blaðið - 07.10.2005, Side 8

blaðið - 07.10.2005, Side 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaðiö Sífellt fleiri farþegar fara um Keflavík- urflugvöll Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru um 18% fleiri í nýliðnum september mánuði en í sama mánuði í fyrra. í lok september höfðu 1,4 milljónir gesta farið um völlinn frá áramótum sem er u,3% fjölgun. Farþegar á leið til landsins í september voru 65.180 og á leið úr landi 71.675. Áfram- og skiptifarþegar voru um 28.000 í september. Þessar tölu koma fram á heimasíðu Ferðamálaráðs Islands í gær. ■ Framkvæmda- stjóri Lífiðn- ar hættir Friðjón Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Lífiðnar, hefur sagt starfi sínu lausu hjá sjóðnum frá og með 1. október 2005. Þetta kom fram á heimasíðu sjóðsins í gær. Þar segir ennfremur að Friðjón hafi starfað hjá Lífiðn í 7 ár og skili mjög góðu búi. „Lífiðn stendur tryggingarlega fremst meðal líf- eyrissjóðanna. Friðjón tekur við starfi sem framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Sjóvár innan skamms. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri verðbréfafyr- irtækisins Virðingar hf. hefúr verið ráðinn ffamkvæmdastjóri til bráðabirgða til næstu fjög- urra mánaða og hefur hann störf innan skamms" segir í til- kynningu á heimasíðu Lífiðnar. ■ Alþingi: Samfylkingin efins um lækkanir á tekjuskatti? Helgi Hjörvar vekur máls á efasemdum um hyggindi fyrirhugaðra tekjuskattslækkana. Segir stefnu Samfylkingarinnar óbreytta. Athygli vakti í 1. umræðu um fjár- lög á Alþingi, að Helgi Hjörvar, 5. þingmaður Norður-Reykjavíkur fyrir Samfylkinguna, vék að fyrir- huguðum lækkunum á tekjuskatti og dró hyggindi þeirra í efa. Þótti sumum, sem þar bæri á breyttum áherslum flokksins í skattamál- um, en í samtali við Blaðið segir Helgi svo ekki vera. „Ég var ekki að leggja neinar línur í ræðunni og stefna flokksins er óbreytt. Ég var einungis að vekja athygli á spurn- ingum, sem fram hafa komið um væntanlegar skattalækkanir og hagræn áhrif þeirra.“ Arni Mathiesen, hinn nýi fjár- málaráðherra.kynntifjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærmorgun. Kvað hann að megin- drættir þess væru frekari lækkun Helgi Hjörvar þingmaður. skulda, skattalækkanir, efling menntamála og rannsókna og auk- ið aðhald í ríkisfjármálum. Stjórn- arandstæðingar sögðu frumvarpið á hinn bóginn óraunhæft og ekki í takti við veruleikann. f því sam- hengi minntist Helgi Hjörvar á fyrirhugaðar skattalækkanir, sem hann kvað menn engan veginn ein- huga um. Aðspurður sagði Helgi við Blaðið að allir sérfræðingar væru á einu máli um að aðhald í fjárlagafrum- varpinu væri ófullnægjandi. „Það verður ekki annað séð en að ríkis- stjórnin hafi gefist upp á því að halda aftur af verðbólgunni og það er mikið áhyggjuefni, enda eru for- sendur kjarasamninga brostnar og skuldir heimilanna í hámarki," segir Helgi og telur lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan efnahag að halda verðbólgunni niðri. „En stjórn- in treystir sér hvorki til þess að minnka útgjöld né auka tekjur,” Að sögn Helga skiptir því miklu máli að menn leggist á eitt um að hjálpa ríkisstjórninni, „Seðlabank- inn með vaxtastefnunni, aðilar vinnumarkaðarins í viðræðum um kjarasamninga, bankarnir með útlánaaðhaldi og við f stjórnarand- stöðunni með góðum tillögum til úrbóta." En vill Samfylkingin þá ekki hrófla við fyrirhuguðum lækkun- um á tekjuskatti? „Við erum að skoða útgjaldahliðina núna og það er ekki tímabært að velta tekju- hliðinni fyrir sér fyrr en útgjöldin liggja fyrir,“ segir Helgi. Aðspurð- ur um tillögur Samfylkingarinnar í þeim efnum segir hann að þær verði kynntar í lok nóvember þegar fjárlagafrumvarpið verður tekið til 2. umræðu. ■ 1400 Svíar á leið til Reykjavíkur Reykjavíkurborg og Vara komm- un í Svíþjóð hafa gert með sér sam- komulag um að allir starfsmenn hins sænska sveitarfélags, alls 1400 manns, heimsæki stofnanir borgarinnar og kynni sér starf- semi þeirra. Hópnum er skipt í sex hópa og dvelur hver hópur hér á landi í eina viku í senn. Fyrstu hóparnir eru þegar komnir og kynntu þeir sér m.a. starfsemi á skrifstofum borgarstjóra og borg- arstjórnar, starfsmannamál á Stjórnsýslu- og starfsmannasviði, upplýsingamál á Þjónustu- og rekstrarsviði auk þess sem tæp- lega 80 manns kynntu sér öldrun- arþjónustu borgarinnar. 1 næstu viku er von á um 150 manns til viðbótar, en fjölmennasti hópur- inn er hinsvegar væntanlegur til landsins í lok október þegar allir leik- og grunnskólakennarar Vara kommun, alls tæplega 400 manns, munu koma og kynna sér starf- semi kollega sinna hjá borginni. ■ Fyrsti hópurinn heimsækir borgarstjórnarsal Ráðhússins Notijm Hlað-skot OG BORÐUM RJÍJPUR Á JÓLUNUM FORD TAURUS SES V6 árg 2004 á aðeins 1.499.000. ' _ ______________________________________________ Bíllinn er hlaðinn búnaði td, sjálfsk, aksturstölva, cd, þjófavörn, AC, cruise control,160 hestöfl, ekinn 47 þús km. Framhjóladrifinn Taurus er margfaldur bíll ársins í BNA, eyðslugrannur og glæsilegur. Tilbúinn til afhendingar Upplýsingar í síma 820 5220 Vyrapmaster Skammtari fýrir ál-og plcistfilmur Klippir álfilmur og plast 35% sparnaður Ódýrari áfyllingar Má setja í uppþvottavél Afar auðvelt í notkun Kynningarverð aðeins kr. 1.690.- J <3J» engar flækjur ekkert vesen... Kynning í FJARÐARKAUP fimmtudagogföstudag DANCO HEILDVERSLUN Sími: 575 0200 Fax: 575 0201 danco@danco.is www.danco.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.