegar komið var á spítalann tóku við aðrir tveir sólarhringar af kvölum. Þegar sveinbarnið kom loks í heiminn, líf- vana, var stúlkan rifin og þurfti að gangast undir aðgerð við fistli. Margar þessara ungu stúlkna eru ófrískar vegna þess að þær hafa ver- ið giftar í ánauð. Um leið og þær fara að sýna líkamlegan þroska fer fjöl- skyldan að skima eftir maka handa þeim ef þær eru ekki komnar með vonbiðil. Þær fá ekki að sjá makann fyrr en á brúðkaupsdaginn og þá er það oft maður sem er áratugum eldri en þær eða jafnvel eldri frændi sem höfuð ættarinnar vill endilega sjá eignast konu. Þá er vanmáttur unglingsstúlkna notaður í því skyni að skömmin sem fylgir því að eiga ekki konur verði útmáð. Getnaðar- varnir eru ekki notaðar og oft hrein- lega ekki þekktar fyrir utan það að fátæktin er svo mikil að fólk hefði ekki efni á þeim væru þær í boði. Það er sannarlega ekki öfunds- vert hlutskipti að vera kona í Afríku ídag. ■ Pantið núna Frábær verslunarmáti evcrythmg kí bctweení m/f« Yfir 3600 fleiri f wX2iarg2s.cf.uk B. Magnússon Austurhrauni 3,Gbæ s: S5S-2866 www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-14 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR í VERSLUN Swckur*^ >á ho/N^ %■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.