blaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö Breytingar á stjórn UMFÍ 44. sambandsþing UMFÍ (Ung- mennafélags íslands) var haldið um síðastliðna helgi á Egilsstöðum. Um 100 þingfulltrúar sóttu þingið. Meðal tillaga sem samþykktar voru á þinginu var að sambandsþingið felur stjórn UMFÍ að hrinda í fram- kvæmd uppbyggingu nýrra aðal- - stöðva hreyfingarinnar. Stefnt verði síðan að því að þeirri uppbyggingu verði lokið á 100 ára afmæli UMFÍ sem verður árið 2007. Á þinginu var einnig samþykkt að fela stjórn að gera kostnaðaráætlun og grunn- drög að teikningum sem verða svo lögð fyrir formannafund UMFÍ til samþykktar. Breytingar urðu á stjórn UMFÍ en í aðalstjórn sitja nú: Ásdís Helga Bjarnadóttir, Helga Guðjónsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Anna R. Möller, Hringur Hreinsson og Ein- ar Jón Geirsson. í varastjórn eru Jóhann Tryggvason, Haraldur Þór Jóhannsson, Einar Haraldsson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Björn B. Jónsson var endurkjörinn formaður UMFÍ og Sæmundur Run- ólfsson verður áfram framkvæmda- stjóri. Alls lágu 49 mál fyrir þinginu en þó nokkur þeirra náðu ekki sam- þykki. Hér að neðan eru svo helstu sam- þykktir á sambandsþingi UMFÍ á Egilsstöðum. 44. sambandsþing UMFÍ 22.-23. október 2005 á Egilsstöðum felur stjórn UMFÍ að hrinda í fram- kvæmd uppbyggingu nýrra aðal- stöðva hreyfingarinnar. Þingið felur stjórn UMFÍ, í sam- vinnu við ungmennaráð, að standa fyrir Landsþingi ungmenna frá öll- um aðildafélögum UMFÍ. Þingið felur stjórn að koma á átaksverkefni vegna vaxandi offitu barna. Leitað verði samstarfs við aðra aðila er vinna að sambærileg- um verkefnum. ■ Shearerþarf íaðgerð Enski leikmaðurinn Alan Shearer, sem leikur með enska úrvalsdeild- arliðinu Newcastle United, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Þetta er mikið áfall fyrir Shearer og Newcastle en Iiðinu hefur ekki gengið sem best það sem af er leiktíð. Michael Owen, leikmaður Newcastle, lék ekki með liðinu síð- astliðna helgi þar sem lítilsháttar meiðsli hrjá hann en meiðsli She- arer eru mun alvarlegri og búist er við að Shearer verði frá keppni í allt að 6-8 vikur. Shearer er orð- inn 35 ára gamall og er á sínu síð- asta keppnistímabili sem leikmað- ur hjá félaginu. Allir þeir sem þekkja til nárameiðsla vita að slík meiðsli geta verið mjög erfið við- ureignar og oft er það nú þannig að ef leikmenn lenda í nárameiðl- sum á annað borð, þá ná þeir sér aldrei að fullu. ■ Sportdeildin kynnir líkamsræktartæki frá hinum viðurkennda þýska framleiðanda Hammer 20% kynningarafsláttur Sportdeildin kynnir þýsku gæðavörurnar frá Hammer sem hafa slegið í gegn í líkamsræktarheiminum. Af þessu tilefni bjóðum við 20% afslátt af Hammer vörum út októbermánuð. Tómstundir Höfum einnig úrval af poolborðum, fótboltaspilum og fleiri leiktækjum frá breska framleiðandanum BCE. Allt á 20% afslætti. rALK m DEIL.DIM TÓMSTUNDIR • LÍKAMSRÆKT • AFÞREYING HAMMER HLAUPABRETTI VERÐ KR.127.200.- HAMMER STIGTÆKI VERÐ FRÁ KR. 23.600.- Hole in One GOLFVERSLUN Sportdeildin • Bæjarlind 1-3 • sími 577 4040 • Opið mán. - fös. 10-18 og lau. 10-16 Project CDGVUng Dcww**dV> Vétng) Titie Ffont Df Awrng No Fl08-1f3 Date 23 10 2005 Miklar breytingar í Formúlunni Byltingarkenndar reglubreytingar verða á Formúlu r kappakstrinum á næsta keppnistímabili. FIA og for- ráðamenn keppnisliða samþykktu breytingarnar á fundi í London í gær. Max Mosley, forseti FIA, lagði tillögurnar fram fyrir nokkru og þær voru samþykktar í gær. Ný útfærsla á tímatökum lítur dagsins ljós árið 2006 sem verður með útsláttarfyrirkomulagi í tveim- ur umferðum. I þriðju og síðustu umferðinni munu 10 fljótustu bíl- arnir keppa í 20 mínútur um besta rásstað á ráslínunni. Þrátt fyrir þessar breytingar mun tímatakan ekki verða lengri en ein klukkustund og því er aðeins um að ræða breytingar sem auka eiga spennuna. Dekkjaskipti í miðri keppni verða leyfð á ný en í ár fengu ökumenn ekki að skipta um dekk sem olli oft vandræðum í mótum þar sem keppn- isdekk þurftu að endast heilt mót. Á fundinum í London samþykktu keppnisliðin byltingarkenndan aft- urvæng sem FIA kom með tillögu að. Tveir sjálfstæðir afturvængir verða á keppnisbílum árið 2007 og að auki verður ný útgáfa af keppnis- dekkjum tekin í notkun, það verða dekk sem verða með engum rauf- um, eða „slikkar" eins og þeir eru kallaðir. Slík dekk eru miklu grip- meiri. Þessar tillögur telja menn að verði til þess að framúrakstur verði auðveldari fyrir vikið. Sannarlega miklar breytingar á ferðinni í Form- úlunni á næstu árum. Hér að ofan er mynd af breyting- unum á væng Formúlu 1 bílanna. ■ Ásgeir til Fram Framarar réðu í gær Ásgeir Elíasson sem næsta þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ásgeir er ekki ókunnur herbúðum Fram en þetta er í þriðja sinn sem Ásgeir er ráð- inn þjálfari liðsins. Hann á glæstan feril að baki sem þjálfari Fram. Þrír íslandsmeistaratitlar og þrír bikar- meistaratitlar auk annarra smátitla. Ásgeir var siðast hjá Fram árið 1999 og hélt þaðan til Þróttar. Það er mjög sjaldgæft að sami maður sé ráðinn þrisvar til sama félags sem þjálfari en Ásgeir og Framarar sömdu til þriggja ára með uppsagnarákvæði eftir hvert ár. Freyr og Ingvar skrifuðu undir við Fram Framarar hafa að undanförnu verið að ganga frá samningum við leik- menn sína en oftar en ekki hefur liðið sem hefur orðið fyrir því óláni að falla um deild lent í því að missa stóran hluta leikmanna sinna til liða í efri deild. Framarar hafa gengið frá samn- ingi við alla leikmenn sína og þá hefur bæst í hópinn svo um munar þar sem Helgi Sigurðsson, sem leik- ið hefur með AGF í Danmörku, skrif- aði undir hjá Fram og leikur með þeim næstu tvö árin. { gær var svo gengið frá samn- ingi við Ingvar Ólason um að hann verði áfram hjá Fram næstu tvö árin. Ingvar hefur verið einn aðalmaður Fram undanfarin ár og því ánægju- legt fyrir Safamýrarpilta að Ingvar verði þar áfram. Þá hefur Freyr Karlsson snúið „heim“ á ný en hann lék með Þrótti í sumar í Landsbankadeildinni. Freyr er gamall og góðu Framari og eru Framarar ánægðir að fá hann aftur til sín. ■ Sigursteinn verður aðstoðarmaður feits KR-ingar gengu í gær frá samningi við Sigurstein Gíslason um að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Sigursteinn tók við af Magnúsi Gylfasyni í sumar þegar Magnús var rekinn en Sigur- steinn hefur undanfarin ár verið þjálfari 2. flokks KR. KR-ingar hugsa stórt til næsta sumars og þeir hafa verið að taka til í leikmannamálum hjá sér að undan- förnu. Sigurvin Ólafsson er farinn til FH en undanfarna daga hafa KR-ingar verið að semja við nokkra leikmenn. Sigmundur Kristjánsson verður með KR næstu tvö árin sem og Dali- bor Pauletic. Sölvi Davíðsson og Ágúst Gylfason framlengdu um eitt ár hjá KR og þá má ekki gleyma að Björgólfur Takefusa er kominn til KR frá Fylki. Björgólfur hefur verið með Fylki í Árbænum undanfarin ár en náði ekki að sýna þar mikið líkt og hann gerði hjá Þrótti undir stjórn Ásgeirs Eliassonar. Þá hefur Þórður Guðjónsson verið sterklega orðaður við KR að undanförnu en Þórður er samningsbundinn við Stoke City á Englandi en er á heim- leið næsta sumar. Þrjú lið eru sögð líklegasti lendingarstaður Þórðar. ÍA, KR og FH. ÍA og KR eru sögð mun líklegri en FH þar sem Ólafur og Teitur Þórðarsynir eru við stjórn- völinn þar á bæjum. ■

x

blaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-5947
Tungumál:
Árgangar:
3
Fjöldi tölublaða/hefta:
926
Gefið út:
2005-2007
Myndað til:
29.09.2007
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Yngra heiti: 24 stundir
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað: 123. tölublað (26.10.2005)
https://timarit.is/issue/358238

Tengja á þessa síðu: 30
https://timarit.is/page/5730797

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

123. tölublað (26.10.2005)

Aðgerðir: