blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 ERLENDAR FRÉTTIR I 11 Ný skýrlsa um ofbeldi áföngum Bandartkjahers: Fangar létust vegna illrar meðferðar Á þriðja tug fanga sem létust í vörslu Bandaríkjamanna í írak og Afganist- an lést af völdum slæmrar meðferðar, oft á meðan á yfirheyrslum yfir þeim stóð eða eftir að þeim lauk. Þetta kem- ur fram í skýrslu sem Samtök um borg- araleg réttindi í Bandaríkjunum unnu úr gögnum frá varnarmálaráðuneyti ríkisins. f skýrslunni, sem var gerð op- inber fyrr í vikunni, voru dauðsfóll 44 fanga könnuð. Þar af var 21 dauðsfall skilgreint sem manndráp. í átta tilfell- um létust fangar eftir að hafa verið beittir harðræði af hermönnum eða leyniþjónustufulltrúum. Dauðsfóllin 44 eru aðeins hluti af heildarfjölda þeirra sem dáið hafa í vörslu Banda- ríkjamanna í löndunum tveimur. Tal- ið er að yfir 100 fangar hafi látist af eðlilegum orsökum eða í kjölfar þess að hafa verið beittir ofbeldi. f einu tilfelli dó fangi eftir að hafa verið kaffærður af leyniþjónustufull- trúum á meðan á yfirheyrslu yfir hon- um stóð í nóvember árið 2003.1 öðru tilfelli lést fangi vegna öndunarerfið- leika og af áverkum eftir að hafa verið skilinn eftir keflaður og hlekkjaður við dyrakarm. Líða ekki illa meðferð á föngum Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur gert opinberar upplýsingar um illa meðferð á föngum og dauðsföll þeirra. Mörg tilvikanna hafa verið gerð opinber áður og í sumum tilfell- Meira en 230 bandarískir hermenn hafa verið dæmdir fyrir herrétti fyrir ilia meðferð á föngum í frak og í Afganistan. um hafa hermenn og herforingjar ver- ið ákærðir og þeim refsað í kjölfarið. „Bandaríski herinn líður ekki illa meðferð á föngum,“ sagði Joseph Curtin, talsmaður hersins. „Þau tilvik sem komið hafa upp áður hafa verið rannsökuð til hlítar. Þegar trúverðug sönnunargögn eru til staðar hafa yfir- menn í hernum frumkvæði að því að sækja menn til saka,“ sagði hann enn- fremur. Hingað til hafa yfir 400 tilvik illrar meðferðar á föngum verið rannsökuð og meira en 230 hermenn hafa verið dæmdir til refsingar fyrir herrétti. „Það er enginn vafi á því að yfir- heyrslur Bandaríkjamanna hafa leitt til dauðsfalla," segir Anthony D. Rom- ero, framkvæmdastjóri Samtaka um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum og bætir við að háttsettir foringjar sem hafi haft vitneskju um pynting- arnar en ekkert gert verði að svara til saka. ■ Gullfiskaskál- ar bannaðar Samkvæmt nýrri borgarsam- þykkt hefúr hundaeigendum í Rómarborg verið gert skylt að fara reglulega út að ganga með hunda sína og bann lagt við því að dýr séu notuð sem vinningar í skemmtigörðum. Þá verður borgarbúum enn- fremur bannað að halda fiska í hefðbundnum gullfiskaskálum en dýraverndunarsinnar telja að það sé grimmileg meðferð á dýrunum. Dagblaðið II Messaggero sagði að fiskar yrðu blindir í gullfiskaskálum en enginn í borgarráði Rómar vildi staðfesta að þau rök lægju að baki banninu. Fiskifræðing- ar benda affur á móti á að ekld myndist nóg af súrefni fyrir fiska í kringlóttum skálum. Borgarsamþykktin var sett í kjölfar nýrra landslaga sem kveða á um að dæma megi í fangelsi þá sem skilja hunda og ketti effir i reiðileysi. VOLVO for life Öll erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja alheimsins. Þegarþú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppfylla óskir þínar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum með þéralla leiðl brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöföa 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njaröarbraut 3, sími 422 7500 | www.volvo.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.