blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaðiö
Rauði krossinn
Fjórar milljón-
ir söfnuðust
Klinksöfnun Rauða krossins
í samvinnu við Sparisjóðinn
og Póstinn gekk vel í ár. Alls
söfnuðust um fjórar millj-
ónir í erlendri smámynt en
um var að ræða 1,3 tonn af
klinki. Þetta er í þriðja sinn
sem söfnunin er haldin og
hafa þær alls skilað tuttugu
og fimm milljónum króna.
Fjármunirnir verða notaðir til
að efla enn frekar innanlands-
verkefni Rauða kross íslands. ■
Fjarskipti
Bilun í
NMT kerfi
Öll umferð um NMT kerfi Sím-
ans lá niðri í gærmorgun vegna
bilunar í búnaði í símstöðinni
Múlastöð hjá Símanum. Við-
gerðin tók nokkrar klukku-
stundir en kerfið var aftur kom-
ið í gang laust fyrir hádegi í gær.
NMT símakerfið er langdrægt
kerfi sem nær víða sambandi
100 til 150 km frá ströndinni
og upp um hálendi íslands. ■
úrvalaf
loðvestum
og
keipum
Opnunartími
mán-fös. 10-18
laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
200 Kópavogi
Sími 554 4433
Rikisstjórnin ráðskast
með fréttastofu RÚV
Segir Sigurjón Þórðarson sem gagnrýnir ríkisstjórnarflokkana fyrir að misnota aðstöðu sína
„Einkennilegar mannaráðningar þar
sem aðeins er spurt að flokksskír-
teinum eru byrjaðar að hafa áhrif
hafa óeðlileg áhrif á skoðunarmynd-
un í samfélaginu.“
á fréttaumfjöllun RÚV,“ segir Sigur-
jón Þórðarsson, þingmaður Frjáls-
lyndaflokksins. Hann hefur nú lagt
fram fyrirspurn á Alþingi til Þor-
gerðar K. Gunnarsdóttur, mennta-
málaráðherra, þar sem óskað er eftir
upplýsingum um það hversu margir
og hvaða starfsmenn hafa verið ráðn-
ir án auglýsinga til Ríkisútvarpsins
til þess að sjá um dagskrárgerð og
fréttatengt efni í sjónvarpi á sl. 10
árum.
Hallar á umræðu
Sigurjón segist leggja þessa fyrir-
spurn fram með það markmið að
koma þessu málefni upp á borðið.
„Mér finnst sjálfstæðismenn leika
tveimur skjöldum. Þeir segjast alltaf
vilja fréttamennsku sem hafi ekki
áhrif á skoðunarmyndun í landinu
en þar sem þeir ráða eru þeir svo
Enn er deilt á RÚV.
miklu verri,“ segir Sigurjón. Hann
segir margar undarlegar manna-
ráðningar hafa átt sér stað og nú sé
svo komið að efnistök sumra þátta
sé eins og skreyting í kringum rík-
isstjórnina. „Þetta er byggt á þeirri
vissu minni að það hallar verulega
BlaÖið/lngó
á umræðu um þjóðmál í Ríkissjón-
varpinu." Sigurjón segir að löng seta
Sjálfstæðisflokksins i ríkisstjórn sé
meginástæða þess að þetta sé að ger-
ast. „Ég vil fá þetta upp á yfirborðið.
Það ætti ekki að vera vandi fyrir þá
að svara þessu ef að menn vilja ekki
Sláandi þáttur
Sigurjón gagnrýnir ennfremur efn-
istök Kastljóss varðandi prófkjörs-
mál Sjálfstæðisflokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningar í Reykjavík og
bendir á í því samhengi rökræður
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og
Gísla M. Baldurssonar. „Mér fannst
þessi prófkjörsþáttur vera sláandi.
Þeir fengu þarna margfalt meiri
tíma en ðlafur F. Magnússon hefur
fengið allt kjörtímabilið og svo voru
þeir ekki einu sinni að tala um það
hvað þeir ætluðu að gera fyrir borg-
arbúa. Þeir voru fyrst og fremst að
tala um það hvað þeir væru frábærir
og betri en hinir,“ segir Sigurjón og
bætir við að hann vilji skýrari reglur
um mannaráðningar hjá RÚV því
annars þurfi ekki að spyrja að leiks-
lokum. ■
Efasemdir hjá veitingamönnum
um algert reykingabann
Kurr er í veitingamönnum vegna
fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps
um algert reykingabann á veitinga-
stöðum. Telja þeir flestir að bannið
muni koma niður á veltu veitinga-
staða sinna og að méð þessu sé hið
opinbera að ganga allt of langt.
