blaðið - 19.10.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 blaöiö
FL Group og
Fons funda
um Sterling
Viðræður standa nú yfir á milli
FL Group og Fons eignarhalds-
félags um kaup FL Group á
flugfélaginu Sterling, en það
er í eigu Fons. Niðustöðu
er að vænta á næstu dögum.
Kaupverð er á huldu en danska
blaðið Börsen spáir því í gær
að greitt verði fyrir félagið með
hlutum í FL Group. Einnig
kemur fram í Börsen að heim-
ildir hermi að Pálmi Haralds-
son, eigandi Fons, geri það að
skilyrði að Sterling verði óháð
dótturfélag FL Group með höf-
uðstöðvar í Kaupmannahöfn.
Viðskipti
Gott uppgjör
hjá Kreditt-
Banken
Hagnaður KredittBanken, sem
er dótturfélag Islandsbanka
í Noregi, nam ui milljónum
íslenskra króna fyrir skatta
á þriðja ársíjórðungi þessa
árs. Hagnaðurinn fyrir skatta
var hins vegar 154 milljónir,
samkvæmt tilkynningu til
Kauphallar Islands í gær.
Hagnaður bankans fyrir
afskriítir og skatta fyrstu níu
mánuði ársins nemur hins veg-
ar 356 milljónum króna, sem
er mun betri afkoma en í fyrra
þegar hann var 203 milljónir.
Áfengisauglýsingar:
Opinberar stofnanir
vinna gegn hvor annarri
Óskýr áfengislög gera það að verkum að mikið ósamrœmi er
milli aðgerða opinberra stofnana.
Áfengisverslanir ÁTVR hafa á und-
anförnum árum sífellt verið að auka
markaðssókn sína með margvísleg-
um kynningum og þemadögum. Á
sama tfma og þetta á sér stað berst
önnur ríkisrekin stofnun, Lýðheilsu-
stöð, gegn áfengisauglýsingum í fjöl-
miðlum og vill setja skýrari lög um
markaðssetningu áfengis.
Bjórframleiðendur ganga langt
Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri
Lýðheilsustöðvarinnar, segir þessar
tvær stofnanir vinna eftir mismun-
andi lagaumhverfi og markmiðin
séu ólík. „Við vinnum eftir ákveðnu
lagaumhverfi og okkar markmið
eru mjög skýr þ.e. við viljum koma
í veg fyrir skaðlega neyslu áfengis
og við verðum að vinna samkvæmt
því. ÁT VR verður að svara fyrir það
sem þeir eru að gera.“ Anna segir
óskýr lög gera það að verkum að
áfengisframleiðendur geti nýtt sér
smugur í lögunum til að kynna vör-
ur sínar og að það geti haft alvarleg-
ar afleiðingar fyrir ungt fólk. Hún
segir markaðskynningu ÁTVR vera
minna áhyggjuefni miðað við margt
annað sem er í gangi. „Þeir eru með
kynningar og miðað við hvernig
menn geta auglýst í dag þá held ég
að ÁTVR hafi ekki gengið lengra
en t.d. bjórframleiðendur. Ég held
að þeir séu að ganga manna lengst
f dag.“
Ekki auglýsingar
Sigrún ðsk Sigurðardóttir, aðstoðar-
forstjóri ÁTVR, segir að þar á bæ líti
menn ekki á kynningar eða þema-
daga sem sérstakar áfengisauglýsing-
ar. Hjá þeim er það liður í að bæta
samskipti við viðskiptavini og bjóða
þeim upp á betri þjónustu. „Við höf-
um ekki litið á þetta sem áfengisaug-
lýsingar. Við höfum verið að líta á
þetta sem tilbreytingu fyrir okkar
viðskiptavini." Sigrún segir það
ekki á stefnuskrá ÁTVR að draga úr
þessari þjónustu og ekki sé vilji til
að hverfa aftur til gamla formsins
þar sem áfengi var kyrfilega staðsett
í hillum fyrir aftan afgreiðsluborð.
Auglýsing í glugga Vínbúðarinnar í Austurstræti. Óskýr lög valda furðulegu ósamræmi
hjá hinu opinbera.
