blaðið - 07.10.2005, Page 20

blaðið - 07.10.2005, Page 20
20 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöið Forystumaður á að taka akva Íl'- 4H| if |v w. * wSmlmBl W8 mSfSB I viðtali við Blaðið q a á dögunum gagn- y s rýndi Steingrímur Hermannsson all- harkalega Halldór Ásgrímsson. „Við Steingrímur Her- mannson höfum ekki alltaf verið sammála," segir Halldór um þá gagnrýni. „Mín skoðun hefur ætíð verið sú að Fram- sóknarflokkurinn ætti að breytast með breyttum tímum. Ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki gengið til móts við nýja tíma þá hefði hann dagað uppi á skeri. Annars held ég að það sé best að einhverjir aðrir en við Steingrímur skrifi sögu Framsókn- arflokksins." Hvernig verður þér við þegar þú lest viðtal þar sem fyrrverandi formaður flokksins gagnrýnir þig harkalega? „Ég er orðinn vanur því. Hver hefur sitt lag. Annars virðist Stein- grími vini mínum ekki sérlega lag- ið að dæma sjálfan sig svo ég veit ekki hversu ágætur hann er í að dæma aðra. Fylgi flokksins er nú ekki sérlega mikið þessa dagana. Er það ekki áhyggjuefni? „Jú, og ég er ekki sáttur við það. Miðjan í stjórnmálum skiptir mestu máli í alþjóðlegum stjórn- málum en sá sannleikur virðist ekki nægilega metinn í íslensku samfélagi. I fjölmiðlum er því stundum haldið fram að Fram- sóknarflokkurinn sé að hverfa. Ég hef lesið þetta í áratugi og kippi mér ekki upp við það enda er Framsóknarflokkurinn enn á sín- um stað. Stjórnarandstaðan hefur lagt mikið upp úr því að ráðast að Framsóknarflokknum, væntan- lega í þeim tilgangi að laga eigin stöðu. Mér sýnist það hafa tekist að einhverju leyti hvað okkur varð- ar, en henni hefur hins vegar mis- tekist í því að laga eigin stöðu og þess í stað tekist að laga stöðu Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönn- unum. Vissulega fagna ég því að staða ríkisstjórnarinnar er sterk. Ég held að hlutföllin milli fylgis Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins eigi eftir að jafnast.“ Talsmaður breytinga Það er sagt að þú sért hægri mað- ur í Framsóknarflokknum. Er það rétt? „Ég er afskaplega lítið gefinn fyrir tal um vinstri og hægri. Það er svo tilviljanakennt hvað menn eiga við. Steingrímur Hermanns- son var talinn hægri maður í Fram- sóknarflokknum þegar hann barð- ist fyrir álverinu í Straumsvík en vinstri maður þegar hann var á móti Evrópska efnahagssvæðinu. Ég tel að Steingrímur hafi haft rétt /----------------------------- fyrir sér þegar hann taldi að við ættum að byggja álverið í Straumsvík. Ég held að ég hafi verið skilgreind- ur sem hægri maður vegna þess að ég hef verið talsmaður breytinga, ekki bara í Fram- sóknarflokkn- um heldur í ís- lensku samfélagi. Ég kom ungur í Framsóknar- flokkinn og varð þingmaður þegar ég var nýlega byrjaður að kenna sem lektor við Háskóla Islands og var þá nýkominn erlendis frá. