blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 99.............................................. „Ég hefði örugglega haft aðra afstöðu efég hefði vitað þá að engin gjöreyðingarvopn væri þarna að finna." Sumir segja að ríkisstjórnarsam- starfið hafi gengið svona vel vegna þess að það hafi verið gott persónu- legt samband milli ykkar Davíðs. „Það var mjög gott samband milli okkar. Davíð er mjög hæfur stjórnmálamaður, röggsamur og ákveðinn og hefur náð miklum árangri. Hann kveður íslensk stjórnmál með afar góð eftirmæli. Reyndar hef ég alltaf átt gott sam- band við þá sem ég hef unnið með, þótt ég hafi ekki alltaf verið sam- mála þeim. Davíð tók mikið tillit til minna skoðana og ég tel mig hafa tekið tillit til skoðana hans. Að stórum hluta finnst mér ég hafa komið mínum hugmyndum og hugsjónum í framkvæmd í þessu ríkisstjórnarsamstarfi." Heldurðu að Sjálfstæðisflokkurinn veikist eða styrkist eftir að Davíð yf- irgaf stjórnmálin? „Það á eftir að koma í ljós. Pólit- íkin er bara eins og lífið, þar kem- ur maður í manns stað. Ég veit að Geir Haarde verður mjög góður forystumaður. Ég hef þekkt hann lengi og veit að hann er heiðarleg- ur og drengilegur. Ég veit að við munum eiga gott samstarf, ég hef engar áhyggjur af því.“ íraksmálið tóká Allir stjórnmálamenn, og valda- menn, gera mistök. Er ekki tíma- bcert að viðurkenna að stuðningur Islands við Iraksstríðið var mis- tök? „Það er ljóst að forsendur máls- ins hafa ekki að öllu leyti staðist, eins og komið hefur í ljós varð- andi gjöreyðingarvopn. Bretar og Bandaríkjamenn hafa alla tíð ver- ið nánustu samstarfsmenn okkar í öryggis- og varnarmálum. Við verðum að taka tillit til þessa sam- starfs í þeim veruleika sem við lif- um. Ég held að það sé alveg sama hverjir eru í ríkisstjórn á Islandi, við verðum að hafa þennan veru- leika í huga.“ Þú lítur á þetta sem eins konar skuldbindingu? „Þessi nána samvinna er viss skuldbinding. Þú getur ekki ætlast til þess að í nánu samstarfi sé bara tekið tillit til þín þegar þú þurfir á að halda en þú þurfir ekki að taka tillit til annarra þegar þeir þurfa á að halda.“ Efmenn hefðu haftréttar upplýsing- ar {höndum hefði Island þá aldrei lýstyfir stuðningi við innrásina? „Það er alltaf auðvelt að vera vit- ur eftir á. Ég hafði lýst því yfir að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna þyrftu að fá meiri tíma, en síðan var hættan af gjöreyðing- arvopnum metin þannig að ekki væri unnt að bíða endalaust vegna pattstöðunnar í Öryggisráðinu. Ég hefði örugglega haft aðra afstöðu ef ég hefði vitað þá að engin gjör- eyðingarvopn væri þarna að finna. En ég hafði bara enga ástæðu til að rengja þær upplýsingar sem við höfðum frá færustu leyniþjón- ustum heims og voru lagðar fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég get ekki frekar en aðrir sagt til um það hvað hefði getað gerst. Ég veit af voðaverkum stjórnar Saddams Husseins og held að hann hefði ekki getað setið mjög lengi áfram á valdastóli. Hann var raunveruleg ógn við heimsbyggð- ina. Allir geta verið sammála um að það sé gott að hann er farinn frá völdum. Það er skelfilegt að hugsa til hryðjuverkaógnarinnar í írak en þegar upp er staðið er hún sameiginleg vá heimsbyggðar- innar. Ekki einkamál neins. En ég ætla ekki að neita því að þetta mál hefur verið mér erfitt. Þetta hefur tekið á mig. Ég er maður friðar en ekki ofbeldis og átaka.“ Flíka ekki tilfinningum mínum Það á misjafnlega við stjórnmála- menn að vera í kastljósi fjölmiðl- anna. Sumir sœkjast beinlínis eftir því. Þú virðist ekki vera þannig gerðar. „Ég hef aldrei verið þannig." Finnst þér óþægilegt að vera (fjöl- miðlum? „Nei, mér finnst það ekki óþægi- legt en það tefur mig frá vinnu.“ Ertu mjög vinnusamur? „Ég á ekki auðvelt með að sitja iðjulaus. Ég vandist því strax sem barn og unglingur að vinna mik- ið. I dag væri sú vinna sennilega skilgreind sem barnaþrældómur. Samt á ég bara góðar minningar frá þessum tíma. Ég fór á sjóinn 14 ára gamall og vann þar við hliðina á fullorðnum mönnum og hafði áður verið við vinnu í frystihúsi, við uppskipun og í sveit. I þeim störfum vann ég með fullorðnu fólki þótt ég væri innan við ferm- ingu. Þetta er það andrúmsloft sem ég ólst upp í. Það hefur alltaf fylgt mér og mótað mig að stórum hluta." Það er stundum talað um að þú hafi fremurþunglamalega ímynd. „Áttu við að ég þyki leiðinlegur? Ég á ekki auðvelt með að lýsa sjálf- um mér en fólki sem þekkir mig finnst sú ímynd kolröng." Ertu þáfremur dulur? „Ég hef aldrei flíkað tilfinning- um mínum opinberlega. Ég tek starf mitt alvarlega en ég á líka af- ar auðvelt með að skemmta mér í góðra vina hópi.“ Finnst þér ofmikið um aðfólk beri einkalíf sitt á torg? „Það fer bara eftir hverjum og einum. Slíkt hentar sumum. Ég hef engan áhuga á því og er ekki í þeim lesendahóp sem hefur áhuga á einkamálum annarra.“ Er eitthvað til í því að þú sért að hugsa um að hætta í stjórnmálum eftir næstu kosningar? „Það er ekkert til í því. En ég veit ekki hvenær minn pólitíski ferill endar. Maður ræður ekki alltaf ferðalagi sínu á vettvangi stjórn- málanna og ég er ekki ómissandi fremur en aðrir. Tekurðu hluti inn á þig? „Það geri ég.“ Hvernig vinnurðu úr því? „Ég fer yfir málið með sjálfum mér, og stundum með öðrum, og reyni að átta mig á því hvort ég hafi gert rangt eða rétt. Ef ég er sannfærður um að ég hafi gert rétt þá líður mér vel. Ef ég kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi gert rangt þá reyni ég að bæta það. Á löngum ferli í stjórnmálum gera menn mistök. í pólitík verða menn að vera fljótir að taka ákvarðanir í ljósi atburða. Skjótar ákvarðanir eru ekki alltaf réttar. Ég tel þó að megnið af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið á ferlinum hafi verið réttar. Mér líður ágætlega með þá vitneskju.“ kolbrun@vbl.is meö lceland Excursions mmmmMmmmmmmmmmmm Viö aöstoöum við skipulagningu á hvataferðum, óvissuferðum, íþróttaferöum, starfsmannaferöum o.fl. Ekkert er of stórt eöa of smátt fýrir okkur! . Hafðu samband í síma 540 1313 eöa í gegnum tölvupóst iea@iea.is Höfðatún 12-105 Reykjavík • Sími 5401313 • Fax 5401310 • www.allrahanda.is • iea@iea.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.