blaðið - 19.10.2005, Síða 30
30 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 bla6iö
Logi Ólafsson fyrrum landsliðsþjálfari:
,,Það lá eitthvað voðalega mikið á þessu"
Aðspurður um hvort hann og Ásgeir
hafi haft það á tilfinningunni þeg-
ar þeir fóru í leikinn gegn Svíum
12. október að þeir yrðu ekki áfram
landsliðsþjálfarar sagði Logi:
„Ja, ég þekki nú mitt heimafólk
og hef verið viðloðandi KSÍ síðan
1993. Ég segi eins og Ólafur Ragnar
Grímsson, með einum eða öðrum
hætti, ég þekki alveg vinnubrögð-
in og ég veit alveg hvernig menn
eru í framkomu. Ég veit ekki eft-
ir hverju menn biðu, ég veit ekki
hvað hefði gerst ef við hefðum unn-
ið Svía. Hefði það breytt einhverju?
Ég efa það,“ sagði Logi Ólafsson í
samtali í útvarpsþættinum Mín
skoðun á XFM i gær.
„Ég sagði það við einhvern blaða-
mann eftir leikinn gegn Svíum
að ég teldi það svona heiðarleg og
eðlileg vinnubrögð að þegar okkar
samningur rynni út þá myndum
við setjast niður með þeim mönn-
um sem hafa tögl og haldir gagn-
vart landsliðinu hjá sambandinu
og fara yfir farinn veg og athuga
hvað hefur verið vel gert og hvað
má bæta. Ekki bara ef við myndum
halda áfram heldur einnig fyrir
þann sem tæki við. En það var ekki
upp á teningnum. Það lá eitthvað
voðalega mikið á þessu.
Hefði engu breytt hefðum
við unnið Svía
Ég var staddur úti í Danmörku þeg-
ar Ásgeir hringdi í mig á fimmtu-
dagskvöldinu. Við höfðum verið
með þessum mönnum í töluverðu
návígi í eina átta eða níu daga og
svo þegar menn eru komnir hver í
sitt horn, að þá er hringt og þá þarf
að hittast. Ég sagði þá náttúrulega
að ég kæmist ekki og það vissu
þeir. Ég var búinn að segja fram-
kvæmdastjóranum og fleirum frá
þessu að ég kæmi til landsins á
mánudeginum en þeir sáu ekki
ástæðu til að bíða eftir því. Ég er
ekki að segja að það hefði breytt
neinu og eins og ég sagði áðan held
ég að þó við hefðum unnið Svía þá
hefði það ekki breytt neinu. Ég tel
það bara eðlilegt í knattspyrnunni
að ræða málin og klára þau en ég
ber ekki neinn kala eða neitt slíkt
til neins af þessum mönnum. Þetta
eru allt mjög góðir menn en þetta
er bara þeirra val um hvernig þeir
vilja stjórna þessu og þeir hafa
völdin til þess og þetta eru alveg
sömu mennirnir og þeir voru áð-
ur þegar ég vann með þeim. Ég er
bara að lýsa minni skoðun hvernig
hefði verið rétt að ganga frá svona
málum. Sá á völina sem á kvölina,
sagði skáldið,“ sagði Logi Ólafsson
fyrrum landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu.
Leikmenn urðu meira ábyrgir
Logi talaði í gær um fótboltann sem
landsliðið hafi verið að spila að und-
anförnu og svo hvernig hann og Ás-
geir hefðu nálgast leikmenn þegar
ákveðin kaflaskipti urðu á leik liðs-
ins og leikmannahópi. Logi sagðist
vera ánægðastur með það að hafa
tekist að snúa gangi mála frá því
fyrir ári. ísland hafi verið með
sama mannskap og frá árinu áður
sem náði svo ágætum árangri. Ás-
geir og Logi settust niður með KSÍ
mönnum og sögðust ætla að breyta
um leikstíl og einnig að taka til í
mannskapnum.
„Við settum mannskapinn niður
í fjóra hópa, þar sem hópstjórar
voru fjórir. Eiður Smári Guðjohn-
sen með sóknarmönnum, Pétur
Marteinsson var með varnarmönn-
um. Við áttum í basli með föst
leikatriði en Árni Gautur Arason
stjórnaði þeim hópi. Síðan var Ól-
afur Örn Bjarnason, varnarmaður
og sálfræðinemi, með umgjörðina í
kringum leikina og andlegt atgervi.
Mönnunum var skipt jafnt niður í
hópana og voru látnir svara tveim-
ur spurningum. Lýstu þinni bestu
upplifun sem landsliðsmaður og ef
þú hefur ekki verið mikið í landslið-
inu þá bara sem knattspyrnumað-
ur. Þegar menn voru búnir að finna
það út þá áttu þeir að svara spurn-
ingunni: Hvernig náum við fram
sömu stemmningunni og sama and-;
rúmslofti aftur? Svo komu hóparn-'
ir og gerðu grein fyrir sínum niður-
stöðum. Niðurstaðan var að besta
stemmningin hafi verið í leikjun-
um gegn Italíu og gegn Þýskalandi.
