blaðið - 07.10.2005, Síða 24

blaðið - 07.10.2005, Síða 24
24 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaðiö _______________________Afi.____________________________1_________________<í------------------------------------------- Bræðurnir Haraldur og Stefán Ólafssynir með góða gæsaveiði ásamt hundinum Magnúsi sem er með á myndinni. Mjög kalt við veiðiskapinn .Veiðiskapurinn hefur gengið sæmi- lega fyrir austan, en það eru sveiflur í veiðinni. Menn eru að fá eitthvað af fugli,“ sagði Sverrir Sch. Thorsteins- son, er við spurðum um gæasveið- ina. Veðurfar hefur verið erfitt fyrir marga veiðimenn að undanförnu, sérstaklega á norðanverðu landinu, og fullyrða má að kalt hefur verið í mörgum veiðitúrum. Þar er gæsin engin undantekning og væntanlega hafa margir veiðimenn átt kalda daga í einhverjum skurðinum. Gæsaskyttur sem við fréttum af í kringum Akureyri hafa verið að fá ágæta veiði þrátt fyrir kuldann. Bræðurnir Haraldur og Stefán Ól- afssynir eru meðal þeirra sem hafa ekki látið veðrið á sig fá, og hafa þeir gert nokkra góða túra í kringum Ak- ureyri. Rjúpnaveiðin Þessa dagana eru veiðimenn að spá í rjúpuna og skipuleggja hvert eigi að fara til veiða fyrstu dagana sem má veiða. Blaðið heyrði að mönn- um hefði gengið illa að fá svæði til að skjóta á, enda væri aðsókin mjög mikil og margir ætluðu fyrstu dag- ana sem má skjóta. Á veggspjaldi sem dreift verður á næstu dögum til rjúpnaveiðimanna, segir að fjöldi veiddra rjúpna sé ekki forsenda góðrar veiðiferðar og veiði- menn hvattir til að virða lög. Það eru Bændasamtökin, Skotvís, Umhverf- isráðuneytið, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Fuglavernd sem gefa veggspjaldið út ■ SKOT m A EXPRESS w ELEY 0 MiV SPORTVÖRUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 icjahhá PVERÁ rJuœr af Sesiu SiVRÐUit ehf K Lígmúla " 108 Reykjavík Sími: 0860 l'ax Sí>H OíhS m a spordur'f/ spordur is Allt fyrir RJÚPNAVEIÐINA zl'.or /aPalifirjfifi-Mas www Hla5 ehf. • BíldshöfSa 12 - S Geymslu skotvopnafylgir mikil ábyrgð Eitt slys er einu slysi of mikið „I fyrsta lagi á alltaf að hafa byssurn- ar óhlaðnar. 1 öðru lagi að vera með gikklás. Lás sem fer í gikkinn og læsir honum. Þetta er aukabúnaður sem þarf að kaupa með byssunum," segir Ólafur Vigfússon hjá Veiði- horninu. Hann segir þetta tvennt vera grundvallaratriði þegar kemur að geymslu skotvopna. „Það er til reglugerð frá yfirvöld- um sem segir það að ef þú átt fjórar byssur eða fleiri þarftu að eiga við- urkenndan skotvopnaskáp. Hann verður að vera úr þriggja millimetra þykku stáli og hafa ákveðnar örygg- islæsingar. Ef þú átt þrjár byssur eða færri er þér skylt að eiga öryggislás á allar byssurnar," segir Ólafur. Hann segir reglugerðina líka segja til um það að eigandi byssunnar sé ábyrgur fyrir skotvopnunum. „Eigandi verður að sjá til þess að ekki komist börn eða óvitar í byss- urnar og ekki síður þessi villingalýð- ur sem veður uppi út um allt.“ Ólafur segir reglugerðir í mörg- um nágrannalöndum okkar vera þannig að við fyrstu byssu er skylt að eiga þar til gerðan skáp. Hann segist einnig spá því að innan fárra ára verði reglugerðinni breytt í þá áttina hér á landi, það sé það eina skynsamlega. Allir ættu að vita að það er mjög óábyrgt að geyma skotvopn og skot á sama stað. „Það er nú heilbrigð skynsemi að geyma aldrei skotvopn og skot á sama stað. Það á alltaf að ganga tryggilega frá öllum skotfærum. Ef þú átt byssuskáp sem er með læstu innra öryggishólfi þá máttu geyma skotin í því. Ekki allir skápar hins vegar eru með þannig hólfi en vel- flestir," segir Ólafur. Slysin gera ekki boð á undan sér og Ólafur segir að aðalatriðið sé að geyma skotvopn á öruggum stað. „Ég veit nú ekki hvort hægt sé að segja að slys tengd skotvopnum séu algeng. Það er ekki nema um það bil ár síðan að hræðilegt slys varð á Sel- fossi þega óvitar voru að fikta með byssur. Eitt slys er alltof mikið.“ ■ Sjóbirtingsveiði í Grímsá Sjóbirtingsveiði er leyfð núna í Grímsá og byrjaði í fyrradag. Verður spennandi að sjá hvernig tekst til, en oft er mikið af sjóbirtingi í henni á þessum tíma árs. A myndinni sést Auður Óttarsdóttir sem búin er að setja í Maríulaxinn f Grfmsá fyrir skömmu en Ágúst Bjarnason bfður eftir löndun fisksins.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.