blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 24
24 I FYRIR KOWUR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö Náðu árangri í leik ogstarfi Sjálfstraust er grunnur að velgengni Forðastu neikvætt fólk ef þú vilt njóta velgengni Sagan segir að kona ein hafi límt myndir af markmiðum sínum við rúm sitt þar sem hún sá þær kvölds og morgna. Margar mynd- irnar voru fjarlæg markmið og voru frekar draumar en eitthvað annað. í lok ársins höfðu öll markmiðin ræst og gott betur. Saga þessi er ekki ótrúleg enda er fyrsta skrefið í því að ná árangri að trúa því að það geti gerst. Ekki er verra að hafa myndir af draum- unum fyrir framan sig allan liðlangan daginn. Flestir vilja ná árangri í leik og starfi enda veitir það oftar en ekki visst öryggi og ánægju. Enginn nýtur velgengni án þess að leggja heilmikla vinnu í það enda þarf að setja sér mark- mið og standa við þau. Hugarfar- ið skiptir lykilmáli og sjálfsörygg- ið gerir líka sitt. Hér eru nokkrar leiðir til að ná árangri. Horfðu á sjálfa þig í nálægum spegli. Þú og enginn annar er ábyrg- ur fyrir velgengni þinni eða mistök- um þínum. Farsælt fólk tekur fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Brostu að spegilmynd þinni. Farsælt fólk er jákvætt, glaðvært og gerir áætlanir fram í tímann. Jafnvel þó þér finnist þú ekki hafa neitt til að brosa yfir, brostu samt. Jákvæðar hugsanir yf- irgnæfa neikvæðar hugsanir enda er erfitt að hugsa neikvætt þegar mað- ur brosir fallega. Hrósaðu þér Sjálfstraust er grunnur að velgengni. Trúðu á sjálfan þig, hæfni þína og færni. Ekki gleyma þér í mistök- um þínum heldur skaltu hrósa þér fyrir að vera að breyta lífi þínu til hins betra. Rifjaðu upp gömul afrek og klappaðu þér á bakið fyrir þau. Finndu þér takmark og horfðu til framtíðar. Hugsaðu jákvæðar hugs- anir og hrósaðu sjálfri þér þegar vel gengur. Gerðu skuldbindingu um velgengni Þú þarft að þrá velgengnina og ákveða, strax í dag, að þú ætlir að vera farsæl/U til æviloka. Gerðu skuldbindingu við sjálfan þig að njóta velgengni í lífinu. Gerðu það sem þú gerir best og það sem veitir þér sem mesta ánægju. Það er óþarfi að dvelja við leiðinlega, pirrandi og niðurlægjandi hluti. Forðastu neikvætt fólk Vertu í samskiptum við farsælt fólk og fylgstu með því. Undir öllum kringumstæðum skaltu forðast nei- kvætt fólk enda stundar það niður- rif í stað þess að byggja upp. Líkur eru á að neikvæðnin dragi þig niður frekar en hitt. Kynntu þér bækur, myndir og sjónvarpsþætti um vel- gengni annarra. Talaðu við fólk sem býr við velgengni og fáðu ráð. Úrklippubók með markmiðum Skrifaðu niður draumsýn um hvað þú vilt fá út úr lífi þínu og vertu nákvæm/ur. Hvar viltu búa, hvaða vini viltu eiga, hvernig bíl, hve mörg börn og við hvað viltu vinna? Búðu til úrklippibók með myndum sem sýna framtíðarsýn þína, skoðaðu hana á hverjum degi og hagaðu þér svo eftir því. Skrifaðu niður helstu markmið þín og hafðu þau í nútíð líkt og: Ég vil vera farsæl/111 starfi. Velgengni er ákvörðun einstaklings- ins. Lestu markmið þín yfir kvölds og morgna. Ekki hætta að reyna Gerðu eitthvað á hverjum degi sem færir þig nær markmiðinu og aldrei gefast upp. Þér mistekst einungis ef þú hættir að reyna. Allir óttast mis- tök, óvissu, óöryggi og skömm. Far- sælt fólk tekst á við þessa þætti með því að gera eitthvað til að byggja upp framtíðina og læra af mistökum sín- um. Það er ekki eftir neinu að bíða, byrjaðu í dag og framtíðin er þín. ■ svanhvit@vbl.is Erfitt aðfinna brjóstahaldara sem passar Meirihluti kvenna nota ekki rétta brjóstahaldara Það veldur konum oft vandræð- um að finna hinn fullkomna brjóstahaldara, einhvern sem passar nákvæmlega, er kynþokka- fullur en samt þægilegur. Rann- sóknir sýna að sjötíu prósent kvenna nota brjóstahaldara sem passa þeim ekki, sem er kannski ekki furða miðað við það ótrúlega mikla úrval haldara í öllum stærð- um og gerðum. Konur verða að athuga það að brjóstahaldari virðist kannski ekki passa í byrjun en með því að laga hlýra og festingu á baki þá getur hann smellpassað. Það mikilvæg- asta við brjóstahaldara er að hann lyfti brjóstunum í rétta hæð. Beygið annan handlegginn við olnboga og setjið hinn handlegginn um miðjan búkinn. Barmurinn ætti þá að vera mitt á milli axlar og olnboga, ef hald- arinn er rétt stilltur. Stærri skálar ef tvö brjóst myndast Rétta leiðin til að fara í brjóstahald- ara er að fara í hlýrana