Þetta er viðurkennd aðferð í starfs-
mannastjórnun sem lítur að því að
snúa hlutunum við. Þar sem þú átt
aðeins að taka út jákvæðu hlutina.
Þetta skilaði sér vel að okkar mati.
Menn voru að leggja sig verulega
mikið fram. Þarna drógum við leik-
menn meira inn sem ábyrga aðila.
Ekki bara leikmenn sem mæta á
æfingu. Okkur fannst þetta skila
sér vel og leikmenn okkar eru til
dæmis komnir með miklu meira
sjálfstraust til að hafa boltann og
þora að hafa hann hjá sér. Þetta á
eftir að skila sér enn betur,“ sagði
Logi Ólafsson í útvarpsþættinum
Mín skoðun á XFM í gær.
Miklar breytingar
Það er ljóst að miklar breytingar
hafa orðið á leikstíl íslenska A-
landsliðsins i knattspyrnu að und-
anförnu og miklu meira spil er í
leik liðsins en oft áður. Það hefur
verið á kostnað varnarleiksins en
Logi sagði að hafi verið mikil kyn-
slóðaskipti í hópnum. Til dæmis
voru aðeins sjö leikmenn í hópn-
um frá fyrri leik íslands og Sví-
þjóðar fyrir ári síðan og mættust á
Rásunda-vellinum fyrir nokkrum
dögum. Logi sagði að varnarleikur-
inn væri næsta verkefni til að tak-
ast á við en þar væri ekki bara við
vörnina að sakast heldur ætti allt
liðið að sækja og allt liðið að verj-
ast. Þetta eru hlutir sem eiga eftir
að koma og það er mikill og góður
efniviður sem við eigum í fótbolt-
anum.
Undankeppni Evrópumótsins
hefst næsta sumar og það verður
dregið í riðla í desember næst-
komandi og það verður spennandi
að sjá með hverjum við lendum í
riðli.
Xavierféllá
lyfjaprófi en versig
Portúgalski leikmaðurinn Abel
Xavier, sem leikur með enska úrvals-
deildarliðinu Middlesbrough, féll á
lyfjaprófi. Hann var tekinn í próf af
evrópska knattspyrnusambandinu
eftir leik Middlesbrough og gríska
liðsins Xanthi í Evrópukeppni félags-
liða 29. september síðasthðinn en
Middlesbrough sló gríska liðið út úr
keppninni. Abel Xavier, sem er 32
ára gamall, segist vera saklaus. UEFA
(Knattspyrnusamband Evrópu) sendi
frá sér tilkynningu þar sem sagt var
að Xavier hafi fallið á lyfjaprófi en
ekki var þess getið um hvaða efni væri
að ræða. Xavier, sem leikið hefur með
Everton og Liverpool, á 20 landsleiki
að baki fyrir Portúgal og hann á yfir
höfði sér allt að tveggja ára keppnis-
bann. Hjá UEFA er hins vegar mælst
til að við fyrsta brot verði um 12 mán-
aða keppnsibann að ræða. Xavier seg-
ist ætla að berjast fyrir sakleysi sínu
og sagði í gær að hann hafi aldrei tek-
ið inn ólögleg efni vísvitandi. Hann
skyldi þetta einfaldlega ekki. ■
Essien slapp við leikbann
Michael Essien, leikmaður enska úr-
valsdeildarliðsins Chelsea, fer ekki í
leikbann eins og búist var við. Essien
braut illa á Tal Ben Haim, leikmanni
Bolton, í leik liðanna um síðastliðna
helgi og þar meiddist Ben Haim
nokkuð. Brotið var mjög ljótt og var
Essien heppinn að Ben Haim meidd-
ist ekki meira en raun varð. Dómari
leiksins, Rob Styles, gaf Essien gula
spjaldið fyrir brotið en Essien lá
lengi á vellinum og fjölmiðlar á Eng-
landi fullyrtu að Essien hafi gert sér
upp meiðsli til að sleppa við rauða
spjaldið. Ef svo var, þá heppnaðist
það fullkomlega hjá Gana-leikmann-
inum. Rob Styles dómari sagði eftir
að hafa séð brotið í sjónvarpi eftir
leikinn að hann hefði átt að sýna
Essien rauða spjaldið. Enska knatt-
spyrnusambandið hafði samband
við FIFA (Alþjóða knattspyrnusam-
bandið) vegna málsins og þar sem
Essien fékk að líta gula spjaldið i
leiknum, þá er ekki hægt að hækka
þá refsingu eins og það er orðað. Því
sleppur Michael Essien við þriggja
leikja bann en langflestir sem sáu
brotið i leiknum um helgina eru
ekki í vafa um að Michael Essien
hefði átt að fá að líta rauða spjaldið
hjá Rob Styles.