Reykingabann af þessu tagi hefur
víða verið sett erlendis, en hins vegar
væri synd að segja að mönnum bæri
samán um áhrif slíkrar lagasetning-
ar. Rannsóknir á áhrifum reykinga-
banns á efnahag og atvinnulíf eru
einatt gerðar af hagsmunaaðilum
og áreiðanleiki þeirra því vafa undir-
orpinn.
Blaðið ræddi við nokkra veitinga-
menn í miðbæ Reykjavíkur og voru
þeir á einu máli um að slíkt bann
myndi hafa áhrif á starfsemi þeirra.
Þeir vildu þó ekki gefa neinar yfirlýs-
ingar um málið fyrr en frumvarpið
lægi fyrir.
„Manni skilst að setja eigi þetta
bann undir því yfirskini að það sé
verið að vernda starfsfólkið,“ sagði
rekstrarstjóri hjá einni af vinsælli
knæpum bæjarins. „En starfsfólkið
hjá mér reykir allt og svona bann
yrði bara til þess að minnka söluna
og þá þarf maður að segja upp fólki.
Það er nú öll umhyggjan fyrir starfs-
fólkinu."
Eigandi kaffihúss með vínveit-
ingaleyfi taldi að hann kynni að
stytta afgreiðslutímann ef bann yrði
sett á. „Á daginn erum við að fá mik-
ið af fólki sem beinlínis kemur til
þess að reykja, enda er því bannað
að reykja víðast hvar annars staðar,"
sagði einn veitingamannanna. Ann-
ar taldi að áhrifin yrðu mest um
helgar. „Það segir sig sjálft að reyk-
ingamenn munu halda sig í heima-
húsum lengra fram á kvöld. Svo
koma þeir þegar þeir eru búnir að fá
sér í nokkur glös og þá verður eng-
inn leikur að fá þá til þess að virða
svona reykbann."
Veitingamennirnir voru sammála
um það að afar erfitt yrði að fram-
fylgja banninu þegar á liði kvöldið.
Eins sögðu þeir erfiðara hér á landi
en víðast annars staðar að setja slíkt
bann án þess að útskúfa reykinga-
fólki af veitingastöðum. „Erlendis
getur fólk brugðið sér út fyrir í smók
en hér viðrar hreint ekki alltaf til
þess, þar sem á annað borð er að-
staða til slíks.“ ■
UNICEF:
Herferð
hafin gegn
alnæmi barna
„Börn eru í raun hin gleymda
ásjóna alnæmis.“ Þetta segir
framkvæmdastjóri UNICEF,
Ann M. Veneman, en í gær
hófst alþjóðleg herferð sam-
takanna gegn alnæmi barna.
Herferðinni, sem standa mun
yfir í fimm ár, er ætlað að vekja
athygli á þeirri staðreynd
að málefni barna hafa verið
undanskilin frá alþjóðlegum
aðgerðaráætíunum gegn
alnæmi eins og segir í tilkynn-
ingu frá UNICEF. Tölurnar tala
sínu máli því fleiri en 500.000
börn undir 15 ára aldri deyja
á hverju ári vegna alnæmis,
fleiri en 15 milljónir barna
hafa misst annað eða bæði
foreldri sín vegna alnæmis-
tengdra sjúkdóma og fleiri en
2 milljónir barna eru smituð
af HIV veirunni sem veldur
alnæmi. Herferðin ber yfirskriíf-
ina: „Sameinumst fyrir börn,
sameinumst gegn alnæmi" og
mun athyglinni verða beint að
fjórum lykilsviðum. Koma þarf
í veg fyrir HlV-smit frá móður
til barns, útvega þarf börnum
þá lyfjameðferð sem þau þarfn-
ast, koma þarf í veg fyrir smit
hjá ungu fólki og ennfremur
þarf að veita þeim börnum
sem þjáðst hafa af völdum
alnæmis, stuðning og vernd.
Síldarskipið Hákon dregið til Reykjavíkur
Skipstjórinn á síldveiðiskipinu Há-
koni EA-148 hafði samband við
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar,
sem jafnframt er vaktstöð siglinga,
í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð
þar sem skipverjar höfðu misst nót-
ina í skrúfuna. Skipið hafði verið að
síldveiðum í Jökuldýpi, suðvestur af
Snæfellsjökli.
Varðskipinu Ægi var þegar siglt
á vettvang og kom að Hákoni um
kl. 8 í gærmorgun. Froskmönnum
varðskipsins tókst ekki að ná veiðar-
færunum úr skrúfu skipsins vegna
kviku og var því brugðið á það ráð
að taka Hákon í tog. Gert var ráð
fyrir að skipin kæmu inn til Reykja-
víkur í nótt. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, flaug yfir skipin í gærmorgun, rétt í þann
mund er Ægir tók Hákon í tog, og þá tókTómas Helgason flugstjóri myndina að ofan.