blaðið - 10.10.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaðiö
Kvennafrídagurinn endurvakinn
Mótmæla
kynjabundn-
um launamun
Kvennaírídagurinn verður endur-
vakinn 24. október nk en þá verða
liðin 30 ár síðan um 25 þúsund
konur íjölmenntu á Lækjartorg til að
mótmæla stöðu kvenna í atvinnulíf-
inu. Markmiðið nú er líkt og áður
að vekja athygli á vinnulramlagi
kvenna fyrir íslenskt eínahagslíf. í
fréttatilkynningu aðstandenda
Kvennafrídagsins kemur ffam
að þrátt fyrir að atvinnuþátttaka
kvenna á íslandi sé með því hæsta
í heiminum séu laun kvenna að
meðaltali mun minni en laun karla.
Að sögn Eddu Jónsdóltur, verkefiia-
stjóra Kvennafrídagsins, standa tíu
kvennafélög ásamt launþegahreyf-
ingunni að kvennafrideginum að
þessu sinni. Hún segir að á þessum
þrjátíu árum hafi ýmislegt breyst
til batnaðar en bætir við að enn sé
langt í land að fullu jafiirétti sé náð.
„Markmiðið hjá okkur núna er að
vekja athygli á þessum launamuni
sem er ennþá til staðar. Ennþá í
dag sé miðað við skattskýrslur frá
því í fýrra þá er launamunurinn
sá að konur eru með 64,15% af
atvinnutekjum karla,“ segir Edda.
Stakirjakkar
í miklu úrvali
Opnunartími
mán-fös. 10-18
laugardaga 10-16
Ný heiðursverðlaun
Myndstef veitir ífyrsta skipti verðlaun fyrirframlag til myndlistar
Heiðursverðlaun fyrir afburða
framlag til myndlistar verða afhent
í fyrsta skipti 31. október nk. Verð-
launin verða veitt fyrir afburða
framlag til myndlistar, framúrskar-
andi myndverk eða sýningar. Til
greina koma allir myndhöfundar á
Islandi sem hafa það sem meginat-
vinnu að skapa myndverk. Er þá um
að ræða ljósmyndara, myndlistar-
menn, arktitekta, grafíska hönnuði
og leikmynda- og búningahönnuði.
Verðlaununum verða ekki ætlað
að heiðra sérstaklega ævistarf höf-
unda heldur fyrst og fremst ný eða
nýleg verk. Að sögn Knúts Bruun,
formanns stjórnar Myndstefs, er
þetta leið fyrir félagið að koma þeim
peningum sem félagið innheimtir í
formi höfundarréttargjalda til baka
til þeirra 1.400 félagsmanna sem
skráðir eru í félagið.
„Myndstef er að innheimta höfund-
arréttargjöld sem höfundarnir eiga.
í nokkrum tilvikum koma innheimt-
urnar með nafni, þ.e. við vitum ná-
kvæmlega hverjum er verið að borga.
Stærsti parturinn er þó að koma inn
í þannig formi að ómögulegt er að
skilgreina höfundinn. Við þurfum
samt sem áður að koma þessum pen-
ingum út aftur og það gerum við í
formi styrkja til höfunda. Við höfum
nú úthlutað tæpum 20 milljónum á
síðustu þremur árum í formi verk-
efna- og ferðastyrkja,“ segir Knútur.
Að sögn Knúts er áætlað að veita
þessi verðlaun a.m.k. til næstu
þriggja ára og sjá síðan hvernig stað-
an verði þá. í dómnefndinni sitja Val-
gerður Bergsdóttir, myndlistakona,
Guðmundur Ingólfsson, ljósmynd-
ari og Björgólfur Guðmundsson
fyrir hönd Landsbankans en bank-
inn er fjárhagslegur bakhjarl verð-
launanna sem nema einni milljón
króna. „Við teljum okkur vera búin
að tryggja þessi verðlaun í þrjú ár.