Alþingismenn:
Vilja að æðstu embættismenn hljóti
sömu eftirlaunakjör og aðrir
Eftirlaunafrumvarpið olli kostnaðarauka upp á 650 milljónir króna á árinu 2004.
Þingmenn, jafnt ístjórn sem stjórnarandstöðu, vilja breyta lögum um eftirlaun æðstu emb-
œttismanna.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG, segir aðeins eitt um þetta mál að
segja. „Auðvitað á að nema þessi lög
úr gildi hið fyrsta, þau áttu aldrei að
koma til framkvæmdar, og það á að
setja þetta fólk, eins og annað, inn í
almenna lífeyrissjóði. Það er til stað-
ar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins og þar eiga þingmenn og ráðherr-
ar að vera, eins og aðrir starfsmenn
hins opinbera. I mínum huga er eng-
inn millivegur í þessu efni, þannig á
þetta að vera og ég hef alla tíð verið
þeirrar skoðunar.“ Ögmundur kann
engar skýringar á því hvers vegna
kostnaðurinn við frumvarpið hefur
farið svona fram úr áætlunum. „Því
verða þeir að svara sem bera ábyrgð
á þessum útreikningum."
Þingmenn njóti almennra réttinda
Pétur H. Blöndal er sammála Ög-
mundi í þeim efnum að þingmenn
eigi að njóta almennra lífeyrisrétt-
inda en hann vill að þeir geti valið
sér Hfeyrissjóð. „Ég hef flutt frum-
varp í tvígang um það að þingmenn
njóti almennra lífeyrisréttinda. Ég
studdi eftirlaunafrumvarpið á sín-
um tíma vegna þess að það var ákveð-
in nálgun í þá veru í því, að það væri
auðveldara að aðlaga réttindin að
þeim sem almenningur nýtur eftir
samþykkt þess. Þá voru einnig tek-
in út ýmis konar sérákvæði eins og
í sambandi við makalífeyri. Ég lagði
það einnig fram í mínu frumvarpi
að það yrði metið til launa hvers
virði lífeyrisréttindin væru og ég
lagði raunar líka til, í sambandi við
opinbera starfsmenn almennt, að
það yrði skoðað hvers virði lífeyris-
réttindin væru. Mér finnst að þegar
menn eru með einhver sérstök rétt-
indi, eins og opinberir starfsmenn í
B deildinni, sem eru meira virði en
sýnist, þá eigi að reikna það út svo
það liggi á borðinu.“ ■
Flytjum inn kanadísk
verksmiðjuframleidd einingahús.
Framleidd miðað við
íslenska byggingarreglugerð.
www.einingahus.is
Emerald ehf sími: 698 0330
Internetið
Bilun hjá
Og Vod-
afone
Bilun varð í netbúnaði Og
Vodafone í gær sem olli um
klukkutíma sambandsleysi á
netinu hjá hluta viðskiptavina
fyrirtækisins. Að sögn Gísla
Þorsteinssonar, upplýsinga-
fulltrúa Og Vodafone, kom
upp bilun í netbúnaði og á
meðan viðgerð stóð yfir datt
netsamband að hluta til niður.
Hann segir bilun sem þessa
afar sjaldgæfa og að viðgerð
hafi gengið hratt fyrir sig.
Heyrnar-
daufbörn
fá farsíma
Fyrirtækið Og Vodafone afhenti
öUum nemendum í 4. tfl 10.
bekk á táknmálssviði Hlíða-
skóla farsíma í gær. AUs er um
15 síma að ræða en nemendurn-
ir fá jafnframt mánaðarlega
inneign í formi Og Vodafone
Frelsis skafkorta og geta sent
SMS og MMS skeyti án end-
urgjalds þar tfl skólagöngu í
Hlíðaskóla lýkur. Heyrnarlaus
og heyrnardauf börn nota SMS
og MMS skflaboð mUdð til að
tjá sig og er markmiðið með
gjöfinni að stuðla að aukinni
notkun á nýjustu tækni tU að
auðvelda börnunum lffið.
I tUkynningu frá Og Vodaf-
one segir að skafkortið geri
nemendum mögulegt að senda
30 SMS og 30 MMS á dag án
endurgjalds. Þá fylgi hverju
korti 1.990 króna inneign.