blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 26
26 I SNYRTIVÖRUR
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö
Útsölustaðir:
Debenhams, Hagkaup,
Lyf og heifsa, Lyfja, nagla- og
snyrtistofur.
2005 OPI Products Inc.
Almennt hreinlœti má aldrei gleymast
Vemdun húðar
um vetur
Nú þegar veturinn gengur í
garð þá breytist umhirða húð-
arinnar töluvert. Það þarf að
vernda hana fyrir kulda enda
er húðin viðkvæm fyrir öllum
hitabreytingum. Sigríður Ólafs-
dóttir hjá Snyrtistofunni Neroli
er með nokkur góð ráð í handrað-
anum um verndun húðarinnar í
kuldaköstum vetrarins.
Samkvæmt Sigríði er mjög einstak-
lingsbundið hvernig krem henta
hverjum og fer það algjörlega eft-
ir húðgerðinni. „Oft er talað um
að nota þykkari krem á veturna
og þynnri á sumrin. Það er oft til
samskonar krem í línunum og þá
þykkari fyrir veturna og þynnri á
sumrin. Það er meiri vörn í þykkari
kremunum, þau eru lengur að fara
inn í húðina og duga því lengur.“
Vanda þarf val á hreinsiefnum
Sigríður segir að allir þurfi þó að
vera meðvitaðir um hvernig húðgerð
þeir séu með. „Fólk þarf að vera svo-
lítið meðvitað um hvernig er húðin
mín og hvernig bregst hún við kulda,
hita og sól. Svo mega konur aldrei
gleyma almennu hreinlæti og verða
alltaf að þvo farðann af sér, þvo sér í
framan áður en þær fara að sofa og
setja á sig krem og olíur. Þegar mað-
ur sefur þá er svo mikið endurnýj-
unarstarf í húðinni. Svo þarf líka að
vanda valið á hreinsiefnum og nota
alls ekki of sterk hreinsiefni.“
Sérfræðiþjónusta til að
finna rétta kremið
Sigríður segir að það sé alltaf hægt
að finna krem og olíur sem henti öll-
um mjög vel. „Yfirleitt stendur það á
kremunum fyrir hvaða húðgerð þau
eru ætluð. Framsæknari merki eru
þó farin að vanda sig rosalega í efna-
innihaldi og þar þarf sérfræðiþjón-
ustu til að finna rétta kremið.“ Að
lokum gaf Sigríður lesendum með
viðkvæma og feita húð nokkur ráð
til að vernda húðina.
Viðkvæm húð
Þeir sem eru með viðkvæma húð eru
með viðkvæmar háræðar og roðna í
framan í kulda. Því fólki er ráðlagt
að nota jafnvel farða áður en það fer
út í kuldann og helst ekki kökumeik
heldur fljótandi farða. Kökumeik
er blandað púðri og það kemur svo
mikil þéttni í það að húðin andar
illa undir. Meikið er bara aukalag
utan á húðinni sem verndar hana.
Konur með viðkvæma húð eiga að
nota mild efni því það eru efnin sem
erta húðina. Þeir sem eru viðkvæm-
ir þola oft ekki lyktarefni, litarefni
eða rotvarnarefni.
Feit húð
Fyrir þá sem eru með feita húð er
gott að nota púður því það tekur
mesta glansinn af. Þeir sem eru með
feita húð ættu að vera með léttari
krem sem innihalda jafnvel minni
fitu og til eru krem með aromatísk-
um olíum sem koma jafnvægi á húð-
ina. Margir álíta að það eigi ekki að
setja olíur á feita húð en með þess-
um olíum virkar það. ■
svanhvit@vbl.is
Möndlukossar
ILush má finna guðdóm-
legt andlitskrem sem
ber nafnið Almond
kisses. Kremið inniheldur
möndluolíu, kókoshnetu-
smjör og avacado olíu.
Eftir notkun verður húð-
in mjúk, ilmandi og þægi-
leg viðkomu. g
Krem í stað húðslípunar
Endurnýjun
yfirborös húðar
L'oréal hefur sent frá sér
frábær krem sem virka
líkt og húðslípun að því
leyti að þau end-
urnýjayfirborðs-
meðferð húðar-
'C.
innar. Kremin
eru einföld, þægi-
leg og eru orðin
gríðarlega vinsæl á
þeim tíma sem þau
hafa verið í sölu.
L'oréal ReFinish
kremin eiga að gefa
húðinni einstaka út
geislun og frísklegra
útlit auk þess sem
þau minnka fínar
línur, hrukkur og fjar-
lægja skemmdir af
völdum sólarinnar.
-Ul\
«SB*
Fyrst er fyrra
kremið borið
á sem er krem-
kennd, öflug for-
múla sem inni-
heldur efnasam-
setninguúrörsmá-
um kristöllum.
Krem þetta hreins-
ar húðina og end-
urnýjar yfirborðið.
Seinna kremið
er eftirmeðferðar-
krem sem gefur
raka og fullkomnar
árangurinn. ■
svanhvit@
vbl.is
Silkimjúk húð
með Nutri
Intense
Frá Lancóme er kominn góður
maski fyrir þurra húð sem mýkir
hana og endurnýjar. Maskann á að
bera í þykku lagi á andlitið og láta
vera í fimm mínútur. Síðan á að fjar-
lægja maskann af með bréfi en ekki
þvo andlitið. Húðin í andlitinu virk-
ar afslöppuð og silkimjúk. ■