Eftir það sjáum við hvort þetta hafi
kannski runnið sitt skeið. Manni
finnst pínulítið eins og t.d. með
Edduna að það sé nú svolítið fárán-
legt að vera með þetta ár eftir ár í
svona litlu samfélagi. Fólk verður
þreytt á þessu og þess vegna ákváð-
um við að hafa þetta bara fyrst í stað
í þrjú ár og sjá svo til hvernig þetta
skilar sér.“ ■ Knútur Bruun, formaður stjórnar Myndstefs. BlaimteinarHugi
Engin strætókort fyrir
Árbæ og Grafarvog
Eftir breytingar á leiðarkerfi strœtisvagna á höfuð-
borgarsvœðinu er ómögulegtfyrir íbúa Grafarvogs
ogArbæjar að nálgast strœtókort í sínu hverfi
(búar Grafarvcgs- og Árbæjarhverfis verða að bíða um stund eftir að sala á strætókort-
um hefjist í þeirra hverfum.
tbúar Grafarvogs og Árbæjar geta ekki
lengur keypt strætókort í sínu hverfi eft-
ir að hið nýja leiðarkerfi Strætó bs. var
tekið í notkun í sumar. Við breytingarn-
ar var skiptistöðin í Ártúni lögð niður
og þá í sömu mund eini staðurinn sem
hingað til hafði þjónustað íbúa þessara
hverfa um sölu strætókorta. Nokkur
óánægja er meðal íbúanna enda finnst
þeim ólíðandi að strætó vanræki jafn
stórt hverfi. Einn óánægður viðskipta-
vinur benti á að í Grafarvogi einum
á stigaganginn
Falleg aðkoma aö heimilinu skiptir máli.
Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt
er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt.
iím
Við seljum vönduö og endingargóð teppi
sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði.
o
óáp/j^i/
byggi fleira fólk en á Akureyri og hrein
fásinna að jafn fjölmennur hópur geti
ekki nálgast þessa grunnþjónustu í sínu
nágrenni. „Þetta er óþolandi þjónusta
við fólk sem þarf kannski helst á Strætó
að halda, þ.e. fólk sem býr í úthverfiin-
um,“ sagði einn íbúi Grafarvogs.
Beðið eftir smartkortum
Að sögn Þórhalls Halldórssonar var
það vitað fyrirfram að við breytingarn-
ar á leiðarkerfmu mundi þessi tegund
þjónustu falla niður í áðurnefndum
hverfum. Hannsegir að nú sé verið að
undirbúa rafrænt greiðslukerfi fyrir
strætisvagnana en ekki sé búið að festa
ákveðna dagsetningu í þeim efnum.
„Við höfum verið að undirbúa rafrænt
greiðslukerfi í vagnana. Það hafa ekki
komið fastar dagsetningar á það en ef
það verður meiri dráttur á því þá verð-
um við okkur útum söluaðila í Grafar-
vogi,“ segir Þórhallur. Hann segir erfitt
að gera samninga við einstakar sjoppur
í hverfunum um sölu strætókorta en
bendir á að nokkrar lausnir séu inni
í myndinni ef til þess kemur að hefja
sölukortaáný.
Nokkuð kvartað
Þórhallur segir að Strætó bs. hafi borist
þó nokkrar kvartanir vegna þessa máls
alveg frá því að kerfinu var breytt í sum-
ar. Aðspurður um það hvað íbúar þess-
ara hverfa eigi til bragðs að taka til að
verða sér úti um strætókort segir hann
nokkra möguleika í stöðunni m.a. að
kaupa kort af strætisvagnstjóra. „f þess-
ari stöðu eru næstu sölustaðir Mjóddin,
Hlemmur, Smáralind eða Kringlan
því miður er það þannig. Ef við fáum
að láta þennan mánuð líða þá verður
fljótlega bætt úr þessu en í millitíðinni
getum við lítið annað gert en að biðjast
velvirðingar á þessu.“ ■
Góð Heilsa
gulli betri
www.nowfoods.com
Nýbýlavegi 12
200 Kópavogi
Sími 554 4433
ni 533 5060
epp.is