blaðið

Ulloq

blaðið - 07.10.2005, Qupperneq 38

blaðið - 07.10.2005, Qupperneq 38
22 www.vb.is Lífið Viðskiptablaðið 7. október 2005 Haustfagnaður Eimskips Eimskip stóð fyrir haustfagnaði fyrir starfsmenn sína á skemmti- staðnum Nasa síðastliðinn föstu- dag. Mikill fjöldi fólks maetti á staðinn og var það mál manna að vel hefði til tekist. Á meðan á skemmtuninni stóð var starfs- mönnum boðið upp á mat og vín. Hljómsveitin í svörtum fötum spilaði fyrir dansi og hélt uppi miklu stuði. Við þetta tækifæri var nýtt skipu- lag kynnt starfsmönnum Eimskips en unnið hefur verið að breyting- um á skipulaginu undanfarnar vikur. Baldur Guðnason og Arna Alfreðsdóttir. Útkomu Fít- onblaðsins fagnað Auglýsingastofan Fíton fagnaði á föstudaginn útkomu hins árlega Fítonblaðs. Haldin var vegleg sam- koma vegna tilefnisins. Fjölmenni mætti en m.a. boðið var upp á mat og hljómsveit. Var það álit manna að mjög vel hefði til tekist. Efni Fítonblaðsins er fjölbreytt að vanda. Einkum er þar að finna ým- islegt sem tengist auglýsingabrans- anum og ekki síst litið á hann út frá sjónarhóli grafískrar hönnunar. Þemað í blaðinu var brennivínið en sá merki drykkur fagnar nú 70 ára afmæli. Það gladdi því geð guma í sam- kvæminu er þeir skelltu í sig brennivíns „skotum", sem svo er kölluð en gengu áður undir því danska nafni snafs. Konukvöld Debenhams: Þjóðþekktar fyrirsætur Hið árlega konukvöld Deben- hams var haldið í fyrrakvöld, miðvikudagskvöldið 5. október, í verslun Debenhams í Smáralind. Konukvöldið var til styrktar V- dags samtökunum og veitti Deb- enhams samtökunum styrk að upphæð 1.000.000 kr. til stuðn- ings baráttunni gegn ofbeldi á konum. Á konukvöldinu voru tónlistar- atriði, brot úr Píkusögum og upp- lestur Gerðar Kristnýjar úr vænt- anlegri bók hennar og Thelmu Ásdísardóttur. Síðast en ekki síst var þjóðþekkt fólk með tískusýn- ingu þar sem þau sýndu föt úr Debenhams. Flest þeirra voru að stíga sín fyrstu fyrirsætuskref, en gerðu það til styrktar baráttunni gegn ofbeldi á konum. Fyrirsætur kvöldsins voru: Arn- mundur Ernst Björnsson, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Guðni Ágústsson, Hildur Petersen, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Inga Lind Karlsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jasmine, íslenski dansflokkurinn, Jón Ólafsson, Logi Bergmann Eiðs- son, María Björk Sverrisdóttir, Stefán Jón Hafstein, Stefán Hilm- arsson, Svanhildur Hólm, Þór- unn Clausen og Þórunn Lárus- dóttir. í V I K U L 0 K Kolbrún Halldórsdóttlr og Gísll Marteinn fara fyrlr ödrum fyrirsœtum. Verulegar verðhækkanir Bordeaux-vína á Bretlandsmarkaði: Ragnar Gunnarsson og Þormóður Jónsson Magnús Ragnarsson og Vidar Gardarsson. Stefón Snœr Grótarsson og Bragi Ólafsson. Um langtíma- og skammtímafjárfestingar Gunnlauour Árnason Góðir árgangar Bordeaux-vína hafa hækkað verulega í verði vegna hugsanlegra breytinga á reglum um lífeyrispamað í Bret- landi. Ef breytingarnar ná í gegn verður leyfilegt að binda lífeyr- inn með mun frjálslegri hætti en áður og reikna vínsérfræðingar með auknum fjárfestingum í gæða vínum. Margir versla með vín eins og hlutabréf og hækka verðin í sam- ræmi við framboð og eftirspurn. Vínseljendur í Bretlandi segja að verðhækkun Bordeaux-vína þar megi að miklum hluta rekja til væntanlegra breytinga á reglum um lífeyrisspamað. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Simon Staples, sölu- stjóri hjá Berry Bros & Rudd, sem er ein elsta vínverslun Bretlands. „Eftirspurnin hefur rokið upp þrefalt og um 80% hennar má rekja til breytinga á reglum um lífeyrisspamað. 1982-árgangur- inn (af Bordeaux) hefur hækkað um 30-60% á síðustu vikum.“ segir Staples. Eftir verðhjöðnum síðustu ára hefur eftirpum eftir góðum Bor- deaux-árgöngum — 1982, 1990, 1996 og 2000 — aukist mikið og verðið hefur hækkað að meðaltali um 15-20%. „Það er greinilega meiri áhugi nú á Bordeaux-vínum en áður," segir Chadwick Delaney, sölu- stjóri Justerini & Brooks vínversl- unarinnar. „Það virðist sem svo að vínmiðlarar og fjárfestar séu að tryggja sér flöskur áður en regl- urnar taka gildi,“ segir Delaney. Hann tekur þó fram að hugsan- legir kaupendur verði að varast að láta ekki plata sig og kaupa vín sem á endanum em ekki góð fjár- festing. „Það eru aðeins 40 eða 50 góðir fjárfestingarmöguleikar." Sumir vínseljendur benda þó á að margt sé líkt með verðhækk- unum Bordeaux-vína nú og þegar kampavínsbólan sprakk stuttu eftir aldamótin. Búist var við að skortur yrði á freyðivínum frá Champagne-héraði vegna alda- mótanna og tilheyrandi fögnuði tengdum þeim. Ekki rættist sú spá og verðið lækkað fljótt aftur þegar kom í ljós að nóg var til. En fyrir þá sem vilja taka áhætt- una og fjárfesta í Bordeaux-vín- um er vert að hafa vaðið fyrir neð- an sig. Eftirfarandi framleiðendur em með þeim sterkustu í hérað- inu og allir eru fyrsta flokks (premier cm). Chateau Laflte- Rothschild, Chateau Latour, Chateau Margaux, Chateau Haut-Brion og Chateau Mouton- Rothschild. Ágætis skammtímafjárfesting. Það má ekki gleyma því að vín er gert til þess að njóta þess. Norton Cabernet Sauvignon Reserve (Birgir: Rolf Johansen & Co ehf.; Verð: 1.390 krónur) ergóð skamm- tímafjárfesting. Þetta er þétt og samþjappað vín með sterkum ávexti og súkkulaði undirtónum. Ég náði ekki að negla ávöxtinn en hefði gert tilraun til að galdra hann fram með smá súkkulaðimola ef ég hefði átt hann til. Ávöxtur í rauðvín- um getur orðið auðþekkjanlegri ef víninu er rennt yfir súkkulaðimola sem maður geymir í munninum. Annars drakk ég vínið með lambalundum og smellpassaði það. Þetta ákveðna Norton-vín er þurrt og með góða fyllingu og fínt með villibráð. Svo er líka hægt að laga lamb í villibráðarstíl. Grilla lundir eða fillet, setja rifsberja- hlaup og balsamico-edik í pott og nota sem sósu og rífa parmaost yfir og pipra. Gæti ímyndað mér að Norton Malbec Reserve (Birgir: Rolf Johansen & Co ehf.; Verð: 1.390 krónur) gæti líka passað vel með þessum rétti, án þess þó að hafa bragðað það.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.