fyrst, halla sér svo fram í skálarnar áður en hald- arinn er kræktur saman. Brjósta- haldari á alltaf að liggja þétt við húð- ina og bakstykkið á að liggja undir herðablaðinu. Ef skálin krumpast á annarri hvorri hliðinni þá þarftu minni brjóstahaldarastærð (t.d. 32), ekki skálastærð (t.d. B). Stutti efn- isbúturinn á milli brjóstanna ætti sömuleiðis að liggja þétt að húðinni. Skálarnar eiga að vera fullar en þó ekki of fullar. Ef svokölluð tvö brjóst myndast, brjóstið flæðir yfir brúnir til hliðar eða framan á, þá þarftu stærri skálastærð. Spangir eiga að ná ut- an um brjóstin Hlýrarnir eiga að vera þægilegir án þess að skera húðina og án þess að falla niður. Ef hlýrinn dettur sífellt niður, eftir að búið er að aðlaga hann, þá gæti verið að brjóstið fylli ekki út í skálina og þú þurfir minni skála- stærð. I um 90% tilfella eru spangir Brjóstahaldari á alltaf að ligga þétt við húðina. í brjóstahöldurum og það er eins með þá og aðra haldara, það skiptir miklu máli að þeir passi fullkom- lega. Spangirnar eiga að ná utan um brjóstin á hlið en ef þær ná lengra en það er skálastærðin of stór. ■ svanhvit@vbl.is Sjálfvirkur sleppi- búnaður unglinga Nýlega heyrði ég frábæra útskýr- ingu á drasli í unglingaherbergjum. „Þau eru með sjálfvirkan sleppibún- að þessar elskur," sagði unglinga- mamma þegar unglingarnir hennar „misstu“ gjarnan úlpur og önnur föt á gólfið. Það er sama hvað foreldrar vanda um fyrir afkvæmunum, það er ekki hægt að ganga um gólf í ung- lingaherbergjum nema að stíga á föt. Líka í herbergjum þeirra sem voru fyrirmyndar snyrtipinnar sem börn. En þetta með „sjálfvirkan sleppibún- að“ unglinganna er ekkert alvarlegt, draslaraskapurinn rjátlast af þeim aftur þegar þau eldast. Eða þegar þau eiga að fara að fá vasapening- ana sína. Eða þegar hitt kynið fer að koma í heimsókn. Eða... ekki. Ég sá nefnilegan ungan mann setjast upp í bíl sinn hér í götunni, líta í kringum sig og sjá að það var drasl í bílnum. Bjórdósir út um allt gólf - hann ákvað að taka til. Og viti menn - bílhurðin opnaðist og út flugu bjórdósir í ferskt haustloftið. Þar sem ég er ekkert hrifin af svona gusum eða sendingum í mínu nán- asta umhverfi, kallaði ég á hann og benti á að bjórdósirnar ættu ekki að fjúka um í rósabeðunum. Þar sem hann var greinilega ekki enn búinn að venja sig af „sjálfvirka sleppibún- aðinum" þá vatt vinkona hans sér út úr bílnum og tók upp dósirnar fyrir hann. Hvernig væri heimurinn ef allir hentu bara ruslinu sínu út úr bíl- unum eða ef maður opnaði bara gluggana og skutlaði ruslinu út á götu? (Munið þið eftir atriði í ára- mótaskaupi hér um árið þegar fólk skutlaði ruslinu út á götu í gegnum gat á veggnum? Það var drepfyndið enda var þetta í grínþætti.) Maður sem kastar bjórdósunum út á götu í hausthreingerningunni er með lausa skrúfu en ekki bara „sjálf- virkan sleppibúnað". Hann hefur kannski aldrei verið á leikskóla. Þar læra börnin nefnilega snemma að ganga frá eftir sig og að hver hlutur á sinn stað. Rusl fer í tunnu eða end- urvinnslu. Þetta veit hvert smábarn í dag. Enda fá þau fræðslu um þetta á leikskólunum. Það minnir mig á af hverju ég tók þátt í kvennafrídeginum niðri í bæ: Til að styðja láglaunafólk(konur) sem vinnur gott uppeldisstarf í leik- og grunnskólum en fær ekki laun í samræmi við menntun, ábyrgð og erfiði. Setjum uppeldis- og umönn- unarstörf á þann virðingarstall sem þau eiga skilið og borgum í sam- ræmi við það. Við viljum ekkert öll sitja í stjórnum lífeyrissjóða, stjórna álverum eða keyra þungavinnuvél- ar. Margir vilja miklu frekar vinna þessi „hefðbundnu kvennastörf". Þau eru mikilvæg og þau á að meta til mannsæmandi launa. ■ Kœrkveðja, Sirrý www.si.is Nýr Puma ilmur Einkennist af kven- leika nútímakvenna Það má segja að Puma sé táknmynd íþrótta og lífstíls í alþjóðlegri menn- ingu. En þó ekki einungis því Puma sendi frá sér Jamaica ilminn fyrir nokkrum árum og sá ilmur sló eftirminnilega í gegn. Aðdáendur ættu því að gleðjast enda er kom- inn nýr ilmur á markaðinn, Puma Woman. Puma Woman er léttur og góður ilmur sem einkennist af ávaxtakeim. En í Puma Woman má líka greina jasmínu, sedrusvið, vanillu og tonka baunir. Ilm- urinn er því vel uppbyggð- ur og túlkar vel kvenleika nútímakvenna. Glasið sjálft er bleikt og vinalegt og vita- skuld er kattardýrið stökkv- andi á glasinu, sjálfsöryggið uppmálað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.