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við ættum að færa ísland nær alþjóða- samfélaginu vegna þess að hags- munir okkar lægju þar. Við ættum að taka að okkur meiri ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi og vera óhræddir að beita okkur í hinum stóra heimi. Ég var ekki andvíg- ur aðild okkar að EES og hef ekki viljað útiloka aðild að Evrópusam- bandinu. Ég hef verið talsmaður náinnar alþjóðlegrar samvinnu og alþjóðavæðingar. Ég hef verið tals- maður útrásar íslenskra fyrirtækja. Það hefur ekki öllum í Framsókn- arflokknum líkað þetta og menn spyrja: Hvar er gamli Framsóknar- flokkurinn? Við gætum eins spurt: Hvar er gamla Island? Framsókn- arflokkurinn hefur breyst því tím- arnir hafa breyst. Ég er stoltur af því að hafa ver- ið talsmaður þessara sjónarmiða í Framsóknarflokknum og tel mig hafa gert gott í þeim efnum. Allar breytingar koma einhvers staðar við og það er ekki öllum sem líkar þær. Þess vegna hef ég oft og tíð- um fengið á mig mikla gagnrýni, líka í Framsóknarflokknum. Eins og í öllum öðrum flokkum hafa þar verið menn sem halda mun meir upp á gamla tímann en þann nýja.“ Hvað með þá gagnrýni að þú takir ákvarðanir án samráðs við þing- flokkinn? „Ég er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Forystumaður á að taka ákvarðanir og þekkja sitt bak- land. Mörg mál eru rædd í þing- flokknum og ákvörðun um þau flest er tekin á grundvelli þeirrar umræðu sem þar á sér stað. Ráð- herrar þurfa að taka ákvarðanir í samræmi við það sem þeir telja þjóðfélaginu fyrir bestu. Það sama á við um forsætisráðherra. For- ystumaður sem ekki getur tekið ákvarðanir er lítils virði." Fjölmiðlar og Baugsmálið Víkjum að fjölmiðlum, er nauðsyn á fjölmiðlafrumvarpi? „Það er nauðsynlegt að til séu reglur um starfsemi fjölmiðla. Mörg dæmi eru um að fjölmiðlar hafa dregið upp ranga mynd. Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri og auðvitað er aldrei hægt að koma í veg fyrir það að öllu leyti en við hljótum að nýta það tækifæri sem er núna til að vinna löggjöf á þeim grundvelli sem samkomulag náð- ist um milli allra flokka.“ Valgerður Sverrisdóttir sagði á dög- unum eitthvað á þá leið að menn í innsta valdakjarna Sjálfstœðis- flokksins hefðu haft óeðlileg af- skipti af Baugsmálinu. Hvaðfinnst þér? „Mér finnst mikilvægt að málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Við hljótum að treysta dómstólun- um fyrir því. Því hefur verið hald- ið fram að sumir fjölmiðlar hafi verið gerendur í málinu, komnir út fyrir sitt verksvið og jafnvel far- ið offari. Ég hallast að því. Málið er sett þannig upp að menn verði að taka afstöðu með eða á móti Baugi. Ég tek ekki afstöðu með eða á móti fyrirtækjum í atvinnulífinu, en reyni fremur að leggja þeim lið ef það er hægt.“ Finnst þér aðkoma Kjartans Gunn- arssonar og Styrmis Gunnarssonar að málinu vera eðlileg? „Satt best að segja veit ég ekk- ert meira um það en hefur komið fram í fjölmiðlum.“ Finnst þér aðkoma þeirra benda til pólitísks samsœris gegn Baugi? „Ég veit ekkert meira um það en þú eða aðrir landsmenn.“ Hef komið hugmyndum mínum í framkvæmd Var ekki erfitt að taka við forsœt- isráðherraembœttinu afjafn sterk- um og dóminerandi persónuleika ogDavíð er? „Nei, það fannst mér alls ekki.“ Þér finnst þú ekki vera í skugga hans? „Ég hugsa ekki þannig. Ég ein- beiti mér að því sem ég tel mig þurfa að gera. Ég er ekki upptek- inn af skuggum og hef aldrei ver- ið.“ --------------------------\ Það er nauðsynlegt að til séu reglur um starfsemi fjölmiðla. Mörg dæmi eru um að fjölmiðlar hafa dregið upp ranga mynd. VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! OPNUM NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ASKALIND 2A - NÚNA í OKTÓBER HÚSGAGNAVERSLUN

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.