blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö
Slippstöðin
Starfsemi
hefst á
morgun
Tveir fyrrverandi starfsmenn
Slippstöðvarinnar eru í forsvari
fyrir nýtt félag sem hyggst hefja
starfsemi á ný á athafnasvæði
Slippstöðvarinnar á Akureyri.
Ekíd lá fyrir 1 gær hve margir
starfsmanna fyrirtækisins sem
tekið var til gjaldþrotaskipta
fyrir skömmu yrðu ráðnir
aftur. Samningar hafa tekist
við skiptaráðanda og hafnaryf-
irvöld um leigu á tækjum og
húsnæði á svæðinu. Þorsteinn
J Haraldsson sem gegndi stöðu
trúnaðarmanns starfsmanna
Slippstöðvarinnar sálugu
sagðist sáttur við gang mála í
samtali við Blaðið í gær. Hann
sagði hlutina hafa gengið hratt
fýrir sig og var ánægður fyrir
hönd starfsmanna, þó ekki
lægi fyrir hvort allir fengju
strax vinnu á ný. Einnig sagði
hann einhverja starfsmenn
þegar komna í aðra vinnu.
Umgengnisréttur virtur að vettugi
Fjölmörg dæmi um það að mœður loki á umgengnisrétt barnsfeðra ogfá úrrœði virðast
verafyrir þá til að knýjafram rétt sinn
Fjölmörg dæmi eru um það að móð-
ir með forsjá yfir barni neiti barns-
föður að nýta umgengnisrétt sinn.
Staða föðurs í svona tilfellum er
afar erfið því erfitt getur verið fyr-
ir hann að knýja barnsmóður til að
virða umgengnisrétt og dæmi um
að mál hafi verið að velkjast um
í dómskerfinu í allt að fjögur ár.
Kærutími í svona málum er langur
og eflaust fáir feður sem vilja ná í
börn sín með lögregluvaldi. Einn
viðmælandi Blaðsins segir að rétt-
ur barnsfeðra sé nánast enginn í
svona málum og hann standi alveg
ráðþrota. „Sýslumannsembættið er
alveg valdalaust. Þeir hafa vald til
að úrskurða en þeir hafa ekki vald
til að fylgja úrskurðinum eftir. Þeir
hafa gefið mér þær skýringar að
þetta kunni að taka allt að hundrað
daga en á meðan heldur móðirin
áfram að brjóta á rétti mínum.“
350 símhringingar á hverju ári
Samkvæmt Garðari Baldvinssyni,
formanni Félags ábyrgra feðra, er
víða pottur brotinn í þessum mál-
um. Hann segist fá yfir 350 sím-
hringingar á hverju ári frá fólki
sem er í þeirri stöðu að annað for-
eldrið komi í veg fyrir að það fái
nýtt sinn umgengnisrétt við börnin
sín. Um 85% þeirra sem hringja inn
eru karlar. „Jafnvel þegar foreldrar
hafa sameiginlega forsjá og helgar-
pabba umgengni þá er það ekki óal-
gengt að móðirin tálmar umgengni.
Lögin eru þannig að báðir foreldrar
eiga að sjá til þess að umgengni eigi
sér stað en lögin eru þannig að það
eru bara tvö úrræði til að knýja
fram umgengni. Það er annars veg-
ar svoköliuð innsetning þar sem
lögreglan er kölluð til og börnin
tekin af viðkomandi og hins vegar
eru það dagsektir. Þetta er það sem
feður hafa til að knýja fram um-
gengni lögformlega." Garðar segir
flesta feður kjósa að reyna á annað
áður en krafist er lögregluvalds.
Hann segir að hjá sýslumönnum á
landinu séu árlega um tvö til þrjú
þúsund mál í gangi um umgengni
og meðlag en aðeins tvö til fimm
mál um dagsektir og þau geti verið
sama málið aftur og aftur. „Að okk-
ar mati eru því engin úrræði til af
því að löggjafinn leggur sig fram að
tryggja rétt forsjáforeldris en ekki
umgengnisforeldris."
Hallará barnsföður
Garðar segir löggjafann oftast túlka
mál og vitnisburði á þann hátt að
það halli á barnsföður. Hann segir
að faðir einn sem stundaði knatt-
spyrnu hafi verið neitað um forsjá
á þeim forsendum að knattspyrna
væri ófjölskylduvæn íþrótt. „Við sjá-
um að það þyrfti tvennt að gerast.
Að löggjafinn breyti áherslum og
virði rétt þessara þriggja aðila. Við
teljum að lög um sameiginlega for-
sjá og jöfn umönnun verði megin-
regla við skilnað eða sambandsslit
nema sýnt sé fram á að annað for-
eldrið sé óhæft af einhverjum ástæð-
um og að framlag foreldra skiptist
einnig eftir tekjum.“ Garðar segir
líka mikilvægt að lagðir séu meiri
peningar af hálfu hins opinbera í
Fjölmörg dæmi eru um aö móðir sem hefur forsjá með barni neiti barnsföður um að nýta
umgengnisrétt sinn.
þessi mál til þess að flýta fyrir öllu
ferlinu. Að hans mati þarf að finna
lausn svo hægt sé að beita einföld-
um úrræðum til að knýja á um um-
gengni. Nú sé staðan þannig að mál
taki alltof langan tíma í kerfinu.
Hann nefnir frystingu meðlags og
barnabóta sem dæmi um möguleg
úrræði.
Unnið að endurbótum
Jóhanna Gunnarsdóttir, lögfræðing-
ur hjá dómsmálaráðuneytinu, segir
að í lagaákvæðum um umgengni
og þvingunarúrræði í þeim tilvik-
um þar sem umgengni sé tálmuð
sé mælt fyrir um ýmiss möguleg at-
riði og hvernig skuli fara með þann-
ig mál. Hún segir þó að í erfiðum
málum geti málarekstur tekið lang-
an tíma. „í ráðuneytinu er núna ver-
ið að skoða þessi mál sérstaklega.
Forsjárnefnd skilaði skýrslu fyrr
á þessu ári um tillögur að ýmsum
lagabreytingum á þessu sviði sem
er verið að skoða í þessum töluðum
orðum. Niðurstaðan af þessari end-
urskoðun hér í ráðuneytinu er svo
að vænta innan skamms,” segir Jó-
hanna. ■
ÞREKTÆ34I P
í úrvali
ET-eaoD
Mótor:1.5HPContinuous
Hlaupaflötur:45x130cm
Hraði: 0,8-16 Km/Klst
Skjár: Tími-Vegalengd-
Hraði-Kaloriur-Púls
7 Æfingakerfi
Halli: Stillingar 0-12%
Samanbrjótanleg:já
Kr 97.900.-)
Cá?
FJALLAHJOLABÚÐIN FAXAFENI 7
S. 5200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18 lau kl. 10-14 WWW gQp ÍS
íslensk Apple-búð
í Svíþjóð slær í gegn
Örtröð myndaðist á föstudagsmorgun þegar ný Apple-búð í eigu íslenska fyrirtækisins Apple IMC var opnuð I Stokkhólmi. Fjöldi
manns kom sér fyrir í röð utan við búðina um nóttina og þegar opnað var að morgni voru um 500 spenntir aðdáendur Apple tilbúnir
með veskin. Þetta er fjórða Apple-búðin með þessu sniði, sem opnuð er á Norðurlöndum, en ætlunin er að fjölga þeim frekar á næstu
árum. Innan skamms verður Apple-búðin á fslandi svo flutt um set, en opna á glæsilegt Apple-setur í speglahúsinu svonefnda, sem er
á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar.