blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 28
28 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö Skáldskapur og tölvupóstar ,Þetta er fjölskyldusaga sem gerist í velferðarþjóðfélagi,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, höfundur skáldsögunnar Frægasti maður í heimi. Sagan fjallar um Tómas Jónsson sem leikur i raunveruleika- þætti og stendur í tölvupóstssam- skiptum við frægt fólk í þeim tilgangi að fá hjálp þeirra til að fá eiginkonu sína og eldri dæt- ur til sín aftur. Tölvupóstssam- skipti Tómasar, sem koma fyrir í sögunni, eru raun- veruleg. Þau svör eru ekki skrifuð af höfundi heldur fólk- inu sjálfu sem hafði ekki hugmynd um að Tómas væri skáld- sagnapersóna. „Ég bjó til pósthólf fyrir sögupersónuna sem heitir Tómas Jónsson og skrif- aðist á við þekkt fólk i þjóðfélaginu," segir Kristjón. „Ég fékk viðbrögð frá því og stundum breytti ég sögu- þræðinum vegna þessara svara. Mig langaði til að prófa þessa aðferð og það má kannski segja að hún sé ný aðferð í persónusköpun." Meðal þeirra sem koma fram í sögunni eru Stefán Karl, Dr. Gunni, Halldóra Geirharðsdóttir, Einar Bárðason, Jakob Frimann og Karl Sigurbjörnsson. „Upphaflega var ég svo ósvífinn að ég bað ekki um leyfi til að birta póst- ana þeirra,“ segir Kristjón. „Mér fannst svo gaman að skrifa, fannst s v ö r - in koma vel út og passa vel við söguna. Svo fóru að renna á mig tvær grímur. Ég ákvað því að hitta þetta fólk áð- ur en bókin kæmi út og gefa því eintak og útskýra málið. Flest- um brá til að byrja með en ég birti engar viðkvæmar upplýsingar þann- ig að þegar fólk sá póstana á prenti þá róaðist það.“ Það vekur óneitanlega athygli að sögu- persónan er alnafni hins fræga Tómasar Jónssonar, sögupersónu Guðbergs Bergssonar. .Nafngiftin er til heiðurs Guðbergi Bergssyni, enda hef ég lengi verið að- dáandi hans. Ég er ekki svo ósvífinn að halda fram að ég sé að umbylta skáldsöguforminu líkt og hann gerði á sínum tíma, þó ég noti vissulega aðrar aðferðir við vinnslu sögunnar en áður hefur verið gert í íslenskum skáldskap," segir Kristjón. ■ „Mig langaði til að prófa þessa aðferð og það má kannski segja að hún sé ný aðferð í persónusköpun" segir Kristjón Kormákur sem hefur skrifað skáldsögu þar sem raunveruleg töluvpóstssamskipti eru birt. Tengsl listaskáldsins góda og ljóta andarungans Prinsessa hrífst af íslandi Hildur Halldórsdóttir heldur fyrir- lestur föstudaginn 28. október kl. 12.15 * stofu 201 í Árnagarði á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Þessi fyrirlestur mun fjalla um fyrsta íslenska þýðanda danska þjóðskáldsins H. C. Andersens á íslensku sem vitað er um, Jónas Hallgrímsson, sem jafnframt stað- færði ævintýrin. Rætt verður um hvernig Jónas notaði texta Ander- sens til að kynna löndum sínum ævintýraformið, sem þeir voru ekki mjög hrifnir af á þessum tíma. Æviskeið Jónasar var á árunum 1807- 1845 og Andersen lifði á árunum 1805-1875. Þeir voru því ungir menn á svipuðum aldri þegar Jónas var í Danmörku. Jónas fylgdist greinilega með skrifum Andersen meðan hann dvaldist í Kaupmannahöfn og hann nýtti sér verk hans í vinnu sinni við að kynna landanum nýjungar á bók- mennta-, menningar- og þýðinga- sviðinu, bæði hvað form og inntak varðaði. Bornir verða saman textar beggja höfundanna til að sýna fram á ákveðin textatengsl. ■ Mikilfengleg œvisaga Ævisaga Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday er komin út í Banda- ríkjunum og fær afar lofsamlegan dóm í New York Times. Dómurinn er langur og vel rökstuddur en höf- undur hans er Nicholas D. Kristof sem er dálkahöfundur blaðsins og hefur skrifað bækur um Kína og As- íu. Dómurinn hefst á orðunum: „Ef Maó formaður hefði verið verulega framsýnn hefði hann haft upp á lítilli stúlku í Sichuan héraði, Jung Chang að nafni - látið drepa hana og þurrka út alla ættingja hennar.“ Kristof segir ævisöguna vera mik- ilfenglega. Hann hafi haft efasemdir þegar hann opnaði hana en höfund- um hafi tekið að draga fram í dags- ljósið nýjar og traustar upplýsingar. Hann segir hins vegar að stundum virðast höfundarnir svo ákafir í að eyðileggja mannorð Maós að það hvarfli að sér hvort þeir hafi horft framhjá hugsanlegum málsbætum Maós. Kristof segist hafa á tilfinning- unni að nokkuð traustar heimildir liggi að baki flestum staðreyndum og uppljóstrunum en segist hafa áhyggjur af því að eitthvað sé um ýkjur í bókinni. Þannig kjósi höf- undar að segja að nærri því 38 millj- ónir manna hafi látið lífið í hungurs- neyðinni á árunum 1958-1961, þegar fræðimenn telji að tölurnar séu 23-30 milljónir. Svimandi háar tölur en mun lægri en þær sem höfundar haldi fram. Kristof bendir einnig á að arfleifð Maós sé ekki bara slæm, þrátt fyrir öll sín illvirki hafi hann lagt grundvöllinn að endurfæðingu og risi Kína eftir fimm hundruð ára svefn. Þrátt fyrir þessar athugasemd- ir segir Kristof bókina vera stórkost- lega ■ JPV útgáfa hefur gefið út bráð- skemmtilega bók, Dagbók prinsessu, eftir M e g C a b 01 í þýð- i n g u E d d u Jóhanns- d ó t t u r . Mia er ósköp venju- leg stúlka sembýriNew York en fær dag einn þær fréttirað húnsé prinsessa. Mia er í byrjun bókar nokkuð upptek- in af Islandi sem hún er að læra um í landafræðinni í skólanum. I dagbók hennar er að finna þennan skrýtna kafla um Island: „Á íslandi eru gefnar út flestar hattan bækur í heiminum miðað við höfðatölu en það er af því það er ekkert hægt að gera þar annað en að lesa. Á íslandi eru líka heitir hverir og allir eru alltaf að synda í þeim. Einu sinni kom óperuhópur til íslands og það seld- ist upp á óperuna í hvelli og 89% íbúanna mættu. Allir kunnu öll lögin í óper- unni og sungu þau allan dag- inn. Ég gæti vel hugsað mér að búa einhvern tíma á ís- landi. Það er örugglega skemmtilegra en á Man- þar sem fólk hrækir á mann út af engu.“ Þykk- skinna hin síðari Út er komin bókin Þykkskinna hin síðari eftir Helga Hannesson (1896- 1989), en það er safn sagnaþátta úr Rangárþingi. Bókin er sjálfstætt framhald Þykkskinnu eftir sama höfund sem kom út haustið 2003 og var vel tekið. I skrifum Helga fara saman sagna- gleði höfundar, góð tök á íslenskri tijngu og hispursleysi í frásögnum. Bókina prýða einstakar ljósmynd- ir úr safni Helga. Það er Sunnlenska bókaútgáfan sem gefur bókina út. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.