blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaðið Mannréttindafrömuður látinn Rosa Parks lést á mánudag en hún var einn helsti frumkvöðull í manréttindabaráttu þel- dökkra Bandaríkjamanna. Með því að neita að eftirláta hvítum manni sœti sitt í stræt- isvagni hrundi hún af stað baráttu þeldökkra Bandaríkjamanna fyrir borgaralegum réttindum. Rosa Parks, einn helsti frumkvöðull í mannréttindabaráttu þeldökkra Bandaríkjamanna, er látin 92 ára að aldri. Parks lést á heimili sínu í Detroit-borg í Michigan á mánudag. Heilsu hennar hafði hrakað á undan- förnum árum og sást hún sjaldan op- inberlega undir það síðasta. Árið 1955 var Parks handteknn fyr- ir að neita að eftirláta hvítum manni sæti sitt í strætisvagni i Montgom- ery í Alabama. Handtakan olli mik- illi reiði meðal annarra Bandaríkja- manna af afrískum uppruna og þeir sniðgengu þjónustu strætisvagna í borginni í eitt ár. Þó að Parks hafi ef til vill talið að mótmælin myndu ekki hafa neitt annað í för með sér en handtöku hennar má segja að at- vikið hafi hrundið af stað mannrétt- indabaráttu þeldökkra í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Martin Luther King fremstur í flokki Ungur prestur að nafni Martin Luther King var fremstur í flokki mótmælenda en hann varð síðar einn helsti baráttu- maður fyrir aukn- um mannréttindum þeldökkra í Banda- ríkjunum áður en hann var myrtur árið 1968. „Með því að sitja sem fastast stóð hún í raun með öllum Bandaríkja- mönnum,“ sagði John Lewis, þingmaður frá Georgiu af þessu tilefni. „I meira en 381 dag gekk fólk frekar en að nota strætis- vagna þar sem kynþáttaaðskilnað- arstefna ríkti. Þeir skiptust á að aka hver öðrum. Með gjörð- um sínum hrundi Rosa Parks af stað friðsam- legri fjöldahreyfingu, stórri hreyfingu gegn aðskilnaði og kynþátta- mismunun og það ekki aðeins á sviði almenn- ingssamgangna," sagði Lewis sem sjálfur tók þátt í hreyfingunni. Sagan segir að Parks hafi sagst vera of þreytt til að standa upp eft- ir erfiðan vinnudag. „Fólk segir alltaf að ég hafi ekki látið eftir sæt- ið mitt vegna þess að ég var þreytt en það er ekki satt. Ég var ekki líkamlega þreytt, að minnsta kosti ekki þreyttari en ég yfirleitt var við lok vinnudags. Nei, ég var aðeins þreytt á því að láta undan," sagði hún nýlega í viðtali. Svartir íbúar Montgomery sniðgengu stræt- isvagnakerfi borgarinnar þangað til að Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði að kynþáttaaðskilnaður í strætisvögnum væri ólöglegur. Frelsi fyrir alla ,Ég vil að fólk segi að ég sé mann- eskja sem hafi alltaf viljað vera frjáls og að aðrir væru frjálsir. Frelsi er fyrir allar manneskjur,“ sagði Parks árið 1995. Þó að hreyfingin hafi verið frið- samleg verður það sama ekki sagt um viðbrögð hvítra íbúa borgar- innar. Hún neyddist til að yfirgefa Montgomery og flytja til Detroit í Michigan nokkrum árum síðar eftir að hafa henni höfðu borist fjölmarg- ar morðhótanir. ■ Mannréttindafrömuöurinn Rosa Parks lést á mánudag. Flótti úr fang- elsi í Guatemala Yfirvöld í Guatemala hafa hafið rannsókn á flótta úr einu alræmdasta fangelsi landsins um síðustu helgi. Nítján fangar flúðu fangelsið sem er í bænum Escuintla, um 80 km sunnan af Guatemala-borg á laugardag. 1 hópnum voru meðal annars fangar sem höfðu verið dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir alvarlega glæpi svo sem morð, nauðganir og mannrán. Fangelsið sem fangar nefna gjarnan „litla víti“ sín á mflli vegna þess hve aðstæður þar eru hræðilegar er í gömlu virki sem er að hruni komið. Fangarnir grófu 200 metra löng göng úr einum klefanum sem enduðu hinum megin við fangelsisgirðinguna, mitt á milli tveggja varðturna. Meira en 20 starfsmenn fangelsisins voru hnepptir í gæsluvarðhald til að hægt væri að yfirheyra þá en grunur leikur á að sumir þeirra kunni að hafa verið viðriðnir flóttann. Marokkómenn viðurkenna að hafa skotið flóttafólk Marokkóskir innf lytjendur leiddir á brott af lögreglu eftir að þeir reyndu að komast yfir á spænskt umráðasvæði í borginni Melilla í Marokkó fyrr í mánuðinum. Stjórnvöld í Marokkó hafa viður- kennt að marokkóskir landamæra- verðir hafi skotið fjóra afríska flótta- menn til bana þegar þeir reyndu að komast inn á spænska umráðasvæð- ið í borginni Melilla fyrr í mánuðin- um. Atvikið varð til þess að Spánverj- ar og Marokkómenn voru harðlega gagnrýndir fyrir að beita inflytjend- ur harðræði þegar þeir reyndu að komast til Evrópu. Sex manns létu lífið í áhlaupi á landamæragirðingu sem aðskilur spænska umráðasvæð- ið í Melilla frá Marokkó þann 6. október. Rannsókn spænskra heryf- irvalda leiddi í ljós að spænskar her- sveitir hefðu ekki átt hlut að máli í drápunum. í nýrri skýrslu frá innanríkisráðu- neyti Marokkó segir að fjórir inn- flytjendanna hafi fallið í skothríð marokkóskra öryggissveita. Ekki er ljóst hvort hinir tveir hafi einnig verið skotnir til bana eða hvort þeir hafi látist í troðningnum sem varð í kjölfar skothríðarinnar. Neita að hafa skilið flótta- fólk eftir í eyðimörkinni Mohammed Ben Aissa, utanríkis- ráðherra Marokkó, sagði í gær að at- burðurinn hefði verið hörmulegur. Lauqawgi69 $ t-351 79M hokuspokuS.ÍS Ríkisstjórn Marokkó neitar enn sem fyrr að hún hafi með skipulegum hætti skilið fjölda flóttafólks eftir í eyðimörkinni án vatns eða matar til að stemma stigu við öldu ólöglegra innflytjenda sem skollið hefur á landinu að undanförnu. Læknar án landamæra og önnur mannúðarsam- tök hafa aftur á móti sýnt fram á hið gagnstæða. ■ BSIB8SHKB FULL BUÐ AF FALLEGUM EFNUM! * Bútasaumsefni frá 950kr.m. ■ Tvíbreið efni 2.74m frá 1250 kr.m. ■ Óbleikt léreft 1.12m á 380kr m./3.05m. á 1230 kr.m ■ Ódýr bómullarefni 450-590 kr.m. ■ Bómullarvatt 2.3m á 975 kr. m. ■ Fast2 Fuse (fyrirskálagerðina) 71 cm á 1475 kr.m ■ Poly-fil tróð 340gr.poki 570kr. Gerið verðsamanburð! P.S. NÝ ÍTÖLSK NÁTTFÖT OG VELÚRFATNAÐUR <Ðiza efif Ingólfsstræti 6, sími 561-4000 www.diza.is opið 11- 18 virka daga, 12- 16 laugardaga Lögregla við vettvangsrannsókn í bænum Guernica í norðurhluta Spánar. Sprengjur við dómshús á Spáni Sprengjur sprungu við fjögur dóms- hús á Spáni snemma í gær og grun- ar lögreglu að Aðskilnaðarsamtök baska beri ábyrgð á þeim. Bygging- ar skemmdust í sprengingunum en enginn slasaðist að sögn yfirvalda. Lögregla segir að maður sem sagðist vera fulltrúi samtakanna hafi hringt á ritstjórnarskrifstofur dagblaðsins Gara skömmu áður en ein sprengjan sprakk í ruslatunnu í baskabænum Guernica. Einnig sprungu tvær sprengjur í bæjunum Ordizia og Amurrio í baskahéruðum og fjórða sprenging- in átti sér stað í bænum Berriozar í Navarre-héraði. Næstum 850 manns hafa farist í árásum Aðskilnaðarsamtaka baska síðan 1968 en samtökin, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki baska, eru skil- greind sem hryðjuverkasamtök af spænskum yfirvöldum, Evrópusam- bandinu og í Bandaríkjunum. Árás- irnar hafa átt sér stað í norðurhluta Spánar og suðvesturhluta Frakk- lands en lögregluyfirvöld í báðum löndunum hafa handtekið fjölda meintra meðlima samtakanna á undanförnu ári og þar á meðal eru margir háttsettir foringjar. ■ Rannsókn áflugslysinu í Nígeríu: Leita aðstoðar Bandaríkjamanna Yfirvöld í Nígeríu hafa farið fram á aðstoð frá Bandaríkjamönnum við rannsókn á hvað olli flugslysinu sem varð 117 manns að bana á laug- ardag. Babalola Borishad ráðherra flugmála útilokar ekki að brögð kunni að hafa verið í tafli en þang- að til að annað kemur í ljós verði litið svo á að um slys hafi verið að ræða. Ekki hefur fengist viðhlítandi skýring á því hvað olli slysinu. Einn sjónarvottur segir að sprenging hafi orðið í farþegaflugvélinni áður en hún hrapaði til jarðar og sumir telja að flugvélin hafi orðið fyrir eld- ingu. Flugvélin missti samband við flugturn um fimm mínútum eftir flugtak frá Murtala Muhammed al- þjóðaflugvellinum í Lagos. Neyðar- Rannsóknarmenn við störf á staönum þar sem Boeing 737-200 flugvél hrapaöi á laugardaginn. kall barst frá flugmönnum skömmu áður en flugvélin hvarf af ratsjám. Flugvélin hrapaði í nágrenni Lissa tæpa 50 km frá flugvellinum 1 Lagos og fórust allir um